Morgunblaðið - 21.10.2001, Síða 17

Morgunblaðið - 21.10.2001, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 B 17 ferðalög Hvaðan ertu að koma? Ég er nýkominn úr ferðalagi með foreldrum mínum til Denver í Colorado í Bandaríkjunum þar sem bróðir minn er búsettur. Við flugum frá Keflavík til Minnea- polis og þaðan til Denver hinn 6. október síðastliðinn og sömu leið tilbaka tíu dögum síðar. Fyrst lentum við í vandaðri leit hjá öryggiseftirlitinu í Keflavík, þar sem fólk má búast við því að smáhlutir eins og vasahnífar séu teknir af því, eða settir ofan í ferðatösku. Þegar við lentum í Minn- eapolis var þaulleitað í mínum handfarangri og á mér með málm- leitartæki en foreldrar mínir sluppu. Mun meira mál er hins vegar að ferðast út úr Bandaríkjunum aftur. Ég hef vanist því að geta gengið að innritunarborðinu í Denver og tékkað farangurinn minn alla leið til Íslands í stað þess að hann sé fluttur til Minneapolis og þaðan heim. Þegar við fórum þess á leit núna vorum við látin fara gegnum millilandainnritun, farangurinn settur í gegnumlýsingu og ég spurður spjörunum úr. Foreldrar mínir tala ekki ensku og ég vildi því túlka fyrir þá. Af- greiðslumaðurinn tók það hins vegar ekki í mál og heimilaði hvorki mér né bróður mínum að þýða orðaskipti milli hans og þeirra. Hann vildi finna túlk sem talaði íslensku og við tók fjöldi símhring- inga í þeim tilgangi og fleiri gegnumlýsingar. Ætli hann hafi ekki hringt ein átta símtöl á meðan á þessu stóð. Faðir minn er með gerviliði í hnjám sem auðvitað gerðu vart við sig við skoðun með málmleitartæki. Á endanum stóð hann eftir jakka- og frakkalaus og á sokkaleistunum, og svo fór um fleiri farþega. Ég mæli ekki með því að fólk sé með mikinn farangur við þessar kring- umstæður, í mesta lagi eina litla tösku í handfarangri og lítið með- ferðis að öðru leyti. Maður er látinn taka allt upp úr vösunum og ég meina allt. Meðan á þessu stóð þurftu aðrir farþegar fyrir aftan okkur að bíða en starfsmaðurinn gaf sig á endanum svo við fengum að fara áfram. Þegar að útgönguhliðinu kom virtist hafa verið gefin melding um aðra grandskoðun á okkur og við tók önnur umferð með málmleit- artæki og leit í handfarangri. Fyrst að því loknu fengum við afhent brottfararspjöld og leyfi til þess að halda áfram að hliðinu út í vél- ina. Hvað tók þetta ferli langan tíma? Við vorum komin út á flugvöll í Denver um klukkan tíu árdegis og vélin átti að fara 12.40. Ætli þetta hafi ekki tekið rúmlega tvo klukkutíma. Það er eins gott að pakka rétt við þessar kring- umstæður og konur geta gleymt því að taka með sér naglaþjalir. Slíku er hreinlega hent. Maður getur líka átt von á leit hvenær og hvar sem er og ég ráðlegg fólki að brosa alls ekki að þessum ráð- stöfunum og taka allt sem fyrir ber mjög alvarlega. Sá sem brosir að þessu er litinn mjög óhýru auga. Þetta ferli getur tekið mun lengri tíma en hjá okkur. Mælt er með því að fólk komi fjórum tím- um fyrir brottför þegar mest er að gera snemma á morgnana og nokkuð er um að menn missi af flugi. Búið er að fella niður talsvert af ferðum innanlands og því getur tekið langan tíma að tékka sig inn snemma dags þegar allar vélar eru fullar. Það getur allt gerst. Ég ráðlegg fólki líka að hafa vegabréf sitt uppi við öllum stundum. Það er spurt um vegabréf bæði við innritun og áður en farið er inn í vél. Hvernig varð ykkur við? Ég er sæmilega vanur ferðamaður sjálfur en mér fannst að maður þyrfti að hafa sig allan við til þess að allt gengi upp. Foreldrar mín- ir eru á áttræðisaldri og ég held að þeim hafi þótt alveg nóg um. Allar öryggisráðstafanir eru hins vegar greinilega teknar mjög al- varlega og allt miklu þunglamalegra en maður á að venjast. Hvernig var ferðin að öðru leyti? Hún var fín og veðrið gott. Umræðan er ennþá mikil um hryðju- verkin og afleiðingar þeirra í Bandaríkjunum, sem og um milt- isbrand allra síðustu daga. Fjallað var um það í dagblöðum og fréttaskýringaþáttum í sjónvarpinu hvernig ætti að bregðast við. Fólki er til dæmis ráðlagt að hreyfa sig, hafa mikið fyrir stafni og láta líkamann erfiða til þess að vinna gegn ótta og kvíða, sem virð- ist mikill í Bandaríkjamönnum um þessar mundir. Hvernig er flugfarþega í innanlandsflugi í Bandaríkjunum ann- ars innanbrjósts núna, burtséð frá öryggisráðstöfunum? Líðan manns er kannski dálítið sérkennileg. En eftir allar þessar ör- yggisráðstafanir vill maður telja sig nokkuð öruggan um borð. Ég vil trúa því að meiri líkur séu á að ég verði fyrir bíl á Ísafirði en fórnarlamb hryðjuverka. Svo hugsa ég líka með mér að svona sé ástandið og að maður verði bara að sætta sig við það. Fólk brosi ekki að öryggis- ráðstöfunum Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Ísafirði, ráð- leggur þeim sem hyggja á ferðalög til Bandaríkjanna að hafa lítinn farangur og gefa sér góðan tíma. Eftirminnileg ferð Til Víetnams með ferðaskrif- stofunni Emblu Ferðaskrifstofan Embla efnir til 13 daga ferðar til Víetnams, lands hins rísandi dreka, frá 11.–27. nóvember næstkomandi. Flogið er til Kuala Lumpur hinn 11. gegnum London með Malaysian Airlines og lent næsta dag um klukkan 18.30. Að morgni hins 13. er flogið til Ho Chi Minh-borgar í suð- urhluta landsins, áður Saigon. Þegar þangað er komið verður meðal ann- ars farið í Stríðsminjasafnið, á Binh Tay-markaðinn og í dagsferð til Tay Ninh þar sem Cao Dai-dómkirkjan er. Einnig er farið í heilsdagsferð út í sveit, siglt á Mekong-fljóti og bændur heimsóttir. Fleiri viðkomustaðir eru Hue, sem var höfuðborg Víetnams í 140 ár, Hanoi, höfuðborg sósíalíska lýðveldisins, Sapa og Halong-flói, eitt af náttúruundrum Asíu. Meðal þess sem skoðað verður í ferðinni er vatns- brúðusýning, listasafn, Bókmennta- hofið, Þjóðarháskólinn, Kattardalur, orkídeu-búgarður og núðluþorp. Ferðin kostar 297.500 á mann og há- marksfjöldi þátttakenda er 20. Gist er á fimm stjörnu hótelum alla ferðina og innifalið í verði auk flugs, gistingar, flutninga til og frá flugvelli, fullt fæði í Víetnam að undanskildum einum kvöldverði, allar ferðir innan- lands, skoðunarferðir, aðgangseyrir og íslensk leiðsögn. Flugvallarskattar, vegabréfsáritun, drykkir, þjórfé og bólusetningar greið- ast sérstaklega. Valgerður Sigurðardóttir Inga Jóna Þórðardóttir Þorgerður K. Gunnarsdóttir Arnbjörg Sveinsdóttir Stjórnmálanámskeið fyrir konur 23. október til 25. nóvember, þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 20.00—22.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. LÁTTU AÐ ÞÉR KVEÐA Stjórnmálaskólinn, Heimdallur og Hvöt. Innritun: sími 515 1700/1777, Netfang disa@xd.is www.xd.is  Konur og vald  Konur í forystu  Konur og stjórnmál  Konur og áhrif  Að kveða sér hljóðs  Árangursríkur málflutningur  Aukinn hlutur kvenna í stjórnmálum  Listin að vera leiðtogi  Konur og velgengni  Konur og fjölmiðlar  Konur og Sjálfstæðisflokkurinn  Flokksstarfið  Íslenska stjórnkerfið  Horft til framtíðar Hanna Birna Kristjánsdóttir Stefanía Óskarsdóttir Sólveig Pétursdóttir Ásta Möller Laufey Jóhannsdóttir Ásdís Halla Bragadóttir Katrín Felsted Gísli Blöndal Sigríður Anna Þórðardóttir Gréta Ingþórsdóttir Drífa Hjartardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.