Morgunblaðið - 21.10.2001, Page 18
Oktavia 4x4
vel búinn
Rúsínan í
pylsuendanum
er verðið
HEILDARINNFLUTNINGUR á þessu ári stefnir í að verða 205,9 millj-
arðar króna og þar af stefnir innflutningur nýrra fólksbíla í að verða 7,4
milljarðar kr. Fólksbílainnflutningurinn yrði þar með einungis um 3,6%
af heildarinnflutningnum en á undanförnum sjö árum hafa bílar að jafn-
aði verið 5,8% af heildarinnflutningi landsmanna.
Bílar vega minna í
heildarinnflutningi
!"#$
% !&' #$ (
% !&'
!
) ) ) ) ) )
)
BMW hefur náð samkomulagi við Toyota um
kaup á allt að 30.000 dísilvélum á ári. Búist er við
að skrifað verði undir samninga um þetta í lok mán-
aðarins. Vélarnar ætlar BMW að nota í 30% af öll-
um Mini bílum sem framleiddir verða. Toyota fram-
leiðir eyðslugrannar dísilvélar fyrir Yaris í Japan
sem kynntar verða í Evrópu í lok þessa árs. Árið
2003 hyggst Toyota síðan hefja framleiðslu á dísil-
vélum í verksmiðju sinni í Frakklandi, þar á meðal
fyrir BMW. Eftirspurn eftir dísilvélum hefur stórlega
aukist í Evrópu. Markaðshlutdeild Toyota í Evrópu
er innan við 4% en fyrirtækið ætlar að auka sinn
hlut m.a. með meiri áherslu á dísilbíla.
BMW kaupir dísilvélar af Toyota
Toyota framleiðir dísilvélar fyrir Mini.
INGVAR Helgason, umboðsaðili Nissan, hefur
pantað fyrstu Nissan X-Trail bílana og koma þeir til
landsins í janúar á næsta ári. Þetta er nýr jeppi í
Evrópu en hefur verið á markaði í Japan um nokk-
urt skeið. Hann er 24 cm stærri en Toyota RAV4 en
7 cm styttri en Honda CR-V og er byggður á sjálf-
stæða grind. Vélin verður tveggja lítra bensínvél,
150 hestafla, en einnig 2,2 lítra dísilvél. Bíllinn verð-
ur með sítengdu aldrifi og ESP-stöðugleikabúnaði.
Nissan X-Trail til Íslands
VINIR bílsins, sem eru regnhlífarsamtök Bíl-
greinasambandsins, bílaumboða, tryggingafélaga
og lánafyrirtækin, telja fátt skýra þann samdrátt
sem orðið hefur í sölu nýrra bíla á þessu ári annað
en almenna óvissu og neikvæða umræðu. Sam-
tökin segja að allar hagtölur bendi hins vegar til
þess að líklega hafi aldrei verið jafn góður tími og
núna til að kaupa nýjan bíl – og aldrei jafn mikil
ástæða. Ætlunin er að upplýsa almenning frekar
um þessi mál og í tengslum við það verða bílaum-
boðin öll að með bíladaga helgina 27.-28. október.
Fátt skýrir samdrátt í bílasölu
SALA á nýjum bílum og jeppum hefur tekið mikið
stökk í Bandaríkjunum í kjölfar tilboða um vaxta-
laus bílakaupalán frá stærstu framleiðendunum.
General Motors, Ford og Chrysler buðu vaxtalaus
bílakaupalán í síðasta mánuði í kjölfar hryðjuverk-
anna í Bandaríkjunum. Erlendir bílaframleiðendur, þ.
á m. Toyota, hafa síðan fetað í sömu fótspor. Sölu-
hraði á nýjum bílum í Bandaríkjunum það sem af er
októbermánuði svipar til 18 milljóna bíla sölu á ári
og hefur söluhraðinn aldrei verið meiri á þessu ári.
Mikil bílasala í Bandaríkjunum
VOLKSWAGEN og Audi
hafa kynnt nýja gerð bens-
ínvéla sem eru
aflmeiri og
eyðslugrennri en
fyrri vélar fram-
leiðandans auk
þess sem þær
menga minna.
Þetta eru svokall-
aðar FSI-vélar (Fuel Stratified
Injection), sem eru með beinni
strokkinnsprautun. Með þess-
ari nýju gerð innsprautunar
dregur úr eldsneytiseyðslu
um allt að 15%. Fyrsta vélin í
þessari línu var 1,4 lítra vél í
Lupo sem skilar 105 hest-
öflum. Næst kemur 2,0 lítra,
fjögurra strokka vél sem skilar
150 hestöflum og 200 Nm
togi. Þar næst 1,6 lítra vél sem
verður m.a. boðin í Golf. Inn-
sprautunartæknin er svipuð
og í dísilvélum með samrás-
arinnsprautun (common-rail).
Eldsneytið fer um eina sam-
eiginlega rás áður en því er
sprautað undir þrýstingi inn á
strokkana. Munurinn er aðeins
sá að í dísilvélum er þrýsting-
urinn yfirleitt um 1.500 bör en
í bensínvélunum aðeins 120
bör. Núverandi 1,6 lítra vél VW
skilar 105 hestöflum og togið
er 148 Nm. Nýja FSI-vélin er
litlu aflmeiri, eða 110 hestöfl
meðan togið er 155 Nm. Það
er því aðallega eyðslan og
minna af skaðlegum efnum í
útblæstri sem er kosturinn við
nýju vélarnar. Audi S3, sem
kemur á markað snemma á
næsta ári, verður einnig með
FSI-vél og fær aukalega 15
hestöfl, verður því 225 hest-
öfl, eða jafnaflmikill og afl-
mesti TT-sportbíll.
VW kynn-
ir FSI-
vélarnar
NÝR Opel Vectra kemur á
markað á næsta ári. Mikil sam-
keppni er í þessum stærðar-
flokki og helstu keppinautarnir,
Volkswagen, Ford og Renault,
hafa allir nýlega sett á markað
endurbættar og mun betur bún-
ar gerðir af Passat, Mondeo og
Laguna. Auk þess eru þarnar
bílar eins og Citroën C5 og
væntanleg er ný og gerbreytt
Nissan Primera. Það verður því
við ramman reip að draga og
spennandi að fylgjast með
hvernig innkoma Opel verður
með nýjum Vectra.
Ný Vectra verður til sölu í
Evrópu næsta sumar í fernra
dyra stallbaks- og fimm dyra
hlaðbaksútgáfum. Bíllinn er á
nýjum undirvagni og er stærri í
öllum málum en núverandi gerð.
Hjólhafið eykst um 60 mm sem
Opel segir að skili sér í meira
fótarými fyrir farþega. Spor-
víddin verður sömuleiðis meiri
sem ætti að gera bílinn stöðugri
og þaklínan verður 36 mm
hærri, sem gerir pláss innan-
dyra meira.
Bíllinn verður boðinn með 122–
145 hestafla bensínvélum og 99–
123 hestafla dísilvélum. Þá verður
bíllinn boðinn með fimm þrepa
sjálfskiptingu með valskiptingu.
Ekki hefur verið skýrt frá stað-
albúnaði en búist er við að bíllinn
verði með miklum þæginda- og
öryggisbúnaði. Væntanlega verða
hliðarbelgir og gardínubelgir
staðalbúnaður ásamt spólvörn og
loftkælingu. Eins og í Citroën C5
verður regnskynjari í framrúðu
sem ræsir rúðuþurrkur sjálf-
krafa.
Opel segir að aksturseiginleik-
ar bílsins batni verulega þökk sé
nýja undirvagninum sem að
stórum hluta er gerður úr létt-
málmi og er með nýja fjölliða-
fjöðrun að aftan.
Meðal nýjunga er nýtt stöðug-
leikakerfi sem kallast ESP Plus,
búnaður sem væntanlega verður
boðinn í öðrum gerðum Opel í
framtíðinni. Yfirbyggingin er að
hluta til úr áli og magnesíum.
Ný Opel Vectra verður frum-
kynnt á bílasýningunni í Genf í
mars.
Ný Vectra kemur á markað næsta sumar.
Ný og stærri Vectra næsta sumar
Bíllinn er stærri og byggður á nýjan undirvagn.