Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ bílar FLJÓT OG ÖRUGG SÉRPÖNTUNARÞJÓNUSTA ÚTVEGUM NÝJA SEM NOTAÐA VARAHLUTI Í ALLA AMERÍSKA BÍLA MEÐ HRAÐI.... - Tangarhöfða 2 - sími 567 1650 - www.bilabudrabba.is - SÚ var tíðin að talað var í niðrandi tón um Skoda. Þessar fornfrægu tékknesku bílaverksmiðjur áttu vissulega sitt niðurlægingarskeið meðan þjóðin var undir oki Sovétríkj- anna. En undir Volkswagen hefur Skoda dafnað og er sú eining innan Volkswagen-samsteypunnar sem er að skila mestum hagnaði. Á allra vit- orði er að bílar verksmiðjanna hafa tekið stakkaskiptum og eru vandaðir og með hönnun sem höfðar til nú- tímamannsins, en um leið á hag- kvæmu verði. Þetta á ekki síst við um Octavia, sem fyrst kom á markað árið 1996 en í langbaksgerðinni vorið 1998. Við prófuðum á dögunum lang- baksgerðina með fjórhjóladrifi, bein- skiptan með tveggja lítra bensínvél í Ambiente-útgáfu. Vél, undirvagn og drifkerfi frá VW Það er nánast allt í þessum bíl ætt- að frá móðurfyrirtækinu VW. Und- irvagninn er hinn sami og í Golf, Bora og Audi A3; vélin er ættuð frá Wolfs- burg og fjórhjóladrifskerfið sömu- leiðis þótt hjá Skoda heiti það ein- ungis 4x4 en 4Motion hjá VW. Þetta er ávísun á gæði. Í Ambiente-útgáf- unni er bíllinn þó fremur hrár að inn- an. Mælaborðið er slétt og fellt og laust við allt prjál en þó er dálítið sportlegur svipur yfir mælum og gír- stönginni sem er óvenjuleg í laginu og með grænum lit í hnúðnum. Allt er á réttum stað, nema miðstöðvarrof- arnir, sem eru of neðarlega og stund- um í skjóli fyrir gírstönginni. Sætin eru sömuleiðis stíf og efnisrýr en styðja þó vel við ökumann. Framsæt- in eru með mjóbaksstuðningi og hæð- arstillingu. Milli árgerða hefur það breyst að komið er þriggja punkta belti og hnakkapúði fyrir miðjusæti aftur í og staðalbúnaður er fimm loftpúðar, þ.e. tveir fyrir framsætin og einn fyrir hvert aftursæti. Þá er aksturstölva í bílnum með útihitamæli og annað sem vert er að nefna eru halogen-ljós og þokuljós, sem er staðalbúnaður. Þetta er því vel búinn bíll í grunninn. Þeir sem kjósa fremur Elegance-út- gáfu í stað Ambiente fá mikið fyrir peningana. Í pakkanum fylgja 15 tommu álfelgur í stað stálfelgna, raf- magn í afturrúðum, vandaðra áklæði á sætum, átta hátalarar í stað fjög- urra og geislaspilari í stað kassettu- tækis, loftkæling og inniljós í aftara farþegarými. Ekki þarf að bæta við nema 145.000 kr. og er þá óhætt að tala um að bíllinn sé „hlaðinn“ og verðið samt ekki nema rétt rúmar tvær milljónir kr. Það er gott rými í bílnum og fer meira að segja ágætlega um þrjá í aftursætum. Farangursrýmið er minna í fjórhjóladrifsútgáfunni en framdrifna bílnum en það tekur þó engu að síður 448 lítra af farangri og 964 lítrum betur með aftursætisbök- in felld niður. Það er þægilegt í um- gengni og kostur er að hafa 12 volta rafmagnsúttak þar ásamt inniljósi. Þyldi aflmeiri vél Skoda framleiðir Octavia með ekki færri en sjö bensínvélum og fjórum dísilvélum. Tveggja lítra vélin er átta ventla og skilar 115 hestöflum. Miðað við slagrými hefði mátt búast við meiri frískleika frá henni en ekki þar fyrir; þetta er vél sem dugar bílnum ágætlega þótt ekki sé hröðunin sport- leg. Kjósi menn áhrifameiri takta frá vél má benda á að bíllinn fæst einnig með 1,8 l vélinni frá VW með for- þjöppu sem skilar 150 hestöflum. Án fjórhjóladrifsins kostar langbakurinn með þeirri vél í Elegance-útgáfunni 1.950.000 kr. beinskiptur. Bílnum er að öllu jöfnu ekið í fram- hjóladrifi og það er ekki fyrr en nem- ar skynja að framhjólin eru farin að missa grip að allt að 50% af drifaflinu er flutt til afturhjólanna. Þetta er gert með svokallaðri Haldex-kúp- lingu. Rafeindabúnaður fylgist með snúningi framhjólanna og gefur boð til vökvadælu um leið og þau missa grip. Vökvadælan tengir inn aftur- hjólin á augabragði. Það er því ekki stöðug dreifing á drifaflinu til fram- og afturhjóla líkt og t.d. í fjórhjóla- drifi Suzuki Baleno og Subaru Im- preza, sem eru tveir af samkeppnis- bílunum. Þess verður því ekki vart að bíllinn sé fjórhjóladrifinn í venjuleg- um akstri en hann er líklega þess mun duglegri í snjó og þyngslum, þótt ekki hefði reynt á það í reynslu- akstri að hausti. Hagkvæmt verð Engu að síður liggur bíllinn vel á vegi og er rásfastur á möl. Hann er líka með meiri veghæð en framhjóla- drifna útgáfan, alls 23 cm frá lægsta punkti sem gerir bílinn að góðum ferðabíl. Í Ambiente-útfærslunni er staðalbúnaður ríkulegur og í Eleg- ance er allt til alls. Rúsínan í pylsuendanum er síðan verðið. Þessi rúmgóði fjórhjóladrifni langbakur kostar 1.880.000 kr. í Ambiente-útfærslunni. Þetta er hag- stætt verð þegar til þess er litið að samkeppnisbílarnir eru allir á yfir 2 milljónir kr. nema Baleno með 1,6 l, 97 hestafla vél, sem kostar 1.875.000 kr. Subaru Impreza langbakur með 125 hestafla vél kostar 2.230.000 kr. en VW Golf Variant 4motion með sömu vél og Skoda Octavia 4x4 kostar 2.045.000 kr. Hugsanlega má einnig setja Passat Variant 4motion í flokk með samkeppnisbílunum. Með sömu tveggja lítra vélinni kostar hann 2.450.000 kr. Frágangur er allur hinn vandaðasti. Sætin eru fremur stíf en laglegur svipur er yfir innanrýminu. Þrjú þriggja punkta belti og þrír hnakkapúðar eru í aftursætum. Tveggja lítra vélin er átta ventla og skilar 115 hestöflum. Skoda Octavia 4x4 er vel búinn bíll. Octavia 4x4 – vel bú- inn á hagstæðu verði gugu@mbl.is Vél: Fjórir strokkar, 1.984 rsm, átta venlar. Afl: 115 hestöfl við 5.400 sn./mín. Tog: 170 Nm við 2.400 sn./mín. Drifbúnaður: Sítengd aldrif, 5 gíra handskipting. Fjöðrun: MacPherson að framan, fjölliða að aftan. Hemlar: ABS, diskar. Lengd: 4.513 mm. Breidd: 1.731 mm. Hæð: 1.481 mm. Farangursrými: 448–1.412 lítrar. Eigin þyngd: 1.375–1.485 kg. Hröðun: 11,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Hámarkshraði: 193 km/klst. Eyðsla: 8,8 lítrar í blönduðum akstri. Verð: 1.880.000 kr. Umboð: Hekla hf. Skoda Octavia Combi 4x4 Ambiente

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.