Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 27
verðlaunamyndinni American
Beauty. Í næstu mynd hans leikur
góði gæinn Tom Hanks vondan gæja,
mafíósa í hefndarhug. Ekki ómerkari
menn en Jude Law, Paul Newman og
Jennifer Jason-Leigh eru til taks.
Hin langþráða Spider-Man, þar
sem Tobey Maguire leikur hasar-
blaðahetjuna Köngulóarmanninn
fyrir leikstjórann flinka Sam Raimi,
verður frumsýnd í maí. Þessi þykir
öruggur aðsóknarsmellur og sama
gildir um næstu Star Wars-mynd,
Episode II – Attack Of the Clones,
jafn þreytt og það dæmi er nú orðið.
Þar er Anakin orðin að ungum kappa
sem Hayden Christensen leikur og
fer í fjörurnar við drottninguna Nat-
alie Portman.
Félagi George Lucas Steven Spiel-
berg frumsýnir næsta sumar Minor-
ity Report, eins konar framtíðar-
krimma með Tom Hanks – nóg að
gera hjá honum – og Colin Farrell.
Lecter snýr aftur og Ryan líka
Anthony Hopkins brýnir þriðja
sinni hnífinn og lyftir gaffli sem
mannætan og morðinginn Hannibal
Lecter í Red Dragon, sem leikstjór-
inn Brett Ratner (Rush Hour 1 og 2)
hefur fengið að spreyta sig á, af ein-
hverjum ástæðum. Myndin byggist á
fyrstu bók Thomas Harris um Lect-
er og þarf því að yngja Hopkins tölu-
vert upp. Hvorki Jodie Foster né
Julianne Moore mæta hér til leiks en
Edward Norton leikur alríkislög-
reglumann sem neyðist til að leita til
Lecters við morðrannsókn. Red
Dragon var áður kvikmynduð af
Michael Mann undir nafninu Man-
hunter og lék þá Brian Cox Lecter en
William Petersen fór með sama hlut-
verk og Norton gerir nú.
Sumarið 2002 er væntanleg ný
mynd um njósnarann Jack Ryan,
sem Harrison Ford og Alec Baldwin
hafa áður túlkað í smellum sem
byggðir hafa verið á sögum Toms
Clancy. Nýja myndin heitir The Sum
of All Fears, Ben Affleck leikur Ryan
og glímir þar við hermdarverka-
menn.
Mel Gibson leikur herforingjann
Harold Moore í We Were Soldiers,
sem er sönn saga úr Víetnamstríðinu
og byggist á bók fyrrnefnds Moore.
Sam Elliott, Greg Kinnear, Chris
Klein og Denis Leary eru í leikhópn-
um en leikstjóri er handritshöfund-
urinn Randall Wallace, sem áður hef-
ur unnið með Gibson að Braveheart
og ber ábyrgð á handriti Pearl Har-
bor.
Meðal jólamynda næsta árs verða
svo annar hluti Hringadróttinssögu
og leikgerð Ítalans Roberto Benigni
á sígildu sögunni um Gosa.
Næstu tólf mánuðir vekja því
nokkuð bjartar vonir, sem vonandi
slokkna ekki jafnóðum.
Reuters Reuters
Mel Gibson: Saga frá Víetnam.
Reuters
Hopkins sem Lecter: Þriðja myndin á leiðinni.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 B 27
bíó
ÞAÐ er kannski nokkur ósk-hyggja, en Kingsley er hvað semöðru líður tilnefndur til hinna
virtu British Independent Award,
BIFA sem verða afhent 24. október.
Myndin, sem hefur dregið hann upp á
yfirborð athyglinnar er Sexy Beast,
glæpamynd af því tagi, sem Englend-
ingar gera af snilld (frumsýnd hér-
lendis um helgina). Ekki bara pang-
pang-dauður mynd á harðsoðna amr-
íska vísu, heldur hlý og mögnuð
mynd undir hráu yfirborði. Myndin
kom á markaðinn snemma á árinu án
þess að draga að sér neina ofur-
athygli og er núna komin á mynd-
bandsmarkaðinn, en án efa dregur
tilnefningin nú athyglina að henni aft-
ur. Sagan er um tvo kumpána úr und-
irheimunum, þá Gary Dove, sem Ray
Winstone leikur, en hann er líka til-
nefndur til BIFA og Don Logan, sem
Kingsley leikur. Dove býr í dýrðlegum
fögnuði á Spáni með konunni sinni,
sem hann er bráðástfanginn af og
nýtur nú ávaxtanna af velheppnuðum
glæpaferli. Í spænsku paradísina
kemur freistarinn í líki Logans og
lokkar Dove til að fremja allra, allra
síðasta glæpinn. Hér er engin mýkt
og mannúð í fari Kingsleys eins og í
Ghandi og Lista Schindlers, heldur
óhefluð harkan, sem er ný og óvænt
hlið á honum.
Myndin, sem hefur lokkað fram há-
stemmt hrós gagnrýnenda er gerð af
Jonathan Glazer. Glazer er nýgræðingur
í kvikmyndagerð, en hefur getið sér
frægðarorð fyrir auglýsingamyndir
og myndbönd með tónlistarmönnum
eins og Blur, Massive Attack og Radiohead.
Fyrir myndbandið Virtual Insanity
með Jamiroquai vann hann fern MTV
verðlaun 1997. Glazer segist vilja gera
myndir, sem lokki fólki í bíó, ekki
bara hálistrænar myndir, sem nokkr-
ir vinir hans láti tilleiðast að sjá. Og
Glazer vantar ekki metnaðinn: „Ég vil
gera myndir í anda ástríðufullra kvik-
myndagerðarmanna, sem bera með
sér nýjar víddir.“
Keppnin um BIFA verður hörð nú
eins og oft áður. Auk þess sem þeir
Kingsley og Winstone eru tilnefndir til
BIFA sem bestu karlleikarar keppir
Sexy Beast um verðlaunin sem besta
myndin, meðal annars á móti Bread
and Roses. Sú mynd er frumraun
hins annálaða Ken Loach í Bandaríkj-
unum og fjallar um harða lífsbaráttu
innflytjenda nútímans þar. Af leik-
konum er Kate Winslet meðal hinna til-
nefndu fyrir leik sinn í Enigma, ást-
arsögu er spinnst í kringum
baráttuna við að brjóta dulkóða Þjóð-
verja í seinni heimstyrjöldinni. En
hver sem niðurstaðan verður er ljóst
að Ben Kingsley hefur hér með bætt eft-
irminnilegri manngerð við glæstan
feril sinn.
Kingsley
kemur aftur
Litli maðurinn, sem 1982 lék Ghandi og
Itzhak Stern í Lista Schindlers 1993 svo
eftirminnilega hefur haft hægt um sig
undanfarið, en í nýlegri enskri kvikmynd
hefur Ben Kingsley vakið slíka hrifningu
að menn eru jafnvel farnir að spá í hvort
hann fái ekki bara Óskarinn á næsta ári
fyrir frammistöðuna.
Sigrún Davíðsdóttir
LONDON
Við bjóðum alla velkomna á
Uppskeruhátíð Fegurri sveita
26. október 2001 á Flúðum
10.00 Mæting við félagsheimilið. Skoðunarferð um
Flúðir og nágrenni. Garðyrkjustöðin Melar,
Flúðasveppir og Límtré ehf. heimsótt.
Leiðsögumaður verður Loftur Þorsteinsson oddviti
12.00 Léttur hádegisverður á vægu verði (1.150 kr.) fyrir
þá sem það vilja á hótelinu.
• Drífa Hjartardóttir, formaður
landbúnaðarnefndar alþingis flytur ávarp
13.00 Setning: Níels Árni Lund, formaður stjórnar
Fegurri sveita.
• Ávarp oddvita Hrunamannahrepps ·
• Tónlistaratriði ·
• Ragnhildur Sigurðardóttir,
verkefnisstjóri Fegurri sveita flytur skýrslu ársins.
• Fegurri sveitir/Norður Hérað. Jónas Þór Jóhanns-
son sveitarstjóri.
• Fegurri sveitir/Kirkjubólshreppur. Matthías
Lýðsson oddviti og Hafdís Sturlaugsdóttir.
• Fegurri sveitir/ferðaþjónusta. Ásborg Arnþórsdóttir,
ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu.
• Fegurri sveitir/Ásahreppur. Jónas Jónasson oddviti.
• Ríkidæmi dreifbýlisins. Anna Karlsdóttir, lektor við
Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
• Almennar umræður.
16.00 Fundarmönnum boðið upp á kaffiveitingar. Guðni
Ágústsson, landbúnaðarráðherra, flytur ræðu
og veitir þátttakendum viðurkenningar.
17.00 Uppskeruhátíðinni slitið.
Framkvæmdanefnd um Fegurri sveitir
• Upplýsingar um átaksverkefnið Fegurri sveitir
má nálgast á slóðinni www.simnet.is/umhverfi