Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 1

Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 1
Sunnudagur 21. október 2001 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð Hjúkrunarfræðingar Í kjölfar sameiningar stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík hefur verkaskipting milli þeirra að nokkru verið ákveðin. Bráðamóttaka við Hring- braut verður snemma á næsta ári aðalbráðamóttaka fyrir hjartasjúklinga, veik börn og sjúklinga sem tilheyra sérgreinum á Hringbraut. Við á bráða- móttöku erum að leita eftir hjúkrunarfræðingum til þess að taka þátt í nýjum verkefnum með okkur. Eftirfarandi vinnutilhögun kemur til greina: Allar vaktir, tvenns konar vaktir þ.e. annað hvort morgun- og næturvaktir eða kvöld- og næturvaktir, eingöngu kvöld- eða næturvaktir, fjögurra, átta, tíu eða tólf tíma vaktir. Að jafnaði er unnið þriðju hverja helgi. Til greina kemur að ráða sig annað hvort á bráðamóttöku barna eða fullorðinna. Í boði er aðlögun og fræðsla sniðin að verkefnum deildarinnar. Ef þú hefur áhuga á spennandi og ögrandi verkefnum í hjúkrun bráðveikra, gætir þú verið sá hjúkrunarfræðingur sem við leitum að. Ef þú vilt nánari upplýsingar, hefur áhuga á að koma til að skoða deildina og/ eða kynna þér starfsemi hennar og fyrirhugaðar breytingar, hafðu þá samband við Gyðu Baldursdóttur, hjúkrunar- framkvæmdastjóra bráðamóttöku í síma 560 1010, netfang gydabald@landspitali.is Hjúkrunarfræðingar / Sjúkraliðar óskast á deild K-2 Landakoti. Vinnutími samkomulagsatriði. Meginstarf deildarinnar er meðferð og endurhæfing aldraðra sem eru með fjölþætt heilsufarsvandamál. Upplýsingar veitir Guðbjörg Jóna Hermannsdóttir, deildarstjóri í síma 525 1915, netfang ghermansd@landspitali.is Yfirlyfjafræðingur Deild lyfjamála er nýstofnuð deild á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Megin verkefni deildarinnar er að móta stefnu í lyfjamálum spítalans, t.d. gerð klínískra leiðbeininga, auka gæði og öryggi í lyfjameðferð, kennslu og þjálfun lyfjafræðinema og deildarlyfjafræði í samvinnu við Sjúkrahúsapótekið ehf. Lyfjafræðingur, sem hefur hlotið menntun í klínískri lyfjafræði, óskast í 100% starf sem veitist frá 01.01. 2002. Æskilegt er að umsækjandi hafi einnig reynslu af stjórnunarstörfum. Umsóknum skulu fylgja staðfestar upplýsingar um nám, starfsferil og vísindastörf ásamt afriti birtra greina umsækjenda. Allir umsækjendur verða boðaðir í viðtal. Upplýsingar veitir Sigurður B. Þorsteinsson, yfirlæknir í síma 560 1243, netfang sigbthor@landspitali.is Fótaaðgerðarfræðingur óskast við göngudeild sykursjúkra Hringbraut í 50% starf sem veitist frá 01.01. 2002. Æskilegt er að viðkomandi hafi sérþekkingu og reynslu í meðferð sykursjúkra. Upplýsingar veitir Ástráður B. Hreiðarsson, yfirlæknir í síma 560 2111, netfang astradur@landspitali.is Læknaritari óskast á endurhæfingardeild og taugalækninga- deild LSH Grensási. Löggilding æskileg, en ekki skilyrði. Upplýsingar veitir Sofía Thorarensen, í síma 525 1661, netfang sofiath@landspitali.is Umsóknarfrestur ofangreindra starfa er til 5. nóvember n.k., nema annað sé tilgreint. TALÞJÁLFUN REYKJAVÍKUR Almenn skrifstofustörf Talþjálfun Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfsmann í hlutastarf. Vinnutími er frá 10-14. Starfið felur í sér almenn skrifstofustörf, mót- töku og símsvörun. Leitað er eftirjákvæðum einstaklingi á besta aldri. Skriflegum umsóknum skal skilað til auglýs- ingadeildar Morgunblaðsins fyrir 1. nóvember, merktum: „TAL“. Öllum umsóknum svarað. Kennsla á Þórshöfn Kennara vantar strax til starfa vegna forfalla við Grunnskólann á Þórshöfn. Um að ræða kennslu yngri barna og ensku í 9. og 10. bekk. Þjónusta á staðnum er öflug og mannlífið blómlegt. Aðstæður fyrir barnafólk eru mjög hentugar, t.d. er nýtt og glæsilegt íþróttahús á staðnum og góður leikskóli. Aðbúnaður skólans er eins og best gerist. Húsnæðishlunnindi og flutningsstyrkur. Umsóknarfrestur er til 24. október nk. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra í símum 468 1164, 468 1465, 865 5551 og/ eða sveitarstjóra í síma 468 1275. Vegna mikilla anna framundan óskum við eftir að bæta í hóp okkar góða starfsfólks: ● Framreiðslumönnum. ● Yfirframreiðslumanni. ● Þjónustufólki í veitingasal. ● Starfsfólki í uppvask. ● Starfsfólki í dyravörslu (eldri en 25 ára). Upplýsingar gefa Jónína og Birgir á staðn- um virka daga frá kl. 10.00—16.00. Einnig er hægt að fylla út umsóknareyðublað á netinu á www.broadway.is . Broadway, Ármúla 9, 108 Reykjavík, sími 533 1100. Netfang broadway@broadway.is .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.