Morgunblaðið - 21.10.2001, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 C 5
Þjónustufulltrúi
Á borgarhlutaskrifstofu Félagsþjónustunnar
í Reykjavík á Suðurlandsbraut 32 er laus
staða þjónustufulltrúa. Um er að ræða hluta-
starf. Starfið felst í að veita upplýsingar og leið-
beina notendum Félagsþjónustunnar, útbúa
og endurnýja umsóknir um fjárhagsaðstoð,
annast skráningu og alla almenna afgreiðslu
á skrifstofunni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Góð almenn menntun og tölvukunnátta.
Lögð er áhersla á frumkvæði í starfi, jákvætt
viðmót og sjálfstæð vinnubrögð.
Laun skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar
og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
Umsóknir berist til Kristjönu Gunnarsdóttur,
forstöðumanns, sem veitir allar nánari upplýs-
ingar í síma 535 3200 eða gegnum netfangið
kristjanagu@fel.rvk.is .
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2001.
Leikskólinn Sælukot
sem er einkarekinn leikskóli, óskar eftir leik-
skólakennara eða aðstoðarmanneskju hálfan
daginn eftir hádegi. Um framtíðarstarf er að
ræða. Upplýsingar gefur Dídí í símum
552 7050 og 562 8533.
Garðyrkju-
og umhverfisstjóri
Laust er til umsóknar starf garðyrkju- og um-
hverfisstjóra Húnaþings vestra. Meðal verkefna
er gerð umhverfisáætlana, rekstur vinnuskóla,
umhirða landa og lóða sveitarfélagsins, eftirlit
og umsjón með endurvinnslu og jarðgerð líf-
rænna úrgangsefna og söfnun úrgangsefna
á vegum sveitarfélagsins.
Umsækjandi þarf að hafa menntun sem nýtist
í starfi. Ráðið verður í starfið frá og með 1. jan-
úar 2002. Laun skv. samningum Launanefndar
sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 1. nóvem-
ber nk.
Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma
451 2353, netfang; sveitarstjori@hunathing.is .
Sveitarstjóri.
Frá leikskólanum Núpi
Leikskólakennari óskast til starfa sem
fyrst.
Laun samkvæmt kjarasamningi Félags
íslenskra leikskólakennara og Launanefndar
sveitarfélaga.
Vakin er athygli á því að fáist ekki leikskóla-
kennari verður ráðinn starfsmaður með aðra
uppeldismenntun eða áhugasamur leiðbein-
andi.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri Björk Óttars-
dóttir í síma 554-7020 og leikskólafulltrúi í síma
570-1600. Netfang: nupur@kopavogur.is.
Starfsmannastjóri
KÓPAVOGSBÆR
Sölumenn
á fasteignasölu
Fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu óskar
eftir að ráða sölumenn til starfa nú þegar.
Kjör eru árangurstengd og er hér um að ræða
starf sem krefst sjálfstæðra vinnubragða.
Ef þú hefur áhuga á fjörugu, fjölbreyttu og lit-
ríku starfi, þar sem þú byggir á eigin atorku,
þá er þetta starf fyrir þig.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.,
merktar: „Starf fyrir mig — 999.“
Laus störf í grunn-
skólum Reykjavíkur
skólaárið 2001—2002
Hamraskóli, sími 567 6300
Heimilisfræði vegna forfalla.
Hólabrekkuskóli, s. 557 4466 og 898 7089
Kennsla í 8. og 9. bekk út skólaárið. Kennslu-
greinar eru: Íslenska, danska og enska.
Korpuskóli, sími 525 0600
Skólaliðar. Heilar eða hlutastöður.
Laugarnesskóli, sími 588 9500
Almenn kennsla á yngsta stigi vegna forfalla
út þetta skólaár. Í starfi Laugarnesskóla er lögð
áhersla á gott samspil skóla, samfélags og um-
hverfis.
Melaskóli, símar 535 7599 og 897 9176
Starfsfólk í skóladagvist til að annast nem-
endur í leik og starfi, 50% staða.
Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðar-
skólastjórar. Umsóknir ber að senda í skólana.
Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar
við viðkomandi stéttarfélög.
Nánari upplýsingar um laus störf og grunn-
skóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir
job.is og grunnskolar.is .