Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 11
Haraldur Guðni Eiðsson, stjórnarformaður Félagsstofnunar stúdenta,
afhenti Guðmundi Bergssyni styrkinn.
VERKEFNASTYRKUR Fé-
lagsstofnunar stúdenta var veitt-
ur föstudaginn 19. október í
Stúdentaheimilinu við Hring-
braut.
„Guðmundur Bergsson hlaut
styrkinn fyrir MS-verkefni sitt í
líffræði, „Örverudrepandi áhrif
náttúrulegra fituefna“. Markmið
verkefnisins var að rannsaka ör-
verudrepandi áhrif náttúrulegra
fituefna, útskýra virkni fituefn-
anna gegn örverum, rannsaka
eituráhrif fituefnanna og ákvarða
hvort þau geti nýst í lyfjafræði-
legum tilgangi. Niðurstöðurnar
gefa til kynna að sum efnanna
séu mjög virk gegn mörgum ör-
verum sem sýkja slímhimnur lík-
amans, að efnin hafi lítil eitur-
áhrif í líkamanum og að með
frekari rannsóknum megi þróa
lyfjagrunna sem innihalda nátt-
úruleg fituefni sem virk inni-
haldsefni. Leiðbeinandi Guð-
mundar var Halldór Þormar,
prófessor emeritus,“ segir í
fréttatilkynningu.
Hlaut verkefna-
styrk Félags-
stofnunar stúdenta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 C 11
Bjarna Felixsyni er margt til lista lagt. Hér er hann með Guðmundi
Sv. Hermannssyni en þeir urðu í efstu sætunum í afmælismóti sem
haldið var í tilefni 10 ára afmælis heimsmeistaratitilsins í brids.
Afmælismót á Grand Hótel
11. október sl. voru 10 ár síðan Ís-
land eignaðist í fyrsta og eina sinn
heimsmeistara í hópíþrótt með sigri
á heimsmeistaramótinu í brids.
Af því tilefni var haldið lokað ein-
menningsmót á Grand Hótel þar
sem heimsmeistararnir spiluðu við
styrktaraðila og rann ágóði mótsins
til fræðslustarfs BSÍ.
Þrír efstu styrktaraðilar fengu
verðlaun í mótslok. Guðmundur Sv.
Hermannsson/Morgunblaðinu varð
efstur og skaust upp fyrir Bjarna
Fel./RÚV í síðustu umferðinni sem
varð annar, Stefanía Skarphéðins-
dóttir/SPRON varð þriðja.
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Bridsfélag Reykjavíkur
Þriðjudaginn 16. október var spil-
að 2. kvöldið af 3 í Board A Match
sveitakeppni félagsins. 16 sveitir
spiluðu 13 umferðir og hæsta skor
kvöldsins náðu:
1. Guðmundur Baldursson 37 stig
2. Þrír frakkar 34 stig
3. SUBARU-sveitin 30 stig
svo voru 4 sveitir með 28 stig.
Efstu sveitir eftir 2 kvöld eru:
1.-2. SUBARU-sveitin 67 stig
1.-2. Þrír frakkar 67 stig
3. Guðmundur Baldursson 60 stig
4. Birkir J. Jónsson 59 stig
5. Eiður Mar Júlíusson 57 stig
6. Ógæfumennirnir 56 stig
7. Bjarni Guðnason 55 stig
8. Arngunnur Jónsdóttir 52 stig
Sveitunum verður skipt í A- og B-
riðla síðasta kvöldið, 8 efstu í A-riðil
og næstu 8 í B-riðil.
Næsta keppni félagsins er þriggja
kvölda Kauphallartvímenningur.
Byrjar hann 30. nóvember.
Hægt er að skoða úrslit og dag-
skrá vetrarins á heimasíðu BR:
www.bridgefelag.is
Föstudagskvöld BR er röð eins-
kvölds tvímenninga á föstudags-
kvöldum í húsnæði BSÍ. Spila-
mennska byrjar kl. 19 og eru spilaðir
tvímenningar með Mitchell og Mon-
rad Barómeter formi til skiptis. Að
tvímenningnum loknum er spilurum
boðið upp á að taka þátt í Miðnæt-
ursveitakeppni.
Bridsfélag Kópavogs
Fimmtudaginn 18. okt. var spilað
annað kvöldið af þremur í hrað-
sveitakeppni félagsins og er staðan
nú þessi:
Sv. Gunnlaugs Kristjánss. 1271
Sv. Gísla Steingrímss. 1254
Sv. Kebab-hússins 1245
Sv. Jens Jenssonar 1198
Fimmtudaginn 25. okt verður spil-
að síðasta kvöldið í hraðsveitakeppn-
inni.
Fimmtudaginn 1. nóvember hefst
Barometerinn og er hann að þessu
sinni í boði 11-11 verslananna og
verða verðlaunin í formi vöruúttekt-
ar að verðmæti kr 30.000 í verslun-
um 11-11.
Spilað er í Þinghól í Hamraborg-
inni og hefst spilamennska stundvís-
lega kl. 19.30.
Sveitakeppni í Gullsmára
Sveitakeppni eldri borgara í brids
hófst í Gullsmára 13 fimmtudaginn
18. október. Tíu sveitir eru skráðar
til keppni. Spilaðar vóru tvær um-
ferðir. Að þeim loknum vóru eftir-
taldar sveitir í efstu sætum:
1. Sveit Þórhildar Magnúsdóttir 39. stig.
2. Sveit Kristins Guðmundssonar 37 stig.
3. Sveit Þorgerðar Sigurgeirsdóttur 36 stig.
Mánudaginn 22. október verða
spilaðar tvær umferðir, fimmtudag-
inn 25. október tvær umferðir og
loks mánudaginn 29. október ein
lokaumferð. Þá verður og hugsan-
lega spilaður stuttur tvímenningur.
Bridsdeld FEBK í Gullsmára spilar
alla mánudaga og fimmtudaga. Mæt-
ing kl. 12.45.
Félag eldri borgara í Kópavogi
Þátttakan hjá eldri borgurum í
Kópavogi er jöfn og góð. Þriðjudag-
inn 9. okt mættu 24 pör og urðu úr-
slit þessi í N/S:
Gróa Guðnad. - Sigríður Karvelsd. 289
Lárus Hermannss. - Sigurður Lárusson 249
Magnús Oddss. - Guðjón Kristjánss. 222
Hæsta skor í A/V:
Jón Andrésson - Þórður Jörundss. 267
Ragnar Björnss. - Hreinn Hjartarson 248
Hannes Ingibergss. - Magnús Halldórss. 240
Sl. föstudag mætti svo 21 par en
þá urðu úrslit þessi í N/S:
Lárus Hermannss. - Sigurður Karlss. 243
Rafn Kristjss. - Oliver Kristóferss. 238
Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss.
227
Ólafur Ingimundars. - Jón Pálmason 227
Hæsta skor í A/V:
Hannes Ingibergss. - Magnús
Halldórss. 251
Guðm. Magnússon - Jakob Þor-
steinss. 235
Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jör-
undss. 229
Meðalskor báða dagana var 216.
SLYSASKRÁ Íslands, sem ný-
lega er farin af stað, er grund-
vallartæki til að hægt sé að vinna
markvissar að forvörnum, kanna
þarf vanskráningu og ónákvæmni
í skráningu slysa, vinnuslys eru
algeng á Íslandi og tengjast flest
byggingarvinnu í víðum skilningi
en flest vinnuslys eru ekki alvar-
leg.
Þetta var meðal þess sem fram
kom á ráðstefnunni Varnir gegn
vinnuslysum sem Vinnueftirlitið
efndi til á fimmtudag í tengslum
við evrópsku vinnuverndarvikuna
sem lýkur í dag. Meðal erinda
var yfirlit Kristins Tómassonar,
yfirlæknis Vinnueftirlitsins, um
vinnuslys á Íslandi í 20 ár. Hann
sagði markmiðið með skráningu
slysa að nota efniviðinn til að
vinna að skipulegum forvörnum á
vinnustöðum. Frá árinu 1980 hef-
ur Vinnueftirlitið skráð 13.607
vinnutengd slys og þar af eru
banaslys 111. Kristinn sagði 40%
þeirra hafa orðið á fólki yngra en
30 ára og á móti hverri konu í
vinnuslysi slasist þrír karlar.
Hlutfallið segir hann þó breyti-
legt eftir aldri, á aldursbilinu 20
til 40 slasast fjórir karlar á móti
hverri konu en eftir fertugt tveir
fyrir hverja konu.
Flest banaslys hjá
20 til 30 ára
Banaslys sagði Kristinn flest
verða hjá fólki á aldrinum 20 til
30 ára og hæst hlutfall slysa á
þessu 20 ára tímabili sagði hann
hafa verið í byggingariðnaði og
fiskvinnslu eða 12% í hvorum
flokki. Sé litið á banaslys urðu
þau flest í landbúnaði eða 27%,
20% í byggingariðnaði og 11% í
flutningastarfsemi. Kristinn sagði
annmarka vera á skráningu og
mætti búast við að þau væru ár-
lega um 3.500 hérlendis en ekki
1.200 eins og tilkynnt eru.
Sigurður Guðmundsson land-
læknir sagði hina nýju Slysa-
skráningu Íslands gefa mögu-
leika á margs konar úrvinnslu um
eðli, orsakir og afleiðingar slysa.
Hann sagði alla þekkingu sem
þannig fengist geta gefið árangur
í baráttunni við vinnuslys og því
væri skráningin nauðsynleg for-
senda fyrir eflingu slysavarna á
þessu sviði. Sigurður sagði að
íhuga yrði það misræmi sem væri
í skráningu vinnuslysa og sagði
að í fyrra hefði 11.371 verið
skráður slasaður í vinnuslysum á
slysadeild Landspítala í Fossvogi
en Vinnueftirlitið fær 1.200 til-
kynningar um vinnuslys árlega
eins og áður var getið.
Brynjólfur Mogensen, sviðs-
stjóri á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi, sagði árlega 1,1 millj-
ón manna deyja vegna
atvinnusjúkdóma og vinnuslysa.
Til samanburðar nefndi hann að
999 þúsund létu árlega lífið í um-
ferðarslysum og 502 þúsund í
styrjöldum. Í samantekt Brynj-
ólfs um slys á þremur árum, 1998
til 2000, kom fram að slasaðir
voru alls 83.990 og voru vinnuslys
þar af 17.572. Í flokki vinnuslysa
voru karlar 78% en konur 22%.
Flesta sagði hann slasast á úlnlið
eða hönd eða rúm 30%, en næst-
flest voru slys á höfði eða 10%.
Brynjólfur lagði að lokum til að
samvinna yrði aukin milli LSH
og Vinnueftirlitsins.
Sigurður Helgason, upplýs-
ingafulltrúi Umferðarráðs, ræddi
um umferðina sem vinnustað og
sagði að með minnkandi flugsam-
göngum um landið og minni
flutningum á sjó ykjust flutning-
ar og umferð á vegum. Hann
sagði banaslys í fyrra hafa verið
32 og að í 11 tilvikum tengdust
atvinnubílstjórar slysunum þótt
þeir væru ekki endilega valdir að
þeim. Hann taldi brýnt að auka
menntun atvinnubílstjóra, sagði
algengt að þeir mætu um of
hæfni sína og kvað brýnt að
bregðast við því.
Í tengslum við ráðstefnuna
kynntu nokkur fyrirtæki á sviði
öryggis- og heilsuverndarmála
starfsemi sína. Má m.a. nefna
Saga Spa sem annast ráðgjöf á
sviði heilsuverndar og endurhæf-
ingar- og verkfræðistofuna Eski
sem sérhæfir sig m.a. á sviði ör-
yggisstjórnunar og starfsmanna-
heilsuverndar.
Slysaskrá Íslands gefur möguleika á úrvinnslu á orsökum og eðli slysa
Kanna þarf ónákvæmni
og vanskráningu slysa
SKIPULAGSSTOFNUN hefur fall-
ist á fyrirhugaða gerð jarðganga og
vegarlagningu á milli Reyðarfjarðar
og Fáskrúðsfjarðar í úrskurði um
mat á umhverfisáhrifum, sem birtur
var í gær.
Fram kemur í úrskurðinum að nið-
urstaða Skipulagsstofnunar sé byggð
á því að framfylgt verði þeirri fram-
kvæmdatilhögun sem lýst er í fram-
lögðum gögnum framkvæmdaraðila.
Land sem verður fyrir
raski verði grætt upp á ný
Gert er ráð fyrir að lengd jarð-
ganganna verði um 6 km og heild-
arvegarlagning um 8 km. Fyrirhugað
vegstæði liggur að hluta til um gróin
svæði sem munu skerðast við vegar-
lagningu en að mati Skipulagsstofn-
unar má draga úr neikvæðum áhrif-
um framkvæmdanna verði þess gætt
að halda raski í lágmarki og gróið
land sem verður fyrir raski verði
grætt upp í samráði við Náttúrustofu
Austurlands og fleiri. Þá telur Skipu-
lagsstofnun æskilegt að framkvæmd-
um í Reyðarfirði verði haldið í lág-
marki yfir varptíma til að lágmarka
áhrif þeirra á varpfugla á Hrúteyri.
Bent er á að tvennar fornleifar
muni lenda undir fyrirhuguðu veg-
stæði ef ekki reynist unnt að færa
veglínuna. Skipulagsstofnun telur að
framkvæmdin muni þó ekki hafa
veruleg áhrif á menningarminjar fari
fram fornleifarannsókn í samráði við
Þjóðminjasafn Íslands á tilgreindum
stöðum. Þá telur stofnunin að gera
verði mjög strangar kröfur um fram-
kvæmdafyrirkomulag vegna varna
gegn mengun vatns.
„Helsta markmið með fyrirhuguð-
um framkvæmdum samkvæmt mats-
skýrslu er að bæta samgöngur, auka
umferðaröryggi og tengja betur
saman Suðurfirði Austurlands og
Mið-Austurlands. Í umsögn Byggða-
stofnunar kemur fram að fyrirhuguð
framkvæmd hafi mikla þýðingu fyrir
þróun byggðar á Austurlandi. Skipu-
lagsstofnun telur að samkvæmt
framlögðum gögnum sé fyrirhuguð
framkvæmd líkleg til þess að auka
umferðaröryggi vegfarenda á leið-
inni frá Reyðarfirði til Fáskrúðs-
fjarðar og hafa jákvæð samfélagsleg
áhrif á byggðir Suðurfjarða í Aust-
firðingafjórðungi,“ segir í fréttatil-
kynningu frá Skipulagsstofnun.
Fallist á
jarðgöng og
veg á Aust-
fjörðum