Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
JÓHANN Ársælsson (S) hófumræðuna með þeim orðumað „hrollvekjandi myndir afskelfilegum umgangi út-
gerða um miðin við landið“ hefði birst
undanfarna daga í fjölmiðlum. Sagði
hann að óhreinu börnin hennar Evu
væru komin inn í stofur landsmanna,
þeir sem gerðu út með örþrifaráðum
af því að verð á kvótum væri svo hátt
sem raun bæri vitni.
„Slík útgerð er óverjandi og hana
ber að fordæma, þó að stjórnvöld
beri hér þunga sök,“ sagði Jóhann og
bætti því við að engu máli skipti
hvort þær veiðiferðir sem sýnt var
frá hefðu verið settar á svið eða ekki.
Gerð heimildarmyndar á grundvelli
könnunar Gallups á brottkasti hefði
sýnt álíka útkomu.
Jóhann sagði nú bera svo við að all-
ir viðurkenndu að vandamálið væri
alvarlegt. Áður og ekki fyrir löngu
hefðu ráðamenn alltaf brugðist
ókvæða við slíku tali og sagt það
óvirðingu við sjómenn og útgerðina í
landinu. Í raun hefðu þeir þó óttast
um eignarhald útgerðarmanna á auð-
lindinni og óttast að þær breytingar
sem gera þyrfti til að koma í veg fyrir
brottkast hefðu í för með sér að hinn
gífurlegi auður sem fælist í því að
selja aðgang að auðlindinni rynni úr
höndum kvótaeigenda.
Eignarhaldið tryggir ekki góða
umgengni um miðin
„Hér hafa menn haldið ræður um
að eignarhaldið tryggi góða um-
gengni um miðin. Sömu menn hafa
haldið því fram að menn ættu að geta
selt veiðiréttinn og keypt sín á milli
án afskipta hins opinbera. Hvílík
della,“ sagði Jóhann ennfremur og
sagði hættu á brottkasti hafa aukist
hröðum skrefum eftir því sem fleiri
tegundir og stærri hluti stofna hefði
verið settur í einkaeign. Þannig hefði
stórfelldasta brottkastið verið í afla-
markskerfinu, þar sem hvert kíló
væri í einkaeigu.
Jóhann Ársælsson sagði að besta
leiðin til að koma í veg fyrir brottkast
í aflamarkskerfi væri að allur kvóti
færi á markað og framsal yrði ekki
leyft. Þannig yrði verð á kvóta til í
samkeppni þar sem besti reksturinn
í útgerð en ekki braski fengi að njóta
sín.
Hann benti á að sjávarútvegsráð-
herra hefði nú lagt fram frumvarp
um að landa mætti 5% meðafla úr
hverri veiðiferð, en það dygði engan
veginn til. Sagðist hann sannfærður
um að réttast væri að gera tilraun í
tvö ár þar sem menn gætu ráðið því
hve miklu þeir kysu að landa utan
kvóta. Verði fyrir slíkan afla yrði að
vera unnt að stýra eftir aðstæðum,
jafnvel svæðabundið. Að loknu slíku
tímabili gætu menn metið með góðri
vissu hvað væri að gerast á miðunum
og tekið ákvarðanir á grundvelli vitn-
eskjunnar.
Ráðherra segir brottkastið
vera þrenns konar
Árni M. Mathiesen (D) sjávarút-
vegsráðherra tók undir það með Jó-
hanni að engu skipti í umræðunni um
brottkast hvort fréttamyndirnar
hefðu verið sviðsettar eða ekki. Það
gæti að vísu skipt máli í öðru sam-
hengi og þá fyrir fréttastofuna hvort
það væru vinnubrögð sem hún ætlaði
að viðhafa í öðrum málum, að svið-
setja fréttir.
„Ég veit að brottkast á sér stað á
Íslandsmiðum,“ sagði Árni. „Ég vildi
að ég vissi að það væri ekki brott-
kast, en við höfum gert á því kann-
anir, tvær á síðastliðnu ári og höfum
mjög góða mynd af því hversu um-
fangsmikið brottkastið er. Hvar það
er og hvers vegna það er,“ sagði
hann.
Sjávarútvegsráðherra sagði að
brottkastið væri þrenns konar. Í
fyrsta lagi kæmi þar til undirmál og
við þess konar brottkasti hefði verið
brugðist með með breytingu á reglu-
gerðum og þannig auknar heimildir
til að koma með afla að landi án þess
að telja hann til kvóta. Í öðru lagi
væri brottkast þegar útgerðir ættu
ekki veiðiheimildir fyrir þeim teg-
undum sem veiddar væru. Með þessu
hefði t.d. verið brugðist með teg-
undatilfærslum og eins væri unnt að
eiga viðskipti með aflamark. Þriðja
tegundin af brottkasti fælist svo í því
að útgerðarmenn teldu sig ekki geta
rekið útgerð sína og skip án þess að
koma einungis með verðmætasta
aflann að landi.
Um þriðja flokkinn sagði ráð-
herrann: „Þeir sem þannig gera út,
gera út til þess að brjóta af sér. Þeir
vita að þeir byggja sína útgerð á því
að brjóta lög. Þar er því um mjög ein-
beittan brotavilja að ræða.“
Hann sagði að ástæðan fyrir því að
rætt væri um brottkast fælist í höml-
um á því magni af afla sem koma
mætti með að landi. „Ég held ekki að
við leysum þetta mál með einhverj-
um lögregluaðgerðum. Ég held að
það sé ekki lausnin,“ sagði Árni M.
Mathisen og kvaðst þeirrar skoðunar
að veita yrði aðilum í síðasttalda
hópnum nægilegt aðhald með eftir-
liti. Eftirliti sem þeir kostuðu sjálfir.
Þá fyndu þeir fljótlega að ekki væri
unnt að láta enda ná saman, jafnvel
þótt aðeins væri komið með verð-
mætasta fiskinn að landi.
Þeir þingmenn sem tóku þátt í um-
ræðunni fordæmdu brottkastið sem
slíkt, en fögnuðu þó umræðu um það.
Þannig sagði Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstri grænna, að
nálgast yrði málið á raunhæfan hátt
og ráðast í aðgerðir, aðrar en þær
einar að auka hér lögregluvakt.
Kvaðst Steingrímur þeirrar skoðun-
ar að það yrði að skoða annars konar
takmarkanir á sókn minni fiskiskip-
anna. Núgildandi kerfi hentaði þar
mjög illa og óframseljanleg þök og
síðan sóknartakmarkandi aðgerðir
myndu henta þeim hluta flotans
miklu betur, enda ætti hann að vera
sjálfstætt hólf í fiskveiðistjórnunar-
kerfinu. Þá benti hann á nauðsyn
þess að gera tilraunir með og þróa
áfram aðferðafræði í sambandi við
reglur um meðafla. Öðruvísi gæti
aflamarkið ekki gengið.
Brottkastið svartur blettur á
fiskveiðum Íslendinga
Ísólfur Gylfi Pálmason (B) sagði að
seint yrði þjóðarsátt um kvótakerfið
hér á landi. Þó mætti ekki gleyma því
að þegar kerfinu var komið á, hefði
sjávarútvegurinn verið í rúst, fyrir-
tæki í sjávarútvegi á barmi gjald-
þrots og stjórn efnahagsmála hefði
öll tekið mið af rekstri þessara fyr-
irtækja. Síðan þá hefðu gríðarlegar
framfarir og verðmætaaukning orðið
í meðferð þess hráefnis sem að landi
bærist. „Brottkast er svartur blettur
á fiskveiðum Íslendinga, brottkast er
svartur blettur á umhverfisstefnu Ís-
lendinga og brýtur í bága við sjálf-
bæra þróun og siðferði þjóðarinnar,“
sagði Ísólfur og benti á að við lifðum í
heimi þar sem milljónir syltu. Því
gætum við ekki verið þeir umhverf-
issóðar að nýta ekki verðmætin, allur
afli yrði að koma að landi.
Guðjón A. Kristjánsson þing-
flokksformaður (F) henti ummæli Ís-
ólfs Gylfa á lofti og sagði „hvílíka
dýrðartíma við hefðum ekki lifað eft-
ir 1984“ samkvæmt orðum um hina
miklu hagsæld og arðsemi í kjölfar
kvótakerfisins. Um brottkastið sagði
Guðjón hins vegar að sjávarútvegs-
ráðherra hefði í raun og veru staðið
fyrir auknu brottkasti frá gildistöku
laga um kvótasetningu meðafla smá-
báta 1. september sl. „Þar með er
brottkastið hafið á smábátaflotanum,
þar sem það var ekki til staðar áður,“
sagði hann.
Guðjón sagði ljóst að vandinn yrði
ekki leystur með nornaveiðum gegn
einstökum mönnum, þótt vissulega
þyrfti eftirlit. Hann yrði heldur ekki
leystur með aðeins 5% reglu eins og
ráðherrann hefði boðað. Sá afli sem
bærist að landi færi ekki eftir slíkri
reglu, stundum væri hann 30% um-
fram það sem átti að veiða en á öðr-
um tímum enginn. Af þessum sökum
tók hann undir hugmyndir um að
leyfa óhefta öflun slíks aukaafla
tímabundið, svo unnt væri að greiða
umfang vandans.
Efla bæri fiskmarkaðina
Svanfríður Jónasdóttir (S) sagði
að boð og bönn dygðu ekki til þess að
hamla gegn brottkasti. Sagði hún
máli skipta að markaður væri fyrir
þær tegundir sem veiddust og að
fiskvinnslan gæti valið sér hráefni á
markaði. Sagði hún hugmyndir um
að flytja kvóta á fiskvinnsluhús „eitt-
hvað það galnasta sem menn hefðu
sett fram í umræðunni“ og nær væri
að efla fiskmarkaðina.
Einar K. Guðfinnsson (D) sagði
lengi hafa verið vitað af brottkasti og
engum ætti að koma það á óvart.
Sagði hann myndir í sjónvarpi aðeins
sýna agnarlítinn hluta brottkastsins
og áætlað hefði verið að framleiðslu-
verðmæti þess fisks sem kastað væri
næmi um 3–5 milljörðum kr. „Það er
óskapleg tala og svarar til árlegs út-
flutningsverðmætis kannski fimm
aflahæstu frystitogara landsins,“
sagði hann.
Einar sagði þó af og frá að auka
þyrfti löggæsluþáttinn, „nógur sé
fyrir eftirlitsiðnaðurinn kringum
blessaðan sjávarútveginn.“ Afleitt
væri að eftirlitsmenn hömuðust við
að grípa góða og gegna sjómenn við
að berja óhirðandi kóðið af krókun-
um, nokkuð sem ávallt hefði verið
gert.
Nefndi hann að ýmsar leiðir væru
innan núverandi kerfis til að draga úr
brottkasti, sem dæmi væru strangari
reglur sem leiddu til betri kjörhæfni
veiðarfæra. Valvirkni veiðarfæra
stæði ekki undir þeim reglum sem
settar hefðu verið og undarlegt væri
hversu lítið hefði vert gert af því að
kanna áhrif veiðarfæranna í þessum
efnum. „Ég hvet því til þess að við
nýtum þessa umræðu ... og setjum
stóraukið fjármagn í þann þátt með
þátttöku sjómanna, útvegsmanna,
fyrirtækja og hins opinbera,“ sagði
hann.
Brottkast fordæmt í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær
Ráðherra segir málin
ekki verða leyst með
lögregluaðgerðum
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Málshefjandinn Jóhann Ársælsson í ræðustól í umræðunum í gær og
sjávarútvegsráðherrann Árni M. Mathiesen fylgist með.
Brottkast var til umræðu í líflegri umræðu ut-
an dagskrár á Alþingi í gær í kjölfar umfjöll-
unar í fjölmiðlum að undanförnu. Björn Ingi
Hrafnsson fylgdist með umræðum, þar sem
m.a. komu fram hugmyndir um að kanna áhrif
veiðarfæra á brottkast og leyfa tímabundið að
koma með allan afla að landi í tilraunaskyni.
FUNDUR hefst á Alþingi í dag,
fimmtudaginn 15. nóvember, kl.
10.30. Á dagskrá eru m.a. tvær
utandagskrárumræður og umræð-
ur um stjórnarfrumvörp.
Kl. 10.30 hefst umræða utan dag-
skrár um áform um einkarekstur í
heilbrigðisþjónustunni og kl. 14.30
fer fram umræða utan dagskrár um
yfirtöku ríkisins á Orkubúi Vest-
fjarða.
Meðal þeirra stjórnarfrumvarpa
sem rædd verða á morgun, má
nefna frumvarp dómsmálaráðherra
um fasteignakaup.
Tvær utandagskrárumræður
JÓN Bjarnason (Vg) gagnrýndi Landsbanka Ís-
lands harðlega á Alþingi á mánudag fyrir áform um
að skera niður þjónustu í útibúum sínum á Rauf-
arhöfn og Kópaskeri og segja þar upp starfsfólki.
Benti hann að sama tíma og sveitarstjórn Rauf-
arhafnar hefði óskað eftir fundi með ríkisstjórn
vegna fólksfækkunar í byggðarlaginu kæmi þetta
áfall frá einu fjármálastofnuninni í byggðarlaginu.
Sagði þingmaðurinn þetta dapurleg skilaboð til
sveitarfélagsins og benti á að á undanförnum
þremur árum hefði íbúum Raufarhafnar fækkað
hefðu ekki verið kynntar til sögunnar sérstakar
lausnir vegna þessarar þróunar, en gat þess þó að
sér hefðu komið á óvart hin hröðu umskipti sem
hefðu orðið í bæjarfélaginu. Sagði hann að leitað
yrði leiða til að styðja við bakið á byggðum á svæð-
inu, m.a. með tilliti til samgangna og aðgerða af
hálfu Byggðastofnunar.
„En það er ekki þar með sagt að við yrðum
komnir fyrir allan vanda í þessum efnum, þótt slík-
ir þættir yrðu skoðaðir,“ sagði forsætisráðherra
ennfremur.
um 29% og alls hefðu 52 íbúar flutt þaðan búferlum
það sem af er árinu.
Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að sér
væri kunnugt um vanda Raufarhafnar og að þing-
menn kjördæmisins hefðu fundað með sveitar-
stjórnarmönnum. Fyrsti þingmaður kjördæmisins,
Halldór Blöndal (D), hefði fundað með sér vegna
málsins og iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefði far-
ið yfir stöðu mála á ríkisstjórnarfundi í framhald-
inu.
Forsætisráðherra sagði að á þessum fundum
Landsbanki gagnrýndur fyrir niðurskurð
Áhyggjum lýst vegna byggðaþróunar á Raufarhöfn
bingi@mbl.is