Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
20 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
DEILISKIPULAG fyrir nýtt
athafnasvæði í nágrenni
Rauðavatns, svokallaðir Há-
degismóar, er nú í lokavinnslu
hjá Borgarskipulagi en um-
hverfis- og heilbrigðisnefnd
Reykjavíkur afgreiddi skipu-
lagið athugasemdalaust á
fundi sínum í síðustu viku.
Höfundur deiliskipulagstil-
lögunnar er teiknistofan
Hornsteinar. Í greinargerð
með skipulagsdrögunum seg-
ir að svæðið afmarkist af
borgarfriðlandi á Hólmsheiði
til austurs, mörkum borgar-
verndar við Rauðavatn til
suðurs, Suðurlandsvegi til
vesturs og golfvelli GR til
norðurs.
Að sögn Þórarins Þórarins-
sonar, hverfisstjóra hjá Borg-
arskipulagi, er með þessu
verið að víkka út atvinnu-
svæðið austan við Árbæ. „Það
var búið að skipuleggja at-
vinnusvæði meðfram Suður-
landsvegi milli golfvallarins
og vegarins og það eru að-
allega bílaumboð sem koma
þar inn. Nýja svæðið er á
efsta hlutanum næst hring-
torgi með innkomu yfir brú á
Suðurlandsveg, sem er að
gömlum sumarbústaðalund-
um.“
Þrír aðilar með atvinnu-
rekstur á svæðinu
Hann segir þrjá aðila hafa
haft samráð um að sækja um
stórar og sérhæfðar lóðir á
svæðinu. „Það eru Morgun-
blaðið, sem óskar eftir lóð
undir nýja prentsmiðju,
Toyota og Hekla, sem sækja
um lóð fyrir stóran bílasölu-
skála sem þeir ætla að reka í
sameiningu og Thor spring er
þriðja fyrirtækið. Þeir eru að
setja upp verksmiðju til að
tappa vatni á söluumbúðir og
það er forsenda fyrir Amer-
íkumarkaðinn að þessar verk-
smiðjur séu í jaðri byggðar. Í
framhaldinu var skipulagið
aðlagað að sérhæfðum þörf-
um þessara fyrirtækja og
gerðar þrjár stórar lóðir en
það hefur verið í vinnsluferli.“
Í greinargerð arkitektanna
kemur fram að heildarstærð
lóðar A sé rúmlega 64 þúsund
fermetrar og áætlað heildar-
byggingarmagn sé allt að 27
þúsund fermetrar. Heildar-
stærð lóðar B er tæplega 31
þúsund fermetrar og er áætl-
að byggingarmagn allt að 8
þúsund fermetrar. Loks er
lóð C tæplega 43 þúsund fer-
metrar að stærð og er áætlað
byggingarmagn allt að 14
þúsund fermetrar.
Þórarinn segir að fyrir sé
ekki til samþykkt deiliskipu-
lag fyrir svæðið en hins vegar
hafi það verið að finna á að-
alskipulagi. „Þetta var til þess
að gera nýtt svæði og það var
ekki komið neitt fast í hendi
fyrir þetta. Vinnslan var kom-
in á lokapunkt en af því að
þetta er í jaðri skilgreindra
útivistarsvæða og snertir
vatnsverndarsvæði þótti rétt
að vísa þessu til umhverfis- og
heilbrigðisnefndar.“
Gróður þeki um
tíu prósent lóðanna
Tekið er fram í greinargerð
arkitektanna að við hönnun
mannvirkja skuli taka mið af
hinni áberandi staðsetningu
svæðisins og nálægð þess við
skilgreind útivistarsvæði og
óröskuð heiðarlönd. Þá skal
gróður þekja um 10 prósent
af flatarmáli hverrar lóðar og
vernda skal núverandi gróður
á svæðinu.
Að sögn Þórarins verður
tillagan í framhaldinu tekin
fyrir hjá skipulags- og bygg-
inganefnd, líklega í næstu
viku. Verði hún staðfest þar
fari í gang auglýsingaferli
sem taki um sex vikur. Þar
verði deiliskipulagið kynnt
opinberlega og mönnum gert
kleift að gera athugasemdir.
Þá fari skipulagið aftur til af-
greiðslu skipulagsnefndar áð-
ur en borgarráð samþykkir
það endanlega.
„Formlega eftir það, og svo
sem fyrr, geta þessi fyrirtæki
farið að gera ráðstafanir og
teikna á svæðið. Þannig er
hægt að samþykkja teikning-
ar daginn eftir að öllum
formsatriðum er lokið,“ segir
Þórarinn og býst fastlega við
að uppbygging hefjist á svæð-
inu á næsta ári.
Nýtt athafnasvæði í upp-
byggingu á næsta ári
Teikning Hornsteina af nýju skipulagi Hádegismóa.
Rauðavatn
FJARLÆG lönd, siðir og
trúarbrögð var yfirskrift
þemadaga sem nýlega lauk í
Breiðagerðisskóla. Á dög-
unum fjölluðu eldri nem-
endur í 5.-7.bekk um Víet-
nam, Taíland, Filippseyjar
og Palestínu en flestir inn-
flytjendur hér á landi eru
ættaðir frá þessum löndum.
Einnig var fjallað um
búddatrú og islam en meg-
inmarkmiðið með dögunum
var að rækta með nemendum
skilning og umburðarlyndi
gagnvart framandi menn-
ingu og trúarbrögðum. Góð-
ir gestir frá ofangreindum
löndum komu í skólann og
fræddu nemendur um heima-
land sitt, siði og trúarbrögð.
Yngri nemendur unnu þema-
dagana í heimi ævintýra og
þjóðsagna og meðal annars
tóku þau fyrir arabísku æv-
intýrin í Þúsund og einni
nótt.
Lokahnykkurinn var sam-
koma á sal þar sem nem-
endur kynntu verk sín með
frásögnum, myndefni og
leikþáttum en hægt er að
skoða verkefni nemendanna
í anddyri skólans.
Yngri nemendur unnu verkefni um fjarlæg lönd út frá æv-
intýrum og hér eru nokkrar hnátur við vinnu sína.
Framandi lönd
og ævintýri
Smáíbúðahverfi
RISASTÓR, tignarleg og
spegilslétt listaverk mæta
gestum í einum óvenjulegasta
sýningarsal landsins. Hita-
stigið er rétt við frostmark og
það er snjóföl á gólfinu þar
sem ísskurðarmeistarinn Ottó
Magnússon er við störf. Sýn-
ingarsalurinn er nefnilega í
senn vinnustofa Ottós og list-
hús sem hefur fengið nafnið
Klaka Gallerí þar sem íslista-
verk verða til.
Hver ísskúlptúr er skorinn
út úr hreinum ísmola. Ísmol-
arnir sem unnið er úr eru á
bilinu 120 til 150 kíló og tekur
frysting molans um tvo til þrjá
sólarhringa. Fullbúinn ís-
skúlptúr getur þó orðið miklu
þyngri en sem nemur einum
ísklumpi enda segir Ottó fátt
nema skort á ímyndunarafli
geta takmarkað listsköpunina.
Þyngsta verk sem hann hefur
skorið út til þessa vó 800 kíló
fullbúið. Til að ná svo stórum
klumpi eru margir minni
frystir saman með ísskrapi og
skiptir þá sköpum að tapa ekki
gegnsæi íssins sem á að vera
tær í gegn.
Keðjusög og berar
hendur
Að sögn listamannsins
skiptir tærleiki íssins megin-
máli. Til að ná fram þessum
eiginleika er notaður gríðar-
stór frystir þar sem vél heldur
vatninu á stöðugri hringrás
svo súrefni kemst ekki að í
frystingarferlinu en þetta ger-
ir það að verkum að ísmolinn
verður tær. Þá er hafist handa
við útskurðinn þar sem stórri
keðjusög er fyrst beitt til að
koma formi á ísinn, því næst
tekur við fínni vinna með þjöl-
um og loks er lokahönd lögð á
verkið með berum höndunum
einum saman þar sem síðustu
nibburnar eru nuddaðar af.
„Sérhvert klakaverk er ein-
stakt og ólíkt þeim sem áður
hafa verið gerð og því er alltaf
gaman að takast á við nýjan
skúlptúr,“ segir Ottó en hann
vinnur verk sín oft í náinni
samvinnu við viðskiptavini
sína og segist taka vel í allar
hugmyndir sem berist. „Það
er hægt að fara að ótrúlegustu
óskum og tiktúrum enda fara
listaverkin mín á ólíka staði, í
brúðkaupsveislur, afmæli,
árshátíðir og flest þau tæki-
færi sem nöfnum tjáir að
nefna. Það skiptir því máli að
vera sveigjanlegur sjálfur og
beita ísinn aga svo hann verði
eins og hugur manns.“
Ottó hefur numið ísskurð á
námskeiðum en hann segir
handverkið lærast vel og slíp-
ast með æfingunni.
Eins og máltækið segir
skapar æfinginn meistarann
og hefur Ottó meðal annars
keppt í ísskurði fyrir Íslands
hönd í keppni á Grænlandi og í
Kanada með góðum árangri.
Sýningarsalur með
hitastig við frostmark
Sundin
Morgunblaðið/Kristinn
Klakalistamaðurinn Ottó hefst handa við útskurðinn en hann segir tærleika íssins skipta höfuðmáli.