Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 31 Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. 1. flokki 1991 – 40. útdráttur 3. flokki 1991 – 37. útdráttur 1. flokki 1992 – 36. útdráttur 2. flokki 1992 – 35. útdráttur 1. flokki 1993 – 31. útdráttur 3. flokki 1993 – 29. útdráttur 1. flokki 1994 – 28. útdráttur 1. flokki 1995 – 25. útdráttur 1. flokki 1996 – 22. útdráttur 2. flokki 1996 – 22. útdráttur 3. flokki 1996 – 22. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. nóvember 2001. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía Meðgöngufatnaður fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið. Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136 TALIÐ er hugsanlegt að njósn- arinn Kim Philby hafi verið feng- inn af kommúnistastjórninni í Moskvu til að ráða spænska ein- ræðisherrann Francisco Franco af dögum árið 1937. Þetta kemur fram í skjölum bresku leyniþjón- ustunnar, MI5, sem komu fyrir sjónir almennings í fyrsta sinn á þriðjudag. Skjölin vitna í sovéskan hers- höfðingja, Walter Krívítskíj, sem mun hafa sagt bresku leyniþjón- ustunni að Nikolaj Jejov, yfirmað- ur sovésku leynilögreglunnar, hefði að beiðni Jósefs Stalín, leið- toga Sovétríkjanna, lagt á ráðin um að myrða Franco. Var að und- irlagi Jejovs haft samband við „ungan Englending“ sem síðan fór til Spánar. Hann var sagður blaðamaður að atvinnu og af góðum ættum, hug- sjónamaður mikill og afar andsnú- inn fasistum. Hefur einhver ónafngreindur leyniþjónustumaður MI5 krotað á skjalið að hér væri sennilega um Philby að ræða. Og lýsingin ku passa ágætlega við hann en Philby var staddur á Spáni árið 1937 við störf fyrir breska dagblaðið The Times. Ekkert varð þó af því að Philby réði Franco af dögum. Philby, sem lést 1988, fór fyrir frægum njósnahring fjögurra breskra góðborgara sem gengu Sovétríkjunum á hönd á fjórða áratugnum. Er gjarnan sagt að engir njósn- arar hafi skaðað hagsmuni Breta og Bandaríkjamanna meira. Sjálf- ur flúði Philby til Sovétríkjanna 1963 og bjó þar til æviloka. Philby falið að ráða Franco af dögum? London. AFP. RÍKISSTJÓRN Kjells Magnes Bondeviks í Noregi telur æski- legt að hún fái eigin flugvél til afnota, að því er Aftenposten greinir frá. Eftir hryðjuverka- árásirnar í Bandaríkjunum 11. september bað þáverandi forsætisráð- herra Noregs, Jens Stolten- berg, um að reiknað yrði út hvað það myndi kosta stjórnina að kaupa sér og reka flugvél. Stjórn Bondeviks telur hug- myndina góða og vill að haldið verði áfram að kanna málið. Bondevik miðar við 25–30 sæta flugvél, og að hún verði keypt notuð, að því er fram kemur í Aftenposten. Slík vél myndi kosta um 180 milljónir norskra króna, eða um 2.100 milljónir íslenskra króna. Vélin yrði notuð til ferða milli landa í Evrópu. Ferðir til annarra heimsálfa yrðu áfram farnar með venju- legu áætlunarflugi. Þá segja embættismenn að það kæmi sér vel að forsætisráðherrann og utanríkisráðherrann gætu unnið meðan þeir eru í loftinu, en slíkt sé erfiðleikum háð í áætlunarflugi. Noregur Stjórnina langar í flugvél Kjell Magne Bondevik ÞÝSKUR dómstóll dæmdi í fyrra- dag fjóra sakborninga í 12 til 14 ára fangelsi fyrir að hafa staðið fyrir sprengjutilræði í diskóteki í Vestur-Berlín fyrir 15 árum. Tveir bandarískir hermenn og tyrknesk kona fórust í sprenging- unni en Bandaríkjamenn héldu því fram að Moammar Gaddafi Líb- ýuleiðtogi hefði fyrirskipað árásina og gerðu loftárásir á Líbýu í kjöl- farið. Yassir Chraidi, 42 ára gamall Palestínumaður, var talinn hafa skipulagt tilræðið ásamt Musbah Abdulghasem Eter, 44 ára gömlum Líbýumanni. Auk þeirra voru sak- felldir Ali Chanaa, 42 ára gamall Þjóðverji, sem fæddur er í Líbýu, og Verena Chanaa, fyrrum eigin- kona hans, sem var fundin sek um að hafa komið sprengjunni fyrir. Bandaríkjamenn gerðu árið 1986 loftárásir á tvær borgir í Líbýu í refsingarskyni fyrir sprengjutil- ræðið. Réttarhöldin yfir fimm- menningunum hafa staðið í fjögur ár. Dómur fallinn eftir fimmtán ár Berlín. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.