Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 36
FRANSKA listakonan Domin- ique Ambroise er Íslendingum ekki ókunn því hún hefur áður sýnt verk sín fjórum sinnum hérlendis, og er þar að auki meðlimur í FÍM, Félagi íslenskra myndlistarmanna. Hún er með MA-gráðu í myndlist frá York University í Toronto, en hafði áður stundað nám við Parísarháskóla og háskólann í Aix-Marseille. Dominique býr yfir mjög sannfær- andi tækni sem málari og litaval hennar er allsérstætt og persónu- legt. Það byggist á mjúkum pensil- strokum í grænum, últramarin- bláum, fjólubláum og bleikum litasamsetningum sem eru fágætar í íslenskri list. Landslagið í málverk- um hennar er einnig töluvert frá- brugðið því sem við eigum að venjast því kjörlendið eru æskustöðvarnar í miðvestur-Frakklandi með trjágörð- um, lundum, sólarljósi og skugga- brigðum. Í flestum verkunum eru andlit sem svífa yfir landslaginu, og víða er einnig að finna tré, rólur, tröppur og blómsturpotta. Öll skírskota þessi hlutbundnu minni til endurminning- anna og fortíðarinnar. Það er helst í stærsta verkinu, sem jafnframt er hið nýjasta og besta á sýningunni, að hlutbundnir vegvísar hverfa. Það er enginn vafi að það er til góðs fyrir list Dominique Ambroise. Svipirnir í myndum hennar hafa líkt og svipir almennt í málverkum til- hneigingu til að draga verk hennar niður. Það stafar af þeirri merkilegu staðreynd að það er varla hægt að gefa nokkuð í skyn í myndlist með hálfkveðnum vísum án þess að falla í myndskreytipyttinn. Því verður ekki annað séð en list- málarinn taki farsælt skref með því að hverfa frá frásögninni, en láta áhorfandanum eftir að geta í eyðurn- ar. Minna er hér greinilega meira, enda virðast myndirnar – hvort held- ur málverk eða vatnslitamyndir, blandaðar pastel – vaxa við það að hverfa frá merkjanlegum áherslum til óhlutbundinnar tjáningar. Á mörkum hins merkjanlega Eitt af verkunum á sýningu Dominique Ambroise. MYNDLIST S t ö ð l a k o t , B ó k h l ö ð u s t í g 6 Til 18. nóvember. Opið daglega frá kl. 14–18. MÁLVERK & VATNSLITIR DOMINIQUE AMBROISE Halldór Björn Runólfsson LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA verkið á efnisskrá Tríós Reykjavíkur s.l. sunnudag var Sígaunatríóið, „all’ ongarese“, í G- dúr, H. XV. 25, eftir Joseph Haydn. Tríóin eftir Haydn voru flest sögð vera sónötur, sem vísar til þess, að semballinn og/eða píanóið voru í að- alhlutverki og samkvæmt „basso continuo“ aðferðinni, fylgdi sellóið bassarödd sembalsins/píanósins og að því leyti til, um að ræða eins kon- ar samleikssónötu fyrir píanó og fiðlu með fylgirödd. Tríóið var skemmtilega flutt og hægi þátturinn sérstaklega og sú út- færsla Casals, að gefa sellóinu eftir að flytja fiðlustefið, var einstaklega fallega mótuð af Gunnari Kvaran. Í heild var tríóið mjög vel flutt, þó á píanóið hafi af hálfu Peter Máté ver- ið leikið í hljómléttara lagi, sérstak- lega í tatararondóinu, sem er sagt eiga vera í „presto“ hraða. Í miklum hraða tapast ýmis smáatriði og fyrir smekk undirritaðs, hefði mátt hafa lokakaflann í „presto“ hraða en ekki „presto-prestissimo“ hraða eins og reyndin var. Tveir fyrri kaflarnir voru mjög fallega leiknir en þar tala saman píanóið og fiðlan með því að skipta á milli sín stefjunum og selló- ið myndar „kontrapunktinn“ við tónferli efri raddanna. Að því leyti til var bassaröddin mikilvægur þátt- ur tónsmíðarinnar en einmitt vönt- un á þessu „kontrapunktíska“ vægi bassaraddarinnar, var eitt af því sem Vivaldi var skammaður fyrir, að bassinn hjá honum væri allt of ein- faldur og í hann vantaði allt lagferli. Frumflutningur á tvíleiksverki fyrir fiðlu og selló, eftir Jónas Tóm- asson, sem hann nefnir Vorvindar að vestan, var næst á efnisskránni. Í þessu stutta verki var mikið unnið með lagrænt tónferli, stuttar tón- hugmyndir, jafnvel þriggja tóna stefbrot, sem unnið var með á tema- tískan máta, þrástefjað, í kontra- punktísku samspili og töluverðum tilþrifum í hrynskipan og styrk- leikabreytingum. Þetta sérlega þokkafulla en alltof stutta verk var mjög vel flutt af Guðnýju og Gunn- ari. Lokaverk tónleikanna var tríó í c- moll op. 101, eftir Johannes Brahms, eitt af meistaraverkum hans, samanrekið að formi og tón- skipan, kraftmikið, blítt og stundum eins og leikandi létt fantasía. Þarna getur að heyra hvernig Brahms byggir upp í fyrsta kaflanum tón- vefnað úr fjórum tónum, bregður fyrir sig tilfinningaþrungnu lagferli, taktskiptu alþýðusönglagi, leikur sér með ýmsar skemmtilegar hryn- myndir og kryddar allt kraftmiklum tilþrifum, er tekur til hins ýtrasta hjá flytjendum. Þarna fóru flytjend- ur á kostum, stundum á svolítið yf- irdrifinn máta, sem hinn stórláti Brahms þolir vel. Píanóleikur Peter Máté spannaði allt styrkleikasviðið og var sérlega þróttmikill í jaðar- köflunum og glitrandi fallegur þeg- ar stórviðrunum slotaði. Strengja- leikararnir Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran sungu sínar lags- trófur einstaklega fallega og „spenntu svo bogann“ til hins ýtr- asta, þegar Brahms gaf píanóinu lausan tauminn. Í heild var flutning- urinn kraftmikill og jafnvel ástríðu- þrunginn á köflum en einnig eins og Brahms er lagið, að kveða með sér- lega blíðum rómi, og þá var sem stórviðrum slotaði og fagurkyrr náttúran ljómaði í alveldi sínu. Morgunblaðið/Ásdís „Í heild var flutningurinn kraftmikill og jafnvel ástríðuþrunginn á köfl- um,“ segir meðal annars í umsögn Jóns Ásgeirssonar um tónleikana. Kraftmikill og blíður leikur TÓNLIST H a f n a r b o r g Tríó Reykjavíkur flutti verk eftir Haydn og Brahms og frumflutti verk eftir Jónas Tómasson. Sunnudagurinn 11. nóvember, 2001. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Nýjar bækur  ÓREIÐUM augum – heiðin ljóð er með ljóðstefum Eyvindar P. Ei- ríkssonar. Verkið myndar heild í ljóðum, ljóðtextum og textaljóðum. Það skiptist í þrisvar sinnum sex- tán ljóðhuganir: Háin þrjú: heiður himinn og hvel, ellin þrjú: lurkum lamda líf og effin þrjú: fögur, fold og fljót. Bókinni fylgir hljómdiskur með lestri höfundar á ljóðunum við tónlist eftir Hilmar Örn Hilm- arsson. Höfundur gefur út. Bókin er 56 bls., prentuð hjá H-prenti, Ísafirði. Diskurinn er unnin hjá Studio Stemmu. Námskeið um Önnu Kareninu NÁMSKEIÐ um eitt af meistaraverkum heimsbók- menntanna, Önnu Kareninu eftir rússneska skáldið Leo Tolstoj, hefst hjá endur- menntun HÍ 20. nóvember. Námskeiðið er haldið í sam- starfi við Þjóðleikhúsið, en leikgerð verksins eftir Helen Edmundson verður sett upp eftir áramót í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar. Á námskeiðinu verður fjallað um Tolstoj, skáldverkið og leikgerðina, en sagan hefur löngum verið vinsælt við- fangsefni leikhúsfólks og kvikmyndagerðarmanna. Heimsókn í Þjóðleikhúsið Þátttakendur fara í heim- sókn á æfingu í Þjóðleikhús- inu og sjá svo leiksýninguna fullbúna skömmu fyrir frum- sýningu. Námskeiðinu lýkur með umræðum með aðstand- endum sýningarinnar. Um- sjón hefur Melkorka Tekla Ólafsdóttir leikhúsráðunautur en aðalkennari er Árni Berg- mann, þýðandi leikgerðarinn- ar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.