Morgunblaðið - 15.11.2001, Síða 37
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 37
HLJÓMSVEITIN Eduardo leikur á
Múlanum, í Húsi Málarans, í kvöld kl.
21. Kvartettinn er skipaður fjórum
meðlimum Bardo-bandsins, sem varð
að fresta tónleikum sínum vegna
verkfalls tónlistarkennara. Þeir eru
Eiríkur Orri Ólafsson trompet, Davíð
Þór Jónsson píanó, Valdimar Kol-
beinn Sigurjónsson bassi og Hlynur
Aðils Vilmarsson tölva o.fl. Hljóm-
sveitin flytur frumsamin lög sem
tengjast Forward Motion-stefnunni.
Eduardo á
Múlanum
RABBKVÖLD með Megasi verður í
Nýlistasafninu í kvöld kl. 21.
Megas ræðir landsins gagn og
nauðsynjar og ýmislegt fleira við
Geir Svansson, Guðmund Odd
Magnússon, Jón Hall Stefánsson og
Hjálmar Sveinsson.
Rabbkvöld
með Megasi
TÓNLEIKUM Eydísar Franzdótt-
ur og Helgu Bryndísar Magnúsdótt-
ur, sem vera áttu á Heimalandi undir
Eyjafjöllum annaðkvöld, er frestað
vegna veikinda.
Tónleikum frestað
ÞESSI mynd er vissulega fögur
ásýndum, sólin og þurrt Miðjarðar-
hafslandslagið er heillandi, og kvik-
myndatakan góð. Tónlistin er falleg,
leikararnir eru góðir og líka fallegir.
Sagan er byggð á vinsælli skáldsögu
Louis de Bernières, sem er falleg
ástarsaga um leið og hún fjallar um
seinni heimstyrjöldina út frá sér-
stöku sjónarhorni. Þetta er sérlega
vönduð kvikmynd, en það vantar
samt eitthvað.
Myndin heitir Mandólín Corellis
liðþjálfa. Myndin er um Corelli, og
hann er hermaður sem sker sig úr,
lífsnautnamaður, söng- og tónelskur,
með sterka réttlætiskennd. Hér er
tvennt að. Handritinu er um að
kenna að ég náði ekki hvernig per-
sóna Corelli á að vera, og hlutverk
hans er alls ekki nógu vel skrifað,
þótt á vissan hátt sé þessi persóna
það sem gefur sögunni séreinkenni.
Heldur virðist Nicolas Cage ekki
finna sig í þessari persónu, og er þar
af leiðandi ekki sérlega sannfærandi.
Hinir aðalleikararnir eru mjög fín-
ir. Cruz er sannfærandi en hún hefði
mátt setja aðeins meiri húmor í Pela-
giu, ástmey Corellis. Bale er stórfínn
sem uppreisnarmaðurinn Mandras,
og John Hurt er yndislega föðurleg-
ur og sannfærandi sem þorpslækn-
irinn og faðir Pelagiu.
Það sem vantar er ástríða og átök í
flestum vígstöðvum við gerð þessar-
ar myndar. Ég hef ekki lesið þessa
ágætu bók, en ef hún hefur verið jafn
vinsæl og sögur herma, vantar eitt-
hvað í kvikmyndaútgáfuna.
Hún er kvikmynduð á hlutlausan
og átakalítinn hátt, og stundum
mætti halda að myndin væri í raun-
inni frá 1940, sem er alls ekki svo
slæmt. Þar ýtir undir að sagan er í
rauninni gamaldags líka. Þetta má
bara ekki vera svona slétt og fellt.
Mér tekst ekki að finna fyrir ástinni
á milli elskendanna, ástinni á lækn-
islistinni, þjóðinni, réttlætinu. Það
vantar að átökin séu svo átakanleg
að þau komi við mann og maður lifi
sig inn í tilfinningar þessa fólks.
Þetta er falleg og áhugaverð kvik-
mynd. En ekki nógu átakanleg.
Ástríðu-
lítið stríð
KVIKMYNDIR
H á s k ó l a b í ó o g
B í ó b o r g i n
Leikstjóri: John Madden. Handrit:
Shawn Slovo eftir bók Louis de
Bernieres. Kvikmyndataka: John
Toll. Tónlist: Stephen Warbeck.
Aðalhlutverk: Nicholas Cage,
Penélope Cruz, John Hurt, Christi-
an Bale og Davis Morrissey. 131
mín. Bretland/Bandaríkin/
Frakkland 2001. UIP.
CAPTAIN CORELLI’S
MANDOLIN (MANDÓLÍN CORELLIS
LIÐÞJÁLFA)
Hildur Loftsdótt ir
MIÐASALA á aðventutón-
leika Mótettukórs Hall-
grímskirkju og tenórsins
Jóhanns Friðgeirs Valdi-
marssonar er hafin, en
haldnir verða þrennir tón-
leikar í Hallgrímskirkju á
jólaföstunni. Á efnisskránni
eru mörg af kunnustu að-
ventu- og jólalögum sög-
unnar, en Jóhann Friðgeir
býður einnig upp á frægar
aríur eftir Stradella og Bi-
zet, auk þess sem hann
syngur nokkur lög sem Andrea Boc-
elli hefur gert vinsæl. Daði
Kolbeinsson óbóleikari og
Kári Þormar organisti koma
einnig fram á tónleikunum
og stjórnandi verður Hörð-
ur Áskelsson, kantor Hall-
grímskirkju. Tónleikarnir
fara fram þriðjudaginn 4. og
fimmtudaginn 6. desember
kl. 20 og laugardaginn 8.
desember kl. 17.
Forsala aðgöngumiða er í
Hallgrímskirkju. Miðaverð
er 2.500 kr. í forsölu, en
3.000 kr. við innganginn.
Miðasala hafin á
aðventutónleika
Jóhann
Friðgeir
Valdimarsson
Hrei
nsum
viðar-, rimla-,
strimla-, plíseruð-
og sólargluggatjöld.
Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Mjóahlíð - glæsileg
Fasteignasalan Valhöll sími 588 4477
Mikið endurn. 110 fm sérhæð
(eina íbúðin á hæðinni) á 2. h. í
fallegu húsi á frábærum stað.
Nýlegt sérhannað eldhús.
Nýlegt gegnheilt parket.
Svalir. Mjög góð staðsetn.
Áhv. 3,9 millj. Verð tilboð. 6969