Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ H vað gerir þú, góða mín?“ spurði mig eitt sinn gömul kona sem var að bíða eftir stræt- isvagni á sömu biðstöð og ég. Þetta var einn af þessum fallegu köldu vetrardögum þar sem frost- ið á gangstéttunum glitrar í sól- skininu og hvít gufa myndast þeg- ar maður andar og talar. Ég þekkti nú þessa konu ekki neitt en þetta var góðleg kona sem greinilega var í þörf fyrir að spjalla svolítið svo ég brosti til hennar og sagði vingjarnlega að ég væri í námi. „Og í hvaða skóla ertu, vinan?“ hélt sú gamla áfram og stappaði niður fótunum til að halda á sér hita. Ég sagði henni sann- leikanum sam- kvæmt að ég væri í Háskól- anum og þá hýrnaði yfir kellu: „Nú ertu í Háskólanum, það er nú fínt. Og hvað ertu svo að læra í Háskól- anum?“ Það var eftirvænting í andliti hennar þegar hún beið eftir svari. „Ég er í íslensku,“ svaraði ég þessari nýbökuðu vinkonu minni og var nú bara nokkuð hróðug að geta státað af því að sinna þjóð- artungunni svona vel. Eitthvað brá gömlu konunni við þetta svar og hik kom á hana. Eft- ir nokkra stund sagði hún og það var ekki laust við að hún drægi seiminn: „Já, það er nú alltaf gott að kunna að lesa og skrifa!“ Svo sögðum við ekki meira þar til strætisvagninn kom. Hann var mun afdráttarlausari, viðmælandi vinkonu minnar, sem hugðist ráða henni heilt varðandi framtíðina. Hún hafði hafið nám í frönsku við Háskólann og var hæstánægð en ráðgjafa hennar fannst það hreint út sagt afleitt: „Hvers vegna í ósköpunum ertu að læra frönsku? Þú verður ekki neitt við það, ekki einu sinni frönsk!“ Öðru sinni var ég að tala við aðra gamla dömu sem ég var að kynnast í fyrsta skiptið og mér var mikið í mun að koma vel fyrir. Sama spurning brann á henni og þeirri í biðskýlinu varðandi það hvað ég væri að læra en þegar hér var komið sögu var ég í fullu námi í Söngskólanum í Reykjavík. Sjálf var ég vön því að tónlist væri talin allra dyggða göfugust meðal gamalla kvenna í minni fjöl- skyldu og hélt því að ég myndi heldur betur slá í gegn með því að segja henni að ég væri að læra að syngja. En þar skjátlaðist mér hrapallega. Það hnussaði í gömlu konunni þegar hún sagði með mikilli vand- lætingu: „Ja, allt þarf maður nú að vera að læra!“ Síðar frétti ég að ég hefði hækk- að mikið í áliti hjá þessari öldruðu frú þegar hún heyrði að ég væri liðtæk á saumavél. Sjálf hafði hún séð fjölskyldu sinni farborða með saumaskap um árabil og því kannski ekki að undra að henni hafi fundist það heldur þunnur þrettándi að eyða gullnu tækifæri til mennta í að góla við undirleik slaghörpu. Mér dettur þetta svona í hug í tengslum við verkfall tónlistar- skólakennara sem nú stendur yfir og hef velt því fyrir mér hvort ástæðan fyrir því að illa gengur að semja felist í mismunandi gild- ismati á því hvað sé þörf á að læra og þar af leiðandi hvað sé þörf á að kenna. Vinir mínir í tónlistarstétt hafa að minnsta kosti löngum kvartað undan því að það viðhorf sé ríkjandi í þjóðfélaginu að tón- listarmenn eigi fyrst og fremst að starfa af hugsjón og æðri köllun og vera bara þakklátir ef þeir fá eitthvað borgað fyrir það. Þeirra laun eigi að vera gleðin sem fylgir því að gleðja og hræra aðra. Þannig upplifa margir af mínum tónlistarvinum einlæga undrun viðskiptavina sinna þegar kemur að því að borga fyrir tónlist- arflutninginn sem beðið var um. Þessir sömu kúnnar verða alveg steinhissa þegar þeim er sagt að að baki tíu mínútna tónlistaratriði liggi margra klukkutíma vinna við æfingar og að baki þeim æfingum liggi nám sem ekki hófst um tví- tugt að loknu stúdentsprófi heldur kannski strax um sjö ára aldur. Og þá er víst eins gott að einhver kennari sé tiltækur til að taka að sér kennsluna – kennari sem á ævilangt tónlistarnám að baki – eða hvað? Þær eru reyndar ærið margar greinarnar sem eru undir sömu sök seldar og er nærtækast að nefna aðrar listgreinar á borð við leiklist og dans. Og hvað um þá sem leggja stund á sögu, heim- speki, híbýlafræði, alexand- ertækni, ritsmíðar, listmuna- viðgerðir o.s.frv.? Af nógu er að taka þegar verið er að þefa uppi „nytjalausar“ starfsgreinar og haldi maður áfram er aldrei að vita nema maður fari að efast um gildi læknisfræðinnar, lögfræðinnar og viðskiptafræðinnar. Komst mann- kynið ekki af í aldaraðir án sprengmenntaðra manna á þess- um sviðum? Staðreyndin er bara sú að við lifum í nútímanum og kunnum ekki annað en að lifa í samræmi við þær tiktúrur sem í honum búa. Þannig getum við varla annað en viðurkennt réttmæti hinna „óþörfu“ námsgreina og nauðsyn þess að halda úti fólki til að kenna þær, jafnvel þótt það þýði að heill herskari af börnum stundi tónlist- arnám sem aldrei eiga eftir að verða tónlistarsnillingar. Við getum að minnsta kosti ver- ið viss um að öll séu þau með „eitt hjarta músíkalskt“ eins og hann Jón Pálsson sem Steinn Steinarr orti um á sínum tíma en þeim heið- ursmanni gekk bölvanlega að sannfæra aðra um tónlistargáfu sína þrátt fyrir að vera fullviss um eigið virtúós. Í því sambandi dett- ur manni í hug barnið sem talaði alltaf um músíkfalska menn og kannski það hafi bara átt ágætlega við hann Jón Pálsson. Í dag er ég hvorki íslenskufræð- ingur né söngkona og gríp næst- um aldrei í saumavélina lengur. En mér finnst óskaplega gaman að vera blaðamaður og hver veit nema allt mitt „þarflausa“ nám hjálpi mér við að takast á við þau verkefni sem mæta mér í starfi á degi hverjum. Af músík- fölsku fólki „...og því kannski ekki að undra að henni hafi fundist það heldur þunnur þrettándi að eyða gullnu tækifæri til mennta í að góla við undirleik slaghörpu.“ VIÐHORF Eftir Bergþóru Njálu Guð- mundsdóttur ben@mbl.is EKKERT af for- sendum fiskveiðikerfis- ins hefir staðizt. Alls ekkert, þótt leitað sé með loganda ljósi. Verj- endur þess standa uppi rifnir í lær og laka og rökþrota. Áfram mun þó haldið ósvinnunni, enda ganga stjórnvöld ótrauð undir lénsherr- unum. Lítum á þrjár höfuð- forsendur fiskveiði- stjórnar: 1. forsenda: Vernd stofna Frumforsenda kerf- isins var vernd fiskstofna, einkum þorsks, og sjá síðan fyrir vexti þeirra og viðgangi. Reynsla framkvæmdar: Hríð- minnkandi fiskgengd flestra fiski- stofna, sér í lagi þorskstofnsins, sem hrunið hefir. Með ólíkindum er að hlusta á léns- herrana og varðhunda þeirra full- yrða að þorskþurrðin komi gjafa- kvótakerfinu ekkert við, eftir að því hefir verið framfylgt í tvo áratugi með augljósum afleiðingum, þar sem áhrifin eru þveröfug við það sem ætl- að var um vernd og viðgang fisk- stofna. En blekkinga- og lygavefurinn er áfram ofinn af kostgæfni, enda legg- ur ríkisstjórnin lopann til. 2. forsenda: Hagræðing Reynsla: Stórfelldasta skuldasöfn- un útvegsins sem um getur. Geng- ishrun krónunnar vegna andvara- leysis stjórnvalda mun tæplega rétta við hag sjávarútvegsfyrirtækja þar sem erlendar skuldir hans hækka gífurlega. Á hinn bóginn eru máls- ástæður fullkomnar: Íslenzka þjóðin er fyrst rænd eignum sínum, auðlind sjávarins. Að því búnu er gengi krón- unnar látið falla svo sæ- greifarnir fái fleiri krónur fyrir útflutta þýfið, sem almenningur borgar með stórhækk- uðu vöruverði. Þannig er líka stefnt að því að draga úr verðþenslu með því að almenning- ur neyðist til að herða mittisólina. Á meðan hleypa sægreifar heim- draganum til Lúxem- borgar með ránsfeng sinn skattfrjálsan. Hagræðingin felst ennfremur í því að sökkva krókaveiðibát- um, sem sótt geta á miðin langbezta hráefnið fyrir svo sem þrjár krónur á kíló, meðan tog- araryksugurnar kosta til þrjátíu krónum á kíló af slakara hráefni. 3. forsenda: Efling Íslandsbyggða! Aldrei hefir nokkurri þjóð verið misboðið með svo svívirðilegum öf- ugmælum. Ef svo fer fram sem horf- ir og ,,einbeittur brotavilji“ stjórn- valda gegn þjóðinni nær fram að ganga, munu byggðir hringinn í kring um Ísland leggjast í auðn á ör- fáum árum og íbúarnir fara eigna- lausir á vergang. Lénsherrarnir tala opinmynntir um að svo eigi og hljóti að fara. En ríkisstjórnin er viðbúin með mála- mynda bjargráð sín. Í greinargerð umba ríkisstjórnar og LÍÚ með tillögugerð hinnar svo- nefndu endurskoðunarnefndar er lagt til að sendar verði árlega á strandlengjuna 350 milljónir króna til að fá íbúana til að hætta við að sækja sjóinn sinn og fara að huga að einhverju öðru. Nokkurs konar mútufé. Þessum fjármunum eiga 7 – sjö – ráðuneyti að ráðstafa til þurfaling- anna. Fljótt á litið gæti þetta numið 3 þúsund krónum á íbúa og þessvegna um 450 krónum á hvert ráðuneyt- anna að gefa á garðann hjá einstak- lingi. Og þá hafa menn það, en í málið vantar orð til að lýsa slíkri framkomu stjórnvalda og þjóna þeirra. Hér á undan hafa verið raktar þrjár helztu forsendur fiskveiðikerf- isins í upphafi og afleiðingar þeirra. Að endingu er ekki úr vegi að rifja upp grundvallarstefnumál Sjálfstæð- isflokksins um frjálst framtak, frjálsa samkeppni og atvinnufrelsi. Um hinn stjórnarflokkinn er óþarft að fjölyrða. Hann hefir héðanaf enga stefnu aðra en að sitja við kjötkatl- ana og færa upp feitustu bitana. En atvinnufrelsi Sjálfstæðis- flokksins birtist nú í því að meina mönnum aðgang að auðlind sinni. Loka aðal atvinnugrein landsmanna – sjávarútveginum – fyrir ungum framtaksmönnum, en slíkir menn fleyttu íslenzkri þjóð á skipum sínum frá örbirgð til bjargálna upp úr miðri síðustu öld. Og frjálsa samkeppnin og frjálst framtak hins nýja flokks auðvaldsins er í því fólgið að ráðstafa takmark- aðri aðal auðlind Íslands gefins til ör- fárra útvaldra. Gauðbrostnar forsendur Sverrir Hermannsson Kvótinn Byggðir hringinn í kring um Ísland, segir Sverrir Hermannsson, munu leggjast í auðn á örfáum árum og íbúarnir fara eigna- lausir á vergang. Höfundur er alþ.m. og form. Frjálslynda flokksins. ÞAR til fyrir tveim- ur árum starfaði und- irritaður sem fram- haldsskólakennari í tónlist, eða þar til list- greinum var úthýst úr kjarna á almennum brautum framhalds- skólanna með nýrri að- alnámskrá mennta- málaráðuneytisins. Við það að starfsvettvang- urinn fluttist úr fram- haldsskóla í tónlistar- skóla eru grunnlaunin nú rúmum 80 þúsund krónum lægri, 155 þúsund í stað 236. Breytir þá engu þótt 70% kennslunnar séu á háskólastigi. Þennan mun á launum tveggja kennarafélaga má einna helst skýra með því að þjóðfélag sem á heims- met í verkföllum, að sögn forsætis- ráðherra, sé að refsa stéttarfélagi sem fram til þessa hefur hafnað því að ástunda þjóðaríþróttina. Að hengja bakara fyrir smið Sagt er að ósveigjanleg afstaða launanefndar sveitarfélaganna til kröfu tónlistarkennara um sam- bærileg laun við aðrar kennara- stéttir stafi fyrst og fremst af andstöðu Reykjavíkurborgar. Í upphafi verkfallsins, sem nú hefur staðið í þrjár vikur, fór borg- arstjóri, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, fram á að fyrirkomulag tón- listarkennslunnar yrði rætt í tengslum við kjaradeiluna. Það er þó engan veginn skýrt hvaða fyrirkomulags- atriði það eru sem binda þarf í kjara- samningi við tónlistar- kennara. Þó er ljóst að borgin vill að forskólakennsla á vegum tón- listarskóla færist inn í grunn- skólana og að ríkið beri kostnað af framhalds- og háskólanámi í tónlist. Hið fyrra virðist skynsamlegt og það síðara beinlínis réttlætismál samkvæmt gildandi verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Hvorugt er þó samningsatriði við tónlistarkenn- ara og óskylt kröfu þeirra um sam- bærileg grunnlaun við aðra kenn- ara. Ennfremur sætta borgaryfirvöld sig illa við biðlista barna eftir tón- listarnámi, sem er skiljanlegt í ljósi þess að tónlistarfræðslan í borginni er að meirihluta kostuð af al- mannafé. Með nokkrum rétti er einkakennslufyrirkomulaginu fyrir alla nemendur, sem hljóðfæranám stunda, kennt um. Það réttlætir þó enn síður andstöðuna við sann- gjarna kröfu tónlistarkennara um leiðréttingu á grunnlaunum, því hér er að um að ræða skipulagsatriði sem hvorki er í valdi tónlistarkenn- ara að samþykkja eða standa gegn, né heldur hlutverk kjarasamnings við þá að skilgreina. Það hefur aldr- ei verið bundið í kjarasamning tón- listarskólakennara að öll hljóðfæra- kennsla í tónlistarskólum skuli fara fram í einkatímum. Í síðasta kjara- Er tónlistarkennurum haldið í verkfalli á röngum forsendum? Þórir Þórisson Tónlistarkennsla Þetta gæti reynst afar vandmeðfarin hugmynd, segir Þórir Þórisson, í kerfi þar sem eftirlitsþáttinn vantar nánast alveg eins og hér er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.