Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 44
UMRÆÐAN
44 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LOKS koma að því
að einn þeirra útgerð-
armanna, sem létu
smíða skip sín í Kína,
sagði allt af létta um
þau viðskipti og dró
ekki af sér í gagnrýn-
inni. Í 8. tölublaði tíma-
ritsins Ægis segir Guð-
mundur Rúnar Hall-
grímsson, eigandi og
útgerðarmaður Happa-
sæls KE-94, að „frá-
gangur um borð sé
hreinlega fyrir neðan
allar hellur og … að
ýmislegt standist eng-
an veginn hérlenda
staðla, sem ákveðnir
aðilar eigi þó að ábyrgjast“. Hann
nefnir sem dæmi að rafvirkjar hafi
verið dögum og vikum saman að
endurnýja ýmislegt í rafkerfinu sem
ekki hafi staðist kröfur. T.d. þurfti
að endurnýja alla slökkvara og
tengla og auk þess ýmsar lagnir að
krönum og fleira.
Guðmundur Rúnar segist ekki
vita hvort hann nenni að telja upp
það sem var í ólagi í skipinu, fljót-
legra sé að telja upp það sem var í
lagi. Hann segir að Kínverjarnir eigi
margt ólært og sama gildi um þá
menn sem eiga að fylgjast með að
unnið sé rétt að smíðinni og eftir
þeim reglum og stöðlum sem um
hana gilda. Allt kosti þetta útgerðina
mikla fjármuni og tafir frá veiðum.
Þetta er ófögur lýsing og verð
frekari íhugunar.
Allt frá því að gerður var fjöldinn
allur af smíðasamningum við kín-
verskar skipasmíðastöðvar, og það
án þess að gefa íslensk-
um smiðjum kost á að
koma að þeim verkum,
hafa margir látið í ljós
miklar efasemdir um
að þær kínversku væru
færar um að smíða svo
vönduð skip. Þeim efa-
semdum var vísað á
bug af miklu yfirlæti og
sagt að „þessi skip
muni standast saman-
burð við það besta sem
við höfum kynnst“ (sjá
ummæli eins eftirlits-
mannanna í Mbl. 21.
júlí 1999). Þar féllu líka
þau spámannlegu orð
að „þeir (þ.e. Kínerjar)
væru ekki að bjóða í verk ef þeir
treystu sér ekki til þess að ljúka
þeim á umsömdum tíma“.
Í ljósi reynslunnar og með hlið-
sjón af ofangreindum ummælum
eiganda Happasæls er fullreynt að
efasemdarmennirnir höfðu rétt fyrir
sér. Kínversku skipin standast eng-
an gæðasamanburð við íslensk smíð-
uð skip. Efast er um að þau uppfylli
reglur og staðla sem miða á við, af-
hending þeirra dróst úr hömlu og
verðið síst lægra en hér. Þvert á
móti bendir flest til að þau séu dýr-
ari þegar allt er talið. Þetta er þá
niðurstaðan. Á meðan hafa íslenskar
skipasmíðastöðvar horft á eftir þess-
um miklu verkefnum til útlanda auk
þess sem ríkisvaldið reiknaði bein-
línis verkefni á sama sviði til út-
landa, sbr. hinar viðamiklu endur-
nýjanir varðskipanna nýlega. Þó eru
ótaldar enn alvarlegri hliðar á þessu
máli sem krefjast umræðu og að-
gerða.
Alvara á ferð
Ummæli Guðmundar Rúnars um
að mikið vanti á að allt sé í samræmi
við þá staðla sem vinna á eftir og að
eftirlitsmenn með verkinu eigi einn-
ig mikið ólært, vekja þá hugsun
hvort allt sé með felldu. Hvað sem
því líður er það mikið alvörumál þeg-
ar jafnvirtur útgerðarmaður og hér
kveður sér opinberlega hljóðs segir
beinlínis að ekki sé farið eftir þeim
öryggisreglum sem gilda um íslensk
skip.
Hér er ekki eingöngu átt við þá
mismunun sem með þessu er gerð á
smíðakröfum á kínversk smíðuðum
skipum og þeim sem smíðuð eru hér
á landi, heldur hitt – sem er enn al-
varlegra – að öryggi skipa og áhafna
er stefnt í tvísýnu. Ef raflagnir eru
t.a.m. með þeim hætti sem Guð-
mundur Rúnar segir frá, er það
beinlínis stórhættulegt. Ef lagnir
krana eru svo lélegar að taka verður
allt meira og minna upp þá er það
líka vegna þess að hættu er boðið
heim. Ef þetta er rétt er það vegna
þess að eftirlitsaðilar hafa svikist um
og brotið átölulaust grundvallarregl-
ur. Hver ber ábyrgð á slíku hátta-
lagi? Á e.t.v. að bíða og sjá til hve
margir þessara báta skila sér í klöss-
un að ári og fara þá að skoða hvort
allt er eftir settum reglum? Á virki-
lega að treysta viðurkenningum frá
kínverskum umboðsmönnum vest-
rænna flokkunarfélaga sem margt
bendir til að hafi ekki farið eftir sett-
um reglum? Er þetta eitthvað sem
við getum sætt okkur við? Eða er
allt í lagi að taka alla áhættu vegna
þess eins að skipin eru smíðuð í
Kína?
Allir við sama borð
Íslenskar skipasmíðastöðvar gera
sér far um að uppfylla settar kröfur
og eftirlit með smíði skipa er strangt
eins og sjálfsagt er. Ef aðrir komast
hins vegar upp með að sneiða hjá
þessum reglum og hafa sína henti-
semi getur verið erfitt að keppa við
slíkar þjóðir. Sem betur fer vilja út-
gerðarmenn fara eftir settum
reglum og tryggja öryggi skipa og
skipshafna. Þeir verða þá að geta
treyst því að eftirlit með smíði þeirra
sé í samræmi við reglur og þeir þurfi
ekki að leita réttar síns á stöðum þar
sem réttlætið er skilgreint öðruvísi
en við eigum að venjast.
Íslenskur skipaiðnaður hefur alla
burði til að standa sig vel í smíði
skipa eins og hér eru til umræðu.
Það er hins vegar gjörsamlega óþol-
andi að þurfa að keppa við þjóðir
sem virðast komast hjá því að upp-
fylla lágmarkskröfur á sama tíma og
við kostum kapps um að uppfylla há-
markskröfur og bjóða innlendum og
erlendum útgerðum góð og traust
skip.
Hver ber
ábyrgðina?
Theodór
Blöndal
Skipasmíðar
Óþolandi er að keppa
við þjóðir, segir
Theódór Blöndal, sem
komast hjá að uppfylla
lágmarkskröfur.
Höfundur er formaður Málms –
samtaka fyrirtækja í málm- og
skipaiðnaði.
Á UNDANFÖRNUM árum hefur
komið betur og betur í ljós hversu al-
varlegt vandamál brottkast er.
Myndirnar sem Sjónvarpið sýndi í
síðustu viku eru einungis enn ein
staðfesting þessa.
Engum dylst lengur
að þjóðarbúið verður
af verulegum verð-
mætum ár hvert
vegna þess að fiski er
hent dauðum í hafið.
Flestir virðast vera
á þeirri skoðun að
brottkast sé óumflýj-
anlegur ókostur
kvótakerfisins. En þar
sem kvótakerfið er tal-
ið hafa marga mikil-
væga kosti framyfir
aðrar aðferðir við
stjórn fiskveiða líta
margir svo á að af
tvennu illu sé betra að
halda í kvótakerfið
þrátt fyrir brottkastið. Það hefur því
verið stefna stjórnvalda á síðustu
misserum að berjast gegn brottkasti
með því að auka eftirlit og sníða
ákveðna annmarka af kvótakerfinu.
Í þeirri umræðu sem spunnist hef-
ur á síðustu dögum um þetta mál hef-
ur nokkuð borið á þeirri skoðun að
nauðsynlegt sé að takmarka fram-
seljanleika aflaheimilda. Brottkast
virðist vera stundað af hvað mestu
kappi á þeim skipum sem leigt hafa
til sín dýran kvóta. Af þessum sökum
eru margir á þeirri skoðun að eina
leiðin til þess að sporna við brottkasti
sé að úthluta skipum óframseljanleg-
um aflaheimildum.
Fátt er fjær sanni. Einfaldasta
leiðin til þess að draga úr brottkasti
er þvert á móti afnám allra takmark-
ana á framseljanleika aflaheimilda.
Því stærri sem útgerðirnar eru þeim
mun meiri hag hafa þær
af því að fara vel með
aflaheimildir sínar.
Hvatinn til brottkasts
kemur einmitt til af því
að á Íslandi eru allt of
margar allt of litlar út-
gerðir.
Litil útgerð veit að
brottkastið sem hún
stundar hefur óveruleg
áhrif á viðgang þorsk-
stofnsins. Af þessum
sökum er hvati slíkrar
útgerðar til brottkasts
mun sterkari en hvati
hennar til þess að
vernda stofninn. Þessu
er öfugt farið með stórar
útgerðir. Ef til dæmis
ein útgerð ætti þriðjung allra afla-
heimilda í þorski myndi sú útgerð
hafa mun veikari hvata til brottkasts
þar eð hún vissi að brottkastið sem
hún stundaði hefði veruleg áhrif á
viðgang þorskstofnsins. Hvatinn til
brottkasts er því aðeins óumflýjan-
legur fylgifiskur kvótakerfisins að
svo miklu leyti sem óumflýjanlegt er
að kvótakerfið sé uppbyggt af mörg-
um litlum útgerðum.
Margir virðast fyllast óhug við þá
tilhugsun að kvótinn „færist á fárra
hendur“. Þetta er skiljanlegt í ljósi
þess að stór hluti þjóðarinnar er
þeirrar skoðunar að endurgjaldslaus
úthlutun aflaheimilda sé óréttlát.
Breytingar á fyrirkomulagi úthlut-
unar á aflaheimildum, til dæmis fyrn-
ing þeirra, ætti að ráða bót á þessum
vanda. Að því gefnu að arðurinn af
auðlindinni renni til þjóðarinnar er
fátt sem mælir gegn því að útgerðum
sé leyft að fækka og stækka. Þar sem
við flytjum nánast allan okkar fisk út
hefur samkeppni milli íslenskra út-
gerða ekkert upp á sig. Það sem
mestu máli skiptir er að fiskurinn sé
veiddur með sem minnstum kostnaði
og að útgerðirnar hafi hvata til þess
að fara vel með aflaheimildir sínar.
Vísbendingar undanfarinna miss-
era um umfang brottkasts benda til
þess að unnt sé að auka hagkvæmni í
sjávarútvegi með því að leyfa útgerð-
um að stækka verulega. Þetta er best
gert með afnámi allra takmarkana á
framseljanleika aflaheimilda.
Brottkast og
frjálst framsal
aflaheimilda
Jón
Steinsson
Höfundur stundar doktorsnám
í hagfræði við Harvard-háskóla
í Bandaríkjunum.
Fiskveiðistjórnun
Engum dylst lengur
að þjóðarbúið verður
af verulegum verð-
mætum, segir Jón
Steinsson, ár hvert
vegna þess að fiski er
hent dauðum í hafið.
Ungbarnafatnaður
Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og
verðið. Allt fyrir mömmu.
Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík