Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN
48 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UM MIÐJAN níunda áratuginn fór
framboð góðra stóðhesta að aukast
verulega og árið 1990 má segja að um
mjög auðugan garð hafi verið að
gresja. Allan þennan tíma hefur stóð-
hestum fjölgað jafnt og þétt og þykj-
ast spakir menn sjá að með réttu sé
hægt að tala um offramboð á stóð-
hestum.
Ástæður fyrir þessari fjölgun eru
nokkrar og er þar fyrst að nefna að
hrossaræktendur voru hvattir til að
gæta hófs í geldingu ungra hesta en
nokkuð hvatlega hafði verið gengið
fram í að afskrifa marga fola. Með
þessu jókst úrval stóðhestefna en úr-
valið er einn af hornsteinum rækt-
unarframfara.
Á árunum um og fyrir 1980 fór
verðmæti einstakra úrvalsstóðhesta
að hækka mjög og voru dæmi um
margar metsölur á níunda áratugn-
um. Þar með fór í gang ferli sem vel
er hægt að kalla stóðhestalotteríið og
vinningsupphæðir oftar en ekki í
kringum sex milljónir króna. Að
koma sér upp stóðhesti sem hugsan-
lega myndi slá í gegn og seljast fyrir
hátt verð varð sterkur hvati til fjölg-
unar stóðhesta. En eins og gengur
með flest happdrætti var vinnings-
hlutfallið ekki mjög hátt og margir
spiluðu djarft og töpuðu talsverðu fé
með sölu á röngum tíma. Mörg dæmi
voru um það á miðjum tíunda ára-
tugnum að stóðhestseigendur fengu
gott tilboð í unga hesta en töldu sig
geta fengið meira eða með öðrum
orðum stóra vinninginn og höfnuðu
því tilboði en sátu svo uppi með hest
sem fáir eða engir vildu nota og hann
seldur síðar fyrir mun lægri upphæð
en tilboðið hafði hljóðað upp á. Einnig
voru dæmi um fjögurra vetra hesta
sem fengu efnilega dóma sem buðu
upp á góða sölumöguleika. en síðan
átti að selja þá fyrir háar fjárhæðir
þegar þeir hefðu slegið almennilega í
gegn. Einn ónefndur stóðhestseig-
andi lét þau orð falla, eftir að hafa
lent í slíku dæmi, að það fyrsta sem
menn ættu að gera ef þeir fengju góð-
an dóm á ungan hest væri að selja um
leið og gott tilboð bærist. Talsverð
eftirspurn hefur verið eftir stóðhest-
um frá útlöndum og hefur hún einnig
stuðlað að fjölgun stóðhesta. Mörg
dæmi eru um að ræktendur hafi selt
unga ótamda stóðhesta fyrir gott
reiðhestsverð og má ætla að margir
þessara fola hefðu annars verið gelt-
ir.
Ræktunarframfarir hafa einnig
spilað stóra rullu í fjölgun stóðhest-
anna og er þar meðal annars að
þakka tilkomu kynbótamatsins, auk-
inni teygni dómskalans sem gaf mun
skýrari skilaboð til ræktenda og dró
með skýrari hætti í sundur mat á því
sem gott var og lakt.
Níu hryssur á hest
Á ferðalagi greinarhöfundar um
Danmörku og Þýskaland 1992 þar
sem rætt var við hrossaræktendur
kom fram að mikið offramboð var þá
þegar á stóðhestum í þessum löndum.
Í Þýskalandi voru þá níu hryssur á
hvern stóðhest en hafa ber í huga að
fjölmargir stóðhestar erlendis eru
mjög lítið notaðir eða jafnvel alls
ekki. Þar er hestahald víða með hætti
að litlu máli skiptir hvort hestar sé
geltir eður ei og margir kjósa sér að
eiga stóðhest fyrir reiðhest sem er
mjög vel þekkt í öðrum hestakynjum.
Nú er svo komið að margir telja að
yfrið nóg sé komið af úrvalsgóðum
stóðhestum á Íslandi og síðustu þrjú
ár hefur áhrifa gætt í minnkandi að-
sókn að hinum betri stóðhestum. Það
eru margir um hituna og hryssufjöld-
inn dreifist á fleiri hesta en áður var.
Í dag telst viðunandi að fá 30 til 40
hryssur undir góðan hest en fjöl-
margir fyrstu verðlaunahestar eru
með færri hryssur og það eitt að hest-
ur fái yfir átta í aðaleinkunn sem er
eftirsóttur gæðaþröskuldur, er langt
í frá trygging fyrir vinsældum eða
miklum hryssufjölda.
Verðfall á folatollum?
Áhrifa af þessu offramboði er einn-
ig farið að gæta í minni sölumögu-
leikum og lægra verði og eru mörg
dæmi þess að góðir stóðhestar sem
ekki hafa þó notið mikilla vinsælda til
notkunar hafi verið seldir fyrir lítinn
pening.
Verðlag á folatollum hefur haldið
Stjarni frá Dalsmynni var hæst dæmdi stóðhestur
ársins og fékk viðunandi notkun að mati eigandans
Ragnars Hinrikssonar sem situr hestinn.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Langdýrasti hestur landsins, Orri frá Þúfu, við sæðingarstöðina í Gunnarsholti.
Stóðhestarnir og
markaðslögmálin
Sprenging hefur orðið í fram-
boði á góðum stóðhestum hin
síðari ár. Að sama skapi hefur
útgerð stóðhesta lotið lög-
málum markaðarins í auknum
mæli. Valdimar Kristinsson
rekur hér gang mála
undanfarin ár og reynir
að glöggva sig á stöðunni
í dag og því hver framvindan
gæti orðið.
HESTAR
ÖLLUM er í fersku minni að
bréf með hvítu dufti var borið út í
pósti á heimili forsætisráðherra.
Hann opnaði bréfið sjálfur. Í eft-
irfarandi grein er um málavexti
stuðst við fréttir í
Morgunblaðinu 25. og
27. október.
„Samkvæmt upp-
lýsingum frá ríkislög-
reglustjóra var málið
í upphafi rannsakað
þannig að um rök-
studdan grun um
miltisbrand væri að
ræða og allar varúð-
arráðstafanir í sam-
ræmi við það. ... Jafn-
vel þótt í ljós komi að
duftið sem barst inn á
heimili forsætisráð-
herra reynist mein-
laust lítur ríkislög-
reglustjóri svo á að
um aðför að frelsi, ör-
yggi og lífi hafi verið að ræða. At-
vikið sé þar að auki til þess fallið
að skapa almennan ótta og kalla á
auknar varúðarráðstafanir.“ Rík-
islögreglustjóri bætti því við að
uppátækið gæti varðað allt að fjög-
urra ára fangelsi. Hann hefur sent
málið til ríkissaksóknara.
Síðar kom í ljós að efnið í bréf-
inu var algjörlega skaðlaust. Tveir
sextán ára drengir játuðu að hafa
sent bréfið til forsætisráðherra í
spaugi og þeim hafi ekki verið
ljóst hve uppátækið væri alvarlegt.
Víkur nú sögunni að póstmann-
inum er bar út bréfið. Þrátt fyrir
það að ríkislögreglustjóri hefði
gripið til „allra varúðarráðstafana“
hafði Íslandspóstur og viðkomandi
póstmaður ekki hugmynd um mál-
ið fyrr en það kom í tíu-fréttum
Sjónvarpsins, hálfum öðrum sólar-
hring eftir að vitneskja um bréfið
barst til ríkislögreglustjóra. Þá
mátti ætla að 5-10 manns hefðu
hugsanlega komist í tæri við efnið
í bréfinu, þar á meðal ungt barn.
Ekki er við Íslandspóst að sak-
ast. En staðreyndirnar um að-
gerðaleysi ríkislögreglustjóra til
að bjarga mannslífum í hættu
hljóta beinlínis að skapa „almenn-
an ótta“ og öryggisleysi hins
venjulega borgara. Strax í upphafi
rannsakaði lögreglustjóri málið
þannig að um rökstuddan grun um
miltisbrand væri að ræða. Hvert
mannsbarn veit að hann er einhver
banvænasti sjúkdómur sem um
getur. Samt sem áður virti rík-
islögreglustjóri þá ekki viðlits sem
hugsanlega höfðu smitast á póst-
inum. Sá tími sem fór þar til spillis
hefði ef til vill getað
kostað viðkomandi líf-
ið ef raunverulega
hefði verið um milt-
isbrand að ræða. Það
er alveg augljóst að
embætti ríkislög-
reglustjóra hefur
enga fyrirhyggju til
að vernda líf annarra
en „höfðingjanna“ ef
hætta steðjar að borg-
urunum. Aulalegar af-
sakanir embættisins
fyrir þessari van-
rækslu eru móðgun
við þjóðina og emb-
ættinu til skammar.
Hvar sem maður
kemur meðal venju-
legs fólks er talað um þetta mál
einmitt á þeim nótum sem slegnar
eru í þessari grein. En það kemur
ekki fram opinberlega. Þar láta
allir sem ekkert sé enda eru stað-
reyndirnar lamandi eins og í
hræðilegustu martröð. Hirðuleysi
ríkislögreglustjóra um líf og heilsu
þeirra sem bera út póstinn okkar
er nefnilega miklu meira áhyggju-
efni en sjálft uppátæki drengjanna
er sendu bréfið. Strákarnir vissu
allan tímann að þeir væru ekki að
meiða neinn. Lögreglustjórinn
gerði hins vegar beinlínis ráð fyrir
banvænum sýkli en aðhafðist samt
ekkert til að hyggja að þeim
mannslífum sem þá hlytu að vera í
hættu – að einu mannslífi und-
anskildu. Hefur lögreglustjórinn
þá nokkurt efni á því að staðhæfa
að sending bréfsins hafi verið að-
för að „frelsi, öryggi og lífi“? Er
ekki kæruleysi hans sjálfs dæma-
laus hundsun á þessum sömu lífs-
gæðum fyrir þá sem á póstinum
vinna?
Ef draga ætti einhvern til
ábyrgðar fyrir eitthvað varðandi
bréfasendinguna til forsætisráð-
herra er það ríkislögreglustjórinn
á Íslandi og enginn annar. Hann
hefur fjallað um bréfið sem glæpa-
mál og sent það til ríkissaksókn-
ara. En hvað eigum við þá, út frá
grundvallarreglum rökfræðinnar,
að kallað viðbragðsleysi hans sjálfs
gagnvart póstmönnum sem hér
hafa verið færð að skýr rök að séu
miklu alvarlegri ógnun við öryggi
borgaranna en sjálft bréfið? Ef við
megum hugsa frjálst er þá hægt
að kalla þá vanrækslu eitthvað
annað en eins konar glæp? Og
hvernig í ósköpunum stendur á
viðbragðsleysi fjölmiðla að draga
augljósar ályktanir af hinum slá-
andi staðreyndum í þessu ótrúlega
máli?
Ríkislögreglu-
stjóri axli
ábyrgð sína
Sigurður Þór
Guðjónsson
Höfundur er rithöfundur.
Bréf
Hvernig í ósköpunum,
spyr Sigurður Þór
Guðjónsson, stendur
á viðbragðsleysi
fjölmiðla?
Styrkir
og
verndar
NAGLASTYRKIR
Fullkomnaðu
verkið
með
þakrennukerfi
þakrennukerfi
BLIKKÁS EHF.
SKEMMUVEGUR 36
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111
Fagm
enns
ka
í
fyrir
rúmi
Söluaðilar um land allt
TALSVERÐ spenna og eftirvænt-
ing virðist ríkja fyrir uppskeruhátíð
hestamanna sem haldin verður á
föstudagskvöldið á Brodway. Þar
verður útnefndir knapar ársins og
ræktunarbú ársins.
Að þessu sinni verða útnefndir í
fyrsta skipti fimm knapar sem þótt
hafa skara fram úr hver á sínu sviði.
Er þar um að ræða besta knapa í
gæðingakeppni, kynbótasýningum,
íþróttakeppni og kappreiðum en
auk þess verður þeim knapa sem
hestafréttamenn telja björtustu
vonina af keppnisknöpum af yngri
kynslóð veitt viðurkenning. Allir
eru þessir knapar valdir af hesta-
fréttamönnum. Þessi háttur verður
nú hafður á til reynslu og ef vel þyk-
ir hæfa gæti orðið framhald á.
En mest spennan er nú um val á
ræktunarbúi ársins en það er valið
af Fagráði hrossaræktar og byggist
á árangri í kynbótadómum á árinu.
Uppskeruhátíð og aðalfundur Fáks