Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 49
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 49 sér nokkuð en nú vakna spurningar hvort verðlækkanir blasi við. Á aðal- fundi eigendafélags Óðs frá Brún nú nýlega var tónninn gefinn er verð á folatollum var lækkað um heilar 20 þúsnund krónur. Á þessu ári kostaði ríflega 50 þúsund krónuir undir hest- inn en mun verða í kringum 30 þús- und krónur næsta sumar. Formaður Óðsfélagsins Ingólfur Jónsson sagði að með þessu væri verið að koma til móts við hryssueigendur því það væri ekkert launungarmál að menn hafi borið sig illa yfir háum tollum á dýr- ustu hestunum og þar meðtöldum Óði frá Brún. Hvort þessi lækkun Óðsfélagsins muni smita út frá sér skal ósagt látið en vissulega má ætla að blikur séu á lofti. Því auk mikils framboðs stóð- hesta bendir margt til að íslenskt efnahagslíf sé nú þegar komið í ein- hverja lægð og vissulega kemur það til með að hafa áhrif hversu mikið menn eru tilbúnir að greiða fyrir fylj- un hjá fremstu hestunum. Þá mun það hafa áhrif hversu djúp og lengi þessi lægð varir en um það munu aðr- ir spá. Orratollur fyrir evrur Þá verður forvitnilegt að fylgjast með hvort einhverjar breytingar verði folatollunum hjá Orra frá Þúfu. Þar hefur verðið verið óbreytt 350 þúsund krónur í nokkur ár. Þetta er það verð sem hinir tíu tollar sem eru í eigu Orrafélagsins hafa verið seldir á og nú síðast fóru þeir allir fé- lagsmanna. Hæst hafa tollarnir verið seldir á ríflega 500 þúsund krónur en algengt verð út fyrir félagsskapinn hefur verið í kringum 450 þúsund krónur. Gunnar Arnarsson, einn eig- enda Orra, sagðist alls ekki búast við verðlækkun. „Ef einhver breyting verður á því tel ég það verða til hækk- unar. Staða klársins er það trygg og góð að hann er frekar að styrkja stöðu sína heldur en hitt. Mér þætti það hinsvegar vel koma til greina að miða verð folatollanna við evruna því krónan sé nánast í frjálsu falli þessa dagana og verðið í raun að lækka. Það hefur ekki verið vandamál að selja þá tolla sem hafa verið seldir því færri hafa komist að en vilja,“ sagði Gunnar Arnarsson sannfærður um óbreytta stöðu Orra á markaðnum. Næstur á eftir Orra kemur Töfri frá Kjartansstöðum með 120 þúsund krónur tollinn og Keilir frá Miðsitju er í þriðja sæti með 75 þúsund krónur. Eigandi Keilis kvað alveg klárt að hann myndi ekki hækka folatollana frekar, Hann hafi hækkað þá úr 60 þúsundum króna á þessu ári til að stemma stigu við mikilli ásókn í hestinn en alls hafi 56 hryssum verið haldið undir hest- inn Ein er sú breyting sem orðið hefur á þessu tímabili sem um ræðir en það er eignarhaldið á stóðhestunum. Einkavæðingin hefur fyrir allnokkru hafið innreið sína í þennan geira. Allt fram á tíunda áratuginn voru hrossa- ræktarsamböndin öflugustu stóð- hestaeigendurnir en á því hefur nú orðið breyting. Vel gæti svo farið að samböndin færu alfarið út úr stóð- hestahaldi. Með eignarhaldi sam- bandanna á stóðhestum var reynt að tryggja aðgang sem flestra að bestu hestunum á sem sanngjörnustu verði en nú hafa arðsemissjónarmiðin tekið yfir þótt vissulega hafi reiknings- dæmið alltaf snúist um að láta hest- ana borga sig upp á skikkanlegum tíma. Nú er farið að stofna alvöruhluta- félög um stóðhesta og þar ræður að sjálfsögðu arðsemissjónamiðið ferð- inni. Ástæður þess að samböndin hafa dregið saman í stóðhestahaldi eru þær að kaup á stóðhestum hafa orðið áhættusamari með árunum og má þar vafalítið um kenna örum tískusveiflum sem eru án efa bein af- leiðing af miklu framboði stóðhesta. Eru dæmi þess að hestar, sem þóttu mjög líklegir til vinsælda, hafi verið orðnir notkunarlitlir áður en tvö ár eru liðin frá kaupum á þeim. Hafa því mörg sambandanna farið nokkuð flatt á kaupum ýmissa stóðhesta sem fallið hafa snögglega í vinsældum. Hinir áhugasömu taka áhættuna Hrossaræktarsamtök Suðurlands reyndu nýja leið í fjármögnun við stóðhestskaup þegar þau keyptu hlut í Galsa frá Sauðárkróki. Þá voru allir tollar sem samtökin áttu að fá í sinn hlut fyrstu þrjú árin seldir fyrirfram áður en gengið var frá kaupum á hlut í hestinum. Með þessu móti var áhættunni dreift á alla þá sem keyptu sér tolla fyrirfram og þar með lokað á tískusveifluþáttinn í kaupunum. Aðr- ir, sem hugsanlega hefðu verið á móti kaupum í hestinum, þurftu því ekki að ergja sig á því að verið væri að eyða fjármunum samtakanna í ein- hvern ómögulegan hest að þeirra mati. Ekki er ólíklget að þetta fyr- irkomulag skapi hrossaræktarsam- böndum möguleika til að vera áfram með í leiknum. Önnur ástæða fyrir fækkandi stóð- hestakaupum hrossaræktarsam- banda er svo sú ráðstöfun að hefta að- gang þeirra að Stofnverndarsjóði vegna kaupa á stóðhestum. En nú er að sjá hvort fleiri fylgi í kjölfar Óðsfélagsins og lækki verð á folatollum eða hvort verðið verði lítið eða óbreytt á næsta ári. Samkeppnin er hörðust hjá hestum í verðflokkn- um 20 til 40 þúsund og ef einhverjar beytingar verða þykir líklegast að þær verði þar en goðin í hærri verð- flokkum muni halda sínu. Djáknar frá Hvammi er einn hinna ungu hesta sem keppa munu um hryssur landsins á næstu árum. Knapi er Jón Gíslason. Eigendur stóðhestsins Óðs frá Brún ganga nú fram fyrir skjöldu og lækka verð á folatollum undir hest- inn um 20 þúsund kr. Knapi er Hinrik Bragason. Lagersala á Fiskislóð 73 (úti á Granda), 101 Reykjavík. Miðvikudaga kl. 14:00 til 18:00 Fimmtudaga kl. 14:00 til 18:00 Föstudaga kl. 14:00 til 18:00 Laugardaga kl. 12:00 til 16:00 Outlet Mikið úrval af skóm á ótrúlegu verði !!! Opnunartími:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.