Morgunblaðið - 15.11.2001, Síða 50
MINNINGAR
50 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ ÞorgerðurBjarnadóttir,
sjúkraliði, fæddist á
Húsavík 24. ágúst
1925. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 3. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðbjörg Hall-
grímsdóttir, f. 24.
júní 1906, d. 1. maí
1980, og Bjarni
Steingrímsson, f.
24. desember 1902,
d. 1. júlí 1937.
Systkini hennar sammæðra eru
Hervör Jónasdóttir, f. 1943, og
Hallgrímur Jónasson, f. 1945.
Hún ólst upp hjá móður sinni og
afa sínum Hallgrími á Húsavík
en flutti til Akureyrar um ferm-
ingaraldur og hélt áfram sinni
skólagöngu. Sextán ára gömul
bergsson, Gunnar Þór, sambýlis-
kona Guðrún Gísladóttir, og
Arnar Sigurður. 3) Drengur, f.
og d. í desember 1949. 4) Guð-
björg Kristín, f. 1953, maki
Björn Guðjónsson, sonur þeirra
Guðjón Örn. 5) Margrét Árný, f.
1956, maki Eyjólfur Ingimars-
son, börn þeirra eru Ester Inga,
Harpa Sif og Berglind Ösp. 6)
Gunnar Ragnar, f. 1959, kona
hans var Björg G. Gísladóttir.
Þau slitu samvistum. Börn
þeirra eru Hallgrímur Heiðar og
Svanfríður Hlín, sonur Bjargar
er Björn Blöndal. Barnabarna-
börn Þorgerðar og Gunnars eru
sjö talsins.
Þegar börnin uxu úr grasi hóf
Þorgerður störf á Borgarspítal-
anum og útskrifaðist sem sjúkra-
liði árið 1975 og starfaði lengst
af á deild A 6 á Borgarspít-
alanum, þar til hún lét af störf-
um vegna aldurs. Síðustu árin
bjó hún í Árskógum 6, og tók
virkan þátt í félagsstarfinu þar
og í kór aldraðra í Gerðubergi.
Útför Þorgerðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
hélt hún til Reykja-
víkur og bjó og
starfaði hjá Páli og
Fríðu Proppé.
Hinn 12. október
1946 giftist Þor-
gerður Gunnari H.
Valdimarssyni flug-
virkja, f. 5. október
1920, d. 15 nóvem-
ber 1996. Börn
þeirra eru: 1) Guð-
rún Jóna, f. 1947,
maki Birgir M.
Birgisson, börn
þeirra eru Kristín
Þóra , maki Óðinn
V. Grímsson., Valdís Guðrún,
sambýlismaður Kári V. Hjörv-
arsson, og Helgi Bjarni, sam-
býliskona Karólína Guðjónsdótt-
ir. 2) Hallgrímur Valdimar, f.
1948, maki Kristbjörg A. Sigurð-
ardóttir, börn þeirra eru Rakel
Steinvör, maki Þorsteinn Þor-
Sem loftbára rísi við hörpuhljóm
og hverfi í eilífðargeiminn,
skal þverra hver kraftur og kulna hvert
blóm –
– þau komu til þess í heiminn.
En þó á sér vonir hvert lífsins ljós,
er lúta skal dauðans veldi
og moldin sig hylur með rós við rós,
er roðna í sólareldi.
( Einar Benediktsson.)
Löngu og ströngu veikindastríði
er lokið, sem Þóra háði í æðruleysi
og þakklæti gagnvart minnsta við-
viki. Persónuleiki Þóru var fyrir
margt eins og fegursta rós. Hún-
veitti samferðafólki sínu, jafnt
háum sem lágum, einstaka gleði og
oft var ég spurð að því hver þessi
fallega geislandi kona væri. Út-
geislun Þóru fólst í lífsgleði, já-
kvæðni, brosi, bliki í augum, söng,
dansi og ekki síst sterkri trú. Alla
þessa þætti nýtti Þóra sér í gegn-
um þrautir lífsins. Hún var góður
hlustandi en hlustaði á annan hátt
en við hin, hún hlustaði meira með
sálinni og þannig fór ekkert
framhjá henni. Blóm eru viðkvæm
og þannig var Þóra gagnvart
breyskleika lífsins og oft held ég
að trúin hafi gefið henni ómældan
styrk. Þóra skilur eftir sig stóran
hóp afkomenda, sem eftir sitja full
af söknuði eftir fágætri og fallegri
manneskju. Nú vermir sólareldur
rósina Þóru á nýjum slóðum og
eitt er víst að hún verður með fal-
legustu englunum.
Ég vil þakka Þóru samfylgdina,
með virðingu og söknuði.
Björg Gísladóttir.
Glöð með glöðum varstu,
göfg og trygg á braut
þreyttra byrði barstu,
blíð í hverri þraut.
Oft var örðugt sporið,
aldrei dimmt í sál,
sama varma vorið,
viðkvæm lund og mál.
Hjá þér hlaut hinn snauði
huggun marga stund;
hærra heimsins auði
hófst þú sál og mund.
Þeir, sem þerra tárin,
þjáðum létta raun,
fá við farin árin
fögur sigurlaun.
Börn og frændur falla
fram í þakkargjörð
fyrir ástúð alla –
árin þín á jörð;
fyrir andans auðinn,
arf, sem vísar leið,
þegar dapur dauðinn
dagsins endar skeið.
(Magnús Markússon)
Á fallegum laugardegi hér í
Luxemburg fékk ég hringingu frá
pabba þess efnis að amma Þóra
væri dáin. Það er erfitt að trúa því
að við eigum ekki eftir að hittast
aftur, nema þá hinum megin. Ég
er viss um að afi hefur tekið vel á
móti henni, svo og litli drengurinn
sem þau misstu, og eru aftur orðin
sæl að vera saman.
Amma Þóra var lífsglöð með
eindæmum. Henni var gefin þessi
ljúfa lund sem aldrei haggaðist og
henni tókst endalaust að sjá já-
kvæðu hliðarnar á öllum málum.
Eina sem maður gat fundið og
heyrt þegar eitthvað var að, þá
trallaði hún eða sönglaði í stað
þess að gera stórmál úr hlutunum.
Amma var samt föst fyrir og gaf
sína meiningu ekki svo glatt upp á
bátinn.
Amma var félagslynd og hafði
mikið gaman af að syngja. Það eru
ófá partíin þar sem öll fjölskyldan
kom saman og sungið var og spilað
á gítar langt fram á nótt. Amma
lét ekki sitt eftir liggja og naut sín
vel á slíkum stundum.
Margar minningar á ég frá
Skorradalnum. Amma og afi með
bústað við hliðina á mömmu og
pabba og mikill samgangur. Afi úti
að brasa, bræður mínir oft með
honum, en amma og mamma,
meyjurnar tvær, inni með hvítvíns-
staup að spjalla. Létt rabb yfir
kaffibolla og með því, farið í
göngutúra, farið á árlegu brenn-
una með sjampóglasið og margt
fleira.
Það eru rétt tæp fimm ár síðan
afi dó og amma stóð sig svo vel.
Henni leið vel í Árskógunum, átti
þar fjölda vina og var sífellt að
gera eitthvað skemmtilegt. Amma
hafði fjölmörg áhugamál, ég held
að hún hafi ekki kunnað að láta
sér leiðast. Þegar maður kom í
heimsókn var alltaf eitthvað sem
hún gat sagt manni frá, sem hún
var annað hvort nýbúin að gera
eða var á leiðinni í. Hún var dug-
leg í höndunum, saumaði, prjónaði
og fann sér ýmislegt að föndra. Öll
börnin í fjölskyldunni hafa reglu-
lega fengið fallega vettlinga og
sokka frá ömmu og öll heimili
barna hennar og barnabarna eiga
fallega muni sem hún hefur gert.
Amma var stolt af hópnum sín-
um, átti sex börn, fimm sem kom-
ust upp og svo bættust makar,
börn og barnabörn í þennan hóp.
Þetta er sannkölluð stórfjölskylda,
ótrúlega samhentur hópur og ég
veit að það var ömmu mikils virði.
Eitt það síðasta sem amma sagði
við mig, þegar ég sat hjá henni
uppi á spítala áður en ég flutti
hingað út, var hve hún mætti
þakka fyrir að hafa tekist að klára
það stærsta verkefni sem hverri
móður er falið, það er að koma
börnunum sínum til manns og þar
að auki hefði hún séð fjölda fal-
legra og heilbrigðra afkomenda
bætast í hópinn – einskis meira
væri hægt að óska sér. Þessi lífs-
sýn lýsir ömmu vel.
Amma dvaldi síðustu vikur lífs
síns á Líknardeildinni í Kópavogi
og var afar ánægð að vera þar.
Fjölskyldan vill færa starfsfólki
Líknardeildarinnar sínar innileg-
ustu þakkir fyrir yndislegt viðmót
og hlýju og óska þeim velfarnaðar
í sínu ómetanlega starfi.
Ég kveð nú ömmu Þóru með
þökk fyrir allt sem hún var okkur
hinum – góð fyrirmynd, kona sem
kunni að sjá það besta í öllum í
kringum sig og hafði gaman að því
að vera til.
Blessuð sé minning ömmu Þóru.
Rakel Steinvör.
Geislinn, hún amma, er nú horf-
inn okkur. Ég veit samt hvar hún
er, hún er í hjarta okkar og allt
um kring. Núna býr amma hjá
Guði og henni líður vel, það vitum
við öll. Alltaf þegar ég gisti hjá
ömmu og var komin upp í rúm
heyrði ég lágt hvísl og þá var
amma að biðja fyrir öllum. Aldrei
blótaði amma eða reiddist. Núna
veit ég að Gunnar afi, Árni frændi
og amma eru öll saman. Ég vil
þakka starfsfólki líknardeildarinn-
ar fyrir að hugsa svona vel um
ömmu mína. Guð geymi þig, amma
mín.
Ég valdi þetta ljóð til minningar
um ömmu:
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
– augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
(Jóhannes úr Kötlum.)
Svanfríður Hlín.
Vertu alltaf hress í huga,
hvað sem kann að mæta þér.
Lát ei sorg né böl þig buga,
baggi margra þyngri er.
Vertu sanngjarn, vertu mildur,
vægðu þeim sem mót þér braut.
Bið þinn Guð um hreinna hjarta,
hjálp í lífsins vanda og þraut.
Treystu því að þér á herðar,
þyngri byrði ei varpað er
en þú hefur afl að bera,
orka blundar næg í þér.
Þerraðu kinnar þess er grætur,
þvoðu kaun hins særða manns.
Sendu inn í sérhvert hjarta
sólargeisla kærleikans.
Það eru margar ljúfar minning-
ar sem koma fram í hugann þegar
við minnumst og kveðjum Þóru
hálfsystur okkar. Það er vart hægt
að hugsa sér jákvæðari eða um-
hyggjusamari manneskju en hún
var og lýsir framangreint ljóð vel
persónugerð hennar, lífssýn og
breytni. Þetta litla ljóð hafði Þóra
innrammað uppi á vegg á heimili
sínu og óhætt er að segja að hún
hafi tileinkað sér innihald þess til
eftirbreytni.
Þegar Þóra greindist með ill-
kynja krabbamein tók hún veik-
indum sínum af stöku jafnaðar-
geði, hélt áfram að miðla öðrum af
þeirri lífsgleði og áhuga fyrir um-
hverfi sínu sem jafnan hafði ein-
kennt hana. Slíkur dómur um
ólæknandi sjúkdóm breytti þar
engu um. Það er bjart yfir minn-
ingu frá sl. sumri er hún og dætur
hennar þrjár komu í heimsókn til
litlu systur í Kaupmannahöfn og
þrátt fyrir að sjúkleikinn hefði þá
þegar sett sitt mark á hana nutum
við sólbjartra daga við gamanmál
og glens. Þóra systir var alltaf
kátust með fólkið sitt í kringum
sig.
Heimili Þóru og manns hennar,
Gunnars H. Valdimarssonar, með-
an hans naut við, var jafnan mið-
depill starfsfélaga, vina og fjöl-
skyldna þeirra. Lífsgleðin og
samheldnin réðu ríkjum þegar hist
var. Margir vinanna voru starfs-
félagar Gunnars frá upphafi far-
þegaflugs á Íslandi og síðar Græn-
landi og ósjaldan var árdaganna
minnst með þeim ævintýrum sem
fylgdu frumbernsku flugsins, við
ófullkomnar og hættulegar að-
stæður. Langdvalir Gunnars á
Grænlandi meðan Flugfélag Ís-
lands annaðist þar flug og tíðar
brottvistir hans erlendis lögðu
heimilishaldið og uppeldi fimm
barna þeirra Þóru meira á herðar
en ella. Því hlutverki skilaði hún af
stakri elju og umhyggjusemi. Sam-
hentari fjölskylda er vandfundin
en fjölskylda Þóru og Gunnars er.
Þóra menntaði sig sem sjúkra-
liði á fullorðinsárum sínum og má
segja að það starf hafi orðið köllun
hennar í lífinu eftir að börnin voru
vaxin úr grasi og úr foreldrahús-
um. Hún naut þessa starfs við að
hjálpa öðrum og það markaði nýj-
an og mikilvægan þátt í lífi henn-
ar.
Eftir að Þóra og Gunnar fluttust
búferlum af Háaleitisbraut í Ár-
skóga 6 og hún lét af sjúkraliða-
starfi naut hún þátttöku í fjöl-
breyttu tómstunda- og félagsstarfi
íbúanna í húsinu. Þóra var m.a.
virkur félagi í kórstarfinu auk
fleiri áhugamála sem hún tileink-
aði sér. Umönnun hennar í veik-
indum Gunnars var stórkostleg og
lífsgleðinni hélt hún þótt lífsföru-
nautur hennar yrði að láta í minni
pokann fyrir sjúkdómi sínum. Það
átti vel við Þóru að vera með fólki
og gefa af sér, en mest gaf hún
fjölskyldu sinni og óhætt mun að
segja að börnin, barnabörnin og
barnabarnabörnin hafi jafnan ver-
ið henni efst í huga. Hún var enda
umvafin umhyggju þeirra til hins
síðasta og naut til hinsta dags ná-
vistar þeirra við sjúkrabeð sinn.
Lífsviðhorf Þóru voru slík að eng-
inn sem henni kynntist vel varð
ósnortin eftir.
Af alhug þökkum við starfsfólki
öllu á líknardeild Landspítalans
fyrir frábæra umönnun Þóru og
hlýju til okkar, aðstandenda henn-
ar.
Við kveðjum ástkæra systur
okkar með þakklæti fyrir ástúð
hennar og umhyggju fyrir okkur
og fjölskyldum okkar. Við biðjum
góðan Guð að blessa og varðveita
minningu hennar og styrkja börn
hennar í sorg þeirra.
Heba, Helgi og fjölskylda.
Hallgrímur, Ágústa og
fjölskylda.
„Eruð þið nú komin, elskurnar
mínar. Æi, hvað er gaman að sjá
ykkur.“ Svona hefur Þóra vinkona
okkar alltaf tekið á móti okkur
fjölskyldunni. Þóra er ein sú ynd-
islegasta manneskja sem við höf-
um kynnst.
Hún og móðir okkar hafa verið
bestu vinkonur frá barnsaldri, báð-
ar ættaðar frá Húsavík. Við mun-
um aldrei eftir Þóru öðruvísi en
brosandi og syngjandi, alveg sama
hvenær og hvar það var. Hún dreif
sig í sjúkraliðanám á fimmtugs-
aldrinum og þar var hún alveg í
essinu sínu, að hjúkra sjúklingum
og gefa af sér þá gleði og um-
hyggju sem hún gerði svo ríku-
lega. Ég man eftir því sl. vetur að
ég (Auður) var stödd hjá móður
okkar í Reykjavík og við snæddum
saman þar kvöldverð, Þóra,
mamma og ég. Þá hafði tekið sig
upp sjúkdómurinn hjá Þóru og
móðir okkar var og er að jafna sig
eftir bílslys, sem hún lenti í fyrir
ári. Eitthvað vorum við að ræða
um lífið og tilveruna og þá sagði
Þóra: „Didda mín, okkur er ætlað
visst hlutverk hér á jörðinni. Við
verðum bara að gera okkar besta
úr því sem við höfum og njóta þess
sem eftir er.“ Eða þegar við heim-
sóttum hana á Landspítalann í
byrjun september sl. Þá kom
þetta: „Elskurnar mínar, þetta
hlýtur að fara að lagast. Árnína
mín, við mamma þín eigum örugg-
lega eftir að koma aftur saman til
þín í góðu veðri og fara í heita
pottinn.“ Svona var hún alltaf, al-
veg sama hvað gekk á.
Við fjölskyldan viljum þakka
þessari yndislegu vinkonu okkar
og hennar fjölskyldu þá tryggð
sem þau hafa sýnt okkur í gegnum
árin og við vitum að hann Gunni
þinn tekur vel á móti þér, elsku
Þóra.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
(Tómas Guðm.)
Ykkur, kæru systkini, og fjöl-
skyldum ykkar sendum við inni-
legar samúðarkveðjur frá móður
okkar, bræðrum og fjölskyldum
okkar.
Árnína og Auður Dúadætur.
Kynni okkar Þorgerðar hófust
er við vorum báðar sjúkraliðar á
deild A-6 á Borgarspítalanum. Þar
unnum við saman yfir 20 ár og
varð okkur fljótlega vel til vina. Á
deildinni unnu margar hressar og
kátar konur og var oft slegið á
létta strengi í vinnu og utan. Farið
var í ferðalög á sumrin þar sem
Þorgerður var góður þátttakandi.
Þorgerður var mjög jákvæð
manneskja, létt í lund og alltaf
stutt í brosið hjá henni. Í starfi var
hún samviskusöm og dugleg og
hafði góð áhrif á sjúklingana með
sinni hlýlegu framkomu.
Þorgerður og Gunnar maður
hennar áttu fallegt heimili að Ár-
skógum 6 og bjó Þorgerður þar
ein eftir að Gunnar lést fyrir u.þ.b.
fimm árum. Sumarbústað áttu þau
í Skorradal og minntist Þorgerður
oft með gleði samverustunda sem
hún átti þar með fjölskyldu sinni í
þessum fallega dal.
Mér finnst það vera tákrænt
fyrir líf Þorgerðar að hún sem
elskaði að vera úti í sólinni og
dýrkaði blómin og gróðurinn
skyldi fá að njóta sumarsins eftir
því sem heilsan leyfði og yfirgefa
svo þetta jarðneska líf þegar nátt-
úran öll var að færast í dvala vetr-
arins.
Ég votta fjölskyldu Þorgerðar
dýpstu samúð mína og þakka Þor-
gerði fyrir ánægjulegar samveru-
stundir og góða vináttu.
Óska ég henni góðrar komu til
ljóssins byggða.
Aðalbjörg Jónsdóttir.
Elsku amma, nú ert þú búin að
fá hvíldina. Þú varst alltaf svo
hress og kát þegar við hittum þig.
Við áttum margar góðar stundir í
Skorradalnum þar sem þið afi nut-
uð þess að vera með barnahópinn í
kringum ykkur og skemmtilegast
þegar allir voru mættir og þröng á
þingi. Þú hefur gert svo marga fal-
lega hluti, prjónað vettlinga og
sokka og gefið okkur. Það verður
einmanalegt án þín en við vitum að
þér líður vel hjá afa og litla
drengnum sem þið misstuð og við
vitum að þú vakir yfir okkur.
Þei, þei og ró.
Þögnin breiðist yfir allt.
Hnigin er sól í sjó.
Sof þú í blíðri ró.
Við höfum vakað nóg.
Værðar þú njóta skalt.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
(Jóhann Jónsson.)
Við gleymum þér aldrei.
Berglind Ösp, Harpa Sif
og Ester Inga.
ÞORGERÐUR
BJARNADÓTTIR