Morgunblaðið - 15.11.2001, Side 51

Morgunblaðið - 15.11.2001, Side 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 51 ✝ SigmundurÁmundason fæddist í Kambi 16. febrúar 1935. Hann lést á heimili sínu 5. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Ámundi Ámundason bóndi í Kambi, f. 18. nóvem- ber 1899, d. 22. jan- úar 1970, og Vigdís Hansdóttir húsmóð- ir, f. 30. október 1891, d. 30. septem- ber 1980. Sigmundur var yngstur fjögurra systkina sem öll voru fædd í Kambi. Systkini hans eru: Ingi- mar Kristinn, f. 1932, Hans Brynj- ólfur, f. 1933, og Guðrún Sigríður, f. 1933. Sigmundur hóf sambúð 1959 með Önnu Þuríði Ingólfs- dóttur, f. 12. júlí 1932, frá Húsa- bakka í Aðaldal, en þau giftust 24. desember 1966. Foreldrar hennar voru hjónin Ingólfur Indriðason og María Bergvinsdóttir frá Húsa- bakka. Sigmundur og Þuríður eignuðust fimm börn: 1) Ingólfur, f. 1959, maki Anna Björg Sveinsdóttir. Börn þeirra eru Brynja, Daði og Andri Sveinn. 2) Ámundi, f. 1962, maki Svava Steina Rafnsdóttir. Dætur þeirra eru Kristborg Anna og Hekla Rún. 3) Bryndís Fjóla, f. 1966, maki Matthías Waage. Börn þeirra eru Sara, Petra og Eyþór Ari. 4) Aldís María, f. 1968, maki Hejdi Petersen. 5) Anna Sylvía, f. 1970, maki Eiríkur Ómar Guðmundsson. Sigmundur var húsasmiður að mennt, lauk meistaraprófi 1962 og vann lengst af að iðn sinni. Um árabil var hann formaður próf- nefndar sveinsprófa á Suðurlandi. Síðustu árin hætti hann trésmíða- vinnu og vann um skeið hjá Prent- smiðju Suðurlands. Útför Sigmundar fer fram í Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sigmundur Ámundason var fædd- ur að Kambi í Flóa og þar ólst hann upp. Honum þótti mjög vænt um sveitina sína og oft þegar við vorum í heimsókn á Selfossi bað hann mig um að koma með sér í smábíltúr og var þá oftar en ekki ekið um Flóann. Það var gaman að hlusta á hann segja frá staðháttum, mönnum og málefnum enda þekkti hann hverja þúfu og var alls ekki sama um hvern- ig sveitin hans þróaðist. Sigmundur var húsasmíðameist- ari og mjög fær í sínu starfi. Þau voru ófá húsin sem hann byggði og fylgdist hann vel með þeim og vildi að þeim væri vel við haldið. Hann hafði mikla þekkingu á öllu sem við- kom húsum og húsasmíði, fylgdist vel með nýjungum og var fljótur að tileinka sér þær ef þær voru betri en þær urðu líka að vera betri. Hann vildi hafa hlutina vandaða og vel gerða en þoldi ekki fúsk. Hann sá einnig um sveinsprófin á Suðurlandi í mörg ár og hafði mikinn metnað til að þar væri vel að verki staðið. Við komum aldrei að tómum kof- unum hjá Sigmundi ef okkur vantaði upplýsingar um hvernig best væri að gera hlutina sem við vorum í vand- ræðum með. ,,Mældu þetta fyrir mig að gamni,“ sagði hann oft og var svo mættur með hlutinn fullbúinn næst þegar hann kom. Það var alltaf hægt að leita til hans þegar framkvæmdir stóðu yfir og var hann þá mættur manna fyrstur enda vildi hann taka daginn snemma. Verkfæri átti hann mörg og hefði hver byggingavöru- verslun getað verið stolt af öllu því úrvali sem hann átti, enda kom það oft fyrir þegar við vorum að leita að einhverjum ákveðnum hlut sem ekki fékkst í verslunum að hann fannst í skúrnum hjá Sigmundi. Sigmundur var mikill áhugamað- ur um stangveiði og fórum við oft að veiða saman. Hann fór mikið í Ölfusá og skemmtilegar voru ferðirnar vestur að Tindum þar sem við veidd- um í Búðardalsá. Sigmundur var mikill íþróttaáhugamaður og fylgd- ist vel með nánast öllum íþróttum, stundaði sjálfur frjálsar íþróttir og glímu af miklu kappi á sínum yngri árum. Hann hringdi oft eftir leiki dagsins til að ræða úrslitin og spá í stöðu mála, en sýndi reyndar alltaf mikla tillitssemi ef mitt lið tapaði og hringdi þá ekki fyrr en daginn eftir til nudda ekki salti í sárin. Hann fylgdist alltaf vel með því sem börn- in hans eða barnabörn voru að gera í íþróttum og reyndar hverju því sem fólkið hans tók sér fyrir hendur. Sigmundur greindist með krabba- mein fyrir þremur árum. Eftir hetjulega baráttu við þennan illvíga sjúkdóm varð hann að lokum að lúta í lægra haldi. Hans verður sárt sakn- að. Megi guð styrkja fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Matthías Waage. Ég held að það fyrsta sem Sig- mundur Ámundason sagði við mig þegar ég kom fyrst í Hjarðarholtið á Selfossi að staðan í leik Ipswich og Middlesbro væri eitt, eitt í hálfleik. Svo var hann horfinn, en kom aftur skömmu síðar og sagði mér að Middlesbro væri komið yfir. Ég var þá að eltast við eina dóttur hans og alls ekki með hugann við ensku knattspyrnuna, og get ekki neitað því að fyrstu viðkynnin komu mér í opna skjöldu – nú ríflega tíu árum síðar veit ég auðvitað að Sigmundur var fyrst og fremst einstakur maður sem bjó yfir þeim fágæta hæfileika að geta komið manni á óvart. Ég er auðvitað fyrir löngu búinn að fyr- irgefa honum hálfleikstölurnar frá Englandi sem af einhverri ástæðu festust í kollinum á mér – ég man ekkert hvernig leikurinn fór en þeim mun betur margt af því sem Sig- mundur átti eftir að segja mér á næstu árum. Sigmundur Ámundason var ein- stakur maður. Hann var smiður af guðs náð, og sífellt með hugann við það sem betur mátti fara í umhverf- inu. ,,Þetta er ólán,“ sagði hann ef hann kom auga á einhverja misgjörð í sköpunarverkinu og var umsvifa- laust kominn með hamarinn á loft. Ég veit ekkert hvernig honum leist á það að fá inn í fjölskylduna náunga sem hvorki gat lyft hamri né sett borvél í gang svo vel færi, en ég held að hann hafi vanist því nokkurn veg- inn og það tiltölulega fljótlega að þurfa ekki aðeins að sjá um viðhaldið á húsi sínu á Selfossi heldur einnig á því sem aflaga fór hjá okkur Önnu Sylvíu. Sigmundur var hafsjór af fróðleik, hann hafði óskaplega gam- an af samræðum, og fór þá stundum á slíkt flug að oft dauðsá ég eftir að vera ekki með segulbandstæki með mér. Hann átti það til að stökkva fyrirhafnarlaust úr einu umræðuefn- inu yfir í annað, setti fram kenningar um ástandið í heimsmálum í einni setningunni en var síðan í þeirri næstu rokinn í það að lýsa gamalli glímu, búskaparháttum í Flóanum eða eftirminnilegum knattspyrnu- leik á Melavellinum. Hann átti sér sinn eigin heim sem opinberaðist manni smám saman eftir því sem maður kynntist honum betur, enda var hann örlátur á allt það sem hon- um tilheyrði. Það var gaman að koma í skúrinn til Sigmundar á Sel- fossi – fyrir mig var það í vissum skilningi eins og að stíga aftur inn í heim bernskunnar. Þar var útvarpið jafnan í gangi, veggirnir þaktir verk- færum svo ekki sást í gegn og æv- inlega var hann með mörg verk í gangi, það var gluggi fyrir einn, borð fyrir annan, skápur fyrir þann þriðja og þannig mætti áfram telja, gott ef hann lagði ekki drög að heilu hús- unum þar sem hann stóð við hef- ilbekkinn undir háværum frétta- lestri. Í skúrnum var hann á heimavelli, þar gat hann horft yfir alla veröldina og haft skoðanir á öll- um mögulegum og ómögulegum fyr- irbærum þótt varla sæist út um gluggana fyrir verkfærum, viðtækið svo hátt stillt að maður vissi varla hvort það var dagur eða nótt. Hann lét heiminn koma til sín – ég efast um að Sigmundur hafi nokkurn tím- ann á ævinni misst af fréttatíma. Hann hafði áhuga á öllum tíðindum og ekki síður einstakan áhuga á fólki – hann talaði yfirleitt vel um fólk, nema stöku stjórnmálamann enda var hann rammpólitískur, sá í gegn- um hvers kyns tildur og sýndar- mennsku á þeim vettvangi og leidd- ist öll vitleysa. Einhvers staðar er á bók talað um trésmíði í eilífðinni. Ég veit ekki hvað verður um fólk þegar það deyr en eftir að Sigmundur dó hafa þessi orð verið pikkföst í huga mér – ég held að þau geti átt vel við í hans tilfelli, hann var slíkur maður að það er undarlegt að ímynda sér heiminn án hans. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Sig- mundi Ámundasyni. Blessuð sé minning hans. Eiríkur Guðmundsson. SIGMUNDUR ÁMUNDASON Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Elsku amma! Margar minningar frá bernskuárunum, árunum þegar ég var að uppgötva heiminn tengjast heimilinu í Vogatungu. Ég man til að mynda þegar ég heimsótti þig að sumarlagi, sat úti á garðpallinum og horfði yfir fallegan blómagarð þinn og ríslaði mér við legókubba. Þú sast þá í stól við hlið mér eins og oftar og skrafaðir við okkur afa um hitt og þetta. Þegar Ólafur frændi bættist í hópinn sagðir þú okkur sögur og veittir ótæpilega heimalagaðan rjómaís. Þegar kvöldaði dróst þú upp spilastokk og við þrjú spiluðum Ol- sen-Olsen. Við Ólafur vorum miklir keppnismenn og þótti ekkert skemmtilegra en að vinna. En með yfirvegun þinni og kænsku sigraðir þú okkur nánast alltaf en án þess að hælast um eins og okkur frændum var tamt. Margar fleiri minningar koma upp í hugann nú þegar ég rifja upp okkar kynni og yfir þeim öllum er birta og gleði. Þær eru mér mikils virði og verða eflaust enn dýrmætari þegar lengra líður frá. Þú hefur kvatt okkur að sinni en fengið okkur í arf það sem mölur og ryð fá ekki grandað, minningar um góða manneskju. Friðrik Ársælsson. SIGURBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR ✝ Sigurbjörg Þor-leifsdóttir fædd- ist í Einkofa á Eyr- arbakka 26. apríl árið 1928. Hún lést á heimili sínu í Kópa- vogi 3. nóvember síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 9. nóvember. Elsku amma mín. Nú kveð ég þig í hinsta sinn. Ég er þakklát fyrir árin sem ég hef átt með þér en ég vildi að þau hefðu orðið miklu fleiri. Mér fannst þú alltaf svo fal- leg og hraust. Ein- hvern veginn fannst mér að þú yrðir eilíf. Þegar ég fékk þær fregnir að þú værir með krabbamein þá var ég sannfærð um að þú myndir sigrast á því. En sú ósk mín varð ekki uppfyllt. Það var erfitt að horfa upp á hversu veik þú varst orðin síð- ustu vikurnar og þegar kallið kom, þá var ég þakklát fyrir að Guð skyldi ákveða að binda enda á þjáningar þínar. Oddný litla frænka mín var svo sorgmædd þegar þú kvaddir okkur en þegar ég sagði henni að amma Gústa hefði tekið á móti þér hjá Guði, þá hýrnaði heldur betur yf- ir henni. Við frænkurnar erum sann- færðar um að það væsir ekki um þig þar sem þú ert núna. En við söknum þín samt og skarðið sem þú skilur eftir hjá fjölskyldunni er stórt. Það kemur enginn í staðinn fyrir þig. Fyrstu vikunum af lífi mínu eyddi ég í Kópavoginum hjá þér og afa. Þegar ég fór að stækka sótti ég mik- ið í að fá að vera hjá ykkur. Þá fékk ég að fara með rútunni og vera yfir helgi. Þú varst alltaf búin að búa um rúmið mitt þegar ég kom, nammik- rúsin var á sínum stað og hafra- mjölið sömuleiðis. Þegar ég eltist þá kíkti ég af og til í Vogatunguna til ykkar afa. Við áttum oft gott spjall saman inní eldhúsi. Ég fann hvað þú varst stolt af mér og það hvatti mig áfram. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig þegar ég þurfti á þér að halda. Elsku amma mín, takk fyrir allar góðu stundirnar. Ég á eftir að sakna þín svo lengi sem ég lifi. Þín dótturdóttur, Silja Dögg. Elsku pabbi minn, núna hefur þú loksins fengið sálarró eftir erfið veikindi. Þú barðist eins og hetja allt þar til yfir lauk og sýndir ótrúlegan styrk og æðruleysi. En það er ótrúlega tómlegt hérna án þín. Maður heldur alltaf að foreldrar manns séu ódauðlegir, en svona er lífið, maður veit aldrei hvenær þörf er á manni annarstaðar. Það hlýtur að vera mikið og krefjandi verkefni sem bíður þín þar fyrst þú varst val- inn. Ég vildi bara þakka þér pabbi minn fyrir það hversu góður faðir, tengdafaðir og afi þú hefur verið okkur í fjölskyldunni, sá besti í heiminum. Ég man það svo vel hvað þú varst montinn afi þegar hann Halldór litli fæddist, þú alveg ljómaðir þegar þú komst og heimsóttir okkur á sjúkra- húsið. Halldór litli hafði svo gaman af því að koma í sveitina til að sjá dýrin og skemmtilegast fannst hon- um að sitja í dráttarvélinni hjá afa sínum og rúnta um túnin. Hann heldur alltaf að afi sé að koma í hvert sinn sem hann sér einhvern á dráttarvél. Við eigum svo margar góðar minningar um þig og þú munt alltaf lifa í þeim. Mig langar að kveðja þig elsku pabbi og þakka þér fyrir allt með bænunum sem þú og mamma fóruð alltaf með fyrir okkur systurnar: HALLDÓR GUÐMUNDSSON ✝ Halldór Guð-mundsson fæddist í Magnús- skógum í Hvamms- sveit í Dalasýslu 10. ágúst 1952. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 1. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvammskirkju í Dölum 10. nóvem- ber. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Þín dóttir Dagný. Elsku pabbi minn, þú sem varst mér svo góður, þú varst besti pabbi í heimi, en nú ertu farinn og allt er orðið breytt. Þú sem hjálpaðir mér að standa á eigin fótum. Þú sem hjálpaðir mér ef eitthvað bjátaði á. Ég barðist með þér til seinustu stundar en það var víst ekki nóg, ég kveð þig nú elsku pabbi minn með þessu ljóði sem lýsir tilfiningum mínum til þín: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þakka þér fyrir allt. Þín dóttir, Kristín. Þá er Dóri farinn frá okkur eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúk- dóm. Okkur langar að minnast hér elskulegs bróður og mágs í nokkrum orðum. Það er ekki ofsagt að með brotthvarfi Dóra úr þessu jarðlífi höfum við misst mikinn öðling og at- hafnamann sem hefur verið sam- ferða mér sem bróður allt lífið og Beggu í 33 ár. Oft höfum við dáðst að dugnaði hans, atorku og áræði bæði við bústörfin og önnur þau störf sem hann tók að sér, sem voru mörg, bæði stór og smá. Hann naut líka að- stoðar samheldinnar fjölskyldu bæði heima og að heiman, sem sam- an byggði nýbýli í Magnússkógum III og er glæsilegur minningarreit- ur um athafnasemi hans. Dóri hafði þó ávallt tíma aflögu fyrir fjölskyldu sína til ýmissa tómstunda s.s. veiði- ferða, ferðalaga o.fl. enda var fjöl- skyldan honum afskaplega kær. Við áttum margar ánægjulegar samverustundir í leik og starfi með þeim hjónum Dóra og Gunnu. Synir okkar minnast oft á ánægjulega æskudaga í sveitinni hjá þeim bræðrum Dóra og Gubba, þar sem þeir fengu bæði að vinna og leika sér. Sú hugsun kemur upp að lífið hljóti að vera ranglátt. Maður í blóma lífsins er tekinn frá eigin- konu, börnum, systkinum, móður og fjölskyldum þeirra. En við erum lán- söm að eiga góðar minningar um Dóra og er okkur efst í huga þakk- læti fyrir allar samverustundirnar. Við biðjum góðan Guð að styrkja fjölskyldu hans og okkur öll á sorg- arstund. Blessuð sé minning hans. Jónas og Sigurbjörg. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.