Morgunblaðið - 15.11.2001, Page 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 53
Elsku bróðir.
Nú er komið að því að skrifa til
þín nokkur kveðjuorð. Ég minnist
þess þegar við bjuggum saman á
Hjaltabakkanum og sváfum í
sama herbergi, ég bara strákgutti
en þú orðinn ungur maður. Oft
þegar við vorum að fara að sofa,
settum við sama lagið á fóninn,
„Going home“ með Rolling Ston-
es. Það var 12 mínútur, langt lag
á þeim tíma sem öll lög voru 3
mín.
Ég minnist þess líka þegar þú
og Sigrún voruð að kynnast, og þið
báruð mig í rúminu inn í stofu. Ég
var auðvitað glaðvakandi en mér
datt ekki í hug að láta ykkur vita
það.
Þú fórst svo vel með alla hluti.
Það sá ekki á leikfangabílunum
sem þú varst búinn að eiga í mörg
ár og gafst litla bróður, en það tók
mig stuttan tíma að eyðileggja þá.
Fyrstu kynni mín af bíómyndum
voru í gegnum þig. Ég fékk að
fara með þér og strákunum í Nýja
bíó og horfa á skrímslamyndir, en
svaf ekki heilu næturnar á eftir.
Það var langt á milli okkar
bræðranna í aldri þ.a. við ólumst í
rauninni ekki upp saman, en við
bundumst nánari böndum eftir að
þú lentir fyrst í veikindum ’91.
Við ræddum oft saman, um
pabba og hvernig fjölskyldulífið
gekk fyrir sig þegar þú og Regína
voruð krakkar. Það má segja að ég
hafi kynnst pabba betur í gegnum
samtölin við þig.
Mér fannst eins og þú, stóri
bróðir, værir ósigrandi. Algjör
nagli. Og þrátt fyrir veikindin áttir
þú alltaf til gamansemi og þig
skorti ekki orðin yfir hlutina.
Innst inni fannst mér að bar-
áttuþrekið og þrjóskan hlytu enn
og aftur að bera þig heim. Kæri
bróðir, ég kveð þig með söknuði.
Sofðu rótt.
Elsku Sigrún, guð veri með þér
og krökkunum.
Leifur.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Smári Aðalsteinsson, mágur
okkur og kær vinur, er fallinn frá,
langt fyrir aldur fram. Hann veikt-
ist af krabbameini fyrir tíu árum
og þá leit út fyrir að ævi hans væri
öll. Það var með ólíkindum bar-
áttuþrekið sem hann sýndi og
tókst honum með góðri aðstoð
hjúkrunarfólks og ættingja að ná
nokkuð góðri heilsu á ný. Nýverið
tók meinið sig upp aftur og mátti
öllum vera ljóst hvert stefndi, en
samt héldu allir í vonina um að
honum tækist enn einu sinni að
hafa betur.
Það er svo margs að minnast
þegar maður hugsar um Smára.
Hann var dugmikill verkmaður,
hagsýnn og nýtinn og nutu margir
góðs af því. Hann hafði gott minni
og góða þekkingu á samtímasögu,
sérstaklega var hann vel að sér í
sögu knattspyrnunnar og rokksins.
Hann hafði góða þekkingu á bílum
og hafði mikið yndi af gömlum
kraftmiklum amerískum bílum,
sem hann átti þó nokkra sjálfur í
gegnum tíðina.
Það var gaman að gleðjast með
Smára á góðri stund. Hann var
orðheppinn og hafði gott skop-
skyn. Já, það væri hægt að halda
lengi áfram. Eitt er víst að góður
drengur er genginn og skarð hans
verður ekki fyllt, en maður er
sannarlega ríkari af því að hafa
fengið að kynnast Smára.
Elsku Sigrún systir, Aðalsteinn,
Ásta Bára og Sísí, Gerður, Leifur,
Regína, makar, börn og barna-
börn. Við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð á þessari rauna-
stundu. Megi guð blessa ykkur öll
og ganga með ykkur á þessum
sorgartímum.
Ásta, Guðrún, Jón, Jónas,
makar og börn.
✝ Slobodan Bakicfæddist í Króatíu
12. febrúar árið
1945. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 1. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans júgó-
slavnesk, faðirinn
verkamaður, móðir-
in húsmóðir. Hinn
16. febrúar 1968
kvæntist hann
Ljerku Penezic og
bjuggu þau ham-
ingjusöm í hjóna-
bandi í 33 ár. Sonur
þeirra er Zoran, f. 21. ágúst
1971, og tengdadóttir Alicja
Szymkoawiak.
Að lokinni skólagöngu fór
Slobodan að vinna í Olíuhreins-
unarstöðinni í Sisak
þar sem hann starf-
aði allt þar til stríð-
ið byrjaði. Þegar
stríðið hófst og
Júgóslavía liðaðist í
sundur flúði fjöl-
skyldan yfir til
Serbíu þar sem þau
bjuggu sem flótta-
fólk. Fyrir tilstuðlan
Flóttamannastofn-
unar Sameinuðu
þjóðanna flutti fjöl-
skyldan hingað til
Íslands og 23. ágúst
1997 komu þau til
Hafnar í Hornafirði. Þremur ár-
um síðar hófust veikindi Slobod-
ans og ári seinna er hann dáinn.
Útför Slobodans fór fram frá
Dómkirkjunni 7. nóvember.
Hann Slobodan vinur minn og jafn-
aldri er látinn eftir stutta en erfiða
sjúkdómslegu.
Það verður ein af eftirminnilegustu
stundum ævi minnar þegar við hjón-
in, ásamt fleiri Hornfirðingum, tók-
um á móti hópi flóttamanna frá hinni
stríðshrjáðu Júgóslavíu í ágústmán-
uði fyrir fjórum árum. Við höfðum
fengið það hlutverk að vera flótta-
mannafjölskyldu til stuðnings fyrsta
árið í nýju landi, meðan hún væri að
koma sér fyrir og setja sig inn í allar
aðstæður. Þarna vorum við að stíga
mikið gæfuspor, því þetta hefur orðið
okkur dýrmæt lífsreynsla sem við
hefðum ekki viljað missa af. Ekki
grunaði okkur þennan ágústdag að
við værum að eignast nýja góða vini.
Bakic-fjölskyldan, Slobodan,
Ljerka og Zoran sonur þeirra voru
þreytuleg þegar þau komu til sinna
nýju heimkynna, eftir að hafa ferðast
um langan veg. Þá hafði tveggja ára
dvöl í flóttamannabúðum sett mark
sitt á þau svo og aðrar hörmungar
sem þau höfðu orðið að líða. Við vitum
ekki nákvæmlega hvað á daga þeirra
dreif í stríðinu, það var einskonar
þegjandi samkomulag um að tala sem
minnst um það til að ýfa ekki upp
gömul sár. Þó vissum við að þau
höfðu átt fallegt heimili í friðsælum
bæ og lifðu svipuðu lífi og venjuleg ís-
lensk fjölskylda, en skyndilega var
allt tekið af þeim og þau rekin alls-
laus á flótta. Þau voru undrafljót að
ná sér eftir að þau komu til Íslands,
komu sér vel fyrir og voru dugleg að
læra íslensku, enda ætluðu þau sér að
verða Íslendingar hér eftir, annað
kom ekki til greina. Fyrst í stað gát-
um við ekki talað orð saman en það
kom lítið að sök, látbragð og bend-
ingar dugðu vel og þau voru fljót að
læra nauðsynlegustu orð í íslensku.
Áður en árið var liðið hafði fjöl-
skyldan keypt sér íbúð. Þar var
snyrtimennskan og smekkvísin alls
ráðandi svo ekki sé nú talað um gest-
risnina. Brátt var sonurinn kominn
með kærustu og farinn að búa út af
fyrir sig, svo þau hjónin voru ein í
litlu fallegu íbúðinni, sæl og glöð með
að vera orðin Íslendingar. Þá kom
reiðarslagið. Það má kalla kaldhæðni
örlaganna að sleppa frá stríði og alls-
kyns ólýsanlegum hörmungum og
verða svo sjúkdómi að bráð þegar líf-
ið virðist loksins brosa við.
Slobodan var mikið góðmenni.
Hann varð léttur í skapi, spaugsamur
og vinsæll hjá öllum sem honum
kynntust. Hann var sérlega barngóð-
ur og þess naut litla sonardóttir mín í
ríkum mæli. Hún var aðeins á þriðja
ári þegar fjölskyldan kom til landsins
og Slobodan tók hana strax upp á
sína arma og var óþreytandi að leika
við hana, t.d. í búðarleik. Það skipti
engu máli þótt þau skildu ekki eitt
einasta orð hvort hjá öðru. Nú er hún
sex ára og saknar góðs vinar sem
verður henni örugglega minnisstæð-
ur alla hennar ævi.
Þó að Slobodan væri ánægður með
að vera orðinn Íslendingur og væri
hrifinn af landinu gleymdi hann ekki
gamla landinu sínu, Júgóslavíu. Hann
var óþreytandi að segja okkur hjón-
unum frá náttúrufegurðinni þar,
gróðurfari, veðursæld, dýralífi, borg-
um, fornum mannvirkjum o.s.frv.
Hann lét oft í ljós þá ósk að við gæt-
um kannski farið þangað öll saman
„þegar allt er orðið gott aftur“. Svo
sannarlega vona ég að við hjónin eig-
um þess einhvern tímann kost að fara
á þessar slóðir og þá verður Slobodan
með okkur í anda.
Slobodan Bakic var einlægur vin-
ur. Hann var maður sem gleymist
ekki þeim sem kynntust ljúfmennsku
hans og glaðværð. Ég og fjölskylda
mín söknum hans sárt. Við biðjum
góðan Guð að styrkja fjölskyldu
hans, Ljerku, Zoran, Alicju og aldr-
aða móður hans í gamla heimaland-
inu.
Sigurður Hannesson.
SLOBODAN
BAKIC
&0-,7&'% '%((
=!6 ">*
7!"
"
"
4
2
$
5! " !/!
?
<+!!
& !
) <+!
= !
<+!
@ !!
2 23 2 2 23 #
6
.&(&8 (= '%((
. ?+!9/
&
,
(
-( 3
/! " "
3$
%
)! " ! ! +!
7 "
-
"
2
-$
,
(
-( 3$ 7 43 !!
8!+ 47 !!
) 0#% !
3 7 !!
4 =
) 3 7 !
<+"4 1+ !!
4 7 !
!
7 !!
# !
2 23 #
#
'8(78(
A/
"
8
"
%2
)! " ! ! +!
& !!
'! !
" !!
7 !!
) # !
0 ) 7 !
8 2 . !!
B" !!
& 7 !!
4 ! !
) 8 2 !
3 !!
3 !! #
9
" % 1
(
-1-
"
( %
%
%
@ &'&&( &
&-&&&C<0@& '%((,
+6"!
+"
#
1#! !
!
=16!
5!
%C#! !
) "!
2 23 2 2 23 #
2
&& #,-% '%((
D/
1 !!
"
5! " "
0 $
5! " !/!++!
<E<E!!
!
13!
#
&-& (8 (= 7$
() 3DF
1
-
! " :
%
0
5! " !/!++!
4 !
& ! 4& !
72 7 !
? & !
7 2!!
& & !
% 1. )!!
0 !!
6 9 !
0" 0 !!
7
0 !!
2 2 23 #