Morgunblaðið - 15.11.2001, Síða 54

Morgunblaðið - 15.11.2001, Síða 54
MINNINGAR 54 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Marteinn Sívert-sen fæddist á Sjávarborg í Skaga- firði 10. nóvember 1912. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 4. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Sí- vertsen Þorvaldsson, f. 22.7. 1889, d. 31. 7. 1947, og Sigurlaug Hannesdóttir, f. á Syðri-Brekku í Skagafirði 7.12. 1886, d. 9.12. 1960. Stjúpfaðir Marteins var Hafliði Hjálmarsson, f. 11.6. 1887, d. 17.9. 1960, og stjúpmóðir hans var Hild- ur Sívertsen, f. 3.4. 1898, f. Zoëga. Marteinn á fjögur hálfsystkini. Sammæðra er Hjálmar Hafliða- son, f. 31.8. 1919, framkvæmda- húsasmíðameistari, f. 25.10. 1931, kvæntur Sigríði H. Guðbjartsdótt- ur frá Efri-húsum í Önundarfirði. Börn þeirra eru: Sigurður Grétar, f. 26.2. 1955, Ásta Marta, f. 11.5. 1956, Þröstur, f. 22.9. 1960, Hafliði Sigurlaugur, f. 13.12. 1961, Ann Magdalena, f. 26.2. 1966, og Álf- heiður Mjöll, f. 24.3. 1973. Marteinn ólst upp hjá móður sinni, á Sauðárkróki og síðan á nokkrum stöðum við Ísafjarðar- djúp, m.a. í Hattardal í Álftafirði. Hann lærði húsa- og húsgagna- smíði hjá Albert Kristjánssyni á Ísafirði um 1930 og lauk sveins- prófi í húsasmíði 1935. Hann lauk síðan kennaraprófi 1939, prófi frá Handíða- og myndlistaskólanum 1941 og nam við Stockholms Tekniske Institut til 1946. Mar- teinn var kennari við Gagnfræða- skóla verknáms sem síðar varð Ár- múlaskólinn í Reykjavík 1951–1979, skólastjóri þar 1964– 1965 og stundakennari við KHÍ 1977–1982. Útför Marteins fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. stjóri í Reykjavík, kvæntur Ólöfu Björnsdóttur, þau eru bæði látin, dóttir þeirra er Sigríður Hjálmarsdóttir kenn- ari. Hálfsystkini Mar- teins, samfeðra, eru Guðmundur, Geir- þrúður Bernhöft, var gift Sverri Bernhöft, og Katrín Sigríður, gift Jakobi Sigurðs- syni. Guðmundur og Geirþrúður eru látin. Marteinn kvæntist 16.5. 1948 Petreu Ást- rúnu Jónsdóttur, f. 24.3. 1915, d. 27.10. 1999, dóttur Jóns Sigfússon- ar verslunarstjóra á Sauðárkróki og Jórunnar Hannesdóttur konu hans. Sonur Marteins og Ástu Jós- epsdóttur frá Atlastöðun í N-Ísa- fjarðarsýslu er Grétar Sívertsen Kom, fyll þitt glas! Lát velta á vorsins eld þinn vetrarsnjáða yfirbótarfeld. Sjá, Tíminn, það er fugl sem flýgur hratt, hann flýgur máski úr augsýn þér í kveld. Og stráin grænu, er standa ung og þyrst á straumsins bakka, er nú við höfum gist, hvíl létt á þeim! Þau vaxa máske af vör sem var í sinni æsku mjúk – og kysst. (Þýð. Magnús Ásgeirsson.) Marteinn hefði orðið 89 ára hinn 10. nóvember sl. svo að lát hans kom kannski ekki óvænt, nú réttum tveimur árum eftir að lát Ástu. En þegar fólk sem hefur verið alla manns ævi til staðar fellur frá þá er maður enn einu sinni minntur á að allt hefur sinn tíma. Það er ekki leng- ur hægt að spyrja um gamlan tíma og minningar frá liðnum samveru- stundum líða í gegnum hugann og litlar myndir af atvikum og samræð- um, sem lifa einhvers staðar í hug- skoti manns. Matti að kenna Nonna, sem var að fara í fyrsta sinn til útlanda 15 ára gamall, 1966, á lestarkerfið í Dan- mörku og gerði það svo vel að það gekk upp þegar hann þurfti að bjarga sér á eigin spýtur. Matti og Nonni að tefla. Matti að rekja öll bæjarnöfn í Nauteyrarhreppi, í réttri röð, 70 ár- um eftir að hann flutti úr sveitinni, ásamt því að telja upp nöfn bændanna. Matti að tala um Jón Sigfússon, afa Jóns Sigfúsar, þannig að Jó- hanna sem kynnist honum ekki gat dregið upp mynd af honum í hug- anum – það var líka sérstakt að heyra Matta segja frá langafa Jó- hönnu sem bjó vestur í Ísafjarðar- djúpi og var dáinn löngu áður en Jó- hanna fæddist. Matti að ræða um mannkynssögu. Matti að fara með ljóð eftir Omar Khayyam. Matti og Ásta standa í dyrunum í Litlagerðinu og veifa þegar maður snýr sér við til að loka garðshliðinu. Upp! Vak! Í húmsins hvolfskál morgunn nýr þeim hnetti varp, er sérhver stjarna flýr. Og sjá! Úr austri björt og hæfin hönd um háturn soldáns vað úr geislum snýr. ( Þýð. Magnús Ásgeirsson.) Marteinn var ekki allra en hann var okkar og nú er leiðir skiljast um sinn þökkum við honum samfylgdina og óskum honum góðrar ferðar Guðs um geim. Grétari og fjölskyldu hans sendum við samúðarkveðjur. Jón Sigfús og Jóhanna. Er ég las andlátsfregn Marteins Sívertsen hvarflaði hugurinn 66 ár aftur í tímann. Bráðungur maður, sem rétt hafði lokið sínu smíðanámi, var kominn inn í Æðey til að standa fyrir smíði á fyrsta húsinu, sem hann byggði á sínum starfsferli. Þetta var stórhýsi á þeirra tíma mælikvarða. Það var mikið lagt á ungan mann að standa fyrir öllu er viðkom byggingunni, einkum þegar einangrun var svo mikil að engan fagmann var hægt að spyrja eða ræða við, ef umhugsunarverð við- fangsefni voru á ferðinni. Þarna var enginn, sem kunni til þessara verka, nema Marteinn. Hann varð að ann- ast allt tréverk, stjórna uppslætti, steypuverk, járnalagningar og bind- ingar o.s.frv. Ég var einn af tossun- um sem hann þurfti að kenna hlut- ina. Marteinn var góður verkstjóri. Hann var hagur smiður, mikill af- kastamaður og góður félagi svo vin- áttutengsl mynduðust. Byggingunni var lokið fyrir áætlan byggingar- tíma. Traust og glæst Marteini til sóma. Næst bar fundum okkar saman í Reykjavík. Marteinn var þá í Hand- íða- og myndlistarskólanum og á leiðinni í Kennaraskólann rifjuðust þá upp gömul kynni. Árið 1951 var stofnaður Gagn- fræðaskóli verknáms. Ég var náms- tjóri á þeim tíma og af þeim ástæðum aðstoðaði ég við skipulagningu og uppbyggingu skólans. Skólinn var fyrsti fjölbrautaskólinn hérlendis með sex deildir, hússtjórnardeild, saumadeild, vefnaðardeild, tré- smíðadeild, járnsmíða- og bifvéla- virkjadeild og sjóvinnudeild. Ég var beðinn að annast stjórn skólans fyrsta árið, sem varð svo mitt framtíðarstarf. Mér var ljóst að skólinn féll eða stóð með því að vel hæfir kennarar fengjust til starfa. Einkanlega var áríðandi að forustu- menn hverrar deildar væru vel verki sínu vaxnir. Það var gæfa skólans hversu marga góða verknáms- og bóknámskennara hann fékk. Þegar að trésmíðadeildinni kom þurfti ég ekki að hugsa mig um, það var Marteinn Sívertsen. Þegar skól- inn stækkaði svo það þurfti fleiri smíðakennara sá Marteinn um að finna og útvega menn sem voru lista- smiðir og afburðakennarar. Í fjarveru minni er ég var erlendis eitt ár stjórnaði Marteinn skólanum. Skólastjórnin fór honum vel úr hendi svo sem annað er hann tók sér fyrir. Við samkennarar Marteins kveðj- um hann með þakklæti fyrir sam- starfið. Aðstandendum vottum við samúð okkar. Magnús Jónsson. MARTEINN SÍVERTSEN ✝ Kristinn SigvaldiValdimarsson fæddist á Hnúki í Klofningshreppi, 2. júní 1932. Hann lést 20. október síðastlið- inn. Hann var átt- undi í hópi fjórtán barna þeirra Ingi- gerðar Sigurbrands- dóttur, f. í Skáleyj- um 22.8. 1901, d. í Stykkishólmi 26.1. 1994, og Valdimars Sigurðssonar, f. á Folafæti í Ísafjarðar- djúpi 25.6. 1898, d. í Reykjavík 26.9. 1970, og eru 11 barnanna enn lifandi. Kristinn átti einnig fimm hálfsystkini og er eitt þeirra látið. Eftirlifandi eiginkona Kristins er Sólrún Oddný Jónsdóttir, f. 19.11.1948, og eiga þau eitt barn, Sigur- brand, f. 21.5. 1975, en stjúpdótt- ir Kristins er Hafrún Hafsteins- dóttir. Kristinn átti fjögur börn með fyrri maka, Sigurborgu Mar- íu Jónsdóttur, f. í Stykkishólmi 4.1. 1940, þau eru: 1) óskírð dótt- ir, f. 28.4. 1960, d. 28.4. 1960, 2) Stefán Sigvaldi, f. 15.11. 1963. 3) Magðalena Svanhvít, f. 29.9. 1965, maki Andries Bosma, f. 4.9. 1966, börn þeirra eru Stephanie Rósa, f. 29.11. 1990, Luda Sóley, f. 18.7. 1994, og Andrea Kristín, f. 2.1. 1999. 4) Ingi- gerður Rósa, f. 1.5. 1968, maki Sveinn Björgvinsson, f. 17.3. 1958, börn hennar með fyrri maka, Pier Albert Kaspersma, f. 16.7. 1966, eru María Sig- urborg, f. 17.3. 1989, og Dorianne, f. 17.12. 1990. Kristinn ólst upp á Rúfeyjum til 11 ára aldurs en þá fór hann í stuttan tíma í Öxney en þaðan í Skarð á Skarðsströnd og var hjá Kristni Indriðasyni og Elínborgu M. Bogadóttur sem uppeldisson- ur. Árið 1969 flutti Kristinn til Reykjavíkur og var svo seinna meir búsettur í Kópavogi frá 1974. Hann hefur lengi stundað sjómennsku en starfaði frá árinu 1975 hjá Málningu hf. í Kópavogi. Útför Kristins Sigvalda fór fram frá Skarði á Skarðsströnd 27. október. Kæri pabbi, ég vil þakka þér fyrir allt og kveðja þig með fáein- um orðum. Þú varst einn af þöglu manngerðinni en glettinn varstu og góður. Þú vildir ekki neinn læti eða vesin í kringum þig og þegar þú varðst veikur varstu svo sterk- ur og kvartaði aldrei. Þegar við fluttum aftur heim var svo gott að koma til þín og rifja upp sögur frá því við krakkarnir vorum lítil og áttum heima á Skarði. Þú varst einstakur afi barnanna, og erum við glöð og þakklát fyrir þann tíma sem við fengum að vera með þér og vil ég minnast þín í þessu kvæði. Þú brosir þó vonirnar brygðust þér hér, þú brostir þó magnaðist kífið með bliknuðum vörum þú brosir við mér og brosandi kvaddir þú lífið. Þó hugraunarþokan sé svipþung og svört og svölun sé erfitt að finna, þín minning hún lifir svo blessuð og björt í brjóstunum ástvina þinna. Haf þökk fyrir allt sem þú gjörðir oss gott uns gengin var lífssól að viði, hvert svalandi orð og hvern samúðarvott og sofðu í eilífðum friði. (Sigurður Óli Sigurðsson.) Þín dóttir, Magðalena Svanhvít. Afi minn, ég sakna þín svo og allir hinir líka. Þú varst besti afi í heimi, þú gerðir allt fyrir okkur. Ég þakka þér að þú ert afi minn. Fyrst þegar ég flutti heim til Ís- lands, og hitti þig aftur, þá hugs- aði ég þetta er afi minn, hann er örugglega skemmtilegur og þú varst það, ég hugsa til þín alla daga. Ég ætla að hugsa um allt sem þú gerðir með okkur systrunum, og hvað það var gaman að heim- sækja þig og fara með þér í bíltúr. Þú verður alltaf með okkur í hjarta stað, góði guð blessi þig. Þín afabörn, Stephanie Rósa, Luda Sóley og Andrea Kristín. Mig langar í fáum orðum að minnast vinar míns og uppeldis- bróður Kristins eða Kidda eins og hann var ætíð kallaður. Það er einhvern veginn svo ótrúlegt að hann skuli svona allt í einu vera horfinn frá okkur og við sitjum eftir og söknum hans sár- lega. Kiddi fæddist í Rúfeyjum á Breiðafirði og ólst þar upp til ell- efu ára aldurs í stórum systkina- hópi, voru þau alls 14 systkinin, svo nærri má geta að oft hafi verið erfitt að framfleyta svo stórum hópi, en alltaf var nóg til að borða við þessa matarkistu eins og fjörð- urinn var og er. Hann kom að Skarði 11 ára þeg- ar foreldrar hans slitu samvistir, og tóku Kristinn og Elínborg á Skarði hann að sér og reyndust honum eins og bestu foreldrar. Hann passaði mig lítinn strák og gætti mín eins og besti stóribróðir, enda hafa alltaf verið sterk vin- áttubönd milli okkar. Hann var okkur tryggur eftir að hann flutti burt um 1968 og stofnaði sitt eigið heimili, en alltaf kom hann heim, eins og hann kallaði það að koma vestur, og undanfarin ár fórum við og fjölskylda hans og mín í ferða- lag sem oftast var eitthvað norður í land. Hann stundaði ýmis störf í Reykjavík og einnig fór hann til sjós og sigldi á millilandaskipi víða um heim, en lengst af vann hann hjá Málningu hf. og vann þar til dauðadags. Þar hlýtur að vera stórt skarð í starfsmannahópnum, þar sem hann var sérstaklega trúr starfs- maður, því ekki mátti svíkjast um, og oft fór hann þótt hann væri oft lasinn núna í seinni tíð. Kiddi var einstsakt hörkutól, friðsamur með eindæmum en stóð alveg fast á sínu ef hann þurfti. Kiddi eignaðist 5 börn þar af 4 með fyrri konu sinni. Yngstur er Sigurbrandur, þeir feðgarnir voru mjög samrýndir, voru alltaf sam- an, báðir elskuðu að fara á sjó, enda fór svo að þeir keyptu sér bát til að geta skroppið í frítímum á sjóinn. Hann var góður heimilisfaðir og mjög barngóður sem sást best á því hve barnabörnin sóttu í hann og alltaf voru þau velkomin að koma og sofa hjá afa og ömmu í Lundarbrekku, þar var dekrað og leikið við þau og þau sakna sárt afa síns. Ég og öll fjölskyldan á Skarði þökkum Kidda samfylgdina og all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman, og biðjum góðan guð að blessa hann og fjölskyldu hans á þessum erfiða tíma. Sofðu hvíldu sætt og rótt, sumarblóm og vor þig dreymi! Gefi þér nú góða nótt Guð, sem meiri’ er öllu’ í heimi. (G. Guðm.) Kristinn og fjölskylda, Skarði. KRISTINN SIGVALDI VALDIMARSSON Kveðja frá ferða- félaginu Útivist Mjöllin skreytir fjöllin flúri í fjallaloft er sál mín þyrst. Ég labba um sem ljón í búri mig langar svo með Útivist. Svo kvað Aðalbjörg Zophonías- dóttir þegar við félagar hennar í Útivist vorum að leggja upp í ferð í byrjun vetrar 1978. Hún átti ekki heimangengt það sinnið en sendi þessa vísu sem var síðan oft kveð- in og sungin þar sem Útivistar- AÐALBJÖRG ZOPHONÍASDÓTTIR ✝ Aðalbjörg Zoph-oníasdóttir fædd- ist 7. apríl 1918 á Bárðarstöðum í Loð- mundarfirði. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir að kvöldi föstudagsins 19. október síðastlið- ins og fór útför henn- ar fram frá Foss- vogskirkju 5. nóvember. félagar komu saman. Aðalbjörg var félagi í Útivist frá stofnun félagsins 1975 og heiðursfélagi þess hin síðari ár. Hún tók virkan þátt í upp- byggingu Útivistar og fór í margar ferðir. Aðalbjörg var góður ferðafélagi, hafði gaman af og átti létt með að setja saman vísur um atburði líð- andi stundar. Oft lum- aði hún á sínum frá- bæru pönnukökum með kaffinu. Aðalbjörg vann ötullega í sjálf- boðavinnu við byggingu Útivistar- skálans í Básum og tók þátt í mörgum vinnuferðum þangað. Hún tók einnig að sér fararstjórn á vegum félagsins og fórst það vel. Að leiðarlokum kveðja Útivist- arfélagar hana með virðingu og þökk. Blessuð sé minning Aðalbjargar Zophoníasdóttur. ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.