Morgunblaðið - 15.11.2001, Page 55

Morgunblaðið - 15.11.2001, Page 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 55 Okkur langar að minnast nágranna okk- ar og góðrar vinkonu Vilborgar Aðalsteins- dóttur. Það kom eins og reiðarslag þegar Al- brecht bar okkur þá harmafregn að Villa, eins og hún var kölluð, væri látin. Við þessi sorglegu tíðindi setur okkur hljóð. Í gegnum hugann renna margar góðar minningar frá liðnum árum. Við kynntumst Villu og Al- brect í Þýskalandi fyrir 25 árum þeg- ar við áttum heima þar. Heimsókn- irnar til Gerlingen, þar sem þau bjuggu, og páskaferðin okkar í Bæ- heimsskóg eru okkur sérstaklega minnisstæðar frá þessum tíma. Eftir að Villa og Albrect fluttu til Íslands leigðu þau íbúðina okkar í Garðabænum og síðar urðum við ná- grannar í Löngumýrinni, húsin okk- ar standa gegnt hvort öðru, táknræn fyrir trausta vináttu í langan tíma. Við rifjuðum upp með reglulegu millibili samverustundirnar í Þýska- landi. Þýskalandskvöldin okkar þar sem við borðuðum þýskan mat, spil- uðum þýska tónlist og skoðuðum myndir. Nýlega vorum við að tala um að það væri orðið of langt síðan við hefðum skipulagt Þýskalandskvöld. Við dáðumst oft að því hversu ná- kvæm, samviskusöm og fylgin sér Villa var. Hún hafði ríka réttlætis- kend og var óþreytandi að berjast fyrir bættum uppvaxtarskilyrðum fyrir drengina sína. Þótt oft hafi Villu verið mikið niðri fyrir í baráttu sinni fyrir réttlæti var stutt í húm- orinn. Hún hafði þann góða eigin- leika að geta gert grín að sjálfri sér og tók sjálfa sig ekki of hátíðlega. Það voru oft skemmtilegar stundir þegar Villa kom yfir, stutt í hlátur og VILBORG INGIBJÖRG AÐAL- STEINSDÓTTIR ✝ Vilborg Ingi-björg Aðalsteins- dóttir fæddist 24. júní árið 1954 í Reykjavík. Hún lést laugardaginn 20. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogs- kirkju 26. október. tilkomumiklar lýsing- ar. Einlægni hennar og heiðarleiki, virðing og áhugi fyrir skoðunum og verkefnum annarra gerði það að verkum að börnin okkar höfðu ein- staklega gaman af því að spjalla við hana. Það var hægt að treysta henni, Villa lofaði engu nema geta staðið við það. Oft þurftum við að reiða okkur á aðstoð hennar og hjálp í tengslum við börnin okkar eða vegna eftir- lits með húsinu. Þau mál voru í öruggum höndum þegar Villa sagð- ist líta eftir börnum og húsi. Villa og Albrect voru afar sam- rýnd. Sérstaklega var eftirtektar- vert hversu alúðlega, markvisst og af ábyrgð þau sinntu hlutverki sínu sem foreldrar. Í þeim efnum voru þau til fyrirmyndar. Nú nýtur Villu ekki lengur við í hlutverki uppaland- ans, en sá grunnur sem lagður hefur verið er traustur. Um leið og við vottum Albrecht, Ingvari, Árna, Daníelu og öðrum að- stendendum okkar innilegustu sam- úð þökkum við Villu fyrir samfylgd- ina og trausta vináttu. Gunnar Einarsson og Sigríður Dísa Gunnarsdóttir. Nú þegar búið er að bera elsku vinkonu mína, hana Villu, til grafar verð ég að horfast í augu við þá stað- reynd að hún er farin. Hvernig má það vera? Hvernig er hægt að sætta sig við að kona í blóma lífsins skuli vera hrifin burt svo skyndilega og einmitt núna þegar hún var svo ham- ingjusöm og stærsta ósk lífs hennar var að rætast? Það er ekki hægt að sætta sig við slíkt, hún átti að fá að sjá yndislegu dóttur sína sem hún bar undir belti. Hún átti að fá að ala hana upp og sjá hana vaxa úr grasi. Í huga mér eru ótal spurningar en engin svör. Það eina sem er víst að lífið gefur og lífið tekur. Þrátt fyrir ógrynni spurninga og ósætti við að henni hafi verið svipt frá okkur svona skyndilega er hugur minn fullur þakklæti yfir að hafa fengið að kynnast henni, að hafa fengið að þekkja hana allt mitt líf. Ég er fyrst og fremst þakklát. Ég er þakklát foreldrum hennar, Báru og Alla, fyrir að hafa tekið mig inn í fjöl- skyldu þeirra sem nánast þeirra barnabarni og ég er þakklát Villu fyrir að hafa gefið mér allar þær ljúfu stundir sem við áttum saman. Hún passaði mig sem barn og hún var alltaf til staðar fyrir mig þegar ég var unglingur. Hún bauð mér að dvelja hjá sér og manni sínum, Al- brecht, í þrjá mánuði í Þýskalandi þegar ég var táningur, og var það sumar eitt besta sumar lífs míns. Bára og Alli komu að heimsækja okkur og lögðum við land undir fót og héldum akandi til Ítalíu. Þetta var ógleymanleg ferð í alla staði. Það var svo margt nýtt að sjá, svo margt spennandi fyrir unga stúlku að upp- lifa. Ég mun aldrei gleyma þessari ferð og verð alltaf þakklát henni Villu minni og Albrecht fyrir að hafa boðið mér með og að hafa haft þol- inmæði að hafa mig hjá sér í heila þrjá mánuði. Ég mun heldur aldrei gleyma hringferðunum um landið með Báru, Alla, Villu og Albrecht! Það var ógleymanlegt að fá að upp- lifa landið sitt með þessu yndislega fólki, fólki sem stendur hjarta mínu næst. Þótt sambandið okkar Villu hafi verið minna síðustu árin mun hún vera órjúfanlegur hluti barnæsku minnar. Hún kenndi mér svo margt og gaf mér endalaust af sjálfri sér. Hún var sönn og ljúf, hún var einstök kona. Ég er ríkari sem einstaklingur fyrir að hafa fengið að þekkja hana frá blautu barnsbeini, fyrir að hafa fengið að njóta hennar kærleika og ástar, hennar leiðsagnar og þekking- ar sem barn. Hún skilur eftir stórt skarð í hjarta mínum og huga. Elsku Bára, Alli, Albrecht, Árni, Ingvar, Gunna og Stebbi. Söknuður ykkar er mikill og sár. Eina hugg- unin okkar á þessum erfiða tíma er sú hugsun að við fengum að njóta þess að hafa hana hjá okkur þessi ár sem hún lifði. Þið, Bára og Alli, feng- uð að vera hennar foreldrar, þið fenguð að ala hana upp og njóta þess að sjá hana vaxa og dafna. Gunna fékk yndislega systur og sanna vin- konu og Albrecht fékk góða konu. Ég fékk að læra af henni og njóta hennar kærleika sem barn og alltaf. Villa mun alltaf lifa með okkur. Ykkar Ólöf Dóra (Ollý). Jarðarber, silfur, rit- vél, pósthólf, frímerki og flugvöllurinn. Margt rifjast upp þegar maður hugsar um hana ömmu. Að ógleymdu kakóinu sem hún færði manni í rúmið ásamt nýtíndum jarðarberjum. Þannig var amma, alltaf að dekra við okkur börn- in sín. Hvenær sem var. Allir pakk- arnir á jólunum eða þegar hún kom frá útlöndum. Og það var gaman að vera hjá ömmu. Maður átti sitt horn í stóra garðinum hennar í Skerjafirði og hún gaf mér jarðarberjaplöntur til að setja í hornið. Þar var maður og horfði á flugvélar koma inn til lend- ingar og hugsaði um heiminn. Í Skerjafirðinum hjá ömmu var allt svo óíslenskt. Öll bréfin sem amma hamr- aði á ritvélina voru á útlensku og öll vörumerkin sem hún skráði voru út- lensk og stimplarnir sem við máttum leika okkur með með öllum vöru- merkjunum voru útlenskir að ógleymdum öllum útlensku frímerkj- unum sem hún gaf okkur. SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR ✝ Sigríður Björns-dóttir fæddist á Ísafirði 13. janúar 1907. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 20. október síð- astliðinn og fór útför hennar fram í kyrr- þey í Fossvogskap- ellu 30. október. Og allar ferðirnar sem við fórum í bæinn með fimmunni. Póst- hólfið, Silla og Valda og það sem var þungt var hægt að kaupa í Skerja- veri. Þannig var lífið hjá henni allt á einhverjum öðrum hraða en hið ís- lenska. En nú er þetta allt í minningunni. Og það eru hlýjar og góðar minningar enda fékkstu fallega lífsgjöf frá pabba þínum sem hann skrifaði í vísnabók þína og það má segja að þú hafir farið eftir því í þínu lífi. Fögur er mjöllin, sem fótur enginn tróð. Dotta í blikinu draumfjötruð ljóð. Láttu ekki í bók þína letra nema það, sem geyma viltu gullstöfum greypt í hjartastað. Veiti það hlutskifti hamingjan góð, að hljómi þér æ í hjartastrengjum hrein og fögur ljóð. Það var alltaf nóg af sól og yl í kringum þig amma mín en nú er þín sól sest. Takk fyrir allt, amma. Árni Björn Ómarsson. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina Sími 562 0200 Erfisdrykkjur 7%  1   ("   ( % @-& ,$ '%((,   2/G 0)! # 0           28  2    "      0 " !! " &#0 " !! 0 # 1+ !  =! '#0 " !  <E !!  ! 0#0 " !  % &!13    2  23  2  2  23 # 7%  1   ( -1- "  2  ( %      %  %    %  %@,= (@-&% '%((, 0 1 2 A: 0  1# 3   !  # 9          1    (  -1-  "    ( %    <= # H.,' & E !  ? 3AA   #  6 8#<+ !! .  E   #<+ !!     0 8#<+ !! 8   7#  !    8#<+ !  8!+ 4#  !!      6 !   ;# 9" !  2  23 # 6             1  " -1-   ("   ( %          $ 7&& &-& ( '%((, 3 ";DI   29# & 2J66"   6" '  6"  = 8!+ !! + #7 1)!  & ! 7# !! ) 8#& ! !   1+  K6 !  23 # 9     $  1   ( "  "    ( %     %    %    4%-& ,- & 1+0 1! 0 1A @! 1#    ;  !  ) 4   &  !!  4    !8!" !! " 4 !   !        2  23  2  2  23 #

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.