Morgunblaðið - 15.11.2001, Page 59

Morgunblaðið - 15.11.2001, Page 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 59 Reykjavik Collection Valentiono Jeans Helmut Lang Day Bruuns Bazaar Calvin Klein Base Ahler Whistles Minus Reiss Jigsaw pom’dap fluxa Útsölumarkaður GK REYKJAVÍK er í fullum gangi á Skúlagötu 32 mikið úrval af herrafatnaði enn meiri verðlækkun útsölumarkaðurinn verður opinn mánudaga til föstudaga frá kl. 12-18 laugardaga frá kl. 12-16 Ath Sendum í póstkröfu. Smáralind Sími 565-9730 Laugavegi Sími 562-9730 Kringlunni Sími 568-0800 Akureyri Sími 462-7800 JAKKAFÖT VERD FRÁ 12.990,- 5000 KR. AFSLÁTTUR AF ÖLLUM JAKKAFÖTUM SKYRTUPAKKI 2.990,- SKYRTA & SILKIBINDI - FÉLAG heyrnalausra hefur hafið sölu á jólakortum til styrktar félag- inu. Kortin eru myndskreytt af tveimur heyrnarlausum listamönn- um og eru til sölu á skrifstofu fé- lagsins, Laugavegi 103, 3. hæð, en einnig er hægt að fá þau send í póstkröfu. Kortin eru seld 5 saman í pakka og kosta kr. 500. Jólakort Félags heyrnar- lausra MIÐSTÖÐ heilsuverndar barna heldur haustráðstefnu á Grand Hóteli Reykjavík, föstudaginn 16. nóvember kl. 9–16. Ráðstefnan hefst með ávarpi Jóns Kristjánssonar, ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála. Leitast er við á ráðstefnunni að draga fram hvernig hegðunar- vandamál barna birtast í daglegu starfi heilsugæslunnar og hvaða þættir hafa áhrfi á það sem í dag- legu tali kallast erfið hegðun. Fyr- irlesarar starfa við læknisfræði, hjúkrunarfræði, sálfræði, leik- skólakennslu, iðjuþjálfun og mann- fræði. Þórarinn Eldjárn lýkur ráð- stefnunni með fyrirlestri. Ráð- stefnan er öllum opin, segir í fréttatilkynningu. Þátttökugjald er 4.000 kr. Ráðstefna um heilsuvernd barna STARFSDAGAR Háskóla Íslands hófust í gær og þeim verður haldið áfram í dag. Starfsdagar eru sam- starfsverkefni Atvinnumiðstöðvar stúdenta og atvinnulífsnefndar SHÍ og voru þeir haldnir í fyrsta sinn á síðasta ári. Takmarkið með Starfsdögum er að fá fyrirtæki af sem breiðustum vettvangi til að koma inn í skólann og kynna starfsmannastefnu sína, sam- setningu háskólamenntaðs fólks inn- an fyrirtækisins og hvernig þau sjá fyrir sér framtíðarstarfsmenn sína. Sex fyrirtæki taka þátt, Edda – miðlun og útgáfa, Þjóðminjasafnið, Tölvumyndir, Össur, Lögmannsstof- an Lex og Skref fyrir skref. Auk þess verður fulltrúi frá Atvinnumið- stöð stúdenta á öllum fundunum og heldur fyrirlestur um gerð ferils- skráa og annað sem hafa þarf í huga þegar sótt er um starf. Dagskrá: fimmtudagur 15. nóvem- ber VRII – stofa 158, kl. 12.15, og í Odda – stofa 101, kl. 13. Starfsdagar í Háskóla Íslands HALLDÓR Baldursson flytur fyrir- lestur í kvöld, fimmtudag, um Gauta- borgarstrandið árið 1718 í Húsinu á Eyrarbakka. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 og er öllum opinn. Fyrirlestur Halldórs er hluti af nóvemberfyrirlestraröðinni Byggð og menning, sem er samstarfsverk- efni Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka, Byggðasafns Árnesinga og Reykja- víkurAkademíunnar. Markmiðið með fyrirlestraröðinni er sem fyrr að styðja við þá þróun að færa fræðin og umræðuna um þau inn á breiðari og opnari vettvang, þannig að efnið höfði til sem flestra. Halldór mun fjalla um strand danska herskipsins Gautaborgar á Hraunskeiði vestan Ölfusár í nóvem- ber 1718. Hann ræðir um skipið sjálft, síðustu ferð þess, aðdraganda strandsins og eftirmál þess. Halldór Baldursson er læknir og hefur auk starfs síns grúskað í Ís- landssögunni og birt greinar þar að lútandi í tímaritum. Fyrirlestrar verða í Húsinu viku- lega í nóvember. Hinn 22. nóvember kl. 20.30 flytur Þórunn Valdimars- dóttir fyrirlestur sem hún nefnir séra Matthías á Suðurlandi. 29. nóv- ember kl. 20.30 flytur Vigfús Geirdal fyrirlestur sem hann nefndir goð- sögnin Nýja Ísland. Húsið á Eyrarbakka Fyrirlestur um Gautaborgarstrandið Línur féllu niður Í umsögn Sveins Haraldssonar um sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Fjandmanni fólksins féllu eftirfar- andi línur um frammistöðu eins leik- arans niður: „Eggert Þorleifsson sýnir alkunna gamantakta sem Ás- láksen, en af hógværð sem sæmir persónunni. Grímulaust miskunnar- leysið á fundinum kemur fyrir vikið enn meira á óvart.“ Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Komst ekki fyrir dóm Ranghermt er í frétt sem birtist í Morgunblaðinu í gær að maður sem ákærður er fyrir birtingu og dreif- ingu á klámi með því að veita almenn- ingi aðgang að heimasíðu sinni hafi ekki mætt fyrir dóminn við þingfest- ingu á mánudag. Hið rétta er að þing- festingunni var frestað þar sem mað- urinn komst ekki fyrir dóm. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT SAMBAND ungra sjálfstæðismanna heldur hádegisverðarfund í Iðnó, 2. hæð, í dag, fimmtudag, kl. 12. Fjallað verður um ástandið í Afganistan. Framsögumenn verða David Mees, upplýsingafulltrúi og Bill Moeller, stjórnmálafulltrúi sendi- ráðs Bandaríkjanna. Fundarstjóri verður Ingvi Hrafn Óskarsson. Framsögur og umræður verða á ensku. Allir eru velkomnir. Hádegisverð- arfundur um Afganistan ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.