Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 72
72 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÁAR sveitir endurspeglanafn sitt jafn vel með tónlist-inni og Low. Varlegar, lág- stemmdar og unaðsfallegar stemm- ur hafa einkennt plötur sveitarinnar frá því sú fyrsta kom út, árið 1994 (I Could Live in Hope) og æ síðan hafa meðlimir, þau Alan Sparhawk, söngvari og gítarleikari; Mimi Parker; trommuleikari og söngvari, og Zak Sally bassaleikari verið að tálga formið til og fínpússa. Poppfræðingar reyna að vanda að finna þessu hljóðláta og hæga rokki merkimiða og hafa ensk heiti eins og slow-core (hægkjarnarokk?) og sad-core (harmrokk?, tregarokk?) verið nefnd til sögunnar. (Ég hef rekist á tvær til þrjár hljómsveitir sem hafa verið kallaðar þessu síð- ara nafni. Það getur verið mikið skilgreiningastuð í popplandi, get ég sagt ykkur.) Haustið 1999 heimsótti Low land- ann og hélt meðal annars tónleika í Háskólabíói ásamt bresku sveitinni Immence og íslensku sveitinni Sig- ur Rós. Er skemmst frá því að segja að Low, sem var að mestu óþekkt hérlendis, vakti mikla athygli við- staddra, og í kjölfarið rauk hljóm- diskur sveitarinnar Secret Name (’99) út í bílförmum! (eða allavegana var mikið um hann spurt...). Þau Alan og Mimi eru hjón og sló ég á þráðinn til þeirra í fyrradag. Mimi svaraði, að ég held, en mér hafði verið bent á að spyrja eftir Al- an og gerði það því. Hann tók erindi mínu ljúfmannlega og fer spjallið hér á eftir. Styrkur í sakleysinu Nýjasta plata Low, Things We Lost in the Fire, kom út í janúar í ár. Margir telja plötuna þeirra besta og fullbúnasta verk til þessa. Ég spurði Alan því hvaða breyting- ar hann teldi hafa orðið á tónlist sveitarinnar frá síðustu plötu (sem var Secret Name). „Í þetta skiptið vorum við að gera tilraunir með mismunandi hljóð- færi. Við vorum líka að gera tilraun- ir með raddir og hljóð. Það mætti líka segja að það væri meira popp á plötunni (hlær). Ég veit ekki ... sum lög eru líka dökkleitari en fyrri lagasmíðar. Við eigum til að rokka svolítið á milli þess aðgengilega og þess sem er það ekki.“ En þið eruð ekki að gera mark- vissar tilraunir til að nálgast hinn almenna hlustanda núna? „Nei, nei. Ef það væri það sem við vildum yrðum við að gera gagnger- ar breytingar á sveitinni (hlær).“ Hvað með þróun sveitarinnar í gegnum árin? „Það er nú aðallega það að við er- um orðin færari á hljóðfærin, orðin öruggari einhvern veginn. Erum farin að semja betri lög. Í upphafi áttum við til að vera mjög saklaus og „barnaleg“ (naive) en nú erum við orðin áræðnari. En sakleysið getur líka búið yfir miklu afli.“ Nú er tónlist sveitarinnar mjög blíð og róleg. Ykkur hefur aldrei dottið í hug að búa til hratt hávaða- rokk? „Tja ... ég veit ekki ... ég held að aðrir séu miklu færari í þesslags hlutum en við. Sum lögin okkar geta þó verið mjög hávaðasöm og reið.“ Í upphafi unnuð þið talsvert með Kramer, sem margir álíta hinn mesta furðufugl (eigandi Shimmy Disc útgáfunnar og hefur unnið með Galaxie 500, Butthole Surfers, Luna, Royal Trux, Donovan og tug- um neðanjarðarbanda. Þess má geta að hann tók upp plötu íslensku sveitarinnar Deep Jimi & the Zep Creams, Funky Dinosaur (1993), sem hvarf sjónum manna fljótlega eftir útgáfu). Hvernig var sú reynsla? „Jú, það er rétt að margir telja hann furðulegan. En hann þekkti okkar þarfir þarna í upphafi mjög vel og hann er góður vinur okkar.“ Svo unnuð þið með Steve Albini á nýju plötunni... „Já...líkt og með Kramer er hann álitinn svolítið sérstakur. Hann hef- ur vissulega mjög ákveðnar skoð- anir á hlutunum. Hann er mikil fag- maður og gerði góða hluti á nýju plötunni. Hann er mjög fjölhæfur en þess má geta að þegar hann kom til okkar var hann nýbúinn að taka upp nýja plötu með Neurosis (sem er framúrstefnulegt þungarokks- band).“ Þú hefur örugglega verið spurður að þessu milljón sinnum áður. Á hvaða hátt hefur trú þín og Mimiar (þau eru mormónar) áhrif á tónlist- arsköpunina? „Við semjum ekki lög um Jesú Krist eða neitt þannig. Það sem ég er að vonast til er að þegar trúin er orðin svona sterkur hluti af manni komi hún út í tónlistinni á náttúru- legan hátt, skilurðu. Að ég sé að tala út frá hjartanu, ekki trúnni. Því hún á að vera orðin hluti af því. Við reynum aldrei að troða okkar hug- myndum upp á aðra.“ Er Low það eina sem þið sinnið? „Já, við erum það heppin. Ég held að það væri ekki tími til að sinna annarri vinnu. Þetta tekst með hag- kvæmninni. Ég og Mimi búum auð- vitað saman og Zak ... ja ... hann eyðir ekki miklum peningum (hlær). Svo eigum við litla stelpu núna og það er gott að vita að þegar við er- um heima við getum við bæði verið hjá henni.“ Jæja. Ég held að ég sé kominn með það sem ég þarf. Bara ... góða ferð og við sjáumst vonandi á tón- leikunum. „Ókei, takk sömuleiðis. Bæ.“ Bæ. „Bæ.“ Tónleikarnir munu fara fram í NASA við Austurvöll (gamla Sig- tún) og er miðaverð 2.000 kr. Með sveitinni spila tvær ungar og efni- legar sveitir, þær Lúna og Náttfari. Minna er meira Bandaríska harm-rokksveitin Low er í heimsókn á Íslandi öðru sinni og ætlar að sjálfsögðu að halda hljómleika af tilefninu. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Alan Sparhawk, söngvara og gítarleikara. Low: (f.v) Alan, Mimi og Zak. Low spila á NASA í kvöld arnart@mbl.is TENGLAR .................................................... www.chairkickers.com Sýnd kl. 6 og 8. Vit 283 Sýnd kl. 10.10. B.i.16. Vit 280. 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 HK DV Sýnd í Lúxus VIP kl. 8. B. i. 16. Vit 284  ÞÞ strik.is Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 269 Sigurvegari bresku kvikmyndaverð- launana. Besti leikstjóri, handrit og leikari Ben Kinsley) Sexy Beast SÁND  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 3.50. Ísl. tal. Vit 245 Enga hurð má opna fyrr en aðrar eru lokaðar N I C O L E K I D M A N  HÖJ Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i.14. Vit 291 Sýnd kl. 3.50. Ísl. tal. Vit 265. RadioX Ég spái The Others fjölda Óskarsverðlaunatilnefning; fyrir leik í aðal- og auka- kvenhlutverkum, kvik- myndatöku, leikstjórn, handrit, svo nokkuð sé nefnt. SV Mbl O S M O S I S J O N E S 1/2 Kvikmyndir.is Frá höfundumDumb and Dumber og There´s something about Mary  Hausverk.is RadioX Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit nr. 292 Forsýning í Lúxus VIP kl. 5.30 og 10.15 b.i. 16 ára Vit 296. Forsýning Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Vit 289. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Vit 245 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit nr. 297 Saturday Night Live stjarn- an Chris Kattan bregður sér í dulargervi sem FBI fulltrúinn „Pissant“ til að ná í sönnunargögn sem geta komið föður hans í tukthúsið. Hreint óborganlega fyndin mynd sem þú mátt ekki missa af! HVER ER CORKY ROMANO? Geðveik grínmynd! HÁSKÓLABÍÓ Hagatorgi www.haskolabio.is sími 530 1919 Stærsti salur landsins með 220 fm tjaldi. Dramatískt listaverk! ÓTH Rás 2 Metnaðarfull, einlæg, vönduð! HJ-Morgunblaðið ..fær menn til að hlæja upp- hátt og sendir hroll niður bakið á manni. SG DV ..heldur manni í góðu skapi frá fyrsta ramma til þess síðasta! EKH Fréttablaðið Þvílíkt náttúrutalent! SG - DV Ugla Egilsdóttir er hreint út sagt frábær! HJ Morgunblaðið  HÖJ Kvikmyndir.is RadioX Enga hurð má opna fyrr en aðrar eru lokaðar Ég spái The Others fjölda Óskarsverðlaunatilnefninga fyrir leik í aðal- og aukakvenhlutverkum, kvikmyndatöku, leikstjórn, handrit, svo nokkuð sé nefnt. SV Mbl  HJ. MBL ÓHT. RÚV N I C O L E K I D M A N Kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson 6 Eddu verðlaun Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i.14. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Málverkasýning á verkum Sveins Björnssonar fyrir bíógesti í innri forsal 2001 kvikmyndahátíð í reykjavík 9.-18. nóvember BREAD AND ROSES Brauð og rósir Leikstjórinn, Ken Loach Skörp og áleitin þjóðfélagsádeila. Myndin greinir frá lífsbaráttu spænsk ættaðra farandverkamanna í Los Angeles. Sýnd kl. 6. Ísl texti. HJ Mbl Cradle Will Rock Hriktir í stoðum. Leikstjóri: Tim Robins. Sannkallað stórskotalið leikara er í myndinni. Bill Murry, John Cusack, Joan Cusack, Susan Sarandon, Emily Watson og Vanessa Redgrave.. Sýnd kl. 10.15. Ísl texti. Kvikmyndir.comRás2 PANE & TULIPANI Brauð og túlípanar Ítölsk verðlaunamynd sem hlaðið hefur á sig verðlaunum, m.a. fyrir leikstjórn og besta leik. Ítölsk húsmóðir dreymir um betra líf, lætur sig hverfa og fer að búa með íslenskum þjóni í Feneyjum. En ballið er bara rétt að byrja. Sýnd kl. 8 og 10. Ísl texti. HL Mbl Dúkar og teppi Ármúla 23, sími 533 5060 Landsamband íslenskra ljóska kynnir í kvöld í Regnboganum kl.20:00 FORSÝNINGU Miðasalan opnar kl. 17.15 (Löggild ljóska) Snyrtiskóli Íslands sími 561 8677 50% afsláttur Lúxusandlitsböð, litanir og plokkanir, permanent, gervineglur, handsnyrtingar, húðslípun, micromeðferðir og fótsnyrtingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.