Morgunblaðið - 05.02.2002, Side 2

Morgunblaðið - 05.02.2002, Side 2
Efnisyfirlit Ás .............................................. 12–13 Ásbyrgi ......................................... 18 Berg ................................................. 6 Bifröst ............................................ 4 Borgir ......................................... 8–9 Brynjólfur Jónsson .................... 21 Eign.is .......................................... 44 Eignakaup ................................... 38 Eignamiðlun ......................... 30–31 Eignaval ....................................... 47 Fasteign.is .................................. 29 Fasteignamarkaðurinn ............ 45 Fasteignamiðlunin .................... 20 Fasteignasala Íslands ................. 9 Fasteignasala Mosfellsbæjar ... 11 Fasteignastofan .......................... 16 Fasteignaþing ............................ 46 Fjárfesting ................................... 19 Fold .................................................. 3 Foss .............................................. 42 Garðatorg .................................... 34 Garður ........................................... 13 Gimli ....................................... 14–15 Híbýli ............................................. 13 Híbýli og skip .............................. 37 Holt ............................................... 48 Hóll ................................................. 17 Hraunhamar ....................... 24–25 Húsakaup ....................................... 5 Húsið ............................................ 40 Húsin í bænum ........................... 23 Höfði ............................................. 35 Höfði Hafnarfirði ....................... 28 Íslenskir aðalverktakar ........... 39 Kjöreign ....................................... 33 Laufás .......................................... 22 Lundur .................................. 36–37 Lyngvík ......................................... 15 Miðborg ........................................ 43 Óðal ............................................... 39 Skeifan ............................................ 7 Stakfell ........................................ 37 Tröð ............................................... 41 Valhöll ...................................... 10–11              Bessastaðahreppur er sjálfstætt sveitarfélag, um 600 hektarar að stærð, sem nær yfir Álftanes að mörkum þar sem nesið er mjóst, á milli Skógtjarnar og Lambhúsatjarnar. Nokkuð dreifð og lágreist íbúðabyggð er á Álftanesi, en þar er m.a. rekinn barnaskóli upp að 8. bekk, leikskóli, tónlistarskóli, bóka- safn, íþróttamiðstöð og þar er ein verslun. Þar er einnig fjöldi sjálfstæðra félaga, s.s. þrótt- mikil starfsemi kvenfélagsins, skátastarf er í miklum blóma, félagið Dægradvöl, sem er félag um menningu og listir, og er þá ótalið margs konar annað félags- og íþróttastarf. Hinn 1. des- ember voru skráðir íbúar í Bessastaðahreppnum 1.739. Álftanesafleggjarinn svokallaður er um 4 km, mælt frá gatnamótum Bessastaða að gatna- mótum Hafnarfjarðarvegar og Reykjanes- brautar, en Garðabær er eina sveitarfélagið sem á land að Bessastaðahreppi. Guðlaug Sigurðardóttir ræddi við Sveinbjörn I. Bald- vinsson sem býr v́ið Miðtún í Bessa- staðahreppi, en hann er mikill náttúruunnandi og áhugamaður um friðun gamalla sögustaða Bessastaðahreppur – Sveit í borg 2 C ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir HJÓNIN Sveinbjörn I. Baldvinsson og Jóna Finnsdóttir búa á Álftanesi ásamt börnum sínum. Vera þeirra á Álftanesinu er lengsta samfellda bú- seta fjölskyldunnar, en áður höfðu þau búið lengst í Los Angeles í Suð- ur-Kaliforníu, eða 5 ár. Fram að því höfðu þau búið stutt- an tíma í Vogunum, á Sóleyjargötu og á Tómasarhaga. Þegar kom í ljós að fjölskyldan þurfti meira rými, litu þau fyrst eftir húsnæði á svipuðum slóðum í Vesturbænum, m.a. vegna þess að börnin voru byrjuð þar í skóla. „Þá kom í ljós að það var alveg gríðarlega dýrt að bæta við sig einu eða tveimur herbergjum á þessum slóðum. Að auki var það húsnæði sem stóð til boða lítt áhugavert, þetta voru einhverjir karakterlausir rað- húsakasasar vestur undir KR-velli á uppsprengdu verði og aðrar gamlar hæðir eins og sú sem við komum úr. Þetta var því ekkert sérstaklega heillandi,“ segir Sveinbjörn. „Við ákváðum því að líta út fyrir hverfið og þegar við sáum mynd af þessu húsi, sem við búum í núna, í fasteignablaði Morgunblaðsins ákváðum við að láta slag standa og skoða húsið. Verðið var viðráðanlegt og plássið virtist einnig vera nægi- legt í alla staði. Við höfðum aldrei velt fyrir okkur að flytja út á Álftanes, það var staður þar sem maður hafði bara farið í sunnudagsbíltúra í gegnum árin. En við kolféllum alveg fyrir húsinu.“ Sveinbjörn segir að í raun hafi það verið aðstæður á fasteignamarkaðn- um sem þvinguðu þau út úr Vestur- bænum. „Þetta fór hins vegar allt á besta veg og við höfum hvergi verið eins ánægð og hér. Eftir að við ákváðum að flytjast út á Álftanes fórum við að kynna okkur ýmislegt um sveitarfélagið hér og það voru allt saman jákvæðar upp- lýsingar. Hér var lítill en góður skóli, leikskóli, sem við þurftum reyndar ekki á að halda, samfélagið var lítið, sem þýddi minni umferð og mengun, og allt umhverfi frjálslegt og í raun lítt snortið. Það þarf ekki að ganga mörg skref út fyrir garðinn til þess að vera kom- inn út í móa eða engi, tún eða fjörur, þar sem náttúran hefur fengið að vera í friði, og ég tel að Bessastaða- hreppur hafi algjöra sérstöðu að þessu leyti.“ Einnig segist hann hafa fljótlega fundið að mikil samstaða hafi virst vera meðal hreppsbúa um að halda þessari sérstöðu. „Ég held ég megi fullyrða að flestir þeir sem búa hér vilja ekki neinar stórkostlegar breyt- ingar á þessu skipulagi. Álftanes er í raun ekki þorp heldur dreifðir kjarn- ar, með nokkrum vegalengdum á milli hverfa, þó stærsti kjarninn sé í kringum skólann. Sérstaðan felst hins vegar í því hve mikið er af ósnortnum opnum svæð- um hér, þ.e. gamlir mýrarflákar og bithagar. Þetta er í raun sveit í borg og algjörlega ómetanlegt.“ Síðasti sveitabærinn á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt nýju deiliskipulagi á Bessastaðahreppur að fá að halda friðsæld sinni og opnum svæðum, en Sveinbjörn óttast hins vegar að kraf- an um þéttingu byggðar gæti haft áhrif í Bessastaðahreppi sem annars staðar. „Þegar maður heyrir kallað á þétt- ingu byggðar út um allar trissur – en það er hin nýja þula í skipulagsmál- um – sér maður alltaf betur og betur hversu dýrmætt það er að eiga þessi svæði ósnortin. Mér hefur lengi fundist það sjón- armið, að þétta byggð, vera eitthvað sem fólk tekur með sér frá útlöndum, sem hugsanlega gæti verið vegna þess að fólk saknar staðarins þar sem það var við nám og vill heimfæra skipulag erlendra borga upp á okkar litla samfélag hér.“ Sveinbjörn á sér eitt hjartans mál sem snertir skipulag í Bessastaða- hreppi. „Það er að friða bæinn Svið- holt og búskapinn sem fylgir honum. Ég held þetta sé síðasti sveitabærinn á höfuðborgarsvæðinu þar sem ennþá er stundaður sveitabúskapur af einhverju tagi. Þar er t.d. ennþá sauðfjárbúskap- ur og hér jarma nýfædd lömb á vor- in. Það er alveg yndislegt að heyra þetta inn til sín,“ segir Sveinbjörn. Þá telur hann að albrýnasta verkefn- ið sem Bessastaðahreppur stendur frammi fyrir núna sé að bæta 8., 9. og 10. bekk við grunnskólann. Þessum framkvæmdum þurfi að hraða, en að öðru leyti sé skólinn mjög góður. Kaffihúsaparadísin Reykjavík Áhugi Sveinbjörns á skipulags- málum höfuðborgarinnar hefur minnkað, að hans sögn, eftir að hann flutti út á Álftanes. En hann hefur þó ákveðnar skoðanir á þeirri þróun sem er að verða í miðbænum og ná- grenni hans. „Það fer afskaplega mikið í taug- arnar á mér að til stendur að byggja einhverja ráðuneytiskumbalda á stjórnarráðsreitnum svokallaða. Ég held það sé ekki til góðs að fara að hrúga niður fleiri stofnanabygging- um í miðbæinn, því eftir klukkan fjögur á daginn er allt líf horfið úr þessum byggingum. Ég vildi t.d. mun frekar sjá Listaháskólann þarna. Það er líklega komið nóg af kaffi- og veitingahúsum í miðbænum, en við virðumst alltaf lifa í draumi um langt sumar þar sem maður situr heilu dægrin á útikaffi- húsum í miðbæ Reykjavíkur. Stað- reyndin er hins vegar sú að þetta gerist ekki mikið oftar en þrjá daga á sumrin. Ég held samt að miðbærinn sé ennþá lifandi þegar kemur að menningunni, en til að viðhalda því þarf að gera hluti sem ýta undir það, eins og t.d. að skipta út einhverjum ráðuneytiskössum fyrir listaháskóla. Það er hins vegar ekki til nein form- úla um það hvernig á að laða fólk að miðbænum og það getur verið erfitt að snúa þeirri þróun við sem virðist vera í gangi.“ Enga afsláttarútgáfu Skipulagsmálin í Bessastaða- hreppi eru Sveinbirni hugstæðari en skipulagsmál Reykjavíkur. „Vægi Bessastaðahrepps sem mjög sér- staks samfélags mun aukast sífellt á næstu árum eftir því sem byggð þétt- ist hér allt í kring. Það má ekki ger- ast að hér verði byggð hverfi á sama hátt og í nágrannasveitarfélögunum. Það væri skammsýni að hafa lóðir jafn litlar og raun ber vitni og al- gengt er annars staðar á höfuðborg- arsvæðinu. Ég vil ekki að hér verði eins konar afsláttarútgáfa af ná- grannasveitarfélögunum, þannig að fólk sem hefur ekki efni á því að kaupa sér íbúðir t.d. í Smárahverfi kaupi lóðir hér í staðinn. Ég held það sé ekki snjöll stefna til lengri tíma lit- ið. Jafnvel þó að hreppurinn gæti aukið tekjur sínar með því að fjölga byggingarlóðum til að fá fleiri íbúa í hreppinn, þá tel ég það skammsýni, því búast má við að fólk muni í vax- andi mæli sækjast eftir þessari sér- stöðu í framtíðinni og verði tilbúið til að greiða fyrir hana.“ Dýrmætt að eiga ósnortin svæði Sveinbjörn I. Baldvinsson ásamt syni sínum Finni Sigurjóni. Í baksýn er bærinn Sviðholt, sem Sveinbjörn telur að sé síð- asti sveitabærinn á höfuðborgarsvæðinu. Hann vill að búskapur í einhverri mynd verði stundaður þar áfram. gudlaug@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Kópavogur - Hjá fasteignasölunni Skeifunni er nú í sölu einbýlishús að Vatnsendabletti 86 í Kópavogi. Þetta er timburhús, byggt 1950 og er 98 m2 að flatarmáli. „Þetta er fallegt hús á frábærum stað með útsýni yfir Elliðavatn,“ sagði Sigurður Hjaltested hjá Skeif- unni. „Gengið er inn í anddyri sem er flísalagt. Úr anddyri til hægri er snyrting og er gólfið þar flísalagt, en þar er innrétting og sturta. Inn af anddyri er þvottahús með gólfdúk, en úr anddyri er gengið inn í stofu sem er parketlögð. Til hægri úr stofu er eldhús og er það með nýjum kirsuberjainnréttingum og gaseldavél. Úr stofunni er gengið inn í sjónvarpshol, úr holi er svo herbergi með lökkuðu trégólfi eins og er einnig í sjónvarpsholi. Gengið er upp tréstiga úr sjón- varpsholi og eru tvö svefnherbergi með spónaparketi á gólfum í risi og einnig er gengið út á suðvesturpall úr sjónvarpsholi. Lítið geymsluhús er á lóðinni, en hún er um einn hekt- ari að stærð. Eignin hefur verið talsvert endurnýjuð, m.a. er búið að skipta um allar undirstöður og bita sem þurfti að skipta um og var ekk- ert til þeirrar aðgerðar sparað. Byggð var grind utan um húsið með tjörupappa, en þannig kom þykk einangrun á það og svo var sett bjálkaklæðning af vönduðustu gerð utan um það þannig að það er bæði þétt og gott. Skipt var í leiðinni um alla glugga og einnig sett ný svalahurð. Settur var upp pallur úr gagnvörðu efni, málað þak og settar upp nýjar renn- ur. Sett var upp ný eldhúsinnrétting úr kirsuberjaviði, öll eldhústæki eru ný, ofn, hellur og annað, sett voru ný gólfefni á húsið, parket og flísar og dúkur á þvottahús. Nýr stigi var settur upp, rafmagnslagnir yfir- farnar og þræddar upp á nýtt, loks var sett ný rotþró og leiðslur að henni. Kópavogsbær sér um þjónustu við hverfið, m.a. að hirða rusl og það er skólabíll sem nær í börn. Kópa- vogsbær sér einnig um snjómokstur alveg að húsinu yfir vetrartíma. Öll vinna við húsið var fram- kvæmd af fagmönnum af bestu gerð og ekkert sparað við endurbæturn- ar. Húsið er því í topplagi og á ekki að þurfa viðhalds við í nánustu framtíð. Ásett verð er 15,6 millj. kr.“ Vatnsendablettur 86 Þetta er talsvert endurnýjað timburhús með góðu útsýni yfir Elliðavatnið. Lítið geymsluhús er á lóðinni, en hún er um einn hektari að stærð. Ásett verð er 15,6 millj. kr., en þessi eign er til sölu hjá Skeifunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.