Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 22
22 C ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir FYRIR það fyrsta; ekki ervíst að allir séu með það áhreinu hvað varmaskiptirer, til þess er tæplega hægt að ætlast. Varmaskiptir er tæki sem notað er til að færa varma úr einum vökva yfir í annan án þess að bein blöndun verði. Hérlendis eru þeir talsvert not- aðir til að hita upp kalt vatn svo að það verði að heitu kranavatni, þeir eru einnig notaðir til að hita upp frostlagarblöndu á snjóbræðslukerf- um og til að hita upp vatn í gólf- hitakerfum. Þetta eru helstu notkunarsviðin varðandi hitakerfi í og við hvers kon- ar hús. Sú var tíðin að varmaskiptar (sem einnig eru kallaðir millihitarar eða forhitarar) voru framleiddir hér inn- anlands en það er liðin tíð. Á tímum innflutningshafta reyndu menn að bjarga sér og enn eru í notkun þessir gömlu íslensku varmaskiptar í ein- staka húsi. Þeir voru oftast smíðaðir þannig að búin var til langur sívalur kútur og inni í honum voru spíralar, oftast úr eirrörum og eftir þeim rann hita- veituvatnið og hitaði upp vatnið sem rann inn í hitakerfið. Varmaskiptar nútímans Þeir eru búnir til úr plötum úr ryðfríu stáli. margar plötur hlið við hlið sem eru lóðaðar saman í full- komnum vélum, eftir það verða þeir ekki opnaðir og þar kemur vandinn. Eftir sumum rásunum rennur hita- gjafinn, hjá okkur hérlendis hita- veituvatn og um aðrar rásir vatnið sem á að hita. Það getur verið vatn í krana, vökvi á snjóbræðslukerfi eða gólfhitakerfi. En aftur að varmaskiptum nú- tímans, þessum þrælútreiknuðu tækjum, hannaðir af færustu verk- fræðingum, fjöldaframleiddir við fullkomnustu aðstæður úr úrvals- efnum sem tryggja á geysigóða end- ingu. Þetta er líklega sú mynd sem margir þeir, sem hanna hvers konar hitakerfi hafa, eða það skyldi maður ætla eftir því hve margir hönnuðir drita varmaskiptum út um allt og skapa með því, oft á tíðum, meiri vandamál heldur en leyst eru. Sumir hönnuðir hafa það fyrir slæman sið að fyrirskipa og teikna varmaskipta á öll snjóbræðslukerfi, án þess að hugsa út í forsendur, að því er virðist af vana eða vanþekk- ingu. Þeir ættu kannski að hugsa svolítið um það að þeir eru oft að leggja óþarfa kostnað á þann sem þjónustu hans kaupir svo skiptir tugum þúsunda, stundum hundruðum þúsunda. Eftir situr húseigandinn með sárt ennið, fer auðvitað eftir þeim ráðlegg- ingum sem hann fær frá sér- fræðingi. Hvað er á móti notkun varmaskipta? Stundum verður ekki komist hjá því að nota varmaskipta en það er ekki sama til hvers og við hvaða skilyrði á að nota þá. Þeir skila sínu hlutverki nokkuð vel þegar þeir eiga að hita upp krana- vatn en sumir mega ekki til þess hugsa að fá hitaveituvatn úr sínum fallegu blöndunartækjum. Þá er verið að hita vatn upp í 60– 70°C með vatni sem er um 70°C heitt en það er algengur hiti á hitaveitu- vatni. Við slíka hitun er álíka vatns- magn að streyma eftir báðum rásum varmaskiptisins, vatnshraði hita- veituvatnsins minnkar hættu á út- fellingum, en útfellingar kallast það þegar efni í hitaveituvatninu ein- angrast, setjast á plötur varmaskipt- isins og minnka færni hans til að flytja varma úr heita vatninu í það kalda. Það eru allt aðrar forsendur þegar varmaskiptar eru notaðir fyrir snjó- bræðslukerfi. Þá er verið að nota 70°C heitt vatn til að hita vatn upp í 35°C og þá verður mikill munur á rennsli í hólfunum og hætta á útfell- ingum hitaveitumegin eykst stór- lega. Og það er einmitt að gerast í snjó- bræðslukerfum með varmaskiptum, þetta getur gengið svo langt að nán- ast enginn varmi berist á milli hólfa, úr einum vökva í annan. Það þyrfti því að hanna og smíða allt öðruvísi varmaskipta fyrir snjó- bræðslukerfi, en því miður; það hef- ur ekki verið gert ennþá. Það er því áleitin spurning hvort gömlu íslensku varmaskiptarnir séu ekki heppilegri fyrir snjóbræðslu- kerfi heldur en þessir fullkomnu, innfluttu plötuvarmaskiptar. Þá mætti jafnvel hanna og smíða þann- ig að vatnsganga hitaveituvatnsins mætti hreinsa. Vandi fylgir varmaskiptum Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Varmaskiptar og plötur úr þeim. EINBÝLI LANGAFIT Einbýlishús með bílskúr ágóðum stað í Garðabæ. Húsið er 160 fm, ris er ekki talið með, og 27 fm bílskúr. Vel skipulagt og huggulegt hús með 8 herbergjum. Húsið er með sér- íbúð í kjallara. V. 21,9 m. 1213 RAÐ-/PARHÚS ENGJASEL Erum með í sölu 206 fmraðhús á góðum stað. Húsið er á pöllum með 8 herbergjum, 3 svefnher- bergjum. Parket og flísar á gólfum. Fal- legar innréttingar. Stæði í bílskýli. V. 17,9 m. 1158 ESJUGRUND Erum með í sölu 113 fmendaraðhús með byggingarrétti fyrir 29 fm bílskúr. Húsið er rúmgott með þremur svefnherbergjum. Teppi og dúkur á gólfum. Gengið er út í garð úr stofu. Eldhús er með fallegri ljósri eldhúsinnréttingu. Ákv. 7,6 m. V. 14,0 m. 1040 HULDUBRAUT - KÓPAVOGI Vorum aðfá í sölu mjög gott 210 fm parhús á tveimur h. með innbyggðum bílskúr á einum vinsælasta stað í Kópavogi. Vandaðar innrétt., parket, flísar og dúk- ur á gólfum. Fallegt útsýni. Eign sem er vert að skoða. V. 23,0 m. 1164 HÆÐIR ÁLFASKEIÐ - HAFNARF. - AUKAÍBÚÐ.Við vorum að fá í sölu mjög góða sérhæð ásamt bílskúr og aukaíbúð í kjallara. Falleg kirsuberjainnrétting í eldhúsi, 4-5 svefnhebergi. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR JÓNAS Á SKRIFSTOFU. VERÐ 23 MILLJ. 1165 LAUFBREKKA - KÓPAVOGUR - LAUSFLJÓTLEGA Erum með til sölu glæsi- legt 216 fm einbýlishús ásamt 25 fm sólskála með heitum potti á hlýlegum stað í Kópavoginum. Húsið er búið góðum tækjum, innréttingum og gólf- efnum. Sv-svalir. Verð 21,5 millj. Áhvílandi 9,2 millj. 1220 ÞINGHOLTSSTRÆTI Glæsileg neðrisérhæð í tvíbýlishúsi í miðbænum. Íbúðin er með sérinngangi, öll parket- lögð fyrir utan baðherbergi sem er flí- salagt. Tvær stofur, þrjú svefnh., borð- stofa og eldhús með fallegum innrétt- ingum. Lóðin tilheyrir íbúðinni. Falleg eign á góðum stað. V. 15,2 m. 1219 BÁSBRYGGJA Stórglæsileg íbúð átveimur hæðum á þessum frábæra stað í Bryggjuhverfinu. Eldhús með glæsilegum innréttingum. 3-4 svefn- herbergi, parket og flísar á öllum gólf- um. Eign sem vert er að skoða. V. 18,9 m. 1055 FUNALIND Virkilega glæsileg 151 fmíbúð á tveimur hæðum í litlu fjöl- býli. Vandaðar mahóní-innréttingar og parket. Rúmgóðar stofur. Tvennar sval- ir. Tvö baðherbergi, flísalögð í hólf og gólf. 3-4 svefnherbergi. Skipti möguleg á sérbýli í Rvík, t.d. hæð eða raðhús. Áhv. 9,1 m. Ekkert greiðslumat. V. 17,9 m. 1093 4-6 HERBERGI ENGJASEL - RVÍK Vorum að fá í sölumjög glæsilega og mikið endurnýj- aða 4ra-5 herbergja íbúð í vinsælu hverfi. V. 13,9 m. 1169 LAUGATEIGUR - BÍLSKÚR Erum með ísölu mjög góða 107 fm efri sérhæð ásamt 26 fm bílskúr á fallegum stað í þessu vinsæla hverfi. Skiptist niður í 2 svefnherbergi og 2 stofur. Mikið endur- nýjaðar innréttingar og gólfefni. S- svalir. Sérinngangur. Áhv. 5,9 m. V. 15,9 m. 1137 LJÓSHEIMAR - LYFTUHÚS Erum meðtil sölu 100 fm íbúð á 8. hæð með góðu útsýni. Skiptist niður í 2 svefnher- bergi og 2 stofur. S-svalir, sér- inn- gangur af n-svölum. V. 10,9 m. 1141 3JA HERBERGJA ÁLFTAMÝRI Vorum að fá í sölu 3jaherb. íbúð á 1. hæð í þessu vin- sæla hverfi. Íbúðin er öll hin snyrtileg- asta, dúkar og teppi á gólfum. Rúmgóð herbergi, gott skápapláss. Áhv. 3 millj. V. 9,0 millj. 1229 HAMRAHLÍÐ Vorum að fá í einkasölu80.0 fm 3ja herbergja íbúð í lítið niðurgröfnum kjallara á vinsælum stað. Íbúðin er með gömlum innréttingum og teppi á gólfum. Íbúð sem hægt er að gera mikið úr. V. 8,7 m. 1109 ÁLFTAMÝRI - REYKJAVÍK Vorum að fáí einkasölu 68 fm íbúð á 3. hæð með góðu útsýni út á Fram-völlinn. Íbúðin skiptist í tvö rúmgóð svefnher- bergi og eina stofu. Verð 9,0 millj. Ekkert áhvílandi! 1215 HRAFNHÓLAR 3ja herbergja mikiðendurnýjuð íbúð á annarri hæð í lyftublokk. Ný gólfefni ný eldhús-inn- rétting. Húsið er nýlega klætt að utan. Laus fljótlega. V. 9,9 m. 1221 BERGSTAÐASTRÆTI Erum með í sölu3ja herbergja íbúð í góðu ástandi. Herbergi eru rúmgóð með góðu skápa- plássi, teppi og dúkur á gólfum. V. 10,2 m. 1071 LANGHOLTSVEGUR + BÍLSKÚR Erummeð í einkasölu 3ja herb. 78 fm ris- íbúð með sérinngangi. Íbúðin er mikið endurnýjuð. V. 12,8 m. 1170 HRAUNBÆR Rúmgóð 92 fm 3ja herb.íbúð í fjölbýlishúsi. Parket á gólf- um og góðir skápar. Góð eign. V. 10,5 m. 1175 GNOÐARVOGUR Í einkasölu mjögskemmtileg og sérstök 90 fm íbúð með suðursvölum. Áhv. 6,4 m. Bbmat 14 m. Laus strax. V. 9,8 m. 1111 SELJAVEGUR Vorum að fá í sölu 3jaherb. 61 fm íbúð á 2. hæð í vestur- bænum. Skiptist í 2 svefn-herbergi og eina stofu, spónaparket á gólfum. V. 8,5 m. 1144 2JA HERBERGJA VALLARTRÖÐ - KÓP. - SÉRINNGANG-UR. Vorum að fá í einkasölu rúm- góða og bjarta 60 fm kjallaraíbúð með sérinngangi og sér- þvottahúsi EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA. 1214 LAUFÁS fasteignasala sími 533 1111 Digranesvegi 10 - Kópavogi Fyrir ofan Sparisjóð Kópavogs. Hjá okkur er ávallt mikil umferð viðskiptavina í leit að fasteignum. Opið frá kl. 9-17 virka daga fax 533 1115 Andres Pétur Rúnarsson lögg. fasteignasali, Einar Harðarson sölustjóri, Jónas Jónasson sölumaður, Hinrik Olsen sölumaður HVERFISGATA - REYKJAVÍK - GOTTBRUNABÓTAMAT Erum með til sölu 50 fm íbúð í steinhúsi í gamla miðbæn- um - var klætt að utan fyrir 3 árum. Parket á gólfum og ágætar innrétting- ar. Verð 6,9 millj. Áhvílandi 2,4 millj. 1222 NJÁLSGATA - LÍTIÐ EINBÝLI - ÓSAM-ÞYKKT Erum með til sölu 40 fm vel skipulagt kósý einbýli í miðbænum. Skiptist niður í stofu, eldhús og svefn- herbergi. Flísar og parket á gólfum - góðar innréttingar. Verð 5,5 millj. Áhvílandi ca 2,3 millj. 1112 RAUÐARÁRSTÍGUR - BÍLAGEYMSLA -EKKERT GREIÐSLUMAT Vorum að fá í einksaölu rúmgóða og bjarta 64 fm íbúð ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin er vel skipulögð, með góðum inn-rétt- ingum og gólfefnum. Sérþvottahús í íbúð. Sv-svalir. Áhv. Byggsj. rík. 5,6 m. Nú er að vera snögg/ur! V. 10,5 m. 1198 MIÐVANGUR - HAFN. Vorum að fá ísölu 56 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftublokk. Nýtt Pergo-parket á gólfum. Ný eldhúsinnrétting. Suður- svalir. Áhv. 5 m. V. 7,9 m. 1148 SNORRABRAUT Vorum að fá í sölugóða 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin er um 55 fm og öll hin snyrtilegasta. Nánari upp-lýsing- ar á skrifstofu. Áhv. 3,6 m. V. 7,3 m. 1098 ATVINNUHÚSNÆÐI MIÐHRAUN - GARÐABÆ Erum með tilsölu 200 fm húsnæði á tveimur hæðum sem skiptist niður í 140 fm á jarðhæð með stórum innkeyrsludyrum og mikilli lofthæð - 60 fm skrifstofuloft. Verð 15,5 millj. Áhvílandi 10,5 millj. 1217 SUMARHÚS SUMARHÚS Á SPÁNI Glæsilegt raðhús70 fm rétt við Toreveja. Húsið er 2 hæðir og mjög vel búið húsgögnum. Stutt í alla þjónustu og einungis um 45 mín. akstur frá Alicante-flugvelli. Stór- glæsilegir golfvellir í nágreninu. Tilvalin eign fyrir golfara. Nánari upplýsingar veitir Hinrik á skrifstofu. 1224 Laufás fasteignasala í 29 ár ÓSKALISTI LAUFÁSS! • VANTAR – VANTAR * Sigga Hall vantar fokhelt ca 180 fm einbýli eða raðhús í Víkurhverfi í Grafarvogi. • Hæð, rað- eða parhús á svæði 105, 101, 107. V. allt að 21 m. • Lítið parhús eða raðhús, 100 til 150 fm, fyrir ákv. kaupanda. • 1.000-1.500 fm atvinnuhúsnæði á einni hæð til leigu eða kaups. KÓRSALIR - LYFTUBLOKK Erum með til sölu 2ja, 3ja, 4ra og „penthouse“-íbúðir á besta út- sýnisstað í Salahverfi Kópavogs. Íbúðirnar skilast fullbúnar en án gólfefna, ásamt stæði í bíla- geymslu. Nánari upplýsingar gefur Jónas á skrifstofu. 1115 BLÁSALIR Vorum að fá í sölu vandaðar og glæsilegar 2ja, 3ja og 4ra her-bergja íbúðir í 12 hæða blokk. Útsýni er vægast sagt stórkost- legt úr öllum íbúðunum yfir Suðurnes, Reykjavík og víðar. Íbúðun- um er skilað fullbúnum en án gólfefna, í öllum herbergjum eru sjónvarps- og símatenglar og sérhljóðeinangrun. Öll sameign verður fullbúin og lóð fullbúin með tveimur leiksvæðum. Upphit- að bílskýli er í kjallara og fylgir íbúðunum. V. 12,5-19,3 m. 1228

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.