Morgunblaðið - 05.02.2002, Síða 18
18 C ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík
Sími 568 2444 - Fax 568 2446
INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali.
ÞÓRÐUR JÓNSSON SÖLUM., SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR SKJALAGERÐ,
MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR.
ÁLFHÓLSVEGUR - RAÐHÚS
Vandað 152 fm raðhús, sem er kjallari og
tvær hæðir. Í húsinu eru 3 góð svefnher-
bergi, stór stofa og eldhús. Möguleiki á
séríbúð í kjallara sem er jarðhæð neðan
við húsið. Áhv. hagstæð lán. Verð 17,6
millj. Tilv. 30341-1
NAUSTABRYGGJA - RAÐHÚS
Þrjú ný raðhús á þessum sérstæka stað
alveg við sjóinn. Hús ca 230 fm og bíl-
skúrar 36-40 fm. Húsin afhendast fullfrá-
gengin að utan, en tilbúin til innréttinga að
innan. Tilv. 16017-1
VIÐARRIMI - RAÐHÚS
Skemmtilegt raðhús á einni hæð, alls
173,2 fm, þar af er bílskúr 29 fm. 3 stór
herbergi, stór og björt stofa, gott sjón-
varpshol. Innangengt er úr bílskúr. Frábær
útsýnisstaður. Áhv. ca 6,4 millj. Verð 18,5
millj. Tilv.-29193-1
SÉRHÆÐIR
GNOÐARVOGUR - SÉRHÆÐ +
BÍLSKÚR
Mjög vel skipulögð og mikið endurnýjuð
135,4 fm neðri sérhæð með sérinngangi í
góðu fjórbýlishúsi. Tvær samliggjandi
stofur, fjögur góð svefnherb., þar af eitt
forstofuherbergi. Tvær snyrtingar. Nýleg
eldhúsinnrétting, nýtt parket, nýtt raf-
magn, nýjar hurðir. Bílskúr 32,9 fm og kj.
undir öllu. Verð 17,7 millj. Tilv. 29064-1
4RA - 5 HERB.
ENGJASEL - MEÐ BÍLSKÝLI
4ra-5 herb. mjög góð íbúð á 1. hæð
ásamt stæði í lokuðu bílskýli. Stór stofa,
góðar innréttingar, parket. Tengi f. þvotta-
vél og þurrkara á baði. Húsið klætt. Verð-
launalóð. Verð 12,9 millj.
ENGIHJALLI - LYFTUHÚS Góð
4ra herb. 108 fm íbúð á 4. hæð. Mjög gott
skipulag. Stór stofa, 3 góð svefnherbergi,
þvottaherbergi á hæðinni. Ákveðin sala.
Verð aðeins 10,9 millj. Tilv. 27493-1
SÓLHEIMAR - ÚTSÝNI
Einstaklega góð 123,4 fm 5 herb. endaí-
búð á 8. hæð í Sólheimum í mjög góðu
lyftuhúsi, auk 24,6 fm bílskúrs. Samliggj-
andi skiptanlegar stofur með parketi. Þrjú
svefnherbergi. Eldhús með endurn. innr.
Suðursvalir. Mjög góð sameign. Frábært
útsýni. Tilv. 30375-1
3 HERBERGJA
VESTURBERG - ÚTSÝNI 3ja her-
bergja 86 fm íbúð á efstu hæð í mjög
góðu fjölbýli. Parket á allri íbúðinni. Góðar
innréttingar. Stórar vestursvalir. Frábært
útsýni. Tilv. 31214-1
SELJAVEGUR - VESTURBÆ
Vorum að fá í sölu ca 61 fm 3ja herb. íbúð
á 2. hæð. Góð herbergi og stofa. Laus
fljótlega. Verð 8,2 millj. Tilv. 30486-1
HJALLABRAUT - HAFNARF.
Mjög góð 94,2 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð í
nýviðgerðu fjölbýli. Stór stofa, tvö góð
svefnherbergi, stórt eldhús, gott baðher-
bergi og þvottaherbergi í íbúð. Parket.
Verð 10,9 millj. Tilv. 29624-1
ATVINNUHÚSNÆÐI
DALVEGUR 410 fm glæsilegt húsnæði
á jarðhæð. Tilv. 24182-1
FISKISLÓÐ - LEIGUSAMN. Til
sölu 416 fm glæsilegt steinsteypt verslun-
ar-, þjónustu- og skrifstofuhúsnæði, sem
skiptist í 240,5 fm jarðhæð og 176,4 skrif-
stofuhúsnæði á 2. hæð. Seljandi vill leigja
húsnæðið til 8 ára. Verð 37 millj.
HVALEYRARBRAUT - HF. 138
fm iðnaðarhúsn. á jaðhæð. Tilv. 30285-1
VAGNHÖFÐI - LAUST
Mjög gott ca 2000 fm lager- og skrifstofu-
húsnæði. Tilv. 28322-1
TIL LEIGU
SKÚTUVOGUR - LAGERHÚSN.
Til leigu um 210 fm mjög gott lagerhús-
næði með góðri lofthæð og tvennum inn-
keyrsludyrum. Laust strax.
ELDSHÖFÐI - MIKIL LOFT-
HÆÐ Til leigu ca 330 fm mjög gott iðn-
aðar- eða lagerhúsnæði með stórum inn-
keyrsludyrum og lofthæð um 6 m. Mögu-
leiki á að setja milliloft að hluta. Stór mal-
bikuð lóð. Laust fljótlega.
STÆRRI EIGNIR
BRÚNASTAÐIR - RAÐHÚS
Mjög vel skipulagt 141 fm raðhús á einni
hæð, auk 21,5 fm bílskúrs. Í húsinu eru
m.a. 3 góð svefnherb., sjónvarpshol, stór
stofa og gott eldhús með borðkrók. Húsið
er nær fullbúið. Verð 17,7 millj.
JÓFRÍÐARSTAÐAVEGUR - HF.
- PARHÚS
Fallegt eldra parhús, 122 fm, kjallari, hæð
og ris. Í kjallara er geymsla og þvottahús,
á hæðinni eru 2 stofur, forstofa, eldhús og
bað, en í risinu eru 2-3 góð herbergi og
geymsla. Húsið er mikið uppgert á vand-
aðan hátt. Stór falleg lóð. Verð 14,5 millj.
Tilv. 27941-2
FROSTAFOLD - BÍLSKÚR -
ÚTSÝNI Falleg 6 herb. 158 fm íbúð á
tveimur hæðum í mjög góðu 6-íbúða húsi,
ásamt 25 fm bílskúr. 4 góð svefnherb.
möguleiki á 5. Góð stofa, stórt sjónvarps-
hol, þvottaherb. og baðherbergi. Gríðar-
stórar suðursvalir, Frábært útsýni. Verð
17,9 millj. Tilv.-30483-1
KALDASEL
Mjög gott og vandað einbýlishús á þremur
hæðum, alls 316 fm, þar af innbyggður ca
28 fm bílskúr. Stórar stofur með arni. 4
stór svefnherb. Gestawc. og glæsilegt
baðh. Eldhús með vönduðum innrétting-
um, gott þvottahús og geymsla. Aukarými
á jarðhæð. Tilv. 27001-1
SELÁS - FRÁBÆRT ÚTSÝNI
Glæsilegt nýtt framúrstefnuhús, 183 fm, á
tveimur hæðum auk 49,3 fm tvöfalds bíl-
skúrs. Innréttingar eru allar sérsmíðaðar
mjög nýtískulegar og vandaðar. Gólfefni
eru náttúruflísar og gegnheilt parket. Mikil
lofthæð á efri hæð. Stórar svalir. Útsýni er
frábært yfir Elliðaárdalinn. Áhv. 8,5 millj.
Verð 35 millj. Tilv. 30600-1
BARÐASTAÐIR - RAÐHÚS
GLÆSILEG FOKHELD, STEINSTEYPT RAÐHÚS Á TVEIMUR HÆÐUM TVÖ-
FALDUR INNBYGGÐUR BÍLSKÚR, ALLS 225,6 FM. húsin afhendast fullfrágengin
að utan en í fokh., ástandi að innan, steinuð að utan með kvarsi. 4 stór svherbergi,
stofa og borðstofa með frábæru útsýni verð frá 15,5 millj. tilv. 19808-15
VÍKURHVERFI - GRAFARVOGI
NÝTT Í SÖLU
Til sölu 8 nýjar íbúðir í Hamravík 16-22, allar með sérinngangi og sér-
þvottahúsi. 2ja herb. 88 fm, 3ja herb. 104,1 fm, 4ra herb. 122 fm og 4ra
herb. 126,4 fm auk ca 30 fm bílskúrs. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar að
innan með flísalögðu baðherbergi en án gólfefna. Öll sameign, lóð og bíla-
stæði fullfrágengin. Hús að utan fullfrágengið með marmarasalla. Frábærar
íbúðir fyrir þá, sem vilja minnka við sig eða þá sem eru að kaupa í fyrsta
sinn. Húsið er vel staðsett með grunnskóla, fjölbrautaskóla, gæsluvöll,
íþróttavöll og leiksvæði í næsta nágrenni. Stutt í verslunarmiðstöðina
Spöng. Útivistarparadís er alveg við þröskuldinn, frábærar gönguleiðir og
dýralíf og ekki má gleyma golfvellinum við Korpúlfsstaði. Hverfi, sem er bú-
ið að vera í öruggri uppbyggingu, er nú að nálgast að verða fullbyggt.
Hafðu samband til þess að fá nánari upplýsingar.
Reykjavík - Eignamiðl-
unin er nú með í sölu ein-
býlishús að Skildinganesi
41 í Reykjavík. Þetta er
steinhús, byggt 1978 og
er það 195,8 ferm., þar af
er bílskúr 26,7 ferm. Inn-
angengt er í bílskúr úr
íbúð.
„Þetta er fallegt einlyft
einbýlishús, frábærlega
staðsett með fallegum og
grónum garði,“ sagði
Óskar Rúnar Harðarson
hjá Eignamiðluninni.
„Komið er inn í flísa-
lagða forstofu með skáp-
um. Holið er mjög rúm-
gott og er það í miðju
hússins með flísalögðu
gólfi, rósettu í lofti og
skrautlistum. Eldhúsið er
með parketlögðu gólfi og
með dökkri eikarinnrétt-
ingu með efri og neðri
skápum og góðum borð-
krók. Háfur er í eldhúsi.
Borðstofan er með parketi á
gólfi, stofan er hins vegar teppa-
lögð og með arni og stofan og
borðstofan eru með furuklæddu
lofti.
Hjá holinu er sjónvarpsstofan
sem er flísalögð og með útgangi út
á hellulagða verönd.
Snyrtingin er flísalögð. Baðher-
bergið er með flísalögðu gólfi og
með baðkari og sturtu. Herbergin
eru þrjú en eru fjögur á teikningu.
Þau eru öll teppalögð og er eitt
þeirra með skápum. Þvottahúsið
er með dúklögðu gólfi og með
skápum og bílskúrinn er fullbúinn.
Ásett verð á þessa eign er 29,5
millj. kr.“
Skildinganes 41
Þetta er steinhús, 195,8 ferm. að stærð, þar af er bílskúr 26,7 ferm. Ásett verð á þessa
eign er 29,5 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Eignamiðluninni.
ÞETTA eru húsgögn í unglinga-
herbergi. Línan heitir Ivar og er úr
ómeðhöndlaðri gegnheilli furu og er
til í tveimur breiddum, fjórum hæð-
um og tveimur dýptum. Fæst í
IKEA.
Í unglingaherbergið