Morgunblaðið - 05.02.2002, Page 26
F
ÉLAGAR í Húseigendafé-
laginu eru nú um 8.000 og
þeim hefur farið fjölgandi á
undanförnum árum. Miðað
við, að fasteignaeigendur hér á landi
eru taldir vera á bilinu 80 til 100 þús-
und, þá eru rétt um 10% þeirra í fé-
laginu. Þetta er að sjálfsögðu álitleg-
ur fjöldi, en betur má ef duga skal.
– Til þess að styrkur félagsins
verði sem mestur, þarf það að ná til
meirihluta fasteignaeigenda hér á
landi, en viðfangsefnin eru nánast
ótæmandi, segir Sigurður Helgi Guð-
jónsson, hæstaréttarlögmaður, en
hann hefur verið formaður Húseig-
endafélagsins um árabil. – Það er erf-
itt fyrir 10% fasteignaeigenda að
halda uppi hagsmunabaráttu fyrir
heildina.
Húseigendafélagið á sér langa
sögu, en það var stofnað árið 1923.
Félagið hefur nú aðsetur í Síðumúla
29 í Reykjavík og hjá því starfa tveir
lögfræðingar, skrifstofustjóri og
þjónustufulltrúi.
– Félagið er almennt hagsmuna-
félag fasteignaeigenda á Íslandi,
hvort sem fasteignin er íbúð, ein-
býlishús, atvinnuhúsnæði, land eða
jörð, segir Sigurður Helgi. – Tilgang-
ur félagsins hefur frá öndverðu verið
að stuðla að því að fasteignir hér á
landi verði ávallt tryggar eignir og
haldi verðgildi sínu og að gæta í hví-
vetna hagsmuna fasteignaeigenda.
Félagar eru bæði einstaklingar,
fyrirtæki og félög, þar með talin um
500 húsfélög í fjöleignarhúsum. Hús-
félög njóta sérkjara við inngöngu og
einnig öðlast hver íbúðareigandi
sjálfstæð félagsréttindi og getur leit-
að til félagsins með sín mál.
Það er forsenda fyrir öflugra og ár-
angursríkara starfi Húseigenda-
félgsins, að fleiri fasteignaeigendur
skipi sér undir merki félagsins og að
núverandi félagsmenn séu því trygg-
ir og standi í skilum með félagsgjöld-
in.
Félagsgjöldum er mjög í hóf stillt
og sama er að segja um endurgjald
fyrir lögfræðiþjónustuna, en árgjald
einstaklings er 3.580 kr. en fyrir hús-
félög 1.790 kr. fyrir hverja íbúð.
Félagið stendur á eigin fótum fjár-
hagslega og nýtur engra opinberra
styrkja og heldur engra styrkja frá
einkaaðilum. Félagið er því frjálst og
óháð í einu og öllu, bæði í almennu
hagsmunabaráttunni og annarri
starfsemi.
Fjölþætt starfsemi
Sigurður Helgi segir, að starfsemi
félagsins sé í grundvallaratriðum þrí-
þætt. Í fyrsta lagi er það almenn
hagsmunagæzla og barátta fyrir fé-
lagsmenn og fasteignaeigendur yfir-
leitt, einkum gagnvart stjórnvöldum,
t.d. í löggjafar- og skattamálum.
Í öðru lagi almenn fræðslustarf-
semi og upplýsingamiðlun og í þriðja
lagi ráðgjöf og þjónusta við einstaka
félagsmenn, einkum lögfræðileg að-
stoð og upplýsingagjöf af ýmsum
toga.
– Lögfræðiþjónustan hefur verið
þungamiðjan í starfsemi félagsins
síðustu áratugi, en hjá okkur hefur
safnazt mikil og sérhæfð þekking og
reynsla á þeim réttarsviðum, sem
varða fasteignir og eigendur þeirra,
segir Sigurður Helgi.
Félaginu hefur einnig orðið veru-
lega ágengt í baráttu sinni fyrir rétt-
arbótum öllum húseigendum til hags-
bóta. Þar má nefna fjöleignarhúsa-
lögin og húsaleigulögin, en félagið
átti frumkvæði að samningu og setn-
ingu þeirra. Ennfremur hefur félagið
haft veruleg áhrif á efni frumvarps til
laga um fasteignakaup, sem nú ligg-
ur fyrir Alþingi og verður væntan-
lega lögfest innan tíðar. Það frum-
varp er mikið fagnaðarefni, enda
árangur áratuga baráttu félagsins.
Að sögn Sigurðar Helga standa
margir þeirra, sem til félagsins leita, í
þeirri trú, að fólk verði sjálfkrafa fé-
lagsmenn, þegar það eignast íbúð eða
aðra fasteign. – Því miður er sú ekki
raunin og menn verða að ganga sér-
staklega í félagið til að öðlast rétt til
lögfræðiþjónustu og annarra fé-
lagsréttinda, segir Sigurður Helgi.
– Sumir halda jafnvel, að félagið sé
einhvers konar stofnun eða stofn-
unarígildi, sem allir eiga aðgang að
og rétt á þjónustu hjá. Sannleikurinn
er sá, að það eru félagsmenn, sem
standa fjárhagslega undir allri starf-
semi félagsins og þess vegna er þjón-
usta félagsins einskorðuð við þá. En
Húseigendafélagið er eingöngu rekið
með hagsmuni félagsmanna að leið-
arljósi og ekki með hagnað að mark-
miði.
Annatími framundan
Framundan er tími aðalfunda í
húsfélögum, en samkvæmt lögum á
að halda þá í síðasta lagi fyrir apr-
íllok. Aðdragandinn að þessum fund-
um er töluverður, því að þá þarf að
boða með góðum fyrirvara og á rétt-
an hátt.
Mörg húsfélög, einkum í stærri
fjöleignarhúsunum, leita því til Hús-
eigendafélagsins um aðstoð við aðal-
fundi jafnt sem aðra húsfundi. – Með
því má koma í veg fyrir afdrifarík og
dýrkeypt mistök, segir Sigurður
Helgi.
– Mörg húsfélög eru nú að und-
irbúa viðhaldsframkvæmdir á sumri
komanda. Ákvarðanir um þær þarf
að taka sem fyrst, því að undirbún-
ingur fyrir slíkar framkvæmdir tekur
yfirleitt talsverðan tíma.
Ef um stór verk er að ræða, þarf að
fá úttektir og verklýsingar og leita
tilboða og það getur reynzt óheppi-
legt og óhagkvæmt að draga það
fram á sumar. Þá eru verktakarnir
gjarnan búnir að raða niður verkefn-
um fyrir sumarið. Ef þeir eiga þá að
bæta við sig verkefnum, vilja þau
gjarnan verða dýrari. Tilboð þeirra
verða ekki eins hagstæð.
Hagkvæmast er sennilega að fá til-
boðin sem allra fyrst og þá er hægt að
hefja verkin strax með vorinu. En
það er ljóst, að undirbúningur að slík-
um verkefnum þarf tíma og það verð-
ur að standa rétt að honum.
Oft er losarabragur á fundum í
húsfélögum og því hefur það komið
sorglega oft fyrir, að húsfélög loga í
illdeilum árum saman, vegna þess að
undirbúningur að kostnaðarsömum
framkvæmdum var ófullkominn og
ekki rétt að ákvörðunum staðið.
Fundarboðun var kannski áfátt eða
dagskrá fundarins ekki réttilega til-
greind. Ástæðurnar geta verið marg-
ar.
Aukin þjónusta
við húsfélög
Á döfinni er aukin þjónusta Hús-
eigendafélagsins við húsfélög.
Morgunblaðið/Sverrir
Frá Grafarvogi. Þar er nú fjölmennasta byggð Reykjavíkur.
Húseigendafélagið – hags-
munafélag fasteignaeigenda
Morgunblaðið/Kristinn
Á skrifstofu Húseigendafélagsins í Śíðumúla 29. Frá vinstri: Hrund Krist-
insdóttir lögfræðingur, Sigurður Helgi Guðjónsson hrl., formaður Húseigendafé-
lagsins, Barbara Wdowiak skrifstofustjóri og Herdís Pétursdóttir þjónustu-
fulltrúi.
Starfsemi Húseigendafé-
lagsins er öflug, enda við-
fangsefnin ærin og greini-
legt að félagið hefur
mikinn hljómgrunn hjá
fjölda hús- og íbúðareig-
enda. Magnús Sigurðs-
son ræddi við Sigurð
Helga Guðjónsson hrl.,
formann félagsins.
26 C ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir