Morgunblaðið - 05.02.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.02.2002, Qupperneq 27
Starfsmenn Skrauthamra ehf. vinna að byggingu raðhúss við Austurmýri í Fosslandi. Jón Steingrímur Kjartansson, Bjarki Áskelsson, Sigurgeir Kristmannsson, Jón Markússon og Róbert Daðason. TVÖ byggingasvæði eru í hraðri uppbyggingu á Selfossi, annars veg- ar í Fosslandi með Eyravegi og hins vegar í Suðurbyggð sunnan þétt- býlisins. Á síðustu þremur árum hafa verið byggðar 210 íbúðir á Selfossi og ekkert lát virðist vera á eftirspurn eftir lóðum. „Maður verður heldur betur var við áhuga fólks á þessu svæði í gegn- um fyrirspurnir sem hingað berast um lóðir og greinilegt að þetta svæði hérna, Selfoss og Árborgarsvæðið í heild, hefur aðdráttarafl, sagði Bárð- ur Guðmundsson, byggingarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg. Hann benti á að árið 1998 hefðu verið byggðar 16 íbúðir en árið eftir voru þær 45 og síðan 85 árið 2000 og 80 á síðasta ári. „Ég finn engan slaka á þessu nema núna rétt í vetur þegar skammdegið var mest en núna sóp- ast inn teikningar til staðfestingar,“ sagði Bárður. Hann sagði mesta byggingaþung- ann vera á Selfossi en einnig væri áhugi fyrir Eyrarbakka og Stokks- eyri. „Ég sé að það verða hús í bygg- ingu í þorpunum við ströndina í sum- ar,“ sagði hann og kvaðst einnig verða var við verulegan áhuga fólks á að byggja í eldri hluta þorpanna, þar sem ákvæði eru um hús í eldri bygg- ingarstíl eins og fyrir eru á Eyrar- bakka og að nokkru á Stokkseyri. Tvöföldun Suðurbyggðar í undirbúningi Bárður sagði að brugðist væri við þessum mikla áhuga með auknu framboði á lóðum, bæði af hálfu sveitarfélagsins með lóðum í Suður- byggðinni og síðan af hálfu einka- aðila, Fossmanna, sem stæðu að upp- byggingu Fosshverfisins með Eyravegi. Búið er að deiliskipuleggja lóðir fyrir 87 íbúðir í Suðurbyggð og búið að úthluta þeim flestum. Auk þess hafa 19 lóðir verið gerðar klárar til úthlutunar í Suðurbyggðinni. Bárður sagði að á næstunni yrði auglýst deiliskipulag af því sem eftir væri af Suðurbyggðinni en þar er um að ræða tvöfalt stærra svæði en það sem nú er fyrir hendi, með lóðum fyr- ir allar gerðir húsa, raðhús, parhús, einbýlishús og fjölbýlishús. Á þessu svæði verður reistur nýr grunnskóli ásamt leikskóla og verður deiliskipu- lag þeirrar lóðar auglýst sérstaklega. 150 lóðir tilbúnar í Fosslandi Fossmenn ehf. hafa lokið við að deiliskipuleggja stærstan hluta Fosslandsins með Eyraveginum. Fyrsti áfanginn er nánast fullbyggð- ur, en í honum eru 95 íbúðir. Þá eru nú tilbúnar lóðir í öðrum áfanga Fosslandsins til sölu fyrir 150 íbúðir. Í öðrum áfanga er nú þegar byrjað á 30 íbúðum og þar á meðal er lokið við byggingu 20 íbúða fjölbýlis- húss. Allar lóðir í Fosslandi eru eign- arlóðir og greiðir fólk ekki lóðarleigu af þeim. Að sögn Guðmundar Sigurðsson- ar, framkvæmdastjóra Fossmanna, gefst fólki möguleiki á láni til 40 ára, við úthlutun, fyrir lóðarverðinu. „Þriðji áfanginn hjá okkur bíður eftir kalli markaðarins. Það svæði er syðst í landinu og eftir er að deiliskipu- leggja það en þar rúmast 200 íbúðar- hús,“ sagði Guðmundur Sigurðsson. Hann sagði að stærsti hluti lóð- anna hefði verið seldur verktökum sem seldu síðan frá sér íbúðir og hús til fólksins. Sjónrænn síbreytileiki allt árið „Í áfanganum, sem nú er verið að selja, eru stórar einbýlishúsalóðir á bökkum Ölfusár. Þar er um að ræða einstaklinga af svæðinu hérna og ekki síður frá höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Guðmundur. Aðspurður hvað það væri sem drægi fólk til búsetu í Fosslandinu á Selfossi, sagði Guððmundur: „Útsýn- ið hérna er rómað af fólki sem kann að meta slíkt og svo er byggðin hérna á bökkum vatnsmesta fljóts landsins og straumurinn í ánni skapar sjón- rænan síbreytileika allt árið. Svo er líka annað sem gerir en það er að þetta er gott byggingarland með traustum berggrunni þar sem stutt er á fast en það kunna verktak- ar vel að meta. Þá er það ekki síst það að hverfið er aðeins í 500 metra fjar- lægð frá miðbæ Selfoss sem er gott göngufæri. Svo nefnir aðkomufólk að þetta sé rólegt og þægilegt samfélag hér á Selfossi.“ Nokkur stórhýsi byggð Bárður Guðmundsson, byggingar- fulltrúi Árborgar, segir að auk venju- legra íbúðarhúsa hafi verið byggð nokkur stórhýsi á Selfossi á undan- förnum þremur árum og nefnir þar Húsasmiðjuna, hús Árvirkjans við Eyraveg, leikskóla, 20 íbúða fjöl- býlishús við Fossveg 6 og tvö 14 íbúða fjölbýlishús við Ástjörn. Einnig Bónushúsið við Austurveg, skrifstofuhús við Austurveg 6, hús Bílasölu Suðurlands og hús væntan- legs bílasafns við Hrísmýri. Þá væri nú að rísa stórhýsið Ársalir með Hót- el Selfoss við Ölfusárbrú en það verð- ur tekið í notkun í vor. Tvö ný íbúðahverfi í hraðri uppbyggingu á Selfossi Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fossmanna ehf., á svölum fjölbýlishússins á Fossvegi 6 á Selfossi. Horft er til suðurs yfir tilbúnar lóðir og götur í hverfinu. 210 íbúðir byggðar á þremur árum Selfossi. Morgunblaðið. Horft yfir grunn að raðhúsi við Dverghóla í Suðurbyggð í áttina að svæðinu þar sem nýr skóli mun rísa. Morgunblaðið/Sig. Jóns. – Fyrst má nefna námskeið fyrir stjórnir húsfélaga um starfsemi, rekstur og stjórnun húsfélaga, þar á meðal um húsfundi, segir Sigurður Helgi. – Ráðgerð eru þrjú námskeið á tímabilinu febrúar til maí. Ennfremur verður veitt sérstök lögfræðilega ráðgjöf til forsvars- manna húsfélaga á þeim tíma, þegar aðalfundir húsfélaga eru venjulega haldnir. Þetta verður ókeypis síma- ráðgjöf hjá lögfræðingum félagsins um húsfélög og aðalfundi þeirra. – Raunar geta félagsmenn hvenær sem er fengið upplýsingar, gögn og ráðgjöf um hvaðeina, sem snertir eignir þeirra og hagsmuni á skrif- stofu félagsins í Síðumúla 29, segir Sigurður Helgi. – Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 9–15, en símsvörun er 10–14 og föstudaga kl. 9–13. Þangað geta félagsmenn komið eða hringt og fengið úrlausn sinna mála. Á skrifstofunni eru auk þess fyrirliggjandi margvísleg gögn og upplýsingar. Þar má nefna lög og reglugerðir, eyðublöð fyrir húsa- leigusamninga og fræðsluefni af ýmsu tagi. Af marggefnu tilefni skal áréttað, að þjónusta félagsins er einskorðuð við félagsmenn, enda standa þeir ein- ir undir allri starfsemi þess með fé- lagsgjöldum sínum. Panta þarf við- talstíma hjá lögfræðingum fyrir fram, þar sem þjónustan er það eft- irsótt. Húseigendafélagið heldur einnig úti heimasíðu á Netinu og er slóðin www.huseigendafelagid.is. Heima- síðan geymir margvíslegar upplýs- ingar um Húseigendafélagið, starf- semi þess og viðfangsefni. Þar er m.a. yfirlit yfir greinar, sem lögfræðingar félagsins hafa ritað og félagsmenn geta fengið á skrifstof- unni. Ennfremur er þar að finna fréttir og annan fróðleik fyrir húseig- endur. Á síðunni eru tengingar við stofnanir og fyrirtæki, sem sýsla með fasteignir. Þaðan má sækja lög og reglugerðir og álit kærunefnda. Húseigendafélagið aðstoðar einnig félagsmenn sína við samningsgerð vegna útleigu á húsnæði, þar á meðal við að kanna feril og skilvísi umsækj- enda um leiguhúsnæði. Útleiga getur verið áhættusöm fyrir leigusala, ef hann fer ekki að öllu með gát. Ef van- efndir verða stendur félagsmönnum til boða aðstoð lögfræðinga félagsins. Húseigendafélagið býður upp á að- stoð við fundarstjórn og fundargerð- arritun í samvinnu við Junior Cham- ber-hreyfinguna. – Þessi hreyfing hefur á sínum snærum hæft og þjálf- að fólk til að stjórna húsfundum og rita fundargerðir, segir Sigurður Helgi. – Þetta tryggir bæði vönduð og fagleg vinnubrögð húsfunda og traustari úrlausn mála. Upplýsingar um þessa þjónustu má fá hjá skrif- stofu Húseigendafélagsins. Húseigendafélagið hefur útbúið fundargerðabók, sem er sérsniðin að þörfum húsfélaga í fjöleignarhúsum. Bókin hefur að geyma aðgengilegar og hagnýtar upplýsingar og leiðbein- ingar um flest, sem lýtur að stjórn, ákvarðanatöku og fundum húsfélaga, þar á meðal hvernig eigi að stýra fundum og rita fundargerðir. Þessi bók er því þarfaþing fyrir öll hús- félög, sem vilja hafa hlutina á hreinu. Barátta fyrir réttarbótum Réttarbætur á þeim sviðum, sem snerta fasteignir og eigendur þeirra, hafa verið þýðingarmikill þáttur í hagsmunabaráttu Húseigendafé- lagsins. – Á síðustu árum hefur félagið m.a. haft frumkvæði að setningu laga um fjöleignarhús og húsaleigulög, segir Sigurður Helgi. – Sama máli gegnir um frumvarp um fasteignakaup, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Laga- leg umgjörð fasteigna hér á landi er því fyrir tilstilli félagsins að verða mjög góð. Enn skortir samt hér á landi al- menna löggjöf um grennd og nábýli, en slík löggjöf hefur verið sett í sum- um nágrannalöndum okkar. – Með skýrri og ítarlegri löggjöf á þessu sviði mætti gera réttarstöðu fasteignaeigenda öruggari, segir Sig- urður Helgi Guðjónsson að lokum. – Það verður næsta átaksverkefni okk- ar að berjast fyrir vandaðri grennd- arlöggjöf. Vinnan við slíkt frumvarp var komin á rekspöl fyrir nokkrum árum, en hefur verið í biðstöðu í nokkur ár. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 C 27HeimiliFasteignir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.