Morgunblaðið - 21.02.2002, Síða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ C
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F
FERÐAMENN BANKAR SPILLING
Haukur Birgisson hjá
Ferðamálaráði segir út-
lit fyrir að ferðir Þjóð-
verja til Íslands aukist.
Spara má milljarða í
bankakerfinu en af-
greiðslustöðum og
starfsfólki hefur fjölgað.
Percy Barnevik, at-
hafnamaður í Svíþjóð,
er sakaðar um spillingu
og græðgi.
AUKIN/4 SPARA/6 BANDARÍSKAR/5
S J Á V A R Ú T V E G U R
ESB sakar
aðra um að of-
veiða kolmunna
EVRÓPUSAMBANDIÐ sakar Íslend-
inga, Grænlendinga, Færeyinga, Rússa og
Norðmenn um að stunda ofveiði á kolmunna
í Norður-Atlantshafi. Sagt er að þjóðirnar
hafi aukið veiðar sínar á kolmunna um 300%
á síðustu fjórum árum og að stofninn þoli það
ekki. Í yfirlýsingu frá Evrópusambandinu
segir að kolmunnastofninn þoli ekki slíkar
veiðar eins og hafa verið stundaðar hjá þess-
um fimm þjóðum síðustu ár.
Franz Fischler, yfirmaður sjávarútvegs-
mála hjá ESB, segir að óábyrgar veiðar
stefni kolmunnastofninum í voða. Ekki náð-
ist samkomulag um að draga úr kolmunna-
veiðum á fundi strandríkja við Norður-Atl-
antshaf í Reykjavík í síðustu viku en Fischler
segir að ESB hafi lagt til töluverðan sam-
drátt í veiðunum en aðrar þjóðir hafi ekki
lýst sig tilbúnar til þess. ESB hefur hins-
vegar ákveðið að draga saman veiði sína um
35% á árinu 2002. Árið 1997 veiddust 640
þúsund tonn í Norður-Atlantshafinu, en á
síðasta ári veiddust tæpar 1,8 milljónir
tonna, nærri þrefalt það sem vísindamenn
hafa ráðlagt. Þar af veiddu Íslendingar um
350 þúsund tonn, um 100 þúsund tonnum
meira en skip frá löndum ESB. Norðmenn
veiddu mest af kolmunna í Norður-Atlants-
hafi á síðasta ári eða um 570 þúsund tonn.
VERKFRÆÐISTOFAN Hnit hf. og
embætti ríkislögreglustjóra hafa undirritað
samning um notkun lögreglunnar á Site-
Watch-ferilvöktunarkerfi. Kerfið felur í sér
að farartæki lögreglunnar eru búin TETRA-
fjarskiptakerfi og staðsetningarbúnaði frá
Hniti sem sendir reglulega upplýsingar um
ferðir og ástand farartækjanna til fjarskipta-
miðstöðvar lögreglunnar. Þaðan er upplýs-
ingunum miðlað áfram til notenda Site-
Watch-kerfisins. Ríkislögreglustjóri starf-
rækir fjarskiptamiðstöðina í samvinnu við
lögregluliðin í Reykjavík, Kópavogi, Hafn-
arfirði, Keflavík, á Keflavíkurflugvelli og á
Selfossi. Miðstöðin er í nánu samstarfi við
Neyðarlínuna og í sama húsnæði.
Hnit semur við
ríkislögreglu-
stjóra
◆
HAGNAÐUR Sparisjóðs vél-
stjóra (Spv) fyrir tekju- og
eignarskatt var 283 milljónir
króna, en var 1.272 milljónir ár-
ið 2000. Tekju- og eignarskatt-
ur hefur verið áætlaður til
tekna upp á 135 milljónir, sem
orsakast af lækkun á skatt-
skuldbindingu vegna lækkunar
á skatthlutfalli. Hagnaður eftir
skatta var 418 milljónir en var
909 milljónir árið 2000.
Hallgrímur Jónsson, spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs vélstjóra,
segir að skýringin á meiri hagn-
aði á árinu 2000 en í fyrra sé sú
að á árinu 2000 hafi sparisjóð-
urinn selt hlut sinn í Kaupþingi.
Hann segist mjög ánægður með
afkomuna í fyrra. Sparisjóður-
inn hafi styrkst á öllum sviðum
og horfur á þessu ári séu mjög
góðar. Staklega gleðilegt sé að
eigið fé sparisjóðsins hafi aukist
um yfir 600 milljónir króna á
árinu og verið tæpir þrír millj-
arðar króna í árslok. Stofnfé
sjóðsins sé einungis um 31
milljón króna, mismunurinn
þarna á sé því raunverulegt eig-
ið fé. Þá segir hann ástæðu til
að benda á að afskriftareikn-
ingur útlána, sem hlutfall af út-
lánum og veittum ábyrgðum,
hafi aukist úr 3,0% í 3,2% á
árinu, sem sé hærra hlutfall en
gengur og gerist meðal spari-
sjóða og banka. Eiginfjárhlut-
fall skv. CAD-reglum sé einnig
með því hæsta sem þekkist
meðal lánastofnana hér á landi,
yfir 19%, en það má ekki vera
undir 8%.
Hreinar vaxtatekjur
aukast um 70%
Hreinar vaxtatekjur Spv voru
844 milljónir króna í fyrra, sem
70% aukning milli ára. Vaxta-
munur, þ.e. vaxtatekjur að frá-
dregnum vaxtagjöldum í hlut-
falli af meðalstöðu heildarfjár-
magns, er nú 4,4%, og hefur
hækkað frá fyrra ári, en það
skýrist aðallega af auknum
vaxtatekjum vegna verðbólgu á
árinu þar sem verðtryggðar
eignir sjóðsins eru nokkuð um-
fram skuldir.
Aðrar rekstrartekjur lækk-
uðu milli ára úr 1.487 milljónum
í 200 milljónir. Stafar lækkunin
af því að hagnaður vegna sölu
hlutabréfa í Kaupþingi, 1.309
milljónir, var bókfærður á
þennan lið árið 2000 og vegna
lækkunar á gengi verðbréfa.
Rekstrargjöld sparisjóðsins
hækkuðu um 14% milli ára.
Sem hlutfall af meðalstöðu
efnahags voru þau 3,2%, sem er
svipað hlutfall og árið 2000.
Kostnaðarhlutfall sparisjóðsins,
þ.e. hlutfall rekstrargjalda og
hreinna rekstrartekna, er 58%.
Innlán hafa aukist um 9%
Heildarútlán Spv að markaðs-
verðbréfum meðtöldum voru í
árslok 17.083 milljónir og höfðu
vaxið á árinu um 13%. Útlán til
viðskiptamanna voru 14.243
milljónir. Helstu útlánaformin
eru sem fyrr verðtryggð lán og
reikningslán. Öll eign spari-
sjóðsins í skráðum verðbréfum
er færð á markaðsgengi. Heild-
arinnlán sparisjóðsins og verð-
bréfaútgáfa voru í árslok 13.316
milljónir og höfðu vaxið um 9%
á árinu.
Í apríl næstkomandi mun
útibú sparisjóðsins í Rofabæ 39
flytja í nýtt húsnæði í Hraunbæ
119. Starfsemin mun flytjast úr
75 í 400 fermetra húsnæði og
mun starfsfólki fjölga um 3
stöðugildi. Útibússtjóri Spari-
sjóðs vélstjóra í Hraunbæ hefur
verið ráðinn Bjarni Þór Þórólfs-
son.
Aðalfundur Sparisjóðs vél-
stjóra verður haldinn 23. mars
næstkomandi.
Eigið fé Sparisjóðs vél-
stjóra vex um 600 milljónir
Hagnaður eftir skatta á árinu 2001 er 418 milljónir króna og eiginfjárhlutfall yfir 19%
!"
#
$%&'(
$%)'&
$%*+,
&-(
$+)
.-/-
$&%&/$
(%--)
$+0$1
/&0-1
,$
!""# !""# !""#