Morgunblaðið - 21.02.2002, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 C 7
NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF trargjöldum banka
ng líklega hafa í för
manna – nema ef til
um alþjóðlega fjár-
ndi verður. Starfs-
til vill gera það að
þurfi ekki að þýða
a þess að ekki ein-
ankakerfisins hefur
gnum þess. Þannig
ki hverju stöðugildi
ja ára tímabili, frá
a ári héldu eignirnar
r sem vöxturinn er
uknu skilvirkni má
a afleiðing þenslu í
græði í bankakerf-
da starfsmanna, er
slustaða banka og
hefur lítið breyst á
rá árslokum 1996 til
um tvo afgreiðslu-
183. Þróunin er þó
já Landsbankanum
u afgreiðslustaði en
arisjóðunum. Þetta
óun stöðugilda, þar
Landsbankanum og
sjóðunum. Á höfuð-
afgreiðslustöðum
árið og eru þeir nú
r þar á undan. Þessi
rir nokkra fækkun
önkunum, því af-
a hefur fjölgað um
árum, þar af um sjö
skoða staðsetningu
tabanka og spari-
til hugar að unnt sé
bankakerfinu og ná
sameiningu banka
eg þróun er önnur
megi betur með því
á fjármálamarkaði,
akerfisins eingöngu
eða innan fjármálamarkaðarins í víðara
samhengi. Þá bendir ýmislegt til þess, með-
al annars nýjustu afkomutölurnar, að sam-
eining Íslandsbanka og FBA muni skila ár-
angri. Sá samruni gekk þó ekki aðallega út á
fækkun stöðugilda eða útibúa, enda var ann-
ar bankinn viðskiptabanki og hinn fjárfest-
ingarbanki, heldur var talað um hann sem
sóknarsamruna, þar sem ætlunin var að búa
til öflugri banka. Raunin hefur þó orðið sú
að stöðugildum hefur fækkað um leið og
bankinn hefur vaxið.
Hagkvæmni stærðarinnar
Segja má að rökin fyrir því að samruna fylgi
hagræði séu af tvennum toga, annars vegar
að aukinni stærð fylgi almennt stærðarhag-
kvæmni eins og þekkt er úr öðrum fyrir-
tækjarekstri, en með stærð banka er hér átt
við stærð efnahagsreikningsins. Í þessu
sambandi má nefna að sama tölvukerfi get-
ur dugað fyrir banka þó hann stækki um-
talsvert og hægt er að ná fram hagræði í
bakvinnslu með aukinni stærð. Svipaða sögu
er að segja um útibú, þeim þarf ekki endi-
lega að fjölga þó banki stækki, kostnaður
vegna áhættustýringar og útlánaeftirlits
þarf ekki að verða mikið dýrari þó banki
stækki. Kostnaður við markaðsmál nýtist
betur og einnig þróunarkostnaður vegna
nýrrar þjónustu sem bankinn vill bjóða, en
oft er dýr undirbúningur að baki nýrri þjón-
ustu. Þetta þýðir að bankinn eykur mögu-
leika sína til vaxtar inn á nýja markaði.
Þá getur stærri banki með aukinni breidd
í þjónustu og þar með tekjumyndun dregið
úr sveiflum í afkomu.
Stærri banki þýðir ódýrari fjármögnun
Hitt sjónarmiðið á sérstaklega við um
banka, en það er að með aukinni stærð sé
hægt að tryggja betri áhættudreifingu
eigna- og skuldasafns og áhætta í rekstri
verði minni. Aukin stærð verður því til þess
að lánsfjárhæfismat banka batnar og það
hefur bein áhrif á þau lánakjör sem bank-
anum bjóðast þegar hann er að fjármagna
starfsemi sína. Þetta er þekkt erlendis, en
hér á landi má líka sjá þetta á því að láns-
fjárhæfismat Íslandsbanka, sem er stærsti
banki landsins, er heldur hærra en Lands-
banka og Búnaðarbanka.
Einnig má nefna að bankar geta séð sér
hag í að kaupa fjármálafyrirtæki til að bæta
eignasafn sitt og styrkja lögbundið eigin-
fjárhlutfall og auka þannig möguleika á
frekari vexti. Þau rök vógu þungt þegar
Búnaðarbankinn tók ákvörðun seint á síð-
asta ári um að sameinast fjárfestingarfélag-
inu Gildingu.
Loks hefur verið nefnt varðandi banka-
kerfið hér á landi að þar verði einingar að
stækka til að bankarnir ráði við að veita
stækkandi fyrirtækjum, ekki síst þeim sem
virkust hafa verið í útrás til annarra landa,
eðlilega þjónustu. Þá er einnig bent á að
nauðsynlegt sé að einingar stækki til að
lækkun á vaxtamun, sem orðið hefur á síð-
ustu árum, geti haldið áfram.
Samruni Búnaðarbanka
og Landsbanka
Fyrir utan fyrrnefndan samruna Íslands-
banka og FBA, og ef til vill að honum með-
töldum, var stærsta hagræðingartilraun í
bankakerfinu gerð fyrir rúmu ári þegar rík-
isstjórnin beindi þeim tilmælum til banka-
ráða Búnaðarbankans og Landsbankans að
þau hæfu viðræður um samruna bankanna
tveggja. Óskað var eftir að samkeppnisráð
gæfi álit á samrunanum fyrirfram, en á með-
an unnu bankarnir að samrunanum og áætl-
uðu meðal annars það hagræði sem af hon-
um hlytist. Upphafskostnaður vegna
samrunans var áætlaður 1,2 milljarðar
króna en hreinn ávinningur um einn millj-
arður króna árlega. Ef þessar tölur standast
og miðað er við 15%–20% ávöxtunarkröfu
var samruninn 3,8 til 5,5 milljarða króna
virði í lok ársins 2000, sem sýnir um hve
mikið unnt er að spara í bankakerfinu.
Samkeppnisráð gaf það álit sitt í desem-
ber þetta ár að samruni bankanna tveggja
færi í bága við samkeppnislög og samþjöpp-
un yrði of mikil á ákveðnum sviðum banka-
markaðar. Þetta álit var umdeilt og nokkr-
um dögum eftir að það var fellt kom út
skýrsla sem Samband íslenskra viðskipta-
banka hafði látið vinna fyrir sig þar sem
fram kom að samþjöppun væri ekki óeðli-
lega mikil hér á landi miðað við stærð mark-
aðarins og að bankar þyrftu að ná ákveðinni
stærð til að vera hagkvæmir. Þá kom þar
fram að bæði í Finnlandi og Danmörku væri
stærsti banki landsins með hærra hlutfall
heildareigna en sameinaður Landsbanki og
Búnaðarbanki hefði orðið.
Þegar álit samkeppnisráðs lá fyrir var
snarlega hætt við samruna bankanna
tveggja og ákveðið að vinna þess í stað að
því að ljúka einkavæðingu þeirra. Af því hef-
ur þó ekki orðið enn, en vegna samruna
Búnaðarbankans við önnur félög hefur hlut-
ur ríkisins í honum minnkað hratt. Er hann
nú tæplega 55% og má segja að þar sé um
hljóðláta einkavæðingu að ræða. Hlutur rík-
isins í Landsbankanum er enn rúmlega
68%.
Hugsanlegt að hægt sé að sameina
Búnaðarbanka og Landsbanka
En er til nokkurs að ræða samruna Bún-
aðarbanka og Landsbanka eftir álit sam-
keppnisráðs? Jú, vel má vera að þrátt fyrir
þetta álit væri hægt að ná samrunanum
fram, en á það verður varla látið reyna með-
an ríkið á meirihluta í bönkunum. Nýir eig-
endur kynnu að hafa áhuga á að láta reyna á
samrunann að nýju og ekki er útilokað að
hann fengist samþykktur, ef ekki af sam-
keppnisráði þá af áfrýjunarnefnd sam-
keppnismála, ef til vill með einhverjum skil-
yrðum. Sú nefnd fékk málið aldrei til
umfjöllunar þar sem áliti er ekki hægt að
áfrýja, en hún fengi málið til umfjöllunar ef
farið yrði út í samrun-
ann, úrskurður sam-
keppnisráðs yrði nei-
kvæður og honum yrði
áfrýjað. Áfrýjunarefnd-
in hefur stundum tekið
allt aðra afstöðu en sam-
keppnisráð og nægir þar
að nefna málefni Prent-
smiðjunnar Odda og
Steindórsprents-Guten-
bergs, sem voru til úr-
skurðar hjá Samkeppn-
isstofnun um svipað
leyti og málefni Búnað-
arbanka og Lands-
banka. Samkeppnisráð
hafði ógilt kaup Odda á
Steindórsprenti-Guten-
berg með svipuðum rök-
um og notuð voru gegn samruna bankanna,
en áfrýjunarnefndin sneri úrskurði sam-
keppnisráðs við.
Ýmsir hagræðingarkostir
Ýmsir aðrir kostir eru vissulega til hagræð-
ingar í bankakerfinu og má ætla að margir
þeirra tengist sparisjóðunum og Kaupþingi.
Sparisjóðirnir hafa með lögum frá í fyrra
fengið leyfi til að breyta rekstrarformi sínu í
hlutafélag, en enginn þeirra hefur enn nýtt
sér þennan kost. Líklegt má telja að það
myndi auðvelda samruna þeirra, annað-
hvort innbyrðis eða við banka, ef þeir létu
verða af þessari formbreytingu, en enn virð-
ist ekkert hafa verið ákveðið um hana.
Þegar samruni er annars vegar ræður
fleira en fjárhagsleg málefni, því samruninn
hefur áhrif bæði á stjórnendur og starfs-
menn og þeir hafa stundum ólíkar skoðanir
á málum. Þetta getur haft áhrif á samruna
sparisjóðanna og þess vegna er ekki víst að
þeir sjóðir verði sameinaðir sem annars
kynni að liggja beint við að sameina.
Sem dæmi um sameiningu sparisjóða sem
talið er að af gæti orðið og skila myndi já-
kvæðri samlegð er sameining Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, og
Sparisjóðs Keflavíkur, SPKEF. SPRON er
stærsti sparisjóðurinn og var um mitt ár í
fyrra með 38 milljarða króna efnahags-
reikning, en SPKEF er fjórði stærsti með á
sextánda milljarð króna í heildareignum.
Síðan hefur SPKEF stækkað um hálfan
annan milljarð og SPRON hefur væntan-
lega einnig stækkað, en ársreikningur hans
liggur ekki fyrir. Samanlagður sparisjóður
yrði því með nálægt 60 milljarða króna efna-
hagsreikning, en til samanburðar má nefna
að efnahagsreikningur Íslandsbanka er 348
milljarðar króna, efnahagsreikningur
Landsbanka er áætlaður um 270 milljarðar
króna og efnahagsreikningur Búnaðarbank-
ans er 200 milljarðar króna.
Ekki er auðvelt að slá á hvert núvirði fjár-
hagslegs ávinnings af slíkri sameiningu
væri, en miðað við reynslutölur um kostn-
aðarhagræði og 20% ávöxtunarkröfu má
skjóta á að hagræðið kynni að nema um eða
yfir einum milljarði króna, en frá þeirri tölu
drægist kostnaður við samrunann. Ef þessi
tala er nærri lagi hlýtur að vera umhugs-
unarvert fyrir þessa sparisjóði, og aðra sam-
bærilega, að skoða rækilega hvort samein-
ing kemur til greina.
Kaupþing, SPRON
og Búnaðarbankinn
Annar hagræðingarmöguleiki í bankakerf-
inu er sameining Búnaðarbanka og Kaup-
þings, en síðarnefnda félagið á þegar um 7%
í hinu fyrrnefnda. Sameining þessara banka
yrði svipuð sameiningu Íslandsbanka og
FBA að því leyti að í raun er um viðskipta-
banka og fjárfestingarbanka að ræða, því þó
Kaupþing hafi fengið viðskiptabankaleyfi í
síðasta mánuði ber félagið mun frekar ein-
kenni fjárfestingarbanka. Sameining þess-
ara tveggja banka væri því bæði gerð í því
skyni að ná niður kostnaði á ákveðnum svið-
um þar sem starfsemin skarast og til að fá út
sterkari einingu sem ætti betra með að
sækja fram og vaxa.
Sparnaðinum mætti til að mynda ná í bak-
vinnslu og tölvukerfum, en oft er miðað við
að fullkomin sameining tölvukerfa banka
taki um hálft annað ár og þess vegna þarf
ákveðna þolinmæði til að bíða eftir slíkum
ávinningi. Þá er líklegt að hagræði næðist á
verðbréfasviðum bankanna, en veruleg
skörun væri í verðbréfaþjónustu þessara
fyrirtækja. Þá er ljóst að ekki þyrfti tvo
banka í Lúxemborg svo þar mætti spara
með sameiningu.
Sameinaður banki væri með 318 milljarða
króna efnahagsreikning og væri því fast á
hælum Íslandsbanka sem er með 348 millj-
arða króna heildareignir. Má þess vegna
ætla að hann gæti bætt lánsfjárhæfismat
sitt og þar með náð niður kostnaði við fjár-
mögnun.
Þá má ná fram enn meiri samlegð og enn
stærri efnahagsreikningi með því að bæta
SPRON við þennan
samruna, en minna má á
í þessu sambandi að
sparisjóðsstjóri
SPRON er stjórnarfor-
maður Kaupþings sem
hlyti að liðka fyrir þessu
ef áhugi væri fyrir
hendi. Með SPRON inn-
anborðs má reikna með
að hinn sameinaði banki
yrði með um tíu millj-
örðum króna stærri
efnahagsreikning en Ís-
landsbanki.
Eitt af því sem mælir
með því að SPRON
renni saman við Búnað-
arbankann er að með
því mætti fækka útibú-
um sameinaðs banka á höfuðborgarsvæð-
inu, enda væri sameinaður banki með rúm-
lega tuttugu útibú á því svæði, eða meira en
nokkur annar banki.
Tryggingafélög og bankar
Í lokin á þessum vangaveltum um nokkra
hugsanlega samruna- og hagræðingar-
möguleika í bankakerfinu má bæta því við
að unnt er að sameina tryggingafélög og
banka, og hafa sjónir manna sérstaklega
beinst að Tryggingamiðstöðinni í því sam-
bandi. Óvíst er þó um samlegðaráhrifin af
slíkum samruna og má í því sambandi benda
á að Landsbankinn og Vátryggingafélag Ís-
lands, sem bankinn á stóran hlut í, hafa ekki
náð að starfa saman með þeim hætti sem
mun hafa verið ætlunin í upphafi. Hefur ver-
ið rætt um að sú reynsla gefi frekar vísbend-
ingar um að líftryggingafélög og bankar eigi
samleið en skaðatryggingafélög og bankar.
Ekki er þó ástæða til að útiloka að möguleg
samlegðaráhrif verði til þess að af samein-
ingu banka og tryggingafélags verði hér á
landi, en ef til vill myndi slíkur samruni
henta fjárfestingarbanka betur en við-
skiptabanka og þá kemur Kaupþing aug-
ljóslega helst til greina.
Ljóst má vera af því sem hér hefur verið
sagt að spennandi tækifæri til hagræðingar
eru á íslenska banka- og fjármálamarkaðn-
um og er langur vegur frá því að allir mögu-
leikar hafi verið ræddir. Ef fjármálamark-
aðurinn væri skoðaður í víðara samhengi
mætti víða finna hagræðingarmöguleika,
meðal annars í eignastýringu og sjóða-
vörslu. Fyrir utan hagræðingu innan ein-
stakra fyrirtækja hefur verið ákveðinn doði
yfir hagræðingarstarfi á fjármálamarkaðn-
um undanfarna mánuði eða misseri. Úr því
má að ósekju bæta, enda um milljarðahags-
muni að ræða.
"
% ' ! . +***
)-
)
*
!
'
"
+
,-
$ ! & ! " ! ' -
- -
.
)
*
!
'
/!
0 + 1
$ ! & ! " ! '
1
á
í
nu
haraldurj@mbl.is
förnum ár-
a. Í umfjöll-
m aukinni
nt er á
num farið
..................
Þ ó s a m k e p p n i s r á ð
h a f i l a g s t g e g n
s a m r u n a B ú n a ð a r -
b a n k a o g L a n d s -
b a n k a f y r i r r ú m u
á r i e r e k k i ú t i l o k a ð
a ð s í ð a r v e r ð i
s a m r u n i þ e i r r a
a ð v e r u l e i k a .
..................