Morgunblaðið - 26.02.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.02.2002, Qupperneq 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 17 Erum flutt að Skútuvogi 1e. Við höldum samt áfram að sækja og senda pakka á sama staðinn; - upp að þínum dyrum. Aukin þjónusta, þú græðir klukkutíma. Með tilkomu birgðastöðvar í Keflavík hefur náðst hagræðing og tímasparnaður í flutningum sem við skilum beint til þín.Við getum nú sótt sendingar upp að þínum dyrum til klukkan 16:30 og komið þeim til viðtakanda erlendis fyrir hádegi næsta dag. VIÐ STÖNDUM VIÐ SKULDBINDINGAR ÞÍNAR DHL HRAÐFLUTNINGAR EHF Sími 535 1100 • Fax 535 1111 • www.dhl.is DÓTTURFYRIRTÆKI banda- ríska bankans Wachovia Bank, Philadelphia International Equit- ies, hefur selt 4,25% hlut sinn í Landsbankanum og reynir því ekki á sölutryggingu Landsbank- ans, en eins og fram kom í Morg- unblaðinu á laugardag sölu- tryggði Landsbankinn bréfin og tók að sér að miðla þeim. Gengi bréfanna í þessum viðskiptum var 3,25 og var söluverðið því tæpar 946 milljónir króna, en ekki hef- ur enn verið gefið upp hverjir kaupendur eru. Eins og fram hefur komið jók Landsbankinn hlut sinn í breska bankanum Heritable Bank úr 70% í 95% í síðustu viku þegar hann keypti hluti tveggja dótturfélaga Wachovia Bank, en sá banki varð til við samruna Wachovia og First Union National Bank í Bandaríkjunum. Það var í tengslum við kaup Landsbankans á 70% í Heritable Bank árið 2000 sem dótturfélag First Union eign- aðist þau 4,25% í Landsbankanum sem nú hafa verið seld. Salan er í samræmi við stefnubreytingu sem varð við samruna Wachovia og First Union um að selja erlenda eignarhluti dótturfélaga bankans í fjármálafyrirtækjum. Morgunblaðið/Golli 4,25% hlutur í Lands- bankanum seldur HAGNAÐUR Landsafls hf., fast- eignafélags sem er í eigu ÍAV hf., Landsbankans-fjárfestingar hf. og Eignarhaldsfélagsins Alþýðubank- ans hf., var á síðasta ári 51 milljón króna að teknu tilliti til reiknaðs tekjuskatts, en árið áður var hagn- aðurinn 11 milljónir króna. Rekstrartekjur félagsins námu samtals 614 milljónum króna á síð- asta ári samanborið við 413 milljónir króna árið áður. Hagnaður fyrir fjár- munatekjur og fjármagnsgjöld nam 399 milljónum króna samanborið við 237 milljónir króna árið áður. Í tilkynningu frá Landsafli kemur fram að samkvæmt efnahagsreikn- ingi í árslok 2001 námu heildareignir félagsins 5.940 milljónum króna og bókfært eigið fé í árslok nam 1.081 milljón króna.Veltufé frá rekstri var 196 milljónir króna og handbært fé frá rekstri var 117 milljónir króna. Afkoma ársins er viðunandi að mati stjórnenda Landsafls hf., sér- staklega ef tekið er tillit til þess að gengistap ársins nam 210 milljónum króna. Fram kemur í tilkynningunni að horfur í rekstri félagsins á árinu 2002 séu ágætar þrátt fyrir aukið framboð leiguhúsnæðis. Endanleg niðurstaða muni þó meðal annars ráðast af skilyrðum á fjármagns- mörkuðum og gengisskráningu ís- lensku krónunnar. Landsafl hf. er fasteignafélag sem sérhæfir sig í eignarhaldi, umsýslu, rekstri og útleigu fasteigna. Mark- mið félagsins er að eiga og reka fast- eignir í langtíma- og/eða skammtíma- útleigu. Félagið hefur yfir að ráða yfir 80 þús. fermetrum af húsnæði, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, iðn- aðarhúsnæði, vörugeymslum o.s.frv. Viðskiptavinir félagsins eru fjöl- margir, ríki og sveitarfélög, félög skráð á Verðbréfaþingi sem og ýmis önnur stór og smá fyrirtæki. Landsafl skilar 51 milljón í hagnað FUNDUR um framtíðarsýn í þorskeldi á Vestfjörðum er í dag, þriðjudaginn 26. febrúar, í fyrirlestarsal Menntaskólans á Ísafirði, frá kl 10.30 til 16.00. Til fundarins hafði áður verið boð- að 13. febrúar en þeim fundi var frestað vegna samgöngu- erfiðleika. „Tilraunir með áframeldi á villtum þorski hafa nú verið stundaðar á Vestfjörðum hátt í áratug. Á svæðinu hefur því byggst upp miklisverð þekking og reynsla í fóðrun, meðferð og hegðun eldisfisks, ásamt þekk- ingu á búnaði. Í annan stað eru til margvísleg gögn um um- hverfisþætti og líffræðilegar aðstæður í vestfirskum fjörð- um. Þessi þekking nýtist nú við skipulagningu tilrauna í eldi og við frekari rannsóknir á að- stæðum til þorskeldis á svæð- inu. Að þeim verkefnum standa sjávarútvegsfyrirtæki, rann- sóknastofnanir og einstakling- ar á Vestfjörðum,“ segir meðal annars í fundarboðinu. Framsögumenn verða Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúk- dóma, Keldum, Hjalti Karls- son, Hafrannsóknastofnun, Kristján G. Jóakimsson, Hrað- frystihúsinu – Gunnvör hf., Sig- urður Helgason, fisksjúkdóma- fræðingur, Keldum, Vigfús Jóhannsson, Stofnfiski hf. og Þorleifur Eiríksson, Náttúru- stofu Vestfjarða. Að loknum fyrirlestrum verða pallborðsumræður. Fundur um þorskeldi á Vestfjörðum TAP Hlutabréfasjóðs Íslands hf. eftir reiknaða skatta árið 2001 nam 73 milljónum króna. Hagnaður félagsins á árinu 2000 nam 61 milljón. Innra virði félagsins í árslok 2001 var 2,02 og lækkaði um 14% frá fyrra ári. Eng- inn óinnleystur gengishagnaður var til staðar en í árslok 2000 var hann 27,7 milljónir. Í tilkynningu frá félaginu segir að afkoman í fyrra sé í takt við aðstæður á fjármálamarkaði. Á árinu 2001 hafi úrvalsvísitala VÞÍ lækkað um 11,2% og NASDAQ vísitalan um 21,1%. Enginn starfsmaður starfaði hjá Hlutabréfasjóðnum í árslok 2001 en varsla sjóðsins og dagleg umsýsla er í höndum Íslenskra verðbréfa hf. Hluthafar félagsins voru 1.373 í árslok 2001 og átti enginn einn hlut- hafi meira en 10% hlut. Stjórn Hlutabréfasjóðsins gerir að tillögu sinni að ekki verði greiddur arður vegna ársins 2001. Tap Hlutabréfasjóðs Íslands hf. 73 milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.