Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 25 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Aðeins 20 sæti í boði Síðustu sætin til Prag frá kr. 19.900 10. mars Verð kr. 19.900 Flugsæti til Prag, út 10. mars, heim 14. mars. Almennt verð kr. 20.895. Skattar kr. 3.550, ekki innifaldir. Verð kr. 3.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Quality, per nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð til Prag þann 10. mars í 4 nætur, en nú getur þú kynnst þessari einstöku borg á ótrúlegu tilboðsverði. Þú bókar flugsæti á aðeins 19.900 kr. og getur valið um góð hótel Heimsferða í hjarta Prag. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu Heims- ferða í Prag allan tímann. TALIÐ er að um 1000 íslenskar konur séu með sjúkdóm, sem veldur slæmum blæð- ingaverkjum, blæð- ingatruflunum og minni frjósemi. Sjúkdómur- inn nefnist legslímu- flakk („endometriosis“ á erlendum málum). Hann lýsir sér í blóð- hlaupnum vefja- skemmdum í grindar- holi og á eggjastokkum þar sem slímhúð eins og sú sem þekur legið að innan festist á líf- himnuna eða á eggja- stokkana („fer á flakk“). Þetta veldur blæðingum inn í þessa vefi og þar verða bólgur og vefjaskemmdir. Einkennin geta ver- ið allt frá vægum og upp í mjög slæma verki í grindarholi og baki. Við tíðablæðingar berast örlitlir slímhúðarflákar upp í gegnum eggja- leiðarana og inn í kviðarholið hjá flestöllum konum. Yfirleitt hreinsast þeir burt af lífhimnunni, en í sumum konum ná þeir bólfestu og vaxa. Blóðfylltar blöðrur geta myndast á eggjastokkunum og þegar blætt hef- ur inn í kviðarholið myndast bólgur og samgróningar. Þetta truflar blæð- ingar og egglos. Erfðir eða umhverf- isþættir ráða miklu um þetta. Algengt er að konur, sem eru með legslímuflakk, viti ekki sjálfar mikið um sjúkdóminn og jafnvel ekki að þær séu með hann. Erfitt er að út- skýra tilurð hans og framvindu, en áður voru veikindi þessara kvenna oft skýrð með því að þær væru með ,,blöðrur á eggjastokkunum“. Sam- fara framförum í læknavísindum og með aukinni þekkingu kvenna á eigin líkama, greinist sjúkdómurinn nú betur en áður. Konur, sem hafa þjáðst af miklum blæðingaverkjum, hafa oft reynst vera með legslímu- flakk. Við læknisskoðun má finna merki um sjúkdóminn, en eina örugga greiningin fæst með kviðar- holsspeglun eða opinni skurðaðgerð. Ómskoðun kemur að takmörkuðu gagni, og þá helst til að greina blóð- fylltar blöðrur á eggjastokkum. Það skiptir máli að konur séu með- vitaðar um tilvist sjúkdómsins í fjöl- skyldu sinni. Ef konur eiga systur, mæður eða systkinadætur sem þjást af legslímuflakki aukast líkur þeirra sjálfra á að fá hann. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á Íslandi undanfar- in 6–7 ár, hafa sýnt þetta og vakið at- hygli á erlendum vettvangi. Konur með legslímuflakk eru talsvert skyld- ari heldur en tilviljunarkennt úrtak kvenna í þjóðfélaginu. Arfgengi get- ur líka verið gegnum karllegg frá föðurömmu til sonardóttur. Það er þess vegna líklegt að hjá konum með legslímuflakk hafi eitt eða fleiri gen breyst, og að slíkar stökkbreytingar auki hættuna á að sjúkdómurinn geri vart við sig eða versni. Verið er að leita að og skilgreina áhrif þessara erfðavísa í frumum úr legslímhúðinni og í blóðfrumum kvenna með leg- slímuflakk. Á síðasta ári hófst nýtt átak í rann- sóknum á þessum sjúkdómi hér á Ís- landi. Óvenjugóðar forsendur eru til slíkra rannsókna hérlendis. Við fáum upplýsingar frá sjúkrahúsum lands- ins um hvaða konur hafa greinst með sjúkdóminn. Þessum konum er síðan sent bréf og leitað eftir samþykki þeirra til þátttöku. Allt er þetta gert samkvæmt reglum vísindasiðanefnd- ar og Persónuverndar. Konur hafa hingað til brugðist vel við beiðni okk- ar um þátttöku. Rannsóknin hófst 1994 með samstarfi kvennadeildar Landspítalans og Oxfordháskóla í Bretlandi. Frá árinu 1997 hefur meg- insamvinnan verið við Íslenska erfðagreiningu. Hin mikla tækniað- staða, sem þar er til staðar, skapar góð skilyrði fyrir fjölþættar rann- sóknir á sjúkdómnum. Sú þekking sem þannig fæst getur leitt til þess að orsakir sjúkdómsins finnist, nýjar og einfaldari greiningaraðferðir verði þróaðar (t.d. með einni blóðprufu) og ný meðferðarúrræði verði til. Slíkt yrði ómetanlegt fyrir hundruð þús- unda kvenna um allan heim. Það er von okkar að konur sem fá sent bréf frá okkur vegna þessarar rannsókn- ar leggi okkur lið. Framlag íslenskra kvenna til rannsóknar sem þessarar er ákaflega mikilvægt. Erfiður sjúkdómur fyrir margar konur Jón Torfi Gylfason Legslímuflakk Einkennin, segja Reynir Tómas Geirsson og Jón Torfi Gylfason, geta verið vægir eða slæmir verkir í grindarholi og baki. Reynir Tómas er forstöðulæknir á Kvennadeild Landspítala og Jón Torfi er lífefnafræðingur og læknanemi. Reynir Tómas Geirsson TILKOMA Hval- fjarðarganga var mikið framfaraspor í sam- göngumálum fyrir Vestlendinga og reyndar flesta lands- menn. Það merkilega við þá framkvæmd var að þar tóku framsýnir einkaaðilar sig saman þar sem fyrirséð var að samgönguyfirvöld treystu sér ekki til að hrinda verkefninu í framkvæmd þrátt fyrir augljósa þjóðhagslega hagkvæmni. Vaxandi þungi hefur verið í þeirri umræðu á Vesturlandi að það sé óeðlilegt að Vestlendingar og aðrir sem nota mikið Hvalfjarðargöng skuli einir landsmanna borga með vegtollum slíkt umferðarmannvirki. Fram hef- ur komið í fjölmiðlum að samgöngu- ráðherra vilji láta endurskoða stöðu og rekstur Hvalfjarðarganganna í tengslum við afgreiðslu samgöngu- áætlunar næsta haust. Ástæða er til að fagna því og hvetja til endurmats á núverandi fyrirkomulagi. Í tengslum við umfjöllun af þessu máli hefur komið fram að Hvalfjarð- argöngin færi ríkinu um 100 mkr á ári í virðisaukaskatt. Auk þess fela Hvalfjarðargöngin í sér milljóna sparnað á ári fyrir Vegagerðina í viðhaldi og snjómokstri vegar um Hvalfjörð, fyrir utan þjóðhagslegan ávinning af styttingu leiðarinnar. Það segir sig sjálft að það er óvið- unandi staða fyrir Vestlendinga og aðra sem nota Hvalfjarðargöngin í einhverjum mæli að ríkisvaldið sé beinlínis að hagnast á gerð slíkra mannvirkja. Nú er í umræðunni tillaga að byggðaáætl- un 2002–2005. Þar er að finna ýmsar hug- myndir sem eru góðra gjalda verðar. Ég held það megi þó fullyrða að góðar sam- göngur standi hvað fremst varðandi ávinn- ing af aðgerðum stjórnvalda til að bæta búsetuskilyrði utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig er hægt að full- yrða að niðurfelling eða a.m.k. veruleg lækkun vegtolla um Hvalfjarðargöngin mundi skipta verulegu máli til að bæta búsetuskilyrði á Vesturlandi, sem mundi jafnframt koma til góða fyrir þann stóra hluta þjóðarinnar sem um göngin fara. Slíka tillögu er þó ekki að finna í nýrri byggðaáætl- un en ég held að hún ætti fullan rétt á sér. Ríkið græðir á göngunum Stefán Kalmansson Höfundur er bæjarstjóri í Borgarbyggð. Vegatollar Afnám eða lækkun veg- tolla um Hvalfjarðar- göngin, segir Stefán Kalmansson, mundi skipta verulegu máli. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.