Morgunblaðið - 26.02.2002, Side 41

Morgunblaðið - 26.02.2002, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 41 Austurstræti 3, sími 551 4566. Rýmingarsala Verslunin flytur 1. mars sameinast Laugavegi 24 Allt á að seljast. Okkar vinsælu talnámskeið hefjast 4. mars Innritun er hafin Einnig bjóðum við uppá: Umræðuhópa - Viðskiptaensku - Einkatíma Málaskóla í Bretlandi Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk Hraðnámskeið á Akureyri (maí) Hringdu í síma 588 0303 Faxafeni 8 enskuskolinn@isholf.is www.enskuskolinn.is ENSKA ER OKKAR MÁL HELGI Áss Grétarsson er Ís- landsmeistari í atskák 2002. Þeir Helgi Ólafsson háðu úrslitaeinvígið í sjónvarpssal. Tefldar voru tvær at- skákir. Helgi Áss hafði hvítt í fyrri skákinni og fékk vænlega stöðu og vann peð í 28. leik. Helgi Ólafsson var þó með mun betri tíma og nýtti sér það ásamt góðri vörn til að halda jafntefli. Í síðari skákinni hafði Helgi Ólafs- son hvítt og upp kom afbrigði af enskum leik sem hann hafði meðal annars teflt gegn Vikt- or Korchnoi á atskák- mótinu í Kópavogi 2000 og haft betur. Helgi Áss brá þó út af leiðinni sem Korchnoi kaus og náði að jafna taflið. Aftur notaði Helgi Ólafsson mun minni umhugsunar- tíma, en Helgi Áss lét ekki slá sig út af laginu og hvorugum hafði tek- ist að skapa sér um- talsverð færi þegar jafntefli var samið í 43. leik í hnífjafnri stöðu. Þar sem staðan að loknum atskák- unum var jöfn var gripið til bráða- bana, og sá sem yrði fyrri til að vinna skák sigraði jafnframt í einvíginu. Það var hér sem úrslitin réðust og taflmennskan bar þess merki að um- hugsunartíminn var styttri en áður. Helgi Ólafsson hafði hvítt, en eftir að hann hafði leikið skiptamun af sér á slysalegan hátt voru úrslitin ráðin. Helgi Áss nýtti sér yfirburðina af ör- yggi, þrátt fyrir að Helgi Ólafsson gerði góða tilraun til að skapa sér sóknarfæri á kóngsvæng. Helgi Áss Grétarsson sigraði því í einvíginu með tveimur vinningum gegn einum vinningi Helga Ólafssonar. Þetta er í annað sinn sem Helgi Áss hampar titlinum en hann sigraði einnig 1999. Einvígið fór fram í sjónvarpssal í umsjón Bjarna Felixsonar. Honum til aðstoðar voru Friðrik Ólafsson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Skák- stjóri var Ríkharður Sveinsson. Lundarskóli Íslands- meistari barnaskóla Íslandsmót barnaskólasveita var haldið um helgina. Alls tefldu 23 sveitir frá 17 skólum. Keppnin var æsispennandi og eftir níu umferðir voru Lundarskóli frá Akureyri og Hlíðaskóli jafnir og efstir með 27 vinninga af 36. Þeir tefldu því til úr- slita og í þeirri viðureign sigraði Lundarskóli 3-1 og er því Íslands- meistari barnaskólasveita 2002. Sig- ursveitina skipuðu: Siguróli Magni Sigurðsson, Jón Heiðar Sigurðsson, Eyþór Gylfason, Aron Skúlason og vara- maður var Aron Hjalti Björnsson. Sveit Hlíðaskóla skipuðu Helgi Brynjarsson, Jón Ágúst Erlingsson, Ásta Svansdóttir, Atli Sigurðsson og varamenn voru Bjarki Brynjarsson og Einar Brynjarsson. Í þriðja sæti varð Melaskóli, a- sveit, með 25½ vinning. Sveitina skipuðu: Dofri Snorrason, Hallgerð- ur Þorsteinsdóttir, Haraldur Frank- lín Magnús og Árni Snorrason. Í fjórða sæti varð Rimaskóli, a-sveit, með 25 vinninga og í 5.-6. sæti urðu Breiðagerðisskóli og Lindaskóli, a- sveit, með 19½ vinning. Með sigrinum öðlast Lundarskóli rétt til þátttöku á Norðurlandamóti barnaskólasveita sem fer fram í Sví- þjóð í haust. Veitt voru sérstök verðlaun fyrir bestan árangur á 1. og 2. borði. Á 1. borði náði Gylfi Davíðsson úr Breiðagerðisskóla bestum árangri, fékk 8½ vinning af 9, og Jón Ágúst Erlingsson úr Hlíðaskóla náði best- um árangri á 2. borði þar sem hann fékk fullt hús, 9 vinninga. Meistaramót Hellis Þegar ein umferð er eftir á Meistaramóti Taflfélagsins Hellis eru þeir Þorvarður F. Ólafsson og Björn Þor- finnsson efstir á mótinu með 5 vinninga. Þar sem þeir eru báðir í Helli er ljóst að þeir munu berjast um meistaratitil félagsins, auk sigurs á mótinu. Röð efstu manna fyrir síðustu umferð: 1.-2. Björn Þorfinns- son og Þorvarður F. Ólafsson 5 v. 3.-6. Sigurður Daði Sigfússon, Bragi Þorfinnsson, Björn Þorsteins- son og Jón Árni Halldórsson 4½ v. 7.-9. Gunnar Björnsson, Kjartan Thor Wikfeldt og Leifur I. Vilmund- arson 4 v. 10.-14. Halldór Garðarsson, Sig- urjón Haraldsson, Páll Sigurðsson, Óskar Haraldsson og Halldór Páls- son 3½ v. 15.-21. Rafn Jónsson, Haraldur Magnússon, Aldís Rún Lárusdóttir, Kristján Þór Sverrisson, Gylfi Dav- íðsson, Valdimar Leifsson og Arnar Sigurðsson 3 v. o.s.frv. Vasjukov sýnir klærnar Hinn 69 ára gamli Íslandsvinur, Evgenij Vasjukov, er enn í fullu fjöri. Hann sigraði á Reykjavíkur- skákmótinu 1968 ásamt landa sínum Mark Taimanov, hálfum vinningi á undan Friðriki Ólafssyni, sem þurfti að fresta skák sinni í fyrstu umferð þar sem hann hann var að ljúka loka- prófi í lögfræði. Friðrik hafði reynd- ar sigrað á Reykjavíkurmótinu 1966 og lagði þá m.a. Vasjukov. Friðrik olli miklu uppnámi í annarri umferð mótsins 1968 þegar hann mætti ekki til leiks án nokkurra skýringa. Það kom síðan í ljós að hann hafði lent í umferðaróhappi úti á landi og hafði ekki getað náð sambandi við skák- stjóra til að láta vita af sér. Sam- kvæmt reglum jafngilti þetta tapi, en þrátt fyrir það samþykktu allir kepp- endur að Friðrik fengi að tefla skák- ina. Reykjavíkurskákmótið 1968 var afar sögulegt, bæði hvað undirbún- ing þess og framkvæmd varðaði. Þess má geta að fyrstu verðlaun á þessu stórmóti voru $500. Margir þeirra sem tóku þátt í mótinu tefla enn þann dag í dag og Vasjukov er í þeim hópi. Hér sýnir hann hollenska stórmeistaranum Loek van Wely (2.697) í tvo heimana, en skákin var tefld á opna Aeroflot-skákmótinu sem nýlega lauk í Moskvu. Hvítt: Vasjukov Svart: Loek van Wely Aeroflot-mótið, Moskvu, 1. um- ferð Sikileyjarvörn 1.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd4 4.Dxd4!? – Uppáhaldsleikur hins 69 ára stór- meistara. 4. – Rc6 5.Bb5 Bd7 6.Bxc6 Bxc6 7.Rc3 Rf6 8.Bg5 e6 9.0–0–0 – Hvítur hefur einnig hrókað stutt í þessari stöðu, t.d. 9.0–0 Be7 10.Had1 0–0 11.Hfe1 Da5 12.Bh4 Hfd8 13.Dd3 Dh5 14.He3 Hac8 15.Bxf6 Bxf6 16.Rd4 g6 17.Rce2 d5 18.Rg3 De5 19.c3 dxe4 20.De2 Dd6 21.Hd2 Bg5 22.Rb3 De5 og hvítur gafst upp (Dückstein-Fischer, Zür- ich 1959). 9. – Be7 10.Hhe1 0–0 11.Kb1 Da5 Líklega er betra að leika 11. – Dc7 í þessari stöðu. 12.Dd2 Da6!? Van Wely fylgir þekktri uppskrift, sem til þessa hefur verið talin besta leiðin fyrir svart. Hugmyndin er að undirbúa að leika fram b-peðinu. Önnur leið er 12. – Db6, t.d. 13.Rd4 Hfd8 14.f3 Hac8 15.g4 Be8 16.h4 Hc4 17.Be3 Da6 18.g5 Rd7 19.h5 Hdc8 20.Rce2 Re5 21.c3 H4c7 22.Rc1 Ba4 23.Rcb3 Hd7 24.g6 hxg6 25.hxg6 Rxg6 26.Dh2 Bf6 27.Hh1 Kf8 28.Hhg1 Ke7 29.Bg5 Bxb3 30.axb3 Hc5 31.Bxf6+ gxf6 32.Hxg6 fxg6 33.Dh7+ Ke8 34.Dg8+ Ke7 35.Dg7+ Ke8 36.Dg8+ Ke7 37.Dxe6+ Kd8 38.Dg8+ Kc7 39.Re6+ Kb6 40.Rxc5 og hvítur á vinningsstöðu (Vasjukov-Platonov, Sovétríkjunum 1969). Aðrir leikir fyrir svart í stöðunni eru 12. – Hfd8 og 12. – Dc7 o.s.frv. 13.Rd4 Hfc8 14.f4!? – Nýr leikur. Þekkt er 14.f3, t.d. 14. – b5 15.g4 b4 16.Rce2 Be8 17.Rg3 h6 18.Be3 Rd7 19.Bxh6 Bf8 20.Bg5 Re5 21.Rh5 Hc5 22.b3 Ha5 23.De2 Bb5 24.Rxb5 Hxa2 25.Kc1 Hc8 26.Rd4 Haxc2+ 27.Rxc2 Da1+ 28.Kd2 Dc3+ 29.Kc1 Rxf3 30.Kb1 Dxb3+ 31.Kc1 Da2 og hvítur gafst upp (Ep- ishin-Dvoirys, Skákþingi Sovétríkj- anna, Leningrad 1990). 14. – h6 15.h4! – Vasjukov fórnar manni til þess að opna h-línuna til sóknar. Hann á varla um annað að velja, því að eftir bæði 14. Bh4 Rxe4 og 14. Bxf6 Bxf6 stendur svartur betur. 15. – Dc4?! Svartur hefði líklega átt að leika 15. – b5, t.d. 16.e5 dxe5 17.fxe5 b4 18.De2 Dxe2 19.Rcxe2 hxg5 20.exf6 Bxf6 og hann stendur vel. Eftir 15. – hxg5 16.hxg5, t.d. 16. – Re8 17.Hh1 Bd8 18.De3 Dc4 19.Dh3 Kf8 20.g6 Bb6 21.gxf7 Kxf7 22.Dh5+ g6 23.Dh7+ Rg7 24.Rxc6 Hxc6 25.Hh6 Hg8 26.Dxg6+ Kf8 27.Df6+ Ke8 28.Dg6+ Kf8 verður skákin jafntefli. 16.g4! Kf8 Ekki gengur 16. – hxg5?! 17.hxg5 Re8 18.Hh1 Bd8 19.f5 e5? 20.Dh2 Kf8 21.f6 Bxf6 22.gxf6 Rxf6 23.Rf5 Rg8 24.Dh7 Bxe4 25. Dxg7+ Ke8 26. Rxd6+ og hvítur á vinningsstöðu. 17.f5 hxg5 18.hxg5 Rd7 Eða 18. – Rxg4 19.fxe6 Re5 20.Hh1, sjá skákina, með þeim mun þó, að þar lifir hvíta peðið á g4. 19.fxe6 Re5 20.Hh1 – Einfaldara er 20.Dh2! fxe6 21.Rxc6 bxc6 22.Dh8+ Kf7 23.Hf1+ Bf6 24.Hxf6+ gxf6 25.Dh7+ Kf8 26.gxf6 Hc7 27.Dh8+ Kf7 28.Dg7+ Ke8 29. Dxc7 og svartur á enga vörn við hót- unum hvíts, eftir 30. Hd1-h1 o.s.frv. 20. – fxe6 21.b3! – Nú neyðist svartur til að gefa eftir valdið á e6. 21. – Db4 22.Hh8+ Kf7 23.Df4+ Bf6 Eða 23. – Kg6 24.Rxe6 Bxe4 25.Rxe4 Rxg4 26.Hf1 og við hótun- unum 27. Df5+ eða 27. Df7+ er lítið að gera. 24.Hh7! Kg8 25.gxf6! Kxh7 26.Dg5 Hc7 Eða 26. – g6 27. Hh1+ Kg8 28. Dh6 og svartur verður mát. 27.Rxe6 -- Eftir 27. Hh1+ Kg8 28. Dh5 stytt- ist í, að svartur verði mát. 27. – Hac8 28.fxg7 Kg8 Eða 28. – Dxc3 29. g8D+ Hxg8 30. Hh1+ og mát í næsta leik. 29.Hh1 Bxe4 30.Hh8+ Kf7 31.Rxc7 Dxc3 32.g8D+ og svartur gafst. Hann á gjörtap- að tafl, eftir 32. – Hxg8 33. Dxg8+ Kf6 34. Re8+ Ke7 35. Dg7+ Ke6 36. Rc7+ Dxc7 37. Dxc7 o.s.frv. Helgi Áss Íslands- meistari í atskák Helgi Áss Grétarsson Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson SKÁK Reykjavík ÍSLANDSMÓTIÐ Í ATSKÁK – ÚRSLITAEINVÍGI 24.2. 2002 mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.