Morgunblaðið - 26.02.2002, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 26.02.2002, Qupperneq 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Þakklæti fyrir góða grein ÉG vil koma á framfæri þakklæti mínu fyrir grein Páls Gíslasonar, læknis og fyrrv. borgarfulltrúa, sem birtist í Morgunblaðinu sl. föstudag: Ábyrgðir og gam- alt fólk. Í greininni er Páll að hvetja lánastofnanir að hætta að taka íbúðir af fólki sem hefur gengið í ábyrgðir fyrir aðra. Jón Kjartansson, form. leigjendasamtak. Um hundahald ÞAR sem ég nú nýverið er orðinn hundagæslumaður tímabundið fyrir son minn sem dvalist hefur í Noregi í nokkur ár vil ég koma eft- irfarandi á framfæri. Þetta eru tveir hundar af Samojed-kyni frá Síberíu sem þola vel hungur og kulda, eiginlega sleða- hundar. Mjög svo gæfir, geðugir og skynsamir og það er mjög svo ánægjulegt að umgangast þá endaþótt ég hafi aldrei umgengist hunda áður. Gestkomandi fólk kallar þá gjarnan ísbirni því þeir eru hvítir á litinn, umfangs- miklir og stórir. Ég hefi haft mikla ánægju af þeim enn sem komið er en þeir þurfa mikla umsjá. Ég kjassa þá stundum og tala við þá sem jafningja og þá sleikja þeir hendur mínar og dingla skottinu af tilfinn- ingu. Ég fer með annan þeirra útí veðrið en hann er þó ennþá erfiður í taumi og á erfitt með að skilja að ég sé húsbóndi hans. Það væri ekki hægt að standa í þessu einsamall og því er eigin- kona mín til hjálpar og veit- ir þeim mat og drykk og aðra umhyggju ásamt mér. Að þessu sögðu er ég með hundahaldi og styð það í hvívetna því þetta eru tals- vert mannlegar skepnur og til ánægjuauka í lífinu. Páll Hannesson, Ægisíðu 86, R. Fagmennska og hlýtt viðmót ÉG VIL koma á framfæri þakklæti fyrir frábæra fag- mennsku og hlýtt viðmót á nuddstofu Jia Rui í Hamra- borg í Kópavogi. Ég var með þrálátt brak í hálslið- unum um lengri tíma og óþægindi sem því fylgdi. Eftir 5 tíma í nuddi og hnykkingu læknaðist háls- inn ásamt ýmsum öðrum smá stress kvillum. Svefn- inn er betri og líkamleg og andleg orka komin á rétta braut. Vilborg Ragnarsdóttir. Gamli góði sónninn ÉG hlustaði á Kastljós þar sem Atli Heimir Sveinsson minntist á að honum þætti betra að heyra gamla góða á tali-sóninn í símanum þegar númerið væri á tali í stað þess að heyra rödd sem segði: Þetta númer er á tali, vinsamlega reynið síð- ar. Er ég honum innilega sammála. Vil ég frekar heyra á tali-sóninn og reyna svo bara aftur síðar og vil endilega að þessu sé hætt. Eins hef ég verið að velta því fyrir mér hvort þetta kosti þann sem hringir eitt- hvað, þ.e. að lenda á svona símsvara. 111232-3859. Tapað/fundið Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA með hús- lyklum og bíllyklum fannst í Flúðaseli. Upplýsingar í síma 587 8276. Bíllykill týndist í Smáralind ÞRÁÐLAUS bíllykill (leð- urkippa Ford) týndist í Smáralind sunnudaginn 3. febrúar. Finnandi skildi eftir miða á bílnum og gaf upp símanúmer sem ekki er tengt. Er viðkomandi beð- inn að hafa samband í síma 566 7994. Dýrahald Jenni er týndur SÍAMSLITAÐUR balen- ise-köttur týndist sl. mið- vikudag frá Mosarima í Grafarvogi. Hann er með bláa demantsól og eyrna- merktur. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 587 0447 og 698 1017. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJI tekur iðulega strætóog hefur komist að því að á þeirri leið, sem hann þarf að fara til að komast í og úr vinnu, er hann lítið lengur að komast á milli en færi hann á einkabíl. Það er vitaskuld lykilat- riði í almenningssamgöngum að al- menningur komist hratt og örugg- lega leiðar sinnar. Tíðar strætisvagnaferðir Víkverja hafa hins vegar vakið hann til um- hugsunar um nýtingu á vögnunum. Víkverji minnist þess að þegar hann tók strætó utan af Seltjarnarnesi nið- ur í bæ á menntaskólaárum sínum var vagninn án undantekningar troð- fullur og máttu þeir, sem ekki bjuggu yst á Nesinu gera sér að góðu að standa eins og sardínur í dós þar til komið var á áfangastað. Víkverji hef- ur ekki fundið fyrir neinni sardínu- dósatilfinningu í strætisvögnum borgarinnar að undanförnu. Þvert á móti. Vagninn virkar yfirleitt hálf- tómur. Því er iðulega haldið fram að meðal annars eigi að leggja áherslu á almenningssamgöngur af umhverfis- sjónarmiðum. Það getur hins vegar ekki verið mikill ávinningur fyrir um- hverfið að hinir risavöxnu strætis- vagnar bruni nánast tómir um göt- urnar á meðan strókurinn stendur aftur úr þeim og væri fróðlegt að vita hvort ekki standi til að bæta sæta- nýtinguna í vögnunum. Stundum eru svo fáir í vagninum að einkabíll gæti leyst strætisvagninn af hólmi. Það er ljóst af fámenninu í stræt- isvögnum borgarinnar að almenning- ur lítur ekki á þá sem raunhæfan kost í samgöngum. Þar liggur ugg- laust margt að baki. Þeir, sem ekki kunna á leiðakerfið og áætlun vagn- anna, eiga á hættu að þurfa að bíða allt að tuttugu mínútur eftir næsta vagni og hlýtur það að fæla frá. Þeir, sem taka strætó, þurfa hins vegar ekki að óttast þrengsli að óbreyttu. x x x VINSÆLDIR almenningssam-gangna hljóta að ákvarðast af þeirri þjónustu, sem boðið er upp á. Sú var tíðin að strætisvagnarnir gengu á fimmtán mínútna fresti. Vitaskuld væri hið mesta óráð að fjölga ferðum með tilheyrandi fjár- festingum í bílaflota ef vagnarnir yrðu jafn tómir eftir sem áður – og jafnvel færri farþegar í hverjum vagni. Annar kostur er að sníða kerfið að eftirspurninni og fækka ferlíkjunum. Ef reynsla Víkverja af mannfæð í strætisvögnum á við á flestum leið- um strætisvagnakerfisins hlýtur að koma til greina að skipta einfaldlega yfir í smærri bíla. Hinir stóru stræt- isvagnar þurfa iðulega að fara um þröngar götur og taka krappar beygjur þar sem er lítið svigrúm. Við slíkar aðstæður er ekki beint hægt að tala um að þeir séu liprir í akstri. Minni bílar myndu falla betur inn í og mun fremur vera í takt við umferð- ina. Hér á landi er iðulega gert mikið úr því að götur borgarinnar beri ekki lengur þá miklu umferð, sem hér er. Þetta er reyndar sjónarmið, sem ber því vitni að viðkomandi hafi aldrei þurft að komast leiðar sinnar á bíl á umferðartíma í stórborgum ríkjanna í kringum okkur. Á hinn bóginn ber að nýta alla kosti, sem kynnu að greiða fyrir umferð, og smærri strætisvagnar í takt við nýtingu og umferð gætu verið liður í því. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 vera fær um, 4 helm- ingur, 7 andlegt atgervi, 8 afkvæmum, 9 elska, 11 skarn, 13 ilma, 14 yfir- hafnir, 15 trjámylsna, 17 grófgerður, 20 sterk löngun, 22 rekur í, 23 poka, 24 gyðju, 25 lofar. LÓÐRÉTT: 1 massa, 2 spakur, 3 nytjalanda, 4 fall, 5 ósannsögul, 6 þjálfa, 10 kaldur, 12 strit, 13 rölt, 15 málmur, 16 illkvittin, 18 læsum, 19 blóms, 20 þrjóskur, 21 hæðir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 braglínan, 8 eimur, 9 ylinn, 10 lán, 11 glata, 13 dunar, 15 skæða, 18 gassi, 21 ull, 22 stirð, 23 æskan, 24 gapuxanna. Lóðrétt: 2 remma, 3 gerla, 4 ímynd, 5 arinn, 6 berg, 7 snýr, 12 tíð, 14 una, 15 sess, 16 ævina, 17 auðnu, 18 glæða, 19 sökin, 20 inna. K r o s s g á t a VEGNA skrifa um geð- heilbrigðismál vil ég leggja nokkur orð í belg. Árið 1954 komu fyrstu geðlyfin á markað. Á þeim tímapunkti gat fólk í hrönnum útskrifast af Kleppsspítalanum og jafn- vel sótt vinnu. Þá var hætt að nota spennitreyjur og vatnsmeðferð. Síðan hafa að mínu áliti orðið straumhvörf í þágu þeirra sem þjást af geðrösk- unum. Ný og sérhæfð lyf, ásamt viðtalsmeðferðum og vinnustöðum fyrir ör- yrkja. Einn þessara vinnu- staða er Múlalundur, sem jafnvel á að loka. Finnst mér það afturför en mér skilst að það eigi að gera úttekt á þeim stað. Finnst mér yfirbyggingin þar óþarflega mikil. Staður eins og Geðhjálp, Vin og fleiri hafa sýnt mikinn ár- angur og eru athvarf margra þar sem þeir taka virkan þátt í meðferðinni. Er ég nokkuð sáttur við mestan hluta þess sem er að gerast í geðheilbrigð- ismálum núna. Guðbjörn Hjálmarsson, Hátúni 10a. Um geðheilbrigðismál Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss kemur og fer í dag. Fure Star kemur í dag. Guðrún Gísladóttir fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, leirkera- smíði, kl 10 boccia, kl. 10 enska, kl. 11 enska og dans Lance, kl. 13 vinnustofa, og bað. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa. Uppl. í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 17 fótaaðgerð, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist, kl. 14. dans. Eldri borgarar Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586 8014 kl. 13– 16. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10 samverustund, kl.14 félagsvist. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 fönd- ur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Í dag kl. 13.30 spilað í Holts- búð. Fimmtud. 28. feb. kl. 19.30 bingó í Kirkju- hvoli. Fimmtud. 7. mars kl. 20 Borgarleikhúsið Íslenski dansflokkurinn. Miðapantanir í síma 565-6622 eftir hádegi. Þriðju. 26. feb. kl. 9 vinnuh. gler, kl. 13 mál- un, kl. 13.30 tréskurður, kl. 13.30 spilað í Holts- búð, kl. 16 bútasaumur Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Kl. 13.30 saumur og brids. Á morgun myndlist kl 13 og pílukast kl 13:30. Sæludagar á Örkinni 3.– 8 mars. Þátttakendur láti vita ef ætla að nota rútuna sem fer sunnud. 3. mars í s. 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Félagi eldri borgara í Reykjavík, Ás- garði Glæsibæ. Þriðjud. Skák kl. 13 og alkort kl. 13.30. Mið- vikud: Göngu-hrólfar fara í göngu frá Ásgarði kl. 10. Söngfélag FEB kóræfing kl 17. Línu- danskennsla kl. 19.15. Söngvaka kl. 20.45 stjórnandi Vigdís Ein- arsdóttir, umsjón Sig- urbjörg Hólmgríms- dóttir. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði Söng og gam- anleikinn „Í lífsins ólgu- sjó“ minningar frá ár- um síldarævintýranna. Og „Fugl í búri“ drama- tískan gamanleik. Sýn- ingar: Miðviku- og föstudaga kl. 14 og sunnud. kl. 16. Miða- pantanir í s: 588-2111, 568-8092 og 551-2203. Framtalsaðstoð frá Skattstofu Reykjavíkur verður þriðjud. 19. mars á skrifstofu félagsins, panta þarf tíma. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- mennska, kl. 13 boccia. Fimmtudaginn 28. feb. Leikhúsferð í Borg- arleikhúsið „Boðorðin níu“, skráning hafin. Félagsvist verður 28. feb. kl. 13.15 í samstarfi við Seljaskóla, umsjón Eiríkur Sigfússon. Allir velkomnir, verðlaun. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575-7720 Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 gler- skurður, kl. 10 handa- vinna, kl. 14 þriðjudagsganga, kl. 15.30 spænska, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leikfimi, kl. 19 brids. Góugleði verður fimmtudaginn 28. feb kl. 14. Góð skemmti- atriði. Þema dagsins: Þú ert það sem ofan í þig fer. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 19 gömlu dansarnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13.30 helgistund. Fóta- aðgerð, hár- og hand- snyrting. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskurður og tré- málun, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–17 hárgreiðsla. Háteigskirkja eldri borgarar á morgun mið- vikudag, samvera, fyr- irbænastund í kirkjunni kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og op- in vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Félagsstarfið er opið öllum aldurs- hópum, allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl.9.15–16 bútasaumur, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 spilamennska. Höfum laus pláss í tréútskurði. Konur sérstaklega vel- komnar. Nánari upplýs- ingar í síma 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og körfugerð, kl. 14 fé- lagsvist. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Ásgarði, Glæsibæ. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á miðvikud. kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Reykjavíkurdeild SÍBS félagsvist í húsnæði Múlalundar, vinnustofu SÍBS, í kvöld. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Byrjað að spila kl 20. Mæting kl 19.30. Húsinu lokað kl. 20. Kvenfélag Hreyfils. Að- alfundur í dag kl.20 venjuleg aðalfundarstörf og félagsvist. Öldungaráð Hauka heldur fund á Ásvöllum miðvikud. 27. febrúar kl. 20. Hana-nú Kópavogi. Skráningu lýkur 1. mars á menningardaga Bók- menntaklúbbsins og Bókasafns Kópavogs í Skálholti mánud. 18. mars til miðvikud. 20. mars til heiðurs Halldóri Kiljani Laxness. Kynn- ing á ferðinni í dag í anddyri Gjábakka kl. 13–14 og í Gullsmára kl. 14–15. Uppl. í Gjábakka s. 554-3400 og Gull- smára s.564-5261. Allir velkomnir. Öldungaráðið. Fundur verður í Varðskipnu Tý kl. 12 í boði Hafsteins Hafsteinssonar forstjóra Landhelgisgæslu Ís- lands. Mætum allir. Þjóðdansafélag Reykja- víkur Opið hús í Álfa- bakka 14a í kvöld. Gömlu dansarnir frá kl. 20.30–23. Eldri borgarar í Graf- arvogi. Miðvikud. 27. feb. kl. er fundur í Mið- garði, Langarima 21. Gestur fundarins Sig- urður Þorsteinsson, frá nýju íþróttahöllinni í Grafarvogi, sýnir þrí- víddarmyndband af íþróttahöllinni ásamt teikningum og kynnir fyrirhugaða starfsemi sem m.a. er ætluð eldri borgurum. Umræður og fyrirspurnir að lokinni framsögu. Heitt á könn- unni. Allir eldri borg- arar í Grafarvogi vel- komnir. Uppl. gefur Þráinn s. 5454-500. Í dag er þriðjudagur 26. febrúar, 57. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Afbrot vor eru mörg frammi fyrir þér og syndir vorar vitna í gegn oss, því að afbrot vor eru oss kunn og misgjörðir vorar þekkjum vér. (Jes. 59, 12.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.