Morgunblaðið - 26.02.2002, Side 49

Morgunblaðið - 26.02.2002, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 49 4 1/2 Kvikmyndir.isDV Frá leikstjóra Blue Streak Hasarstuð frá byrjun til enda Sýnd kl. 10. B.I. 14 ára. Vit 340 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8. Vit 332 DV Rás 2 Sýnd kl. 3.50. Ísl. tal. Vit 320 Sýnd kl. 3.50 og 5.55. Ísl. tal. Vit 338Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Tilnefningar til Óskarsverðlauna Ævintýramynd af bestu gerð sem byggð er á hinni þekktu sögu um Greifann af Monte Cristo. Guy Pearce fer á kostum í frábærri mynd um svik, hefndir og heitar ástríður. „Búið ykkur undir ævintýrið!“ Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B.I. 12 ára. Vit 347. Sýnd kl. 3.40. Vit 328 HJ MBL ÓHT Rás 2 DV Tilnefningar til Óskarsverðlauna2  Kvikmyndir.com Byggt á sögu Stephen King Sýnd kl. 9. B.i. 12. Vit 339. 4 Sýnd kl. 7 og 9. B.i 16. Vit 339. 1/2 Kvikmyndir.is Frá leikstjóra Enemy of the State og Crimson Tide. Brad Pitt sýnir magnaða takta í myndinni ásamt Óskarsverðlaunahafanum, Robert Redford. Adrenalínhlaðin spenna út í gegn. Robert Readford Brad Pitt Ó.H.T Rás2 Það er ekki spurning hvernig þú spilar leikinn. Heldur hvernig leikurinn spilar með þig. Sýnd kl. 6.40 og 9. B.i. 12 ára. Vit nr. 341. Sýnd kl. 7. Ísl. Vit 338. tilnefningar til HK DV DV 23. 02. 2002 1 7 0 5 6 0 1 2 0 9 4 6 9 34 38 37Tvöfaldur1. vinningur í næstu viku 20. 02. 2002 2 8 17 25 32 41 30 31 1. vinningur för til Noregs. Hverfisgötu  551 9000 Spennutryllir ársins Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 16. Stórverslun á netinu www.skifan.is Sýnd kl. 5.30. Stranglega bönnuð innan 16 ára.  DV  1/2 Radío-X  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14 ára.  SV Mbl  DV Sýnd kl. 8 og 10.20. Gwyneth Paltrow Jack Black Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16 ára. Eina vopn hans er viljinn til að lifa. Stanslaus spenna frá upphafi til enda. Með stórleikaranum Gene Hackman og hinum frábæra Owen Wilson. KYNNING Frábær viðbót í Bourjois litalínunni Við kynnum nýjan og betrumbættan farða fyrir allar húðgerðir og allan aldur Fluid Foundation • Compact powder • Stick Foundation • Concealer Kynning í dag þriðjudag LYFJU SETBERGI, HAFNARFIRÐI, miðvikudag LYFJU GARÐATORGI, fimmtudag LYFJU SPÖNGINNI, föstudag LYFJU SMÁRALIND. Allar kynningar eru kl. 13-17. Gjöf fylgir kaupum. MYNDIN gerist á heima-vistarskóla fyrir stúlk-ur þar sem hinni ný-byrjuðu Mouse (Mischa Barton, The Sixth Sense) er komið fyrir í herbergi með Paulie (Piper Perabo, Coyote Ugly) og Tory (Jess- ica Paré, Stardom) sem hafa deilt herberginu um skeið. Myndin fjallar um samband Paulie og Tory séð frá sjónarhóli Mouse sem uppgötvar smám saman að samband herberg- isfélaga hennar er meira en vinátta. Þegar hinar stelpurnar á heimavist- inni komast að leyndarmálinu, lætur Tory undan þrýstingi skólasystra og fjölskyldu, og ákveður að fórna sam- bandinu á meðan Paulie berst fyrir ástinni með kjafti og klóm. Harm- leikur virðist í uppsiglingu. Ég hitti hina viðkunnanlegu Pool í fyrra á Berlinale-hótelinu. Ég sagði henni að mér þætti Lost and Del- irious með betri myndum sem ég hefði séð á hátíðinni til þessa, en á sama tíma hafi ég heyrt annan blaða- mann segja félaga sínum að hann hefði farið út í miðri sýningunni. Ég spurði Pool hvort hún gæti ímyndað sér til hvaða áhorfenda myndin höfð- aði. „Þetta er mynd um óskynsemi og ástríður, og það er ekki víst að mynd fyrir hjartað hitti í mark ef maður horfir á hana frá sjónarhóli skynseminnar. Unglingsárin eru handan skynseminnar, ruglingsleg, uppfull af tilfinningum og einkenn- ast af stjórnleysi. Fullorðinn áhorf- andi sem er ófær um að setja sig inn í tilfinningaflóð unglingsáranna gæti átt erfitt með að tengjast myndinni. Þetta á sérstaklega við um kvik- myndagagnrýndur sem gleyma stundum að vera áhorfendur þar sem þeir eru of uppteknir af því að lesa eitthvað skynsamlegt út úr myndinni. Áður en ég hófst handa spurði ég sjálfa mig hvort ég væri nógu hugrökk til að gera svona til- finningahlaðna mynd. Mér var hugs- að til myndar eftir Taviani-bræður þar sem spurningunni „Af hverju skelfurðu?“ er svarað „Ég skelf af kulda vegna þess að ég elska þig“. Bíógestir hlógu að þessu atriði sem þeim fannst heimskuleg tilfinninga- þvæla. Í fyrstu myndinni sem ég leikstýrði, La femme de l’hôtel (sem var á Berlinale 1985), lét ég persónur myndarinnar horfa á fyrrnefnt atriði úr mynd Taviani-bræðra í sjónvarp- inu. Mér fannst mikilvægt að ein- hver þyrði að segja þessi orð. Rit- skoðun beinist ekki einungis að kynlífi og ofbeldi, heldur einnig, með ómeðvitaðri hætti, að tilfinningum. Fólk er hrætt við óheflaðar tilfinn- ingar. Nýjasta myndin mín fjallar um ungt fólk sem er uppfullt af hráum tilfinningum. Þegar maður eldist á maður það til að gleyma þessum tilfinningum, þessu tímabili þar sem maður þjáðist en var á viss- an hátt meira lifandi þar sem maður var gagnsýrður sterkum tilfinning- um.“ Er þessi tegund af sannri, sak- lausri, sterkri ást sem maður upplifir á unglingsárunum óhugsandi á full- orðinsárunum? „Maður getur upplif- að slíka ást allt þar til að maður er kominn á grafarbakkann og ást full- orðinnar menneskju getur að sjálf- sögðu verið mjög sterk, en hún er ófær að tjá ástina með þessum óhefl- aða hætti. Í millitíðinni eru komnar raddir innra með manni sem koma í veg fyrir að maður sleppi sér að hætti unglingsins, og maður reynir þess í stað að ná tökum á þessum til- finningum.“ „Sjálf er ég lítil mús“ Í myndinni fullyrðir ein persónan að fordómar í garð samkynhneigðra virðast ekki ætla að líða undir lok á 21. öld. Ég spurði Pool hvort hún teldi að slíkir fordómar væru á und- anhaldi eða hvort allt eins mætti bú- ast við bakslagi. „Ég held að það gæti komið bakslag, t.d. þegar mað- ur horfir til Bush í Bandaríkjunum“, segir Pool og hlær. „En ég gerði þessa mynd ekki í því skyni að berj- ast fyrir málstað heldur vegna þess að mér fannst þetta falleg ástarsaga. Það má þó ekki gleyma því að enn er mikið um að ungt samkynhneigt fólk fremji sjálfsmorð vegna forboðinnar kynhneigðar sinnar. Foreldrar verða að virða vilja og ákvarðanir barna sinna. Ef ást foreldra er sönn munu þau samþykkja samkynhneigð barna sinna. Maður á ekki að þurfa að eyði- leggja líf sitt út af foreldrunum.“ Árið 1975 yfirgaf hin 25 ára gamla Pool Sviss og hóf kvikmyndanám í Quebec í Kanada þar sem hún settist að. Lost and Delirious er fyrsta enskumælandi mynd hennar. Ég spurði hana hvort hún væri þannig að ryðja sér braut á nýjum markaði? „Nei, það var ekki af markaðslegum ástæðum heldur var handritið ein- faldlega á ensku. Ég var að vinna að öðru handriti og fékk þá þetta full- kláraða handrit upp í hendurnar. Í fyrstu var ég óviss hvort ég hefði tök á öllum smáatriðum tilfinningalífsins á ensku. En nýjungin var þó frekar fólgin í því að taka við verkefni þar sem allt var klappað og klárt, en venjulega skrifa ég mín eigin hand- rit. Fyrri myndir mínar eru frekar innhverfar en Paulie í Lost and Del- irious er úthverf. Ég held að ég hefði ekki getað skrifað þessa persónu sjálf. Þótt slík ástríða hafi verið innra með mér á unglingsárunum var ég of feimin til þess að varpa henni fram með þessum hætti. Ég er um margt líkari Mouse, og persón- urnar í myndum mínum eru því oft litlar mýs. Ég var óviss hvort mér sem persónu tækist að stýra leikkon- unni inn í þetta hlutverk, og ég lagði því mikla áherslu á að finna leikkonu sem réði við þessa persónu sem er furðuleg en jafnframt dásamleg, og heillar mig þar sem hún er óhrædd við tilfinningar sínar og fer alla leið.“ Margar mynda Pool snerta ævi- sögu hennar. Þannig var opnunar- mynd Berlinale 1999, Emporte-moi, tileinkuð móður hennar og dóttur (sem hún ættleiddi 1995 frá Kína). Myndin byggist á unglingsárum leikstjórans. Faðirinn, pólskur gyð- ingur, var árangurslítill rithöfundur, og kaþólsk móðirin þurfti að brauð- fæða fjölskylduna. Pool var á upp- tökuheimili í þrjú ár sökum andlegr- ar vanheilsu móðurinnar. „Æska mín var erfiður tími. Mamma vann mjög mikið og ég sá hana nánast aldrei. Myndir mínar eru að miklu leyti tilraun til að ná afturvirku sam- bandi við móður mína, og eftir að ég eignaðist dóttur eru þær jafnframt tilraun til að miðla henni einhverju úr fortíð minni.“ „Fólk er hrætt við óheflaðar tilfinningar“ „Þetta er mynd um óskynsemi og ástríður,“ segir leikstjórinn Léa Pool um mynd sína, Lost and Delirious. Nýjasta mynd kanadíska leikstjórans Léa Pool, Lost and Delirious, er komin á mynd- band. Davíð Kristinsson tók Pool tali á Berlinale og ræddi m.a. við hana um ástríð- ur unglingsáranna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.