Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 14
14 B SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Að ungra manna sið þurftu þeir Bjarni Gylfason og Magnús Bjarnason að láta reyna á ísinn á Hólatjörn. „Snjóbolti“ og gestanemendur Þeir sem búa við ysta haf veigra sér ekki við útivistinni og það á jafnt við um unga sem aldna í Grímsey. Krakkarnir í skólanum eru til dæmis hinir ánægðustu með körfuna á leikvellinum við skólann, þar geta þeir æft körfuboltann af miklum móð og skiptir auðvitað engu máli þótt snjór liggi yfir öllu. Fyrst snjórinn dregur ekkert úr fótboltaiðkaninni, þá er jú engin ástæða til að láta hann setja strik í körfuboltareikninginn. Krakkarnir í skólanum í Grímsey taka gestum opnum örmum, eins og aðrir eyjaskeggjar. Ef krakki kemur í heimsókn til ömmu og afa á eyjunni þykir ekkert tiltökumál að munstra hann sem gestanemanda og leyfa honum að sitja tíma. Hann missir þá ekki úr námi á meðan. Bræla á brælu ofan Slæm tíð hefur sett mark sitt á atvinnulífið í vetur. Sjósókn hef- ur verið lítil frá áramótum, því mjög vindasamt hefur verið. Karl- arnir bíða óþolinmóðir betri gæfta. Bátar í Grímsey eru flestir smáir og algengast að menn rói einir eða við annan mann. Tveir bátar eru sýnu stærstir, Þorleifur og Sæbjörgin, en þrír menn eru oftast á hvorum. Á fimmtudag í liðinni viku var fallegt veður og þá fór hver kopp- ur á sjó, en á föstudag hafði aftur gert vonskuveður með stórsjó. Engir bátar fóru út þann daginn og þeir sem erindi áttu í land hleyptu í herðarnar þegar þeir stigu um borð í Sæfara og sáu fram á fjögurra tíma siglingu í haugasjó. Í fámenninu ríkir ekki sama sérfræðingaveldið og í þéttbýlinu. Kannski væri réttara að segja að hver og einn þurfi að vera sér- fræðingur í mörgu í Grímsey. Sigurður Bjarnason á vélaverk- stæðinu er ágætt dæmi um þetta. Auk þess að reka almennt verkstæði sér hann um rafstöðina, er slökkviliðsstjóri eyjarinnar og kemur jafnt að viðhaldi báta, bíla og húsa. Þá er áreiðanlega eitthvað ótalið. Líf á landkríli Valgerður Þorsteinsdóttir var gestanemandi í grunnskólanum eina viku í febrúar. Hún sækir annars skóla á Seltjarnarnesi, þar sem hún býr. Einn yngsti Grímseyingurinn, Konný Ósk Bjarnadóttir, örugg í bílnum hans pabba á meðan brimskaflarnir dynja á hafnargarðinum. Á öskudaginn fóru börnin í fyrirtæki og s

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.