Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 B 5 LEYFIÐ þeim að hata mig – að-eins ef þeir óttast mig,“ þessi orð heyrði ég einhvern tíma lögð í munn rómverska hershöfðingjanum og stjórnmála- manninum Júlíusi Sesar. Sjálfur skrif- aði hann „Sagan sýnir að sá, sem beitir grimmd, uppsker ekkert annað en hatur“. Það ríkir óvenjulega mikill titring- ur í íslensku þjóðarsálinni núna, það er hrollur í henni eftir ískalt steypi- bað hins efnahagslega samdráttar og ekki síður vegna spillingarmála þeirra sem upp hafa komið að und- anförnu. Efnahagssamdrátturinn hefur haft þær uggvænlegu afleiðingar að fyr- irtæki hafa sum hver þurft að segja upp starfsfólki í því skyni að hagræða í rekstrinum. Aðall traustra og góðra fyrirtækja hefur löngum verið að að veita sínu fólki starfsöryggi og umhyggju – sem aftur hefur verið endurgoldið með tryggð og trúnaði þeirra sömu starfs- manna gagnvart fyrirtæki sínu. Fyr- irtæki af þessu tagi segja ekki upp starfsfólki fyrr en í síðustu lög og sauma ekki að því á annan hátt nema í algerri neyð. Þetta vita starfsmenn og það mótar afstöðu þeirra til fyr- irtækisins, viðheldur trúnaðartrausti þeirra þótt á móti blási. Á hinn bóginn hefur viss „ótta- stjórnun“ í anda Júlíusar Sesars rutt sér til rúms í vaxandi mæli innan sumra fyrirtækja og leitt til þess að þau segja óhikað upp ágætu starfs- fólki þótt ekki beri brýna efnahags- lega nauðsyn til, jafnvel fyrir eins konar geðþóttaákvörðun. Hinir sem eftir verða búa þá á stundum við kvíðablandna óvissu. En er „óttastjórnun“ af þessu tagi eins árangursrík og sumir vilja vera láta? Óttastjórnun er ekki ný af nálinni en reynslan sýnir að slík stjórnun, af hvaða tagi sem hún er hefur tilhneig- ingu til að koma í bakið á þeim sem henni beitir. Eitt hið mikilvægasta í mannleg- um samskiptum er heiðarleiki og traust, slíkt er undirstaða góðs geng- is í lífi fólks og einnig í stjórnun fyr- irtækja. Svik, baktjaldamakk, rógur og lít- ilsvirðandi framkoma kemur að lok- um í einu eða öðru formi meira niður á þeim sem slíku beitir en hinum sem fyrir verða. Það að leyna ófögrum sannleika og sviksamlegu atferli hefur líka eyði- leggjandi áhrif til lengdar. Um það hafa verið skrifuð mýmörg ritverk. Undanfarið höfum við orðið vitni að ýmsu undarlegu í stjórnsýslu. Vegna þeirra atburða allra hafa vaknað í huga manna áleitnar spurn- ingar, t.d. hvað snertir trúnað og uppljóstranir – þýlyndi og hollustu. Hvar eru mörkin? Hverjum á að sýna trúnað? – Og er ekki trúnaður við sjálfan sig og sína réttlætiskennd mikilvægastur þegar upp er staðið? Menn eru ekki á eitt sáttir um þessi efni. Getur heimilisfaðir sem beitir konu og börn ofbeldi átt heimtingu á trún- aði þeirra? Eiga fyrirtæki sem hafa eitt og annað á samviskunni hvað snertir stjórnarhætti og afstöðu til starfs- manna einhverja heimtingu á tryggð og trúmennsku? Það er ekki hægt að fá allt í þess- um heimi. Ef fyrirtæki láta gróða- sjónarmið hafa algjöran forgang, sýna starfsfólki sínu miskunnarleysi og/eða beita óheiðarleika í starfsemi sinni eiga þau varla möguleika á trúnaðartrausti fólks. Vilji menn njóta drengskapar frá öðrum er væn- legast að auðsýna hann sjálfur. Það er ekki langt síðan umræða opnaðist hvað snertir andlegt og lík- amlegt ofbeldi innan fjölskyldna og á heimilum. Kannski næsta verkefni á þessum nótum verði að opna fyrir umræðu um óttastjórnun innan fyr- irtækja og stofnanna. Ýmislegt bend- ir til að hún sé á stundum fyrir hendi og varla er betra að beita fólk and- legu ofbeldi á vinnustöðum en inni á heimilum. Barátta gegn hvers konar ótt- astjórnun er verðugt verkefni en get- ur orðið skeinuhætt og jafnvel háska- leg. Í þessu sambandi ber að hafa í huga að það fór t.d. ekki vel fyrir Júl- íusi Sesar – sbr. síðustu orð hans er hann féll fyrir morðingjahendi: „Þú líka, barnið mitt - Brútus?“ ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Er allt í lagi ef menn aðeins óttast? Óttastjórnun eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur BIODROGA Bankastræti 3, sími 551 3635.Snyrtist. Lilju, Stillholti 16, Akranesi. Hjá Laufeyju, Hjarðarlundi 1, Akureyri. Jurta - snyrtivörur Nýr farði Silkimjúk, semi-mött áferð. 4 litir. Póstkröfusendum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.