Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 7
Bílaleigubílar
Sumarhús
í Danmörku
og Mið-Evrópu
Ódýrari bílaleigubílar fyrir
Íslendinga.
Bílar frá dkr. 1.845 vikan.
Innifalið í verði:
Ótakmarkaður akstur, allar
tryggingar. (Allt nema bensín
og afgr.gjöld á flugvöllum.)
Aðrir litlir og stórir bílar,
smá-rútur og rútur.
Sumarhús og íbúðir.
Norðurlönd og Mið-Evrópa.
Hótel. Heimagisting.
Bændagisting.
Fjölbreyttar upplýsingar.
Nýjustu verðlistarnir komnir.
Hringið og fáið sendan.
Fylkir Ágústsson,
Fylkir — Bílaleiga ehf.,
sími 456 3745.
fylkirag@snerpa.is
www.fylkir.is
Ef aka á um Evrópu í sum-
ar er sniðugt að kíkja á
slóðina www.mappy.com.
Stærsti skemmtigarðurinn í Þýskalandi, Europa-
Park, tók nýlega í notkun stærsta rússíbana Evrópu.
Mesta fallhæð brautarinnar er 73 metrar og há-
markshraðinn er 130 km. Rússíbaninn er byggður í
samstarfi við bílaframleiðandann Mercedes Benz.
Þessi þemagarður er stór eða um 62.000 hektarar
og garðinum er skipt upp í fjölda svæða sem flest
tengjast sögu og menningu lands eða svæðis í Evr-
ópu. Skemmtigarðurinn er innan landamæra Þýska-
lands en liggur nærri landamærum Frakklands. Í vor
fær hann nýja tengingu við hraðbrautakerfið í Þýska-
landi. Maður ekur hraðbrautina BAB5 og á milli borg-
anna Ettenheim og Herbolzheim tekur maður afleggj-
arann Rust 57b. Boðið er upp á gistingu á nokkrum
hótelum innan svæðisins og hægt er að panta her-
bergi á vefsíðu EuropaPark. Þá er fjöldi gististaða í
nágrannabæjum. Vefslóðin er www.europapark.de.
Stærsti rússíbani Evrópu
Aðgangur að skemmtigarðinum kostar lið-
lega 2.000 krónur eða 24 evrur fyrir full-
orðna og 22 evrur fyrir börn.
Salamanca á Spáni er ein af menningarborgum
Evrópu árið 2002. Nú er unnið að því að skipuleggja
ýmsar uppákomur í bænum, tónleika, sýningar, upp-
lestur, bíódaga, leikhússýningar og fleira. Þeir sem
lesa spænsku geta aflað sér frekari upplýsinga á slóð-
inni www.salamanca2002.org.
Salamanca er menningar-
borg Evrópu
FRÁ miðjum marsmánuði mun
sama skíðakortið gilda á skíða-
svæðin í Oddsskarði og Stafdal
á Austurlandi. Ferðamenn geta
þá valið milli svæða eða heim-
sótt þau til skiptis enda ekki
nema ríflega klukkustundar
akstur milli svæðanna tveggja.
Páskafjör í Fjarðabyggð er
árviss dagskrá skíðasvæðisins í
Oddskarði, í samvinnu við stofn-
anir, ferðaþjónustuaðila, öldur-
hús og verslanir í Fjarðabyggð.
Jóhanna Gísladóttir fram-
kvæmdastjóri Markaðsstofu
Austurlands segir að í Odd-
skarði séu 3 diskalyftur sem
flytja um 2.000 manns á klukku-
stund. Lyfturnar eru lægst í
500 metra hæð en hæst í 840
metra hæð. Lyfturnar eru sam-
tals um 1.300 metra langar.
Svæðið er flóðlýst og hægt að
skíða fram eftir kvöldi. Barna-
lyftan er í aflíðandi brekku og
um páskana verður haldið
páskaeggjamót þar sem öllum
börnum er heimil þátttaka.
Eina risasvigmótið á Íslandi
er orðið árvisst í Oddskarði um
páskana.
Þá er leikjadagur, þar sem
verðlaun verða veitt fyrir frum-
legasta farartækið, og einnig er
furðufatadagur í skíðabrekkun-
um einn af páskadögunum.
Jóhanna segir að í Stafdal sé
1 km löng diskalyfta, brekkur
við allra hæfi og flóðlýsing. Um
páskana verður boðið upp á
troðaraferðir upp á hæstu
tinda, með ægifögru útsýni og
skíðaferð niður brekkurnar.
Jafnan hefur verið boðið upp á
skíðakennslu fyrir byrjendur í
Stafdal um páskana og margir
hafa nýtt sér það, heimamenn
og gestkomandi.
Mikið um að vera á skíðasvæðunum í Oddsskarði og Stafdal um páskana
Sama skíðakortið mun
gilda á bæði skíðasvæðin
Ljósmynd/Katrín Oddsdóttir
Þrjár diskalyftur eru í Oddsskarði.
Skíðakort yfir páskadag-
ana kosta 3.000 kr. fyrir
fullorðna og 1.500 kr. fyrir
börn og gilda frá mið-
vikudegi til mánudags að
báðum dögum meðtöldum.
Dagskrá páska í Stafdal
verður nánar auglýst síðar
t.d. á www. sfk.is. Upplýs-
ingar um skíðasvæðið í
Stafdal fást í símsvara
8781160.
Upplýsingar um skíðasvæð-
ið í Oddsdal eru veittar í
símsvara 8781474 og dag-
skráin verður m.a. á slóð-
inni www.fjardabyggd.is.
Frekari upplýsingar um
skíðaiðkun, vetrargöngu-
ferðir og aðra afþreyingu á
Austurlandi eru veittar hjá
Markaðsstofu Austurlands,
sími 4721750, og Upplýs-
ingamiðstöð Austurlands,
sími 4712320, netfang
east@east.is. Skrá yfir við-
burði á Austurlandi má
finna á vefslóðinni
www.east.is.
Í vikunni höfðu lesendur samband sem vildu benda
Ítalíuförum á vefslóðina www.tuscanynow.com.
Þarna er t.d. hægt að panta húsnæði ef ferðast er á
eigin vegum. Þeir sem höfðu samband prófuðu í fyrra
að panta gistingu með þessum hætti og allt stóð eins
og stafur á bók.
Vefslóð fyrir Ítalíufara
AKRANESKAUPSTAÐUR
hefur gert samkomulag við
Steinaríki Íslands í Safna-
skálanum að Görðum um að
veita þjónustu og hafa um-
sjón með almennri upplýs-
ingagjöf til ferðamanna sem
heimsækja Akranes. Í Safn-
askálanum eru auk upplýs-
ingamiðstöðvarinnar Steina-
ríki Íslands og Hvalfjarðar-
gangasafn, og einnig vísir að
Kortasafni Landmælinga Ís-
lands og Íþróttasafni en fyr-
irhugað er að þessar sýning-
ar verði tilbúnar í byrjun
sumars. Í safnaskálanum er
einnig Maríukaffi þar sem
boðið er upp á kaffi og kökur
og einnig er hægt að kaupa
þar minjagripi ýmiskonar,
m.a. sýnishorn af þeim stein-
tegundum sem er að finna í
Steinaríkinu.
Á Safnasvæðinu er einnig
Byggðasafn Akraness og
nærsveita.
Upplýsingamiðstöð ferða-
manna opnuð á Akranesi
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Steinaríki Íslands í Safnaskálanum á Görðum mun hafa umsjón með al-
mennri upplýsingagjöf til ferðamanna sem heimsækja Akranes.
Opnunartími upplýsingamiðstöðvar er sá sami og opn-
unartími Steinaríkis Íslands og annarra safna í Safnaskálanum
að Görðum. Opið er alla daga vikunnar nema mánudaga frá kl.
13:00-18:00. Sími upplýsingamiðstöðvar er 431 5566, faxnúmer
431 5567. Netfang er info@simnet.is
Skoska ferða-
málaráðið hefur
nú kynnt til
sögunnar sér-
stakt gæðakerfi
fyrir veitinga-
hús. Það eru
þekktir mat-
reiðslumeist-
arar í Skotlandi
sem hafa að-
stoðað við gerð
kerfisins sem
verður ein-
hverskonar ein-
kunnagjöf. Markmiðið er að kynna góða matargerð
á allt frá einföldustu kaffihúsum og upp í dýrustu
veitingahús.
Skoska ferðamálaráðið býst við að um þúsund
veitingahús muni nýta sér gæðakerfið fyrir árslok.
Innan skamms munu ferðamenn geta skoðað slóð-
ina www.visitscotland.com til að sjá hvar í kerfinu
veitingahús eru.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gæðakerfi fyrir skosk veitingahús