Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ferðalög
BORGIN sem áður fyrr hét Bright-
helmstone, var gamalt fiskimanna-
þorp og hefur með tímanum orðið
að konunglegu afdrepi og alþjóð-
legri sumardvalarparadís fyrir fólk
hér í Bretlandi sem ekki vill fara til
útlanda á sólarströnd.
Við ákváðum að fara snemma
morguns frá London en þaðan er
um tveggja tíma akstur til Bright-
on.
Læknir og prins
Það fyrsta sem við tókum eftir
þegar við ókum inn í Brighton var
Royal Pavillion sem er ægifögur
höll eins og úr 1001 nótt. Það voru
tveir menn sem gerðu Brighton
þekkta um allt England. Læknir og
prins. Læknirinn hét Richard Russ-
ell, fæddur í Lewis 1687. Þegar
hann var sextíu og þriggja ára gaf
hann út bókina „The Oceanic fluid“
þar sem hann sagði að sjórinn væri
ekki aðeins kjörinn til baða heldur
mætti lækna margan krankleikann
með því að drekka hann. Russel
byggði sér hús við ströndina í
Brighthelmstone þar sem Royal
Albion Hotel stendur núna. Sjáv-
arböðin urðu afar vinsæl og voru
eftirsótt af aðalsfólki sem kom alls
staðar að sér til heilsubótar. Það lá
á gulri tinnugrjótsströndinni í ang-
andi sjávarilminum og lét þjóna
færa sér hressingu í sólarhitanum.
Prinsinn Georg, seinna Georg lV
kom 21 árs gamall í heimsókn til
Brighthelmstone í september 1783.
Hann varð svo hugfanginn af þorp-
inu að hann lét reisa sér þar hús.
Árið 1787 ákvað hann að byggja sér
höll og byrjaði Henry Holland, sem
var húsameistari hirðarinnar, á því
að hanna Royal Pavillion. Höllin var
byggð í klassískum stíl með kín-
verskum goðsagnaskreytingum inn-
andyra eins og var í tísku á þessum
árum. Árin 1815–22 var höllin end-
urbyggð eftir teikningum John
Nash sem hannaði allt utandyra í
indverskum mogúlastíl. Spírur og
fallegir næpulaga turnar risu úti en
innandyra var haldið í kínversku
skreytinguna sem er undurfögur.
Lofthvelfingarnar eru allar út-
skornar og í einni þeirra eru fimm
drekar sem halda stórfenglegum
ljósakrónum uppi. Úr risastóru eld-
húsinu var hægt að panta af mat-
seðli 550 rétti sem voru hver öðrum
girnilegri. Eldhúsið er risavaxið.
Þar voru vinnuborð í metratali og
eldstæði sem grillað gat nokkra
nautaskrokka í einu enda ekki van-
þörf á miðað við fjölbreyttan mat-
seðilinn og fjölda gesta. Það var æv-
intýri líkast að ganga um stóra sali
hlaðna ómetanlegum húsgögnum og
ímynda sér samkvæmin sem haldin
voru áður fyrr. Og eins og höllin
stækkaði, þá þandist þorpið út að
sama skapi og Brighton varð til.
Göngugötur og markaðir
Það er ekki að ástæðulausu að
Brighton er oft kölluð litla London
við sjóinn. Allir geta fundið eitthvað
við hæfi og gleymt sér við að skoða
litlu verslunargöturnar sem kallað-
ar eru The Lanes eða Traðirnar
uppá íslensku. Þetta eru fjölmargar
göngugötur í allar áttir út frá einni
miðju, rétt hestvagnsbreiðar. Sums
staðar eru traðirnar svo mjóar að
hægt að heilsast með handabandi
yfir götuna. Traðirnar eru elsti hluti
borgarinnar og ber þess glöggt
merki í húsa- og gatnagerð. Núna
hafa framsæknir athafnamenn lagt
undir sig gömlu, þröngu smáhýsin
sem áður fyrr voru heimili sjó-
manna og opnað þar fjölbreytta
verslun og þjónustu. Þar er fullt af
skrýtnum búðum og má þar helst
nefna skartgripaverslanirnar sem
eru alveg ótrúlega margar, fjöl-
margar antikbúðir, tískuverslanir,
skóbúðir, veitingastaðir, kaffihús og
gamlar krár.
Fjölbreyttir matsölustaðir
Á hæðinni fyrir ofan litlu trað-
irnar er einstaklega skemmtilegt
hverfi. Þar eru enn fleiri antikbúðir,
Litla-London við ströndina
Sumardvalarparadís
Breta sem ekki fara til
útlanda á sólarströnd
Brighton er ein þekktasta og
vinsælasta borgin á suður-
strönd Englands. Hellen Linda
Drake fór þangað í dagsferð.
Í bænum eru fjölmargar göngugötur í
allar áttir út frá einni miðju og göt-
urnar eru rétt hestvagnsbreiðar.
Í FYRRASUMAR var Farfuglaheim-
ilið við Sundlaugaveg stækkað um
rúmlega helming og öll aðstaða
tekin í gegn og bætt verulega.
meðal annars er nú boðið upp á 28
herbergi með sér snyrtingum.
Undanfarið hafa staðið yfir loka-
framkvæmdir og nú er búið að taka
í notkun fundar- og ráðstefnusal
sem tekur um 50 manns í sæti,
tvær nettengdar tölvur er búið að
setja upp og taka í gagnið þvotta-
hús fyrir gesti heimilisins. Útlend-
ingar eru í miklum meirihluta en
Markús Einarsson framkvæmda-
stjóri segir að þau vilji gjarnan fá
fleiri íslenska gesti.
„Yfir vetrartímann getum við
líka boðið hagstæð kjör, fjögurra
manna fjölskylda getur fengið her-
bergi útaf fyrir sig með snyrtingu
og aðgangi að eldhúsi á 1.700
krónur á manninn, helming fyrir
börn á aldrinum 5-12 ára og ókeyp-
is fyrir yngri börn en 5 ára. Ef hjón
eru með tvö lítil börn þau borga
3.400 krónur fyrir nóttina.“ Mark-
ús segir að það sama gildi um hópa
eins og íþróttafélög, kóra og
saumaklúbba. „Þessum hópum
getum við boðið að gista fyrir allt
frá 900 krónum á manninn.“
Alls geta nú um 170 manns gist
á farfuglaheimilinu en það er hluti
af stærstu gisthúsakeðju í heimi
sem í eru um 4.400 farfuglaheimili
í rúmlega 60 löndum. Markús segir
að hafi fólk áhuga á frekari upplýs-
ingum um farfuglaheimili víða um
heim þá liggi frammi upplýsingar á
Farfuglaheimilinu við Sundlaugaveg.
Farfuglaheimilið tekur í notkun nýjan ráðstefnusal
Bjóða Íslendingum
sérkjör á veturna
Gestir fá afnot af eldhúsi. Nýlega var tekinn í notkun ráðstefnu- og fundarsalur sem
rúmar 50-60 gesti.
Farfuglaheimlið í Reykjavík
Sundlaugavegur 34
sími 5538110.
Netfang info@hostel.is
Veffang: www.hostel.is
Noregur
Hjólaferð Íslenska fjallahjóla-
klúbbsins
Íslenski fjallahjólaklúbburinn, í
samstarfi við ÍT-ferðir, verður með
hjólaferð til Stavanger í Noregi
dagana 12.–18. júní.
Farið verður með leiguflugi beint
til Stavanger, sem er bær á vest-
urströnd Noregs. Í útjaðri Stav-
anger er Sandnes, sem er þekktur
hjólabær í Noregi. Ætlunin er að
upplifa þetta fallega svæði á hjóla-
stígum og veg-
um eftir því sem
best hentar. Til
stendur að
skoða Prekestol-
en, sem er snar-
brattur kletta-
veggur sem
hefur verið vin-
sæll fallhlíf-
arstökkpallur, og
einnig sigla inn
Lysefjorden og
skoða Kjerag,
sem er stórbrotið svæði í um 1000
metra hæð. – Þar er meðal annars
risastór steinn í klettasprungu.
Báðir þessir staðir eru meðal
þekktustu ferðamannastaða í Nor-
egi. Verið er að athuga með
svefnpokagistingu í litlum húsum
eða á farfuglaheimilum. Áætlað er
að hjóla 30 til 80 km á dag og fer
vegalengdin eftir því hvað verður
skoðað. Fólk getur tekið með sín
hjól eða leigt sér hjól. Boðið verð-
ur upp á skipulagða fjögurra daga
hjólaferð með hópstjóra og fylgd-
arbíl en tekið skal fram að fólk er á
eigin ábyrgð í ferðinni. Síðasti
dagurinn er frjáls dagur.Áætlað
verð fyrir klúbbfélaga, fyrir flug
með sköttum og gistingu, er um
35–40.000 krónur. Einnig er boðið
upp á bara flugferðina fyrir þá
sem vilja fara á eigin vegum og er
verðið 25.000 krónur með skött-
um fyrir klúbbfélaga.
Ungverjaland-Austurríki
Búdapest og Vínarborg
Dagana 23.–30. apríl og 1.–8. októ-
ber býður Ferðaskrifstofa Guð-
mundar Jónassonar vikuferðir til
Búdapest og Vínarborgar. Flogið
verður til Búdapest um Kaup-
mannahöfn og gist þar sex nætur.
Á öðrum degi er farið í skoð-
unarferð um borgina, sem er inni-
falin í verði ferðarinnar, og meðan
á dvöl stendur verður boðið upp á
frekari skoðunarferðir, sem bókast
og greiðast hjá fararstjóra. Á
næstsíðasta degi er svo ekið um
morguninn til Vínarborgar. Farin
verður skoðunarferð um borgina
við komu, en síðan gefst frjáls tími
fram á næsta dag að flogið verður
heim frá Vín um Kaupmannahöfn.
Í Búdapest verður gist á Hotel
Novotel, sem er fjögurra stjarna
hótel í Buda.
Verð á mann er 89.900 krónur.
Aukagjald fyrir eins manns her-
bergi er 14.950 krónur. Innifalið í
verði er flug, flugvallaskattar,
akstur til og frá flugvelli, gisting í
tveggja manna herbergi með
morgunverði, akstur milli Búda-
pest og Vínar, skoðunarferð um
báðar borgirnar og íslensk far-
arstjórn.
Nýfundnaland
Hvítasunnuferð Vest-
fjarðaleiðar
Ferðaskrifstofa Vestfjarðaleiðar
hefur á haustin efnt til verslunar-
og skemmtiferða til St. John’s,
höfuðborgar Nýfundnalands í Kan-
ada. Íbúar St. John’s eru ákaflega
gestrisnir og þeir hafa haldið fast í
arfleifð evrópskra forfeðra sinna.
Fjögurra daga haustferð er farin í
nóvember, en nýjung í ár er hvíta-
sunnuferð 16.–20. maí þar sem
gefst færi á að kynnast öllu sem
borgin St. John’s hefur upp á að
bjóða í verslun og menningu.
Flogið er frá Keflavík með Boeing
757-200-þotu Flugleiða kl. 17.00
síðdegis fimmtudaginn 16. maí, en
flugtími er 3–3½ klst., sem er svip-
að og tímamismunurinn, þannig að
komið er til St. John’s á sama
tíma. Hægt er að velja um gistingu
á tveimur góðum hótelum, Hótel
Holiday Inn og Delta St. John’s, og
býður Vestfjarðaleið pakkaferð
með flugi og gistingu, en einnig
verður hægt að kaupa ýmiss konar
afþreyingu og skoðunarferðir
aukalega. Einnig er ódýrt að leigja
bíl. Skoðunarferðir verða um borg-
ina og utan hennar. Af afþreying-
armöguleikum má nefna golf,
gönguferðir, veiði, fugla-, ísjaka-
og hvalaskoðun og kajaksiglingar.
Nánari upplýsingar um Ný-
fundnalandsferðirnar eru veitt-
ar á skrifstofu Vestfjarðaleiðar,
Skógarhlíð 10.
Sími: 562 9950.
Netfang: info@vesttravel.is.
Heimasíða: www.vesttravel.is.
Upplýsingar um hjólaferðina
eru gefnar hjá Íslenska fjalla-
hjólaklúbbnum ifhk@mmedia.is.