Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 B 21
bíó
LENGI vel var útlit fyrir að Luriefetaði hvorki braut gagnrýn-andans né kvikmyndagerð-
armannsins. Hann ákvað að fara í
framhaldsskóla hjá bandaríska
hernum í West Point og útskrifaðist
þaðan árið 1984. Í fjögur ár eftir það
gegndi hann herþjónustu en undir
lok 9. áratugarins hafði hann gert
upp við sig að betur lægi fyrir hon-
um að gagnrýna kvikmyndir en
þjóna heraganum. Eftir að hafa ver-
ið blaðamaður hjá Daily News í New
York með skemmtanaiðnaðinn sem
sérgrein fluttist hann til Los
Angeles. Þar hóf hann að skrifa um
kvikmyndir fyrir Los Angeles
Magazine, sendi frá sér eina bók og
gerðist gagnrýnandi hjá KABC-
útvarpsstöðinni árið 1995. Þar vann
hann sér það m.a. til frægðar að spá
því með margra mánaða fyrirvara
að Titanic yrði einhver stærsti
smellur í sögu Hollywood. Honum
tókst einnig að gera sína fyrstu
kvikmynd á þessum tíma, lágverðs-
myndina Deterrence (2000), sem fór
að öllu leyti lágt en var, hvað efn-
isval varðaði, til marks um það sem
koma skyldi. Myndin er sögð eins
konar kammertryllir um fyrsta for-
seta Bandaríkjanna af gyðinga-
ættum og hugsanlega kjarnorku-
árás á Írak.
Á meðan hann vann við útvarps-
stöðina hitti hann leikkonuna Joan
Allen á einhverri verðlaunahátíð og
tilkynnti henni snarlega að hann
ætlaði sjálfur að semja kvikmynda-
handrit, sem yrði klæðskerasniðið
fyrir hæfileika hennar, sem honum
þótti vannýttir. Lurie stóð við stóru
orðin. Hann skrifaði handrit um
kvenkyns varaforsetaefni, sem þarf
að glíma við hneykslisherferð gegn
sér af hálfu óprúttinna keppinauta
og annarra stjórnmálamanna og
fjölmiðla í Washington. Þegar Lurie
tókst að koma handritinu í fram-
leiðslu sagði hann stöðu sinni sem
gagnrýnandi lausri vegna yfirvof-
andi hagsmunaáreksturs og sneri
sér að kvikmyndagerð alfarið.
Myndin, The Contender, tókst af-
bragðs vel, handritið greindarlegt
og útsjónarsamt og enginn viðvan-
ingsbragur á leikstjórninni. Joan All-
en í aðalhlutverkinu blómstraði sem
aldrei fyrr og hreppti Óskarstilnefn-
ingu, rétt eins og Jeff Bridges í hlut-
verki forsetans.
DreamWorks, fyrirtæki Spielbergs,
Geffens og Katzenbergs, hafði keypt
dreifingarréttinn að The Contender
og bauð Lurie að leikstýra næsta
verkefni sínu fyrir það, The Last
Castle, sem nú er sýnd hérlendis og
skartar Robert Redford og James
Gandolfini í aðalhlutverkum fang-
elsaðs herforingja og spillts fang-
elsisstjóra. Handritið skrifaði Lurie
ekki að þessu sinni sjálfur, en hefur
þó fengið nægilega mikinn áhuga á
fangelsislífinu til að semja ásamt
fleirum handrit að næstu mynd
sinni, þar sem segir frá verð-
bréfabraskara sem dæmdur er í
fangelsi og fer að vinna að betra lífi
innan múranna. Myndin heitir Clink
Inc. og er í smíðum.
Pólitík í Washington og
öðrum fangelsum
Þeir eru nokkrir kvikmyndagagnrýnendurnir, sem rýnt hafa í kvikmyndir sér til svo
mikils gagns að þeir hafa farið að gera þær sjálfir. Eitt þekktasta dæmið er Peter
Bogdanovich, sem reyndar hefur ekki náð sér á strik í seinni tíð. Það hefur hins vegar
gert kollegi hans úr krítíkerastétt, Rod Lurie, en þriðja bíómynd hans, The Last Castle,
er frumsýnd hérlendis um helgina.
Árni Þórarinsson
SVIPMYND
Rod Lurie er fertugur
að aldri. Áhuga sinn á banda-
rískum stjórnmálum og gagn-
rýna afstöðu til þeirra hefur
hann tekið í arf frá föður sín-
um, hinum heimsþekkta
skopteiknara Ranan Lurie.
Kvikmynda-
gerðarmenn
ræða stafrænu
myndirnar
FÉLAG kvikmyndagerðarmanna
heldur annað kvöld fund um stafrænu
tæknina í kvikmyndagerð og fram-
leiðsluferli þeirra íslensku kvikmynda
sem gerðar hafa verið með henni að
undanförnu. Böðvar Bjarki Péturs-
son mun fjalla um gerð Gæsapartís,
Sigvaldi Kárason um Gemsa og Júl-
íus Kemp um Íslenska drauminn og
Maður eins og ég, auk þess sem sýnt
verður úr nýrri mynd um Eldborg-
arhátíðina. Síðan verða umræður um
kosti og galla tækninnar en fund-
arstjóri er Jón Karl Helgason. Fund-
urinn hefst kl. 20:30 á efri hæð Húss
málarans í Bankastræti.
TAÍLENSKA kvik-
myndin Suriyothai
hefur hlotið geysiað-
sókn í heimalandinu og
vakið athygli um heim
allan. Þetta er epísk
stórmynd uppá rúm-
lega þrjár klukkustund-
ir en nú hefur Zoetr-
ope, fyrirtæki Francis
Fords Coppola keypt
heimsdreifingarréttinn.
Coppola hefur ákveðið að hafa sjálfur yf-
irstjórn með endurklippingu myndarinnar
en ætlunin er að stytta hana um hálfa til
heila klukkustund. Coppola og leikstjóri
myndarinnar, Chatrichalerm Yukolprins,
funda um breytingarnar í Bangkok.
Coppola endurklippir
taílenskan smell
Francis Ford
Coppola: Tekur
fram skærin.
X
Y
Z
E
T
A
/
S
ÍA
www.fr jals i .
Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.*
Vextir % 7,5% 8,5% 9,5% 10,5% 11,5%
5 ár 20.000 20.500 21.000 21.500 22.000
10 ár 11.900 12.400 12.900 13.500 14.100
15 ár 9.300 9.800 10.400 11.000 11.700
*Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta.
Kláraðu dæmið
-með hagstæðu láni
Ertu að byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um
framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða
hagstætt lán, sem veitt er til allt að 15 ára gegn veði í fasteign.
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið við í
Sóltúni 26, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is