Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 14
14 C ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir GARÐATORG Garðatorg 7 - Garðabæwww.gardatorg.is Guðmundína Ragnarsdóttir hdl. og lögg. fast.sali Þórhallur Guðjónsson sölumaður Sigurður Tyrfingsson sölumaður EIGNAMIÐLUN  545 0800 Hörgslundur - GBÆ Mjög gott samt. 241 fm einbýli m/tvöf. bílsk. á ró- legum og góðum stað í neðri Lundum. Húsið sem er teiknað af Kjartani Sveinssyni er mjög skemmtilega hannað. Stórar stofur, 4 svefnherb., blómaskáli. Stór og fallegur garður. Gott hús. ÞRASTARNES - GBÆ Nýkomið í sölu gott, samtals um 450 fm, einbýli á frábærri 2000 fm lóð yst á Arnarnesinu. Húsið er að grunnfleti 200 fm og er ein íbúð á efri hæð og tvær á þeirri neðri. 55 fm bílskúr. Húsið stendur innst í botnlanga. SÚLUNES - GBÆ Nýk. í sölu mjög glæsilegt um 200 fm einbýli m. 43,5 fm bílskúr. Sérlega vandað og rúmgott hús með fallegum innréttingum og tækjum. 1500 fm eignarlóð. Stór verönd og hellulagt upphitað plan. TJALDANES - GBÆ - LAUST Glæsilegt um 300 fm einb. með tvöf. bílsk. á frá- bærum stað á Arnarnesinu. Gott útsýni og fallegur vel hirtur garður. Húsið er laust. Gott tækifæri fyrir vandláta ÞRASTARLUNDUR - GBÆ Mjög gott samtals 199,6 fm einbýli á góðum stað í Garðabænum. 4 svefnherb., parket á gólfum og fal- legar innréttingar. Gott og vel með farið hús. Fal- lega ræktaður garður. Verð 22. millj. SPÓAÁS - HFJ. Stórglæsilegt 215,2 fm einbýli með 47,7 fm innb. bílsk. Sérsmíðaðar innréttingar og allt einstaklega vandað. Frábær staðsetning. Um er að ræða ein- staklega glæsilegt og tæknilegt hús. Sjón er sögu ríkari. HOLTÁS-GBÆ Mjög glæsilegt 155,8 einbýli fm auk 49 fm tvöfalds bílskúrs. Stórt eldhús með fallegum innréttingum. Frábær staðsetning rétt við hraunjaðarinn og útsýni yfir allt frá Keili til Esju. Rað- og parhús KLETTABERG - HFJ. Mjög glæsilegt 219,6 fm parhús með innb. stórum bílskúr. Sérsmíðaðar mahóníinnréttingar og hurðir. Flísar á gólfum neðri hæðar. Stórar suðursvalir og frábært útsýni til suðurs. Stutt í þjónustu og skóli í stuttu göngufæri. Glæsilegt hús í alla staði. KLAUSTURHVAMMUR - HFJ. með auka íbúð Mjög gott 306 fm raðh. með innb. bílskúr. Um er að ræða mjög gott hús á frábærum stað, mikið útsýni (Keilir, Snæfellsjökull). Möguleiki á aukaíbúð á neðstu hæð með sérinngang. BREKKUBYGGÐ - GBÆ Nýkomið í einkasölu lítið raðhús (75,8 fm) á mjög góðum og eftirsóttum stað í Garðabænum. Mjög gott aðgengi, lítill garður. Laus strax. KJARRMÓAR - GBÆ með bílskúr Vorum að fá í sölu snoturt lítið raðhús. 2-3 svefn- herb. Verönd í garði. Mjög góður 30 fm bílskúr með hárri hurð. Verð 14.6 millj. Penthouse MIÐBÆR - GLÆSIEIGN Glæsilegasta íbúð miðbæjarins er til sölu. Íbúðin 135,8 fm auk 40,3 fm bílskýlis, samtals 176,1 fm. Marmari á gólfi neðri hæðar og glæsilegar innrétt- ingar. Mjög falleg og sérstök eldhúsinnrétting og tæki. Heitur pottur á verönd. Allt fyrsta flokks og frábær staðsetning. Traustur leigusamningur getur fylgt. Verð 25 millj. 4ra herb LYNGMÓAR - GBÆ með bílskúr 104 fm íbúð í litlu fjölbýli auk bílskúrs. 3 svefn- herbergi. Mjög rúmgóð íbúð á fínum stað. BREIÐVANGUR - HFJ. Snyrtileg og góð 107 fm íb. á 1. hæð í góðu fjöl- býli. 3 svefnherb. Eikarparket á gólfum, flísalagt bað og góð geymsla. Vel staðsett fjölbýli og rúm- góð aðkoma. Sumarbústaðir HVAMMUR SKORRADAL Vorum að fá í sölu lóðir í landi skógræktarjarðar Hvamms við Skorradalsvatn. Lóðirnar eru hluti af nýju skipulagi en unnið er að nýrri byggð við vatn- ið með frábærum möguleikum. Lóðirnar eru skógi vaxnar. Einstakt tækifæri er hér á ferð. Teikningar á skrifstofu Garðatorgs. GRÍMSNES Mjög huggulegt og gott 37 fm hús á einum hekt- ara lands (eignarlands) í landi Klausturhóla í Grímsnesi. Allt nýuppgert. Stór og góð verönd. Frá- bært útsýni til Heklu og víðar. Verð 3,9 mill j. Einbýli ÁSBÚÐ - GBÆ Mjög gott einbýli samt. 202.8 fm með 43 fm bílsk. 4 svefnherb., rúmgóð sólstofa, gufa og góður bíl- skúr. Góður og vel ræktaður garður. Verð 19.7 m. HOLTSBÚÐ - GBÆ m/aukaíbúð Mjög gott 253,9 fm tvílyft einbýli á góðum stað. Á neðri hæð er m.a. aukaíb. Stór og fallegur garður. Atvinnuhúsnæði ASKALIND - KÓP. Vorum að fá til sölu mjög vel staðsett samtals 902 fm á tveimur hæðum. Möguleiki á millilofti á efri hæð. Skiptanlegt í smærri einingar. Að- keyrsla að báðum hæðum. Mjög traustbyggt hús. Teikningar á skrifstofu Garðatorgs. VAGNHÖFÐI - 165 fm Mjög gott 165 fm húsnæði á einni hæð með góðum innkeyrsludyrum. Vinnusalur, kaffistofa og skrifstofa. Gott útipláss og möguleiki á viðbygg- ingu. Nýbyggingar KLETTÁS - GBÆ Eitt hús eftir. Glæsilegt raðhús á einni hæð (mögul. á 20 fm millilofti) á frábærum stað í Hraunsholtinu í Garðabæ. Um er að ræða millihús 103,8 + 31,6 fm bílsk. Skilast full- búið að utan og fokhelt að innan. (Mögul. að fá lengra komið). TUNGUÁS - GBÆ 2 aukaíb. Fallegt 220,7 fm einb. auk 38,7 fm bílskúr. Húsið er á tveimur hæðum og er mögulegt að hafa tvær íb. á neðri hæð. Húsið skilast rúmlega fokhelt að innan (einangrað o.fl.) og tilbúið að utan. SKJÓLSALIR - KÓP. Glæsileg 182,6 fm raðhús með innb. 29 fm bílsk. 4 svefnherb, gott þvottahús og geymsla. Mjög vel skipul. hús. Húsin eru á tveimur hæðum og skilast fullbúin að utan en fokheld að innan. SUÐURTÚN - ÁLFTANESI Mjög skemmtileg 194 fm parhús á friðsælasta stað höfðuborgarsvæðisins. Húsin eru á tveimur hæð- um með innb. 27 fm bílskúr. LERKIÁS - GBÆ / eitt hús eftir Mjög vel staðsett raðhús í nýja hverfinu í Garða- bæ. Um er að ræða 141.1 fm hús. m/innb. bílsk. Húsið er á einni hæð og er tilbúið til afhendingar, fullbúið að utan og fokhelt að innan. Gott verð. GBÆ - LÓÐ M. SÖKKLUM Til sölu lóð, sökklar og teikningar af glæsilegu ein- býli á mjög góðum stað í Ásahverfi í Garðabæ. Teikningar á skrifstofu Garðatorgs. KLETTÁS - GBÆ Tvöf. bílskúr Frábært 190 fm raðhús á tveimur hæðum með tvö- földum bílskúr. 4 svefnherb., góð stofa o.fl. Góður tvöf. jeppaskúr. Um er að ræða tvö endahús og tvö miðjuhús. Skilast í vor fullbúin að utan og fokheld að innan. KRÍUÁS - HFJ. Mjög skemmtileg, tvö 217,3 fm milliraðhús ásamt 29,3 fm bílsk. samt. 246,6 fm. Mjög gott skipulag. Húsin skilast fullbúin að utan og fokheld að innan. Verð 13,3 millj. LERKIÁS - GBÆ Vorum að fá til sölu 180 fm raðhús á tveimur hæð- um. Vel skipulögð hús og gott útsýni. 4 svefnherb. og góðar svalir. Skilast fokheld í vor eða lengra komin. GRENIÁS - GBÆ. Nýkomið í sölu 192 fm parhús í nýja hverfinu í Garðabæ. 4 svefnherb. mikið útsýni yfir Reykjanes og Álftanes. Falleg hús með mikla möguleika í hverfi sem á eftir að verða það eftirsóttasta á höfuðborgarsvæðinu. MIKIL SALA Í GARÐABÆ VANTAR ÍBÚÐIR Á SKRÁ gardatorg@gardatorg.is NÚ HAFA flestir lands-menn fengið skatt-framtalið sitt í hendurog framtalsvinnan því framundan. Almennur framtals- frestur er til 25. mars, en til 8. apríl ef skilað er á Netinu. Íbúðalánsjóður og Ríkisskatt- stjóri hafa nú tekið höndum saman til að létta mönnum verkið með því að forskrá upplýsingar um lán Íbúðalánasjóðs á rafræn skatt- framtöl landsmanna. Þá fylgja upplýsingar um lán Íbúðalánasjóðs á sérstöku fylgiblaði skatt- framtalseyðublaðanna. Ýmsar spurningar vakna við framtalsgerðina, ekki síst hvað varðar nýjungar eins og þessar. Það er vert að undirstrika að í forskráningu upplýsinga koma ein- ungis fram lán Íbúðalánasjóðs þannig að framteljendur sem fjár- magnað hafa íbúðakaup sín að hluta eða öllu leyti með öðrum lán- um verða að nálgast sjálfir upplýs- ingar um þau lán. Hér á eftir koma svör við nokkr- um spurningum sem beint hefur verið til Íbúðalánasjóðs vegna framtals húsnæðislána. Fleiri spurningar og svör er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is. Hvað með vaxtabætur af íbúðinni sem seld var á árinu? Þeir sem skiptu um íbúð á árinu þurfa sjálfir að reikna upp vaxta- bætur á lánum á fyrri íbúðinni. Af hverju fæ ég lægri stofn til vaxta- bóta nú en í fyrra? 1. Vaxtagreiðslur af húsnæð- islánum lækka milli ára og hlutfall afborgana hækkar. 2. Íbúðalánasjóður hefur upp- reiknað afborgun af húsnæð- islánum miðað við vísitölu á yf- irtökutökudegi lána í samræmi við skattareglur. Það var ekki á út- sendu yfirliti á síðasta ári. 3. Ef yfirtakan hefur átt sér stað á öðrum degi en gert er ráð fyrir í útreikningi er unnt að breyta upplýsingum á skatt- framtali og koma upplýsingum um yfirtökudag til Íbúðalánasjóði á skattframtal2002@ils.is Skiptast upplýsingar um vaxta- greiðslur jafnt á milli hjóna á skatt- framtali? Fasteignaveðbréf Íbúðalána- sjóðs eru einungis skráð á eina kennitölu í innheimtuhluta tölvu- kerfis Íbúðalánasjóðs. Þrátt fyrir það munu vaxtabæturnar skiptast jafnt á milli hjóna. Hins vegar ber að geta þess að í skuldabréfakerfi sjóðsins er að finna upplýsingar um bæði hjónin séu þau bæði að- ilar að fasteignaveðbréfinu. Fá bæði kaupandi og seljandi upplýs- ingar færðar inn á sitt skattframtal? Þeir sem eru skráðir fyrir lán- um hjá Íbúðalánasjóði í lok ársins fá upplýsingarnar með skatt- framtalinu. Seljandi þarf sjálfur að telja fram lánin þann hluta ársins sem hann var greiðandi, eins og verið hefur undanfarin ár. Ef dagsetning hefur verið áætluð og það er kaupanda í hag, hvernig er þá staða seljanda? Kaupandi og seljandi eru ekki samtengdir í skrá ÍLS. Staða kaupanda hefur engin áhrif á stöðu seljanda. Seljandi þarf sjálf- ur að telja fram lánin þann hluta ársins sem hann var greiðandi, eins og verið hefur undanfarin ár. Geta þá bæði seljandi og kaupandi verið að fá vaxtabætur fyrir þá mán- uði sem skarast? Það er hugsanlegt, en það er seljandanum að skaðlausu og kaupandanum í hag. Hvernig get ég sannað að ég hafi greitt þessa vexti ef greiðsluseðillinn er enn á nafni seljanda? Sýna þarf fram á dagsetningu kaupsamnings t.d. með því að senda afrit af kaupsamningi með skattframtali. Hvar finn ég upplýsingar um hvenær ég yfirtók lánin? Á kaupsamningi. Hvernig færi ég það inn á skatt- framtalið ef ég (kaupandinn) hef greitt afborgunina í maí og júní en seljandinn vextina? Það er gert ráð fyrir að þú hafir greitt þessar vaxtagreiðslur. Þú getur leiðrétt framtalið með því að lækka stofn til vaxtabóta sem nemur þessum vaxtagreiðslum. Hvernig færi ég áfallna vexti frystra lána inn á skattframtalið? Gjaldfallnir vextir frystra lána sem veita rétt til vaxtabóta koma fram í framtalinu að þessu sinni. Einungis gjaldfallnir vextir mynda stofn til vaxtabóta. Ef skrifað var undir kaupsamning seinni hluta árs 2001 en ekki er búið að skipta fasteignaveðbréfinu fyrir húsbréf núna í mars 2002, á ég samt rétt á vaxtabótum? Ef fasteignaveðbréfinu hefur verið þinglýst á húseignina og fyrsti gjalddagi fasteignaveðbréfs- ins er gjaldfallinn samkvæmt skil- málum fasteignaveðbréfsins, þá mynda vaxtagreiðslur vegna þess gjalddaga stofn að vaxtabótum. Þar sem Íbúðalánasjóður hefur ekki móttekið fasteignaveðbréfið og skipt á því fyrir húsbréf, þá er sjóðurinn ekki með fasteignaveð- bréfið í innheimtu og getur því ekki gefið upplýsingar um stöðu bréfsins. Framteljandi verður því sjálfur að kanna hver staða fast- eignaveðbréfsins er við framtal. Ef ég á tvær íbúðir eða fleiri koma þá vaxtagjöldin af þeim öllum fram? Einungis lán sem hvíla á lög- heimili í þinni eigu mynda stofn til vaxtabóta. Önnur lán hjá Íbúða- lánasjóði færast undir aðrar skuld- ir. Ef íbúð mín hefur verið seld nauðung- arsölu árið 2000 en ég geri síðan upp mínar skuldir við Íbúðalánasjóð á árinu 2001, get ég fært vextina af þeirri upphæð inn á skattaskýrslu og fengið vaxtabætur? Réttur til vaxtabóta er bundinn við eignarhald á íbúðarhúsnæði til eigin nota og fellur niður frá þeim tíma sem sala á sér stað. Vextir vegna eldri skulda hefði átt að færa inn á skattframtal á því ári sem þær gjaldféllu. Þegar fólk býr erlendis en á íbúð hér á landi fara upplýsingar um Íbúða- lánasjóðslán inn á þeirra skattframtal Einungis þeir sem fá sent skatt- framtal fá sendar upplýsingar um stöðu lána. Þá mynda einungis lán sem hvíla á lögheimili í þinni eigu mynda stofn til vaxtabóta. Íbúða- lánasjóður reynir að koma upplýs- ingum um stöðu lána til fólks sem býr erlendis og fær ekki skatt- framtal eftir öðrum leiðum. Upplýsingar um lán Íbúðalána- sjóðs vegna skattframtals 2002 Markaðurinn eftir Hall Magnússon, yfirmann gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs/hallur@ils.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.