Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 C 41HeimiliFasteignir LEIRLISTAMAÐURINN Kol- brún S. Kjarval var að opna nýja vinnustofu á Skólavörðustíg 22. Hún er þar með leirkerafram- leiðslu sína til sölu og er nú að koma sér upp vinnuaðstöðu á bak við galleríið. „Áður var ég með vinnustofu á heimili mínu á Ránargötu 5 en nú er ég búin að selja það hús og er að feta nýjar slóðir. Keypti þetta húsnæði hér og einnig lítið ein- býlishús á Njálsgötunni sem ég sé ýmsa möguleika í, það þarf að gera þar eitt og ann- að. Ég á lítinn hjart- veikan hund og það er ágætis göngu- túr fyrir hann að fara hér á milli,“ segir Kolbrún þegar blaðamað- ur Morgunblaðs- ins sótti hana heim fyrir skömmu og forvitn- aðist um starf hennar og bakgrunn. „Ég er alin upp í Reykja- vík, faðir minn var innanhússarki- tekt og húsgagnahönnuður, Sveinn Kjarval, sonur Tove og Jóhannesar Kjarval listmálara. Móðir mín er Guðrún Kjarval, dóttir hjónanna Rósu og Helga Hjörvar. Mamma er elst barna þeirra og ólst upp í Fjalakettinum í Aðalstræti. Pabbi kom til Íslands rúmlega tvítugur og talaði alltaf með svo- litlum dönskum hreim. Foreldrar mínir fluttust aftur til Danmerkur 1970 og ég bjó með þeim síðustu árin sem faðir minn lifði. Við rák- um saman fyrirtæki og töluðum alltaf saman á íslensku, við vorum svo mikið þrjú saman að pabbi var farinn að tala um okkur í kvenkyni – sagði t.d.: „Eigum við þrjár að skreppa til Silkiborgar?“ Að þessu var mikið hlegið.“ Lifði og hrærðist í mynd- listarheimi Hafði það ekki mikil áhrif á þig að alast upp hjá arkitekt og innan- hússhönnuði? „Jú, og ekki bara það. Við bjugg- um í þrjú ár í risi á Grundarstíg 2, á hæðunum fyrir neðan var Hand- íða- og myndlistarskólinn. Foreldr- ar mínir höfðu eftirlit með húsinu og stofan þeirra var í raun eins og kaffistofa kennaranna. Ég kynntist því mörgu myndlistarfólki, Birni Th. Björnssyni, Gesti Þorgrímssyni og Sigurði Sigurðssyni. Nemendur í skólanum voru þá m.a. Kristín Þorkelsdóttir og Hafsteinn Aust- mann. Ég hlustaði á tal þessa fólks og varð margs vísari um listaheim- inn í Reykjavík. Við vorum annars alltaf að flytja, ég var í fimm barnaskólum. Pabbi var alinn upp í Danmörku og trúði í fyrstu ekki á það íslenska kerfi að eyða bestum árum ævinnar í að vinna og vinna til þess að borga húsnæðisskuldir. Hann var mikill hug- sjónamaður og vildi eyða orku sinni í að hanna. Síðar breytti hann um stefnu og þau keyptu hús á Seltjarnarnesi. Hin fyrri af- staða hans reynd- ist okkur krökkun- um fimm erfið. Mér fannst það að vísu ekki þá en ég hef síðar fundið fyrir nokkru rótleysi sem ég rek til þessara sífelldu búferlaflutninga. Ég er núna fyrst að ná góðri ein- beitingu, þess vegna finnst mér manneskjunni skammtaður alltof naumur tími hér á jörðu. Núna vildi ég vera að byrja á einhverju nýju. Mótleikur minn við afstöðu pabba var að kaupa mér húsnæði svo fljótt sem ég gat eftir að námi lauk. Ég get bókstaflega ekki leigt, hvorki vinnuhúsnæði né íbúð til að búa í. Ég verð að eiga. Vildi flytja „til fólksins“ Ég eignaðist „gullklumpinn“ minn 1979, dóttur sem er 22 ára í dag. Það var frá mínum bæjardyr- um ófrávíkjanlegt skilyrði að hún myndi búa á sama stað þegar hún væri í grunnskóla. Ég keypti því íbúð á Melunum og þegar hún lauk Melaskóla keypti ég raðhús á Rán- argötu 5, byggt 1927. Við það hús er ég að skilja nú með sárum sökn- uði. Húsið er kjallari, tvær hæðir og ris og suðurgarður. Þetta er ynd- islegt hús. Ég var með gallerí á fyrstu hæð- inni, en ég tók eftir að fólk veigraði sér við að hringja og koma heim til mín, þess vegna ákvað ég þegar tækifæri gafst að flytja mig „til fólksins“, ef svo má segja. Þótt við byggjum alltaf í leigu- húsnæði þegar ég var barn og ung- lingur og værum alltaf að flytja eyddi pabbi oft miklum tíma í að breyta og bæta í íbúðunum sem við vorum í. Foreldrar mínir lögðu mikið upp úr stílhreinu yfirbragði heimilisins og höfðu sérstakt lag á að gera huggulegt í kringum sig. Það var falleg myndlist á mínu heimili – þetta var menningarheim- ili og mikill samverustaður og pabbi las mikið fyrir okkur, m.a. ferðabækur eins og Kon Tiki eftir Thor Heyerdal. Allt þetta hafði áhrif. Þess má geta að elsta systir mín fékk mjög góða vinnu á Þjóðminjasafninu í Danmörku, einmitt út á það að hún hefði alltaf verið að flytja. Menn álitu að hún hlyti að vera mjög skipulögð, hefði lært það af flutn- ingunum. Það er svo margt sem verður kostir, ef maður aðeins áttar sig á því. Pabbi hafði mikil áhrif á val mitt á starfsgrein. Hann hafði ríkan áhuga á keramiki og var góður í því sjálfur. Ég lærði í Danmörku, Englandi og Skotlandi en fór ekki alveg hina hefðbundnu leið í námi, en það gerði systir mín, sem einnig er leirlistamaður. Við rákum sam- an vinnustofu um tíma. Ég er með þeim fyrstu hér á landi sem lærðu þetta, á eftir frumkvöðlunum. Þekki tilfinningu nýbúans Ég flutti til Íslands 1983, eftir að pabbi dó. Ég hafði þá í hyggju að giftast hér en hætti við það. Mér fannst mjög erfitt að vera ein á Ís- landi, án fjölskyldu minnar, sem var búsett úti. Mér fannst ég eins og nýbúi, ég þekki þá tilfinningu. Ég hafði lítil fjárráð fyrst og fékk inni á vinnustofu í Suðurgötu 8, það var ágætt. Síðar kom ég mér upp verkstæði heima á Víðimel. Svo kenndi ég við Myndlistarskóla Reykjavíkur og dóttir mín var þar í námi.“ En hvað með skyldleikann við Jóhannes Kjarval – opnaði hann engar dyr? „Nei, hvorki né. Ég hef sótt t.d. um starfslaun frá því ég flutti til Íslands en ég hef aldrei fengið þau, þótt ýmsir hafi fengið þau í kring- um mig, jafnvel nemendur mínir. Kannski er ástæðan sú að ég hef ekki ráðið við að vera þátttakandi í neinu sýningarhaldi. Ég er vinnu- þjarkur og vil fá að vinna í friði. Ég vildi helst hafa ritara og ein- hvern sem hugsar um heimilið – nema hvað ég vildi fá að búa til mat öðru hvoru. Ég vildi óska að ég væri eins og afi var, hann vann bara og ýtti öllu frá sér og lokaði sínar tilfinningar inni. En þetta tók sinn toll hjá honum þegar líða tók á ævina. Hann var einmana gamall maður, hann bað pabba og mömmu að taka sig til sín, en það var margt sem hindraði það.“ Í stiganum á Ránargötu 5 eiga margir fótspor sín En hvað með framkvæmdir í húsnæðinu á Ránargötu? „Ég gerði þar mjög mikið. Ég gerði mestallt sjálf nema hvað ég lét setja nýtt þak. Ég flísalagði og það ætla ég ekki að gera aftur. Ég sat á síðkvöldum og ákvað allt sem ég ætlaði að gera og það varð með tímanum fjölmargt. Það síðasta sem ég gerði var að flísaleggja stigann með fótsporum. Þar eiga spor sín nemendur mínir og alls konar fólk sem ég hitti. Ég fékk æ meiri áhuga á skósólum og bað fólk oft að sýna mér sólana á skónum sínum. Ef mér leist á þá fékk ég fótförin í leir sem ég setti síðan á stigann. Ég fékk líka litla fætur, berfætt barnabörn vinkvenna minna, og þannig mætti telja. Þetta kom mjög vel út. Í vikunni eftir að ég var búin að þessu, sem ég sat og dáðist að verkum mínum, þá var hringt og mér bauðst að selja húsið. Ég hugsaði mig um og fann mér til léttis að ég væri búin að gera þarna það sem ég vildi gera og væri þar með frjáls. Ég er ánægð með að fólkið sem keypti virðist lesa húsið á sama hátt og ég. Skólavörðustígur er að verða ein helsta handverksgata borgarinnar, mér líður vel í þessu rými sem ég hef keypt og mér líka vel nágrann- arnir, það er gott samfélag hérna. Ég á eftir að koma mér betur fyrir, t.d. vantar mig enn ofninn minn. Það er erfitt að sumu leyti að minnka við sig, ég hef brugðist við m.a. með því að fara hingað á vinnustofuna með nokkur þeirra húsgagna sem ég áður hafði heima.“ Muntu kannski „fiska“ eftir fót- sporum viðskiptavinanna? „Það má vel vera. Veistu hvað, það er ótrúlegt að það er lagt meira upp úr skósólum en sjálfum skónum. T.d. á Nike-skóm eru skó- sólarnir stórkostlegir. Ég les mér nú til um þetta efni, m.a. las ég við- tal við skósólahönnuð um daginn – mér finnst heill heimur hafa opnast mér í þessu efni.“ Úr vinnustofu Kolbrúnar Kjarval við Skólavörðustíg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leirmunir eftir Kolbrúnu Kjarval. Fótspor í stiganum Stiginn með fótsporunum á Ránargötu 5. Hjartveiki hundurinn Týri í forgrunni. Kolbrún Kjarval hallar sér hér fram á gamla skrif- og vinnu- borðið hans afa síns, Jóhannesar Kjarval, en það borð er meðal þeirra muna sem hún geymir nú á vinnustofu sinni við Skólavörðustíg. Leirkerasmíði gefur hugmyndafluginu lausan taum- inn. Kolbrún S. Kjarval hefur unnið lengi við leirlist. Guðrún Guðlaugsdóttir heimsótti hana í nýja vinnu- stofu hennar við Skólavörðustíg, auk þess sem hún hefur eignast nýtt hús til að breyta og bæta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.