Vísir - 23.04.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 23.04.1980, Blaðsíða 9
9 VISIR Miðvikudagur 23. apríl 1980 r---------- Kona, sem búiö hefur árum eöa áratugum saman i óvlgöri sambúö og unniö jafnt á heimilinu sem utan, þess á viðslit sambúöar engan rétt til þeirra eigna, sem komiö hefur veriö upp á sambúöartlmanum, — ef þær eruskráöar á nafn sambýlismanns hennar. Slikt er mjög algengt hér á landi. Fyrlrspurn Hl alDlnglsmanna: Hvenær á að sinna per- sónulegum hagsmuna málum almennings? Alþingismenn tíðka það mjög að senda ráðherrum fyrirspurnir um fram- gang ákveðinna mála. Hér með vil ég leyfa mér að senda háttvirtum alþingismönnum fyrir- spurn um framgang tveggja málaflokka, þótt ég telji raunar ólíklegt að svar berist. Svo sem alþjóð mun kunnugt ríkir alla jafna á alþingi mikið annríki og eiga þingmenn fullt í fangi með þau mál, sem fyrir þingið eru lögð hverju sinni og geta raunar hvergi nærri sinnt þeim öllum. Efnahags og atvinnumálin hafa þá algeran forgang og víst er um það, að þau varða þjóðina miklu. En þingmenn mega heldur ekki gleyma því að fleira er þjóðinni mikils- vert en það hvort súpu- kjötið hækkar eða lækkar, hvaða vegarspotti er lagður, og hverjir eru kosnir í nefndir og ráð ríkisins. Það skiptir miklu máli, að löggjöf sem snertir pérsónulega hagi fólks nái fram að ganga, og hef ég nú einkum í huga löggjöf um sambúðarfólk og barna- lög. Eignaskiptin þyngsta þrautin. Ég býst viö að flestir starf- andi lögmenn þekki þann vanda sem lögmenn standa frammi fyrir, þegar fólk leitar til þeirra vegna slita á sambúö. Gagn- stætt þvi sem almenningur virðist halda gilda nefnilega engar reglur um þetta sam- býlisform. Það eru engin lög til um það hvernig á aö leysa úr vanda þess fólks, sem býr í óvlgðri sambúð, en þar eru eignaskiptin þyngsta þrautin. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Islands voru hvorki meira né minna en 7.310 manns skráðir I óvigðri sambúð 1. des. s.l. þ.e.a.s. 3.655 heimili og á þessum heimilum voru u.þ.b. 4000 börn. Mér þykir liklegt að tala þessi sé jafnvel talsvert hærri en opinberar skýrslur bera með sér, vegna þess að margir sjá sér hag I þvi að láta ekki koma fram aö þeir séu i sambúð, enda hefur það m.a. I för með sér missi mæðra-og feðralauna. Það virðist fara si- fellt I vöxt hér á landi að fólk taki upp sambúð en gifti sig ekki, sérstaklega er það að vera rikjandi meðal ungs fólks, að - taka upp eins konar „prufusam- búð” til að sjá hvort það „pass- ar saman” og hjúskaparformið álitið gamaldags og borgara- legt. Við þvi er auðvitað ekkert að segja svo langt sem það nær, en vandinn hefst þegar sam- búðarfólkiö fer að rugla saman reitum sinum og fjárfesta t.d. I fasteign og siðan slitnar upp úr sambúðinni. útbreiddur misskilningur Af einhverjum ástæðum hefur sú skoðun náð mikilli fótfestu að búi fólk saman i 2 ár, 3 ár eða 5 ár, sé litið á það sem jafngildi hjúskapar. Þetta er þvi miður alger misskilningur, sem ef til vill er tilkominn vegna ákvæða almannatryggingalaganna, sem gera ráð fyrir greiðslu tryggingabóta til sambúðar- fólks eftir tveggja ára sambúð, eins og um hjónaband væri að ræða. Um eignaskipti sambúðar- fólks verður þvi að fara eftir nákvæmlega sömu reglum og um bláókunnugt fólk, sem á saman hlut, þ.e.as. sá hlýtur eignina, sem getur fært sönnur á eignarrétt sinn. Þegar sambúðarfólk á t.d. saman Ibúð eða bifreið skiptir höfuðmáli hver er skráður eigandi, þvi hann hefur I flestum tilvikum allan rétt til hlutarins. Eitt nýlegt dæmi Dæmi þau, sem hægt væri aö tina til um hið hróplega mis- rétti, sem þessi skortur á lög- gjöf hefur valdið eru fjölmörg, en ég skal nefna eitt nýlegt: Til min kom kona um fimmtugt, sem verið hafði I sambúð I 27 ár og átti með manninum fjögur uppkomin börn. Konan er öryrki að hluta til, en hafði alla tlð hugsaö um sitt heimili og vann að auki við það á hverju kvöldi að skúra gólf I fyrirtæki nokkru, og runnu tekjur hennar fyrir það beint til heimilisins. Maöurinn var I góðri vinnu og hafði komið sér upp I gegnum árin þrem Ibúðum hér I Reykjavik, sem að sjálfsögðu voru allar skráöar á hans nafn. Sambúðarfólkið átti bifreið, sem einnig var á nafni manns- ins og innbúið, sem mest var keypt með afborgunum haföi einnig verið greitt með vixlum, sem maðurinn hafði samþykkt þótt konan hefði oft greitt þá af slnum tekjum. Sambúðin hafði raunar alltaf gengið stirölega og þar kom að maðurinn sagði konúnni að hypja sig eins og hann orðaði neðanmals Svala Thorlacius, hdl. beinir hér þeirri fyrir- spurn til alþingismanna, hvenær þeir ætli að gefa sér tíma til að sinna tveim brýnum hags- munamálum almenninqs. Annars vegar er þar um að ræða skort á lög gjöf um óvígða sambúð fólks, sem hún telur vera brýnasta jafnréttismálið um þessar mundir. Hins vegar spyr hún um afgreiðslu frumvarps til barnalaga, sem lagt hafi verið fram á að minnsta kosti fimm þingum án þess að það hafi verið svo mikið sem rætt. það. Hún kom þá til mln og baö mig að sjá um eignaskipti fyrir sina hönd. Er það nokkur furða þótt fólk vilji ekki trúa þvi, þegar lögfræðingur segir þvi, að réttur þess sé nánast enginn i tilvikum sem þessu? Ráðskonulaun i óðaverðbólgu Dómstólar hafa reynt að fara þá leið að dæma sambýlis- konum ráöskonulaun, en hver maður sér, að i þjóðfélagi óða- verðbólgu er slik lausn harla léttvæg, eða hver myndu ráðs- konulaun hafa verið fyrir 5 árum, svo ekki sé farið lengra aftur I tímann. Þar að auki skilst mér, að þótt taxtar stéttarfélaga hér á landi skipti mörgum hundruðum, þá sé enginn taxti til fyrir ráðskonur á heimilum. Að visu mætti hugsa sér að þessari konu yrði ef til vill dæmdur einhver hluti I eignum vegna fjárframlags hennar, en sllkt myndi kosta margra ára málarekstur. Hins vegar skal á það bent að sam- búðarfólk getur komið málum slnum á hreint með þvi aö gera einfaldan eignaskiptasamning sin á milli eða sjá til þess að eignir þeirra séu skráðar I sam- ræmi við vilja beggja. Brýnasta jafnréttismálið Þótt eignaskipti sambúðar- fólks bitni oft illa á miðaldra og rosknum konum, sem unnið hafa sem húsmæður alla tlð liggur þó við að ástandið sé enn gremjulegra hvað ungu kon- urnar varðar. Þær hafa oft, eins og nú tiökast unnið úti allan daginn verið á hlaupum að koma börnum i gæzlu á morgn- ana sækja þau á kvöldin, unnið heimilisstörfin á kvöldin og jafnvel byggingarvinnu um helgar til að koma Ibúð yfir fjöl- skylduna ásamt sambýlismanni sinum. Leiðir skiljast og þær standa uppi slyppar og snauðar. Hér eru það konurnar sem lang- oftast bera skarðan hlut frá borði og aö mlnu mati er það brýnasta jafnréttismáliö nú aö fá löggjöf um þessi mál. Barnalagafrumvarp á mörgum þingum Frumvarp til barnalaga, sem samið er m.a. I þeim tilgangi að ]afna sem mest aðstöðu skilget- inna og óskilgetinna barna mun nú hafa verið lagt fram á að minnsta kosti fimm þingum án þess að það hafi verið svo mikið sem rætt. 1 frumvarpi þessu eru margar merkar nýjungar og réttar- bætur, sem orðið er mjög brýnt að taki gildi. Margir þekkja, ekki slst eftir hæstaréttardóm, sem gekk i vetur, hvílíkt rang- læti feður óskilgetinna barna búa við, þar sem þeir hafa ekki lögbundinn rétt til að sjá barn sitt og umgangast það, ekki einu sinni þótt þeir hafi verið i sam- búð með móðurinni I mörg ár. Úr þessu er bætt i þessu nýja frumvarpi. Samkvæmt upplýs- ingum dómsmálaráðuneytisins eru fjölmörg atriöi önnur I frumvarpinu, sem ráöuneytið telur mjög mikilvægt að nái sem fyrst fram að ganga. Til dæmis eru nú engin ákvæði gildandi um framfærsluskyldu foreldra gagnvart börnum, þar sem gert var ráð fyrir að barnalagafrum- varpið yrði að lögum fyrir mörgum árum. Annað atriði er, að nú er úti- lokað fyrir föður, sem hefur for- ræði barns að fá meðlagsúr- skurð, þar sem núgildandi lög gera aðeins ráð fyrir þvl að móðir geti beðið um sllkan úr- skurð, en það hefur það I för með sér að faðirinn fær ekkert meðlag með barninu. Fjöldi óafgreiddra barnsfaöernismála 1 dómsmálaráðuneytinu liggur nú fyrir mikill fjöldi óaf- greiddra barnsfaðernismála, þar sem islenzkar konur kenna börn sin útlendingum. Alls staðar á Norðurlöndum nema hér á landi gilda þær reglur, aö konur geta rekið slík barnsfað- ernismál á slnu eigin varnar- þingi, þ.e. I sinu heimalandi. Eftir núgildandi islenzkum lögum gildir hins vegar sú regla að reka verður málið á varnar- þingi mannsins. Þetta þýöir það, að konurnar verða að stefna mönnunum erlendis, oft I fjarlægum löndum, og segir sig sjálft hver árangur verður af þvi og kostnaður. Lögum sam- kvæmt á móðir rétt á gjafsókn I héraðsdómi I barnsfaðernis- máli, en ef um er að ræða út- lending, sem eftir fyrrgreindum ákvæðum þarf að stefna fyrir dóm I öðru landi gildir þessi regla ekki og móðirin sjálf þarf að greiða allan málskostnað erlendis, og sjá um rekstur málsins. Það er kannski ekkert skrýtið þótt þessi mál safnist saman I dómsmálaráðuneytinu, en þetta atriði er eitt af þvi sem frumvarpið gerir ráö fyrir að breytist til samræmis viö lög- gjöf annars staðar á Norður- löndum. Menn skyldu lika hafa það i huga að meðan á rekstri allra barnsfaðernismála stendur, sem oft tekur mörg ár, fær móðirin ekkert meðlag með barninu, öfugt við það sem gildir viða annars staðar. Af þessum seinagangi öllum leiöir lika fjöidamörg önnur vanda- mál, lagaleg og félagsleg svo sem eins og við hvern á að kenna barnið? A það að vanta föðurnafn, hverju á að svara þegar t.d. 6 eða 7 ára barn, sem enn er ekki búið að feðra brestur loks þolinmæðina og vill fá að vita hver faðir þess sé? Hvenær ætla háttvirtir alþingismenn að gefa sér tíma til þess að sinna þessum brýnu persónulegu hagsmunamálum almennings, sem ég hef hér reifað? • I óvígðrl sambúö eru nú á opinberum skrám samtals 7.310 islendingar. Heimili þeirra eru 3655 og um 4000 börn á þessum heimilum. • Engar reglur gilda um þetta sambýlisform. • Um eignaskipti sambúðárfólks fer eins og um bláókunnugt fólk sé aö ræöa, og sá hlýtur eignina, sem fært getur sönnur á eignarrétt sinn. • Möguleiki er á að konur geti meö margra ára málarekstri fengiö sér dæmdan hluta i eignum sem skráöar hafa verið á nafn sambýlismanns hennar. • Frumvarp til barnalaga miðar að því að jafna sem mest aðstöðu skilgetinna og óskilgetinna barna. • Það hefur verið lagt fram á fimm þingum en aldrei verið rætt. • I frumvarpinu eru fjöldamörg atriði sem mikilsvert er meðal annars að mati dómsmála- ráðuneytisins, að nái fram að ganga. • Með samþykkt þess myndi réttarstaða barna, feðra og mæðra breytasttil jafns viðþað sem gerist í nágrannalöndunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.