Vísir - 23.04.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 23.04.1980, Blaðsíða 12
VISIR Miðvikudagur 23. april 1980 r Svona var útlitið i Hraðfrystihúsi Stokkseyrar þegar stúlkurnar mættu til vinnu kl. 8 að morgni 30. mai 1979... ..og svona er útlitið á sama stað tæpu ári seinna. FYRIR ÁRI SÍDAN STÓÐ ÞAR EKKI STEINN YFIR STEINI.. Nú er úar malað gull úr greipum halsins VÍSIR HEIMSÆKIR HRAÐFRYSTIHÚS STOKKSEYRAR H.F. „Mér finnst gaman að vinna i fiskinum” sagði Eiisa Ellsdóttir þriggja barna móðir frá Selfossi. Það var bjarta vornótt á s.l. ári að ibúar á Stokkseyri vöknuðu viö vondan draum. Hraðfrystihúsið á staðnum var alelda og atvinna á annað hundrað manns rokin út I veður og vind. Tjónið við frystihúsbrunann 30. mai 1979 var metið á hundruö milljóna og stór hluti bæjarbúa missti atvinnu sina. En nú hafa gæfuhjólin snúist Stokkseyrar- búum i vil á ný þvi búið er að endurreisa Hraðfrystihús Stokks- eyrar og nú er gulliö úr greipum hafsins malað þar jafnt nótt sem nýtan dag. Þegar Visir var á ferð á Stokks- eyri fyrir skemmstu var hið nýja frystihús komið i fullan gang en starfsemi þar hófst aftur aö fullu rétt fyrir siðustu mánaðamót. Aður hafði að visu verið komið upp bráðabirgðavinnslusölum i staö þeirra sem brunnu. Hræddur viö aö missa kon- urnar vegna skattanna „Frystihúsið var endurreist á Hæ ij§| m"* 1|p' * L Oddný Steingrimsdóttir og Ólöf Þórarinsdóttir toppkonur I bónusnum: „Viö boröum fisk meö bestu lyst. sama stað og áöur og er grunn- flöturinn álika stór en aöstaöa öll miklu betri en áður var” sagði Snorri Snorrason yfirverkstjóri Hraðfrystihússins i spjalli við Visi: „Það var vinnslusalurinn og tækin sem brunnu, en viku eftir brunann vorum við þó búnir að koma upp bráðabirgðaaðstöðu.” Snorri sagði að afköstin væru ljómandi góð i nýja salnum, en þar væru 17 borð og tvær konur á hverju boröi. Nú væri verið að flaka þar ýsu og væru afköstin 25 tonn á 10 timum. Unnið væri eftir bónuskerfi og gætu laun kvenn- anna sem störfuðu við fiskvinnsl- una farið upp i 150 þúsund krónur á viku miðaö við 10 tima vinnu- dag. Nú væri hann hins vegar hræddur um að konurnar færu að ganga úr húsi vegna nýju skatta- laganna. „Hraðfrystihúsið er langstærsti atvinnurekandinn hér á Stokks- eyri — það byggist allt á þessu frystihúsi. Það hefur verið mikill fiskur og viö höfum rétt haldið við að vinna úr honum, en hér landa 8 bátar. Að visu hefur verð fyrir frystan fisk ekki verið mjög hagstætt en gott verö hefur fengist fyrir salt- fisk og skreið.” //Gott að stökkva í þetta" 1 ,fiskvinnslusalnum hömuðust konurnar við að gera að fiskinum og engin sást þar drolla, enda unniö i bónusvinnu. „Mér finnst gaman að vinna I fiskinum - þetta er igripavinna og það er ágætt aö stökkva i hana” sagði Elisa Elisdóttir þriggja barna móðir frá Selfossi og mátti varla vera að þvi að lita upp úr ýsunni sem hún var að gera að. „Menn eru ánægðir að vera komnir i þessa nýju aðstöðu, en fyrst eftir að frystihúsið brann var atvinnuleysi hér á staðnum. Nú er hins vegar mikil vinna og er meira aðsegja unnið um helgar.” //Hundleiddist ef ekki væri bónus" Við höfum heyrt ýmsar trölla- sögur af tekjum þeirra sem ynnu i fiski svo við báðum um að okkur yröi visað á þær konur sem hefðu hvað hæstan bónus. „Viö höfum það ljómandi gott” sögðu þær að sjálfsögðu, en þær hétu Ólöf Þórarinsdóttir og Oddný Steingrimsdóttir. — Og hver eru svo launin? „Við höfum 70 þúsund i bónus á viku og 30 þúsund fyrir hálfa dag- vinnu, en með þvi að vinna lika um helgar fara launin upp i 180 þúsund fyrir sjö daga vinnuviku”. Sú hugsun læddist i hugann aö hætta þessu pári og fara i fisk... — Er ekki leiðinlegt að vinna i fiski allan daginn? „Nei, nei, það er ekki leiðinlegt, en mér hundleiðist þó ef ekki er unnið i bónus”, svaraði Ólöf og bar bredduna óttog titt að ýsunni. — En verður fiskurinn eins góður þegar svona hratt er unnið? „Fólk sem vinnur vel getur alveg eins unnið hratt og vel. Við komumst heldur ekki upp með að vinna fiskinn illa”. — Hvernig vinnið þið saman á borðinu? „Við vinnum alveg óháðar hvor annarri, en hins vegar skiptumst við á að pakka. Annars kemur okkur mjög vel saman.” ' — Borðið bið fisk? Nú lita þær Ólöf og Oddný báöar upp úr ýsunni og brosa að „Það byggist allt á þessu frysti- húsi hér á staðnum” sagði Snorri Snorrason yfirverkstjóri. einfeldningslegri spurningu blaðamannsins. „Já og það með bestu lyst” svara þær báðar i kór. Þannig litur hiö endurbyggða frystihús þeirra Stokksey ringa út aðutanveröu. KR-HAUKAR Úrslit í bikar- keppni HSÍ i Höllinni í KVdLD KL.8 i i r Þessi fyrirtœki hafa stutt þökkum við innilega i Skipafélagið Vikur • i B.M. Vallá/ steypustöö q , Vélsmiðja Guöjóns ólafssonar ^ , S.G. Hljómplötur a , Hótel Holt J Flugleiöir | Garri hf, heildverslun ' Endurskoöunarskrifstofa Svavars • ^Pálssonar • ^Steinar hf. • prj Orösending frá Sveini Jónssyni, formanni K.R. „Ég skora á alla K.R. inga að mæta í Höllina. Nú er mikið í húf i fyrir K.R. Sýnum og sönnum að K.R. andinn sé meira en orðin tóm. Mætum allir sem einn til að fylgja K.R. til sigurs" T~ 1 T~ rzrrzrr □ n okkurog Ferðaskrifstofan Úrval Blóm & Avextir Börkur hf, Hafnarfirði Harpa hf. Nesskip hf. Karnabær hf. Góa hf., Hafnarfirði Smjörliki hf. Eimskipafélag Islands hf. Sindrastál hf. □ □ □ r t t i rr t~i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.