Morgunblaðið - 07.04.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 07.04.2002, Síða 24
Undrabörn sem fara í hundana? The Royal Tenenbaums frumsýnd um helgina  NÚ er Woody Allen að hrinda af stað gerð nýrrar bíó- myndar, en lætur að vanda lítið sem ekkert uppi um efni henn- ar, hvað þá titilinn. En leikhóp- urinn er smám saman að taka á sig mynd og í hann eru komin Christina Ricci, Jason Biggs (American Pie) og Jimmy Fallon (Saturday Night Live), sem eru í aðalhlutverkum, auk Glenn Close og Danny DeVito. Allen ræður í hlutverk Woody Allen: Þögull sem gröfin.  JAMES Cameron, leikstjóri ofursmellsins Titanic, hefur tekið að sér að leikstýra end- urgerð gamallar framtíðarsýnar, þar sem er vísindaskáldskap- urinn Fantastic Voyage frá 1966. Þar segir frá hópi vísinda- manna, sem í smækkuðu formi fara í rannsóknarleiðangur um mannslíkamann. Það var fram- leiðandinn Dean Devlin (Indep- endence Day, Godzilla), sem skýrði frá þessu og jafnframt því að þar með væru hann og félagi hans, Roland Emmerich leikstjóri, hættir við slíka endurgerð. Cameron til fortíðarframtíðar James Cameron: Inn í mannslík- amann.  LÍF og dauði mannréttinda- frömuðarins Freds Cuny hafa átt hug og hjarta Holly- woodstjörnunnar Harrisons Ford um árabil og nú mun hann leika í mynd sem fjallar um hvort tveggja. Cuny starf- aði á stríðshrjáðum svæðum eins og í Bosníu og Guatem- ala og er talinn hafa verið tekinn af lífi við að reyna að semja um vopnahlé í átök- unum milli Rússa og Tsétséna árið 1995. Ford hafði verið þulur í heimildamynd um Cuny og fékk svo mikinn áhuga á manninum að hann gafst ekki upp fyrr en leikin bíómynd var komin á koppinn. Handrit hennar skrifar William Nich- olson, sem samdi Gladiator, og búist er við að mexískóski leikstjórinn Alejandro Gonzalez In- arritu (Amores Perros) taki að sér leikstjórnina. Í sumar verður næsta mynd Fords, K-19: The Widowmaker, frumsýnd en Sigurjón Sig- hvatsson er einn af framleiðendum hennar, sem kunnugt er, og Ingvar E. Sigurðsson meðal ann- arra leikara. Ford í brýnu verkefni Harrison Ford: Friðarsinni deyr.  SÁ flinki bardagaleikari Jet Li (Romeo Must Die) er um þessar mundir að leika í nýrri hasarmynd, sem heitir Cradle 2 the Grave, ásamt DMX. Þeir standa þar fyrir hættu- legri aðgerð til að bjarga dótt- ur annars þeirra úr klóm mannræningja, sem vilja verð- mæta demanta í skiptum. Leikstjóri er Andrzej Bartk- owiak (Romeo Must Die, Exit Wounds) og fram- leiðandi Joel Silver. Jet Li í nýjum hasar Jet Li: Kemur til hjálpar.  EINN helsti spennusmellur 9. áratugarins var Fatal Attraction eða Hættuleg kynni eftir Adrian Lyne, þar sem Glenn Close og Michael Douglas hófu kynlífssamband með hinum skelfilegustu af- leiðingum. Nú stendur til að endurgera þessa mynd fyrir unglinga. Mun Erika Christ- ensen, sem lék dóttur Dougl- as í Traffic, trúlega fara með hlutverk Close og Jesse Bradford (Cherry Falls) hlut- verk Douglas. Í nýju myndinni er sagan sviðsett í háskólaumhverfi. Hættuleg kynni fyrir unglinga Erika Christen- sen: Bregður sér í nærbuxur Glenn Close. STAÐA Kvikmyndasafns Ís- lands er afar erfið um þessar mundir og má segja að starfsemi þess sé að mestu lömuð, að sögn Þorfinns Ómarssonar, fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs Íslands, sem safnið heyrir undir. Safnið fór fram úr fjárveitingum í fyrra, sem nemur nálægt 20 milljónum króna og lét forstöðu- maður þess af störfum í fram- haldi af því. Ekki eru til fjár- munir til að ráða nýjan for- stöðumann, en stöðunni gegnir tímabundið Þórarinn Guðnason, sem verið hefur safnvörður til margra ára. „Fjárhagsstaða safnsins er mjög slæm og af þeim sökum verður starfsemin í algeru lág- marki á þessu ári,“ segir Þor- finnur Ómarsson í samtali við Morgunblaðið. „Við bætist svo að Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að rífa öll húsakynni á norðurbakkanum, þar sem Kvik- myndasafnið hefur starfað síð- ustu árin. Þetta kemur sér afar illa fyrir Kvikmyndasafnið, enda hafði verið eytt þar tugum millj- óna króna í að koma upp sér- tækum geymslum undir filmur og þess háttar.“ Þorfinnur segir að á þessari stundu sé alls óvíst hvert safnið flyst eða hvernig staðið verði að þeim flutningum. „Ljóst er að þeir munu í það minnsta valda miklu raski á starfi Kvik- myndasafnsins, svo ekki sé talað um aðra óvissuþætti.“ Hvers vegna er staðan eins og hún er? „Fjárhagsstaðan er slæm af þeirri einföldu ástæðu að eytt var verulega umfram fjárheim- ildir. Á síðasta ári var miklu eytt til að koma Bæjarbíói í viðun- andi ástand, þannig að hægt yrði að hefja þar sýningastarfsemi til frambúðar. Þó að tilefnið hafi verið þakklátt voru ekki fjár- heimildir fyrir þessum fram- kvæmdum, auk þess sem annar rekstrarkostnaður safnsins jókst á sama tíma.“ Að sögn Þorfinns eru framtíð- arhorfur varðandi stöðu og starfsemi Kvikmyndasafns Ís- lands mjög óvissar. „Það er greinilegt að á þessu ári verður ekki hægt að standa fyrir sýn- ingum í Bæjarbíói nema í sér- stökum undantekningartilfellum. Starfsemin verður öll í lágmarki, starfsfólk er nú fáliðaðara en áð- ur, og svo mætti áfram telja. Verst er þó að þessi slæma fjár- hagsstaða veldur því að Kvik- myndasafnið verður skuldsett til a.m.k. næstu fjögurra ára, nema gripið verði til einhverra ann- arra ráðstafana en gert hefur verið hingað til.“ Ekki ráðið í stöðu forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands Starfsemin lömuð og húsnæðið rifið Morgunblaðið/Golli Langþráð sýningaraðstaða Kvikmyndasafnsins í gamla Bæjarbíói: Hvað verður um aðra starfsemi safnsins? ath@mbl.is EINU sinni þekkti ég dyra-vörð. Hann var umburð-arlyndur. Hann skildi þrá mína eftir frelsi. En þegar hann hleypti mér inná bíómynd sem var bönnuð fyrir pjakk á mínum aldri sveikst hann kannski strangt tekið undan ábyrgð. Mikið var ég honum þakklátur fyrir það. Og er enn. Þessi góði maður ber, hvað sem öðru líður, enga ábyrgð á því að ég skuli vera eins og ég er. Þetta var á þeim tímum þegar bíómyndir sýndu fátt sem talist gat skaðvænlegt fyrir við- kvæmar sálir. Þegar ofbeldið takmarkaðist við hnefahögg, bangbang og blóðlausa dauð- daga. Þegar kynlífslýsingarnar gengu ekki lengra en nam sokkaböndum, brjóstahöldum, sundskýlum og kossi með lok- aðan munn. Þessir tímar eru liðnir og langt síðan kvikmynd- irnar glötuðu sakleysinu. En þeir tímar eru ekki liðnir og munu aldrei líða, að forvitni um það sem er forboðið sé eitt helsta eldsneyti mannfólks á öll- um aldri. Ekkert er eftirsókn- arverðara en það sem ekki má sjá, heyra og lesa. Bönn eru besta auglýsingin í þeim efnum. Og engin gild rök eru fyrir því að fullorðið fólk meini öðru full- orðnu fólki að njóta þess rit- og myndefnis sem því sýnist. Það breytir þó engu um nauð- syn þess að vernda yngstu barnssálir fyrir efni sem þær ná ekki að skilja og greina á þrosk- aðan hátt. Í ljósi ráðandi strauma í kvikmyndum er sú nauðsyn aldrei meiri. Þar á upp- eldishlutverk ritskoðunar fullan rétt á sér. Þar birtist ábyrgð hinna fullorðnu á eigin frelsi. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að bera fram á alþingi frum- varp til laga um að leggja niður Kvikmyndaskoðun ríkisins og hætta þar með ritskoðun hins opinbera á kvikmyndum fyrir fullorðna er mikið fagnaðarefni. Samkvæmt því er framleið- endum og dreifingaraðilum sjálfum falið að standa vörð um hagsmuni barna. Um leið og auknu frelsi fyrir fullorðna áhorfendur er fagnað er rétt að vekja athygli á þeirri ábyrgð, sem fylgir því frelsi og lögð er á ofangreinda hagsmunaaðila. Hún felst einkum í því að fram- fylgja banni við sýningum svo- kallaðra og skilgreindra „ofbeld- ismynda“ fyrir einstaklinga sem ekki hafa náð sjálfræðisaldri. Það er ekki leyndarmál, ekki einu sinni opinbert leyndarmál, að eftirlit hagsmunaaðila í bíó- um og á myndbandaleigum með því að neytendurnir séu nógu gamlir er vægast sagt brokk- gengt. Ef nýja lagafrumvarpið verður samþykkt, sem vonandi gengur eftir, eykst enn mik- ilvægi þessa eftirlits. Aðalatriðið er að reglurnar, sem hags- munaaðilum er ætlað að fara eftir, séu nægilega skýrar og þeim aðeins beitt í allra nauð- synlegustu tilvikum. Ella verða umburðarlyndir, skilningsríkir og hæfilega ábyrgðarlausir dyraverðir sem fyrr bestu vinir barnanna. Morgunblaðið/Golli Farið í bíó: Aukið frelsi til að sýna og sjá – fyrir fullorðna. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson „Ritskoðari er maður sem veit meira en hann telur að þú eigir að vita,“ sagði vitringurinn. Ritskoðun þjónar jafnan hagsmunum valdsins, ekki þegnanna, ekki lýðræðisins. Hún er og hefur verið gegnum ald- irnar einhvers konar þjóðfélagslegt uppeldistæki. Uppeldi á fullorðnu fólki hentar ekki; það kemur of seint. Frelsi, ábyrgð og umburð- arlyndi henta betur. Verðirnir í dyrunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.