Vísir - 11.06.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 11.06.1980, Blaðsíða 2
vtsm Miftvikudagur 11. júni 1980. 2 Hvað finnst þér að mætti betur fara i þinu bæjar- félaei? Borghildur á Skólavöröuholti: Þaö vantar bekki t.d. hér á Skóla- vöröustiginn og Laugaveginn þar sem strætisvagnarnir stoppa. Ég hélt nú aö slikt myndi lagast þeg- ar vinstri stjórnin tók viö. Og þaö vantar tiifinnanlega salernisaö- stööu á fleiri staöi. Jóhann Þóroddsson, vélstjóri: Ég er nú frá Akranesi og þar er nú ekkihægt aöfara fram á mikiö meöan veriö er aö leggja hita- veitu. Þaö væri þá helst varöandi sléttari götur og gangbrautir. Annars er þetta ágætt. Steinn Halldórsson, verslunar- maöur: Þaö er þá helst varöandi fleiri grasvelli hér I Reykjavik og meira af opnum svæöum til iþrötta- og leikjaiökana. Ég held þeir ættu aö hugsa frekar um að byggja vinaleg hús þar sem nú eru gamlir hanabjálkar. Kristin Þorvaldsdóttir, húsmóö- ir: Ég er úr Kópavogi og þar er nú margt sem vantar. Þar er litið sem ekkert gert fyrir gangandi vegfarendur. */ t Sigrún óskarsdóttir, húsmóöir: Ég bý i Kópavogi og þar er mikið gott aö búa. A.S s / Hvar er Hek/a ti/ húsa? \ \ Nafn \ \ Heimilisfang Sími: 9 ] viö Laugaveg \ ] viðSuðurlandsbraut ] við Austurstræti Vinningar dagsins: 3 vinningar að heildarverðmæti kr. 144.180.- Setjið X í þann reit sem við á Svör berist skrifstofu Vísis, Síðumúla 8, Rvík, í síðasta lagi 20 júní, í umslagi merkt: SUMARGETRAUN. © Dregið verður 23. júní, og nöfn vinningshafa birt daginn eftir. SUMARGETRAVN Laugavegi 1 70—172 — Sími 21240 Timarmo Skak meo skakmot a suournesjum: HELGI OLAFSSON SIGRAÐI A STIGUM Helgi Ólafsson sigraöi á stig- um i helgarskákmóti timarits- ins Skákar sem haldiö var um helgina I Fjölbrautaskóla Suö- urnesja. Alls tóku 26 skákmenn af Suöurnesjum og úr Reykja- vik þátt i þessu móti, þ.á.m. flestir af sterkustu skákmönn- um landsins. Keppt var i einum opnum flokki og var fyrirkomulag þannig aö fyrstu 30 leikina varö að leika á 1 1/2 tima og siöan urðu menn að ljúka skákunum á 1/2 tima. Úrslit uröu eins og áö- ur segir aö Helgi Ólafsson sigr- aöi eins og áöur segir á stigum, en hann hlaut ails 5 vinninga. Jafnmarga vinninga hlutu þeir Margeir Pétursson og Friðrik Ólafsson. Þá hlutu Guðmundur Sigurjónsson, Jón L. Arnason og Hilmar Karlsson 4 1/2 vinning, Jóhann Hjartarson Islands- j Séö yfir mótstaöinn i Fjölbrautaskóla Suöurnesja en á mótinu voru flestir af sterkustu skákmönnum landsins. Visismynd Hreiöar Baldursson. meistari, Sævar Bjarnason og Guömundur Agústsson 4 vinn- inga og Pálmar Breiðfjörö og Halldór Einarsson hlutu 3 1/2 vinning. A þessu móti voru tefldar margar góöar skákir en hæst bar þó skák Friöriks Ólafssonar og Guðmundar Sigurjónssonar sem lyktaöi meö sigri Friöriks. Sérstakir gestir þessa, móts voru fjórir ungir skákmenn, þeir Ingimundur Sigurmunds- son Selfossi, Guömundur Gisla- son Isafiröi, Július Sigurjónsson Bolungavik og Halldór Einars- son Bolungavik en þeir höfðu allir veriö á skákskólanum á Kirkjubæjarklaustri. Skákstjóri var Jóhann Þór Jónsson alþjóölegur skákdóm- ari, en mótiö fór hiö besta fram ekki sist vegna hjálpar skóla- meistara Fjölbrautaskólans Jóns Böðvarssonar. Nú I sumar eru fyrirhuguö fimm svipuö mót á vegum tima- ritsins Skákar og veröa þau haldin viöa um land. -HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.