Vísir - 11.06.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 11.06.1980, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 11. júni 1980. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta Klapparstig 17, þingl. eign Jóns Samúelssonar fer fram á eigninni sjálfri föstudag 13. júni 1980 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. - Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta i Unufelli 33, þingl. eign Guð- mundar Fr. Halldórssonar fer fram á eigninni sjálfri föstudag 13. júni 1980 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 22., 24. og 27. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á hluta i Rauðarárstig 24, þingl. eign Finnboga G. Kristins- sonar o.fl. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykja- vik á eigninni sjálfir föstudag 13. júni 1980 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 1110. tbl. Lögbirtingabiaðs 1979 og 4. og 8. tbl. þess 1980 á Vonarstræti 4 B, þingl. eign Magnúsar Th. S. Blöndahl h.f. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I , Reykjavik á eigninni sjálfri föstudag 13. júni 1980 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Blaðburöa rfó Ik óskast^^S Lindargata ^ Lindargata Klapparstígur W wmsufiM Frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík Umsóknarfrestur um skólavist fyrir nýja nemendur er til 1. ágúst. Inntökuskilyrði í 1. bekk eru: 1. Gagnfræðapróf, grunnskólapróf eða hlið- stætt próf. 2. 24 mánaða hásetatimi. Þá þurfa umsækj- endur að leggja fram augnvottorð frá augn- lækni, heilbrigðisvottorð og sakavottorð. Fyrir þá, sem fullnægja ekki skilyrði 1) er haldin undirbúningsdeild við skólann, ef næg þátttaka verður. Inntökuskilyrði i þá deild eru 17 mán. hásetatími auk annarra vottorða undir 2). Þá er heimilt að reyna við inntökupróf í 1. bekk í haust.. Prófgreinar eru: Stærðfræði, eðlisfræði, islenska, enska og danska. Haldin verða námskeið frá 12. sept. fyrir þá sem reyna vilja inntökupróf. 1. bekkjardeildir verða haldnar á Akureyri, Isafirði og i Neskaupstað, ef næg þátttaka fæst. Skólinn verður settur 1. október. Skólastjóri. Rosalynn tekur I hönd aðdáanda og sendir honum bros i leiöinni. Lifvörðurinn, sem stendur að baka for- setafrúarinnar er ekki eins brosmildur og fylgist meö allt fari vel fram. Vfsismynd:ÞG. ep Rosaiynn vin- sæm en Jimmy? - Garter vírkjar alla fjolskylúuna i kosningabaráttunni Rosalynn Carter hefur tekið virkan þátt i kosningabaráttu manns sfns, Jimmy Carter. Er ekki örgrannt um að hún sé enn vinsælli en bóndi hennar. Þórir Guðmundsson, blaða- maður Visis, fylgdist með er Rosalynn kom til Rhode Island, og viðtökunum sem hún fékk. Hér kemur frásögn Þóris: Rosalynn Carter steig út úr flugvélinni „United States” og mikill fjöldi blaöljósmyndara hóf myndatöku. Ferðalög hennar þykja ef til vill ekki lengur neinar heims- fréttir, en hvar sem hún kemur safnast bæjarbúar saman til að Ilita þessa frægu konu augum og fá ef til vill að taka i höndina á henni. „Hún er svo yndisleg”, sagöi hrifin frú i áhorfendaskaranum. Rosalynn tekst að láta lita svo út sem hún sé áhugasöm um bæ- inn og fólkið sem hún talar við, jafnvel þó þetta sé þúsundasti staðurinn sem hún heimsækir i þessari kosningabaráttu. Leyniþjónustumennirnir, sem fylgja henni hvert fótmál eru hrifnir af Rosalynn: „Hún dá- ist að eiginmanni sinum”, sagði einn þeirra viö blaöamann Vis- is”, og hún tekur ekki annað til greina en að hann sigri”. Náinn vinur Carter hjónanna sagði mér nýlega, að forseta- hjónin væru mjög samrýnd. „Þau eru virt og dáð um allt Georgiu riki”, bætti hann við, en Georgla er sem kunnugt er heimariki Carters. „The first lady”, eins og Bandarikjamenn kalla forseta- frúna tekur virkan þátt i störf- um eiginmannsins. Hún hefur ferðast milli fjarlægra heims- álfa og heilsað upp á ýmsa þjóð- höföingja fyrir hönd manns sins, þá segjast þau taka flestar ákvarðanir i sameiningu. Það er enginn vafi á þvi, að Jimmy Carter getur þakkað konu sinni mörg væntanleg at- kvæði, hugsanlega atkvæðin sem koma honum yfir Ronald Reagan I forsetakosningunum i nóvember. Kosningastjórn Carters hefur lika notað að- dráttarafl frúarinnar til hins itrasta. Þeir senda Rosalynn gjarnan til rikja, þar sem skoðanakann- anir sina að vinsældir forsetans eru ekki upp á marga fiska, og gefa fólki þannig tækifæri til aö sjá hina brosmildu og kjark- miklu forsetafrú. Þetta hefur yfirleitt borið þann árangur, að nú þykist Rosalynn Carter geta sagt meö nokkurri sannfæringu: „Ég veit að við vinnum”. Jimmy Carter nýtir fleiri fjölskyldumeölimi f kosningabaráttunni en konu sina. Hér er sonur hans, Chip, á tali viö fréttamenn. Vfsismynd: ÞG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.