Vísir - 11.06.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 11.06.1980, Blaðsíða 13
vtsnt Miðvikudagur 11. júnl 1980. DAGUR í LÍFI FORSETAFRAMBJÖÐENDA - MEB ALBERT A VINNUSTOÐUM A AUSTFJORÐUM VÍSIR Miðvikudagur 11. júni 1980. Eina vonin til að ná viðtali við Albert á yfirreiðinni um Austfirði, var að króa hann af i kaupféiaginu á Reyðarfirði. „Dagblðð elga ekkl að geta plnt fram úrsin l kosnlngum”, - segir Alherl Guðmundsson Það var ekki hlaupið að þvi þann dag sem Visir “ fylgdi Albert Guðmundssyni um Austfirði, að ná ® viðtali við hann, svo mikill var þeytingurinn. Það I tókst loks að króa hann af i kaupfélaginu á Reyðar- | firði og við spurðum hann fyrst hvernig kosninga- baráttan hefði gengið hjá honum fram að þessu. B ■ 1 „Þessi ferðalög okkar hjóna um landið hafa tekist mjög vel og okkur hefur alls staðar verið mjög vel tekiö, þannig að ég get ekki sagt annað en að kosninga- baráttan hafi farið vel af stað. Það setti að visu strik i reikn- inginn hjá mér að ég byrjaði sex vikum seinna en hinir frambjóð- endurnir auk þess sem ég lá rúm- fastur i viku, en þetta stendur allt til bóta”. — Ertu ánægður með þann far- veg sem kosningabaráttan hefur farið i eöa hefðirðu viljað hafa hana meö öörum hætti? „Þetta fer orðið fram á sama hátt og kosningabarátta fyrir al- þingiskosningar meö fundum á vinnustöðum og þess háttar. Þetta eru sömu aðferðir og póli- tikusarnir nota og ég lit á það sem viöurkenningu á þvi, að hér sé um pólitisfct embætti að ræða. Ég hef lika orðið var viö það, að ég er spuröur pólitiskra spurn- inga á kosningafundum, en það er ekki hægt að tala á sama hátt við hina frambjóðendurna, þar sem þeir hafa ekki sama bakgrun og ég, Þannig held ég aö minir kosn- ingafundir séu frábrugönir hinna. En ég er ánægður meö aö kosn- ingabaráttan hefur farið heiðar- lega fram og ég vona aö svo veröi Báfram”. — Hvaö meö þátt fjölmiöla? „Ég er ekki ánægöur með þátt þeirra 1 þessari kosningabaráttu og mér hefur fundist á vanta að þeir hafi gætt hlutleysis. Vegna þess hvaö þetta er allt á viö- kvæmu stigi vil ég ekki skýra þessa skoöun mina nánar núna”. — Nú er stuttur timi fram aö kosningum, en svo viröist sem fjöldi fóiks hafi ekki enn gert upp hug sinn um hvern það hyggst styöja. Hvaö veldur að þinum dómi? „Ég held að það séu miklu fleiri sem búnir eru að taka ákvöröun en svokallaðar skoöanakannanir gefa til kynna. Fólk vill fá aö eiga sin einkamál i friði og vill ekki að dagblöð og aðrir séu að hnýsast i þau. Þessa afstöðu hins þögla kjósanda skil ég vel og það er gott fyrir þjóðfélagiö aö dagblöö geti ekki pint fram úrslit i kosningum sem eiga að vera leynilegar”. — Hverjar telurðu sigurlikur þfnar ve’ra I komandi kosningum? „Ég er bjartsýnn og trúi á sigur I kosningunum og mun berjast fyrir honum til hins siðasta. Eins og ég sagði áðan hefur okkur hjónum verið mjög vel tekið úti á landi og ég treysti þvi aö móttök- urnar veröi ekki siðri i Reykjavik þegar fundahöldin byrja þar fyrir alvöru. Ég vil koma á framfæri þakk- læti til alls þess góða fólks, sem hefur greitt götu okkar á þessum feröum og við sendum þvi öllu hjartans kveöjur”. — Ef til þess kemur aö þú verð- ir ekki kjörinn forseti að þessu sinni, gætirðu þá hugsað þér að gefa kost á þér aftur? „A þessu stigi er ekki timabært að svara þessari spurningu, en ég útiloka ekki þann möguleika. Enginn veit sina ævi fyrr en öll er”. I I I I I I I I I B I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I B B B B B 1 B B I i i B fl I B fl B B fl i „Hér er öruggt atkvæði", gæti Jónas verið að segja við Albert ef dæma má eftir svipnum. Það er ekki tekið út með sældinni, að vera i fram- boði til forsetakosninga á íslandi 1980. Sá timi er lið- inh, að menn komu fram i ríkisfjölmiðlunum, héldu nokkra fundi i stærstu plássum landsins, og létu þar við sitja. Nú dugir ekki minna en að heimsækja nærfellt hvern einasta kaupstað og kauptún á land- inu, og ekki nóg með það, heldur þarf einnig að fin- kemba alla vinnustaði á þessum stöðum. Vinnu- staðaheimsóknir af þessu tagi upphófust fyrir al- þingiskosningarnar 1978 og eru menn ekki á eitt sáttir um ágæti þeirra. Sumir halda þvi fram, að hér sé um að ræða helbert lýðskrum, en aðrir segja, að með þessu móti komist frambjóðendur i kynni við fólkið i landinu og kjör þess, i samræmi við það sem skrifað stendur um að ,,komi fjallið ekki til Múhameðs, fer Múhámeð til fjallsins”. En hvað sem liður ágæti vinnustaðaheimsókn- anna, eru þær orðnar snar þáttur i allri kosninga- baráttu og hafa forsetakosningarnar ekki farið var- hluta af þvi. Frambjóðendurnir hafa þeyst lands- horna á milli, talað við fólkið að störfum og reynt að fá það til að sækja framboðsfundi i viðkomandi plássum. Þessum ferðalögum fylgir meira álag en fólk almennt kannski gerir sér grein fyrir og hvild- artiminn verður oft stuttur. Tii þess að sýna lesendum sinum fram á þessa hlið kosningabaráttunnar, mun Visir á næstunni birta frásagnir i máli og myndum af þvi, hvernig svona ferðalög ganga fyrir sig. Blaðamaður og ljós- myndari munu fylgja hverjum frambjóðanda einn dag, frá morgni til kvölds, og tiunda síðan fyrir les- endum hvernig dagurinn leið. Við byrjuðum á þvi að fylgja Albert Guðmundssyni, og Brynhildi konu hans, á ferðalagi þeirra um Austfirði föstudaginn 6. júní. Dagurinn tekinn snemma Visismenn flugú til Egilsstaða á fimmtudagskvöldið, en það kvöld voru þau Albert og Brynhildur með fund á Neskaupstaö. Þau hjón höfðu næturgistingu á hótel- inu á Eskifirði ásamt Jónasi Guð- mundssyni, sem var I för meö þeim. Þegar okkur bar að garði um klukkan hálf niu á föstudags- morguninn, sat Jónas aö morgun- veröi I matsal hótelsins og stuttu seinna kom Albert niður og hóf daginn með vænum skammti af súrmjólk og kornflögum. Yfir kaffinu voru blaðamenn upplýstir um ferðaáætlun dagsins: Fyrst skyldu heimsóttir vinnustaöir á Eskifirði og siðan átti að „visi- tera” Fáskrúðsfjörð, Stöðvar- fjörö og Reyðarfjörð. Um kvöldið átti svo að halda fund á Eskifirði. „Forsetaembættið það pólitiskasta ikerfinu” Klukkan niu kom á hótelið Aðalsteinn Jónsson, útgerðar- maöur og frystihússeigandi á Eskifirðí, en hann hafði tekið að sér aö lóðsa Albert og fylgdarlið um Austfirðina. Þau voru hæg heimatökin hjá Aðalsteini, eða Alla rika eins og hann er venju- lega kallaöur, fyrst i stað þvi byrjaö var á þvi að skoöa hans eigið frystihús. Albert spurði margs um hagi fólksins, hvernig fiskaðist og hvort að vinna væri nægileg. Hér má sjá þau Albert og Brynhildi í hópi glaöra fiskvinnslustúlkna á Fáskrúðsfiröi/ sem voru að bíða eftir kaupinu sfnu. Við morgunverðarborðið. Albert hámar i sig súrmjólk og kornflögur, en Jónas lætur sér nægja kaffi og sígarettu. bjóðendur til að gegna forsetaem- bættinu. „Ég tel að mitt lifshlaup, min lifsbarátta og min reynsla geri mig hæfan til að gegna þessu em- bætti, en ég er ekki þar með aö ef- ast um hæfni hinna frambjóöend- anna”, svaraði Albert. ,, Jónas drepur af mér öll atkvæði” Um tiuleytiö var staldrað við i verbúöunum á Eskifirði og þar var þegið kaffi. Jónas Guðmunds- son lagöi hart að matseljunni á staðnum að mæta á fundinn um kvöldið og hvatti hana til að setja I sig rúllur af þvi tilefni. Albert varð þá að orði I spaugi að „þvaðrið I Jónasi á eftir að drepa af mér öll atkvæöi”. Þá var farið sem leið lá I véla- verkstæðiö, skreiðarvinnsluna, netaverkstæðið, fiskimjölsverk- smiðjuna, saltfiskverkunina, Landsbankaútibúið og kaupfélag- iö. Jónas fylgdi dyggilega I fót- spor Alberts og sagðist „hiröa vafaatkvæðin”. Þess má geta að i þessari fyrstu iotu dagsins var Brynhildur ekki með heldur hvíldi sig á hótelinu, enda haföi veriö farið seint til rekkju kvöldiö áöur. Stuðningsmannafundur og hernaðaráætlun Um klukkan ellefu var Bryn- hildur sótt á hóteiið og þaðan var haldið heim til Reginu Thoraren- sen, þar sem nokkrir stuönings- menn ætluöu að koma saman og leggja á ráðin með kosningafund- inn um kvöldið og framhald bar- áttunnar. Visismönnum var boðiö kaffi og með þvi hjá Regínu, en uröu siðan að yfirgefa staöinn, þar sem ræða átti hernaðarleynd- armál. Hádegisverö snæddu þau hjón hjá Aöalsteini Jónssyni og klukk- an rúmlega eitt var haldið af stað til Fáskrúðsfjarðar. Þangaö var komið klukkustund siðar og byrj- aö á þvi aö fara I frystihúsið á staönum. Þar sagði starfsfólkið aö þau Albert og Brynhildur hefðu betur komið dálitið fyrr um daginn þvi vélarnar hefðu verið bilaðar og Albert hefði þá gefist færi á að halda ræðu yfir öllum hópnum. Einnig heimsóttu þau hjón salthúsið á Fáskrúösfirði og ræddu viö starfsfólkið. Næsti viðkomustaður var Stöövarfjörður og siöan var hald- ið til Reyðarfjaröar. Viðdvölin á þessum stööum var um flest svip- uö þvi sem áður hefur verið lýst, vinnustaöir sóttir heim og rabbað viö fólkið. „Erfitt en skemmtilegt” Viö spurðum Brynhildi Jó- hannsdóttur hvort þessi stöðugi þeytingur væri ekki erfiður. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt, en auðvitað er þetta dálitið erfitt til lengdar og stund- um finnst mér ég hafa séö hvern einasta þorsk á Islandi. Ferðdætlunin fór mikiö úr skorðum þegar Albert veiktist á Vestfjrööum og þurfti svo að liggja I rúminu i heila viku þegar heim var komið. Þetta var ein- mitt sú vika sem við ætluðum að nota til aö ferðast um Austfirði, þannig aö nú verðum við að halda mjög stíft á þessu öllu ef við eig- um aö komast yfir allt það sem við ætluðum”, sagði Brynhildur. Þegar lokið haföi verið við vinnustaðafundi á Reyðarfirði var klukkan orðin sjö og Visis- menn þurftu að taka stefnuna á Egilsstaöi vegna heimferðarinn- ar, en deginum var ekki lokiö hvað þau Albert og Brynhildi snerti. Albert brá sér til Neskaup- staðar og fylgdist þar með hluta úr leik Þróttar og Austra frá ■Eskifirði, en sá leikur hófst klukkan átta. Klukkan niu var svo haldinn fundurinn á Eskifirði, sem fyrr er getið, og snemma 1 næsta morgun héldu þau hjónin svo til Seyðisfjaröar. Fótbolti og fundur Flestir svöruðu spurningunum greiðlega, en ekki var laust við að sumir væru feimnir við forseta- frambjóðandann. Aðspurður sagðist Albert aldrei hafa unnið i frystihúsi, en hefði þó verið við saltfiskvinnslu. Kaffitimi var hjá starfsfólkinu klukkan tuttugu mlnútur fyrir tiu og flutti Albert þá stutt ávarp i kaffistofunni. Hann sagði þá með- al annars, að það væri að sinu mati mikill misskilningur, að lita á það sem ókost viö forseta að hann hefði tekið þátt I stjórnmál- um. Embættið krefðist þess þvert á móti að forsetinn hefði innsýn i stjórnmálin „það er það pólitisk- asta i kerfinu”, sagði Albert. Hann skoraði á fólk að mæta á fundinn um kvöldið og bað braut- argengi fyrir sig og Brynhildi. „Ég er ekki aö biðja fólk um að berjast gegn hinum frambjóðend- unum, heldur fyrir okkur”, sagði Albert. Einn úr hópi starfsfólksins spurði hvort Albert teldi sig á ein- hvern hátt hæfari en aðra fram- Albert lét sig ekki muna um það að hjálpa eskfirskum strákum við að koma þrjóskri bíldruslu í gang. Texti: Páli Magnússon I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.