Alþýðublaðið - 22.08.1972, Side 3
SILDIN
GISLI
ÁRNI
SETIIR
Kvaöst Ragnar búast viö þvi,
aö um áramótin veröi þessar
birgöir aftur orönar 30 þúsund
tonn, sem vart getur talizt mikiö
miðað viö þá gifur lega viöbót i
framleiðslu, sem veröur á siöasta
hiuta ársins.
MAGNÚS
í ÁLTÚR
Einn ráöherranna, Magnús
Kjartansson, er ekki staddur á
landinu um þessar mundir og hef-
ur ekki verið hérlendis um nokkra
hrfð. Þegar Alþýöubiaöið forvitn-
aðist um það i gær í iðnaðarráðu-
neytinu hvar i veröldinni ráðherr-
ann væri, þá höföu starfsmenn
ráöuneytisins ekki hugmynd um
það.
Að þvi er Alþýðublaðið bezt
veit, þá hefur ráðherrann um
skeið dvalist i Paris i einkaerind-
um. Nú um þessar mundir mun
hann hins vegar vera staddur i
Svisslandi I boði auðhringsins
Alu-Suisse, — þess sama og á
stóran hlut í. álverksmiðjunni i.
Straumsvik. Ekki tókst Alþýðu-
blaðinu að fá uppiýst, hversu
lengi ráðherrann myndi dveljast i
Sviss i boði auðhringsins, eða
hvað hann væri þar að gera.
Það skal tekið fram, að eftir niu
daga færa tslendingar landhelgi
sina út i 50 mílur og einmitt nú um
þessar mundir standa yfir úr-
slitatilraunir til þess að ná sam-
komulagi við Breta og Vestur-
Þjóðverja um útfærsluna.
SÖLU-
Búizt er við, að i næsta mánuði
verði nýi kerskálinn i Straumsvik
tekinn í notkun og eykst þá fram-
leiðslugeta verksmiðjunnar um
75%.
MET
t siðustu viku var metsala
hjá islenzku sildveiðiskipi i
Danmörku. Gísli Arni RE
seldi þá 89,3 lestir af sild fyrir
2,8 milljónir króna, rúmar.
Var meðalverðið 31 króna og
02 aurar kilóiö, sem er af-
bragðsgóð sala. Dagfari ÞH
hafði selt fyrir hæsta upphæð
áður, 2,5 milljónir króna. Var
það sumarið 1969.
Þrátt fyrir þessa afbragðs-
sölu Gisla Arna var meðal-
verðið mjög lágt i siðustu
viku, og afli litill. Alls veiddu
islcnzku sildveiðibátarnir 1308
lestir, og var söluverðmæti
aflans 17,2 milijónir. Má þvi
segja að sala Gisla Arna hafi
Farmhald á 2. siðu.
Ragnar Halldórsson, forstjóri
Alversins sagði í viötali við Al-
þýðublaðið i gær, að næstkomandi
mánudag yrði haldinn stjórnar-
fundur I fyrirtækinu og þá tekin
ákvörðun um það hvenær viðbót-
aráfanginn verður tekinn i notk-
un.
Núverandi afkastageta verk-
smiðjunnar er 42 þúsund tonna
ársframleiðsla, en með nýja
áfanganum eykst hún um 37 þús-
undtonn.
Ragnar sagði, að sala á áli hefði
gengið þokkalega á þessu ári og
hefði salan verið u.þ.b. þrjú þús-
und tonnum meiri en framleiðsl-
an hefur verið á árinu.
t upphafi ársins námu óseldar
birgðir 30 þúsund tonnum, en eru
nú um 27 þúsund tonn.
NO
BANKANUM 2 MILUARÐA!
- OG HALLDÓR HEFUR SELT HEILMARGA VÍXLA
ÁLVERIÐ í STRAUMSVÍK:
FMMtEIÐSlU
m SEMH AIIK-
IN UM HELMIHG
Skuldir rikissjóðs við Seðla-
banka íslands námu um siðustu
mánaðamót tæpum tvö þúsund
milljónum króna. Eru skuldir rik-
issjóðs við Seðlabankann nú
meira en þúsund milljónum
króna hærri en þær voru á sama
tima i fyrra, eða þegar núverandi
rikisstjórn tók við völdum.
i gær barst Alþýðublaðinu efna-
VELTUR OG SLYS
Þeir voru iðnir við að velta
bilum i Arnessýslu um helg-
ina.
Fjórum sinnum á þessum
tima var lögreglan á Selfossi
kölluð út vegna bilvelta.
Tveir bilar ultu á veginum
vestan við Skiðaskálann i
Hveradölum, einn i Þing-
vallásveit og einn i ölfusi.
Enginn slasaðist i þessum
bílveltum, en hins vegar er
talin mesta mildi, að ekki
skyldi fara verr fyrir öku-
manni og farþegum bifreiðar-
innar, sem valt I ölfusi.
Iiafði hann verið að fara
fram úr annarri bifreið, þegar
þær skullu saman og tókst
ökumanninum að sneiða
framhjá brúarstólpa með
naumindum.
Fólksbil úr Reykjavik var
ekið út af þjóðveginum ofan
við Lækjarbotna um sex leytið
i gærkvöldi.
ökumaðurinn missti stjórn
á bilnum með fyrrgreindum
afleiðingum. Sjálfur slasaðist
hann eitthvað og var fluttur á
slysadeild Borgarspitalans.
hagsyfirlit frá Seðlabanka ís-
lands 31. júli 1972 og koma þar
fram fróðlegar tölur um skuldir
rikissjóðs við bankann.
Alls nema þær nú krónum
1.934,510.075,70. Þar af er skuld á
aðaiviðskiptareikningi rikissjóðs
i bankanum krónur
1.657.410.075,70.
Eins og Alþýðublaðið hefur áð-
ur skýrt frá fitjaði rikisstjórnin
upp á þeirri nýbreytni á siðast-
liðnum vctri að útvega sér fjár-
magn umfram yfirdráttarskuld
sina við Seðlabankann með sölu
svonefndra ríkisvixla. Það sem af
er árinu hefur Halldór E. Sigurðs-
son, fjármálaráðherra, selt slika
vixla að upphæð 277.100.000.00
krónur i Seðlabankanum.
Samkvæmt uppiýsingum sem
blaðið fékk hjá aðalbókara Seðia-
bankans i gær, námu skuldir rik-
issjóðs við Seðlabankann hinn 31.
júli 1971, — eða hálfum mánuði
■ eftir að rikisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar tók við völdum —
871.467.000,00 króna.
Skuldir rikissjóðs við bankann
eru þannig nú liðlega þúsund
milijónum króna hærri en á sama
tima i fyrra. —
OLÍUSKIP SPRINGUR
í LOFT UPP í HAFI
Oliuskipið Texanita frá Liberiu
sprakk i loft upp eftir árekstur við
japanska oliuskipið Oswegs und-
an Gróðrarvonarhöfða i svarta
þoku i gær. Sprengingin varð á
stað um 32 km fráþþorpinu Still-
baai á S-Afrikuströnd og svo
kröftug var hún, að rúður i húsum
þar brotnuðu.
Tcxanita sökk þegar eftir
sprenginguna, en japanska skipið
hefur ekki skemmst mjög mikið,
þar sem þvi var snúið til Höfða-
borgar eftir slysið, og er siglt fyr-
ir eigin vélarafli. En krafturinn af
sprengingunni var svo mikill, að
tveir af áhöfninni þeyttust út i
hafsauga og leit að þeim hafði
ckki borið árangur i gærkvöldi.
í gærkvöldi höfðu aðeins fimm
menn af áhöfn Texanitu fundizt á
lifi, en tveir fundust fljótlega
látnir.
Skipið sem sökk var rúmlega 48
þúsund brúttótonn og-var fulllest-
að hráoliu, á lcið til Evrópu.
Mengunarsérfræðingar voru þeg-
ar sendir frá Höfðaborg með flug-
vél á slysstaðinn, og staðfesta
þeir að mikil olia hafi komizt i
sjóinn. Ekki er enn vitað hvort
hætta er á að olian berist með
ströndum Suður-Afriku.
Japanska skipið lekur einnig
nokkuð en dæluskip eita það til
hafnar og dæla upp oliunni, sem
það missir i sjóinn.
BOLAR I BRAÐUM HÁSKA
Sá atburður átti sér stað um
helgina, að naut, sem týnt hafði
verið í heila viku, fannst með
lifsmarki ofan i druliupytti i
landi Setbergs við Hafnarfjörð
með aðeins höfuðið upp úr.
„Þetta er kraftaverk”, sagði
Friðþjófur Einarsson, bóndi að
Setbergi, i viðtali við Alþýöu-
blaðið i gær.
Annað naut í eigu Friðþjófs
hvarf fyrir hálfum mánuði og
fannst það hvergi þrátt fyrir
mikla leit.
Fyrir viku hvarf svo siðara
nautið og þótti mönnum hvarf
nautanna dularfullt i hæsta
máta.
Svo gerist sem sé það, að
Friöþjófur rekur augun í höfuð
nauts ofan i drullupyttinum,
sem er skammt frá bænum.
Var það dregið upp úr pyttin-
um og kom þá i Ijós, að hitt
nautið hafði lent ofan i sama
pytti, en sokkið mun dýpra.
Dýralæknir var strax fenginn
til að sinna nautinu, sem var á
lifi, og eru jafnvel taldar vonir
til þess, að það nái sér.
Það er mjög máttfarið og get-
ur t.d. ekki staöið.
Ef Friðþjófur missir bæði
nautin hefur hann orðið fyrir
verulegu tjóni, þvi hvort um sig
hefði selzt á 20 þúsund krónur og
i haust stóð einmitt til að felia
þau.
3
Þriðjudagur 22. ágúst 1972