Morgunblaðið - 26.04.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 9
Smáralind
Simi 545 1550
30% afsláttur
af Better Bodies sportfatna›i
Tilbo›
föstudag,
laugardag
og sunnudag
Opi›: Smáralind mán. - föst. kl. 11-19 • lau. kl. 11-18 • sun. 13-18
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
1
75
95
04
/2
00
2
Gi ld i r e ingöngu í Smára l ind .
RAÐGREIÐSLUR
Sölusýning -
Sölusýning
10% staðgreiðsluafsláttur
Sími 861 4883
á nýjum og gömlum handhnýttum
austurlenskum gæðateppum á
Grand Hóteli við Sigtún, Reykjavík,
í dag, föstudag 26. apríl, frá kl. 13-19,
á laugardag 27. apríl frá kl. 12-19,
á sunnudag 28. apríl frá kl. 13-19.
Glæsileg teppi
á mjög góðu verði
Nýjar sendingar
Ítalskar dragtir og kjólar frá
Mjög skemmtilegur
galla- og khakífatnaður
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Úrval af buxum - gott kvensnið
ná vel upp í mitti
NÆSTKOMANDI laugardag
verður opnuð í Listasafni Íslands
sýning á rúmlega 80 verkum eftir
52 heimskunna rússneska lista-
menn frá því á árunum 1880–1930.
Þeirra á meðal eru Kandinskij,
Kúprin, Chagall, Kúznetsov, Mal-
evitsj, Popova, Repín, Serov, Tatl-
ín, Vasnetsov og Vrúbel. Sýningin
ber yfirskriftina „Hin nýja sýn:
Rússnesk list frá raunsæi til fram-
úrstefnu“ og er hingað komin frá
Tretjakov-safninu í Mosku, sem er
eitt af þremur stærstu listasöfnum
Rússlands. Tryggingaverðmæti
sýningarinnar er um fimm millj-
arðar króna.
Tildrög sýningarinnar eru þau
að fyrir tveimur árum gerðu Ólaf-
ur Kvaran, safnstjóri Listasafns
Íslands, og Valentin Rodionov, for-
stöðumaður Tretjakov-safsins,
samkomulag um að efna til sýn-
ingaskipta milli safnanna. Sýning-
in á verkum rússneskra listamann-
anna er mótuð í samvinnu Ólafs
Kvaran og sérfræðinga Tretjakov-
safnsins. Þar er lögð áhersla á að
kynna einstaka listamenn og sýna
þróunina sem átti sér stað í rúss-
neskri myndlist frá raunsæi til
framúrstefnu í kringum aldamótin
nítjánhundruð. „Tretjakov-safnið
er þjóðlistasafn Rússlands og eitt
merkasta og stærsta safn landsins
og er okkur mikill fengur að sam-
starfi við það. Þannig höfum við
fengið hingað þessa glæsilegu sýn-
ingu og næstkomandi haust verður
haldin sýning á íslenskri myndlist
í Tretjakov-safninu í Moskvu,“
segir Ólafur.
Fjórir rússneskir öryggisverðir
komu hingað til lands frá Tretja-
kov-safninu til að fylgjast með við-
töku verkanna og uppsetningu og
hafa fjölmargir aðilar lagt hönd á
plóginn við að gera sýninguna að
veruleika. „Á sýningunni eru verk
eftir fremstu meistara rússneskrar
listar við upphaf módernismans.
Hér er um að ræða myndlistar-
menn sem voru í nánum tengslum
við hræringar í myndlistarlífi
Vestur-Evrópu og ruddu brautina
á mörgum sviðum,“ segir Ólafur.
Fjölbreytt rússnesk menningar-
dagskrá mun fara fram í sölum
Listasafns Íslands í tengslum við
sýninguna. Haldnir verða fyrir-
lestrar og tónleikar, auk þess sem
rússneskur matseðill verður í
kaffistofu safnsins. Þá mun safnið
standa fyrir reglulegri leiðsögn og
fræðslu um verkin á sýningunni og
þá þróun sem þau endurspegla.
„Sýninguna má líta á sem lið í
hlutverki safnsins við að kynna al-
þjóðlega listasögu, og er að því
leyti ákveðið framhald sýningar-
innar „Náttúrusýnir“ frá Petit
Palais á síðasta ári, en að henni
var metaðsókn,“ segir Ólafur að
lokum.
Myndlistarsýningin „Hin nýja
sýn“ verður sem fyrr segir opnuð
næstkomandi laugardag í Lista-
safni Íslands að viðstöddum
fulltrúum rússneska sendiráðsins
og Tretjakov-safnsins. Forseti Ís-
lands, hr. Ólafur Ragnar Gríms-
son, mun flytja ávarp við opn-
unina. Sýningin stendur til 16.
júní.
Rússneskir meistarar
í Listasafni Íslands
Morgunblaðið/Þorkell
Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands.
HALLDÓR Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra átti á miðvikudag
fund með Per Stig Möller, utan-
ríkisráðherra Dana.
Danmörk tekur við for-
mennsku í Evrópusambandinu í
júlí og ræddu ráðherrarnir m.a.
stækkun ESB- og EES-svæð-
isins. Einnig ræddu þeir fram-
kvæmd EES-samningsins á
fundi sínum og sjávarútvegs-
stefnu Evrópusambandsins, að
því er fram kemur í frétt frá ut-
anríkisráðuneytinu.
Jafnframt ræddu ráðherrarn-
ir um fund utanríkisráðherra
Atlantshafsbandalagsins sem
haldinn verður í Reykjavík í
næsta mánuði og um fyrirhug-
aða stofnun NATO-Rússlands
ráðs.
Utanríkisráðherrar Dana og Íslendinga funda
Ræddu stækkun ESB og fram-
kvæmd EES-samnings